Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Guðjón A. Kristjánsson um grundvöll nýrrar fískveiðistjórnunar
Uppboð og út-
gerðarflokkar
Frjálslyndi flokkurinn og Vinstrihreyfínffln
-grænt framboð standa saman að þings-
ályktunartillögu um grundvöll að breytingu
á lögum um stjórn fískveiða. Guðjón A.
Kristjánsson, þingflokksformaður Frjáls-
lynda flokksins, mælir fyrir frumvarpinu
jegar þar að kemur en hann viðraði hug-
myndir flokks síns á Alþingi í vikunni og
sagði Steinþóri Guðbjartssyni frá þeim.
Morgunblaðið/Golli
Guðjón A. Kristjánsson, þingflokksformaður Fijálslynda flokksins,
mælir fyrir tillögu um grundvöll nýrrar fiskveiðistjórnunar.
EFTIR helgi verður dreift á
Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um grundvöll
nýrrar fiskveiðistjómunar
og er Guðjón A. Kristjánsson fyrsti
flutningsmaður en Frjálslyndi flokk-
urinn og Vinstrihreyfingin - grænt
framboð standa að tillögunni. Alykt-
unin gengur út á það að sjávarút-
vegsráðherra í samráði við sjávar-
útvegsnefnd afli gagna og undirbúi
tillögur um skiptingu fiskiskipaflot-
ans í útgerðarflokka þar sem dag-
róðra- og strandveiðiflotinn verði
sérstakur útgerðarflokkur með til-
tekna hlutdeild í veiðum helstu
nytjastofna.
I öðru lagi að hann afli gagna og
undirbúi tillögur um mögulega
byggða- eða svæðatengingu veiði-
réttinda með sérstakri hliðsjón af
hlutdeild smábáta og strandveiðiflot-
ans.
í þriðja lagi að hann afli gagna og
móti reglur um skilyrði sem leggja
eigi til grundvallar því að einstakar
tegundir séu kvótasettar. Einnig
reglur um hvemig tegundir skulu
teknar út úr kvóta þegar forsendur
kvótasetningar em brostnar.
í fjórða lagi skuli hann skipa
starfshóp um umhverfismál og sjáv-
arútveg sem móti stefnu um hvemig
stuðla megi að þróun íslensks sjávar-
útvegs í átt til vistvænna veiða og
sjálfbærrar þróunar með sérstakri
hliðsjón m.a. af skuldbindingum ís-
lands skv. Ríó-sáttmálanum.
í fimmta lagi skipi hann 15 manna
ráðgjafamefnd skv. tilnefningum
með fulltrúum allra þingflokka, full-
trúum heildarsamtaka sjómanna,
Sjómannasambands Islands, Far-
manna- og fiskimanna-
sambandi og Vélstjóra-
félags íslands, fulltrúa
frá Verkamannasam-
bandi íslands fyrir
hönd fiskverkafólks,
fulltrúa frá Landssambandi ís-
lenskra útgerðarmanna, fulltrúa frá
Landssambandi smábátaeigenda,
fulltrúa frá Samtökum fiskvinnslu-
stöðva, 2 fulltrúum frá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga auk formanns
sem sjávarútvegsráðherra skipar án
tilnefningar. Hlutverk ráðgjafar-
nefndarinnar verði að vera samráðs-
vettvangur allra helstu hagsmunaað-
ila og vera Alþingi og ríkisstjóm til
aðstoðar og ráðgjafar um vinnu og
stefnumótun á þessu sviði. Ráðgjaf-
amefndin skal vera sjávarútvegs-
nefnd Alþingis og stjórnskipuðum
nefndum, auðlindanefnd og nefnd
um endurskoðun laga um stjóm fisk-
veiða til aðstoðar og samráðs, með
reglubundnum hætti.
Sátt nauðsynleg
Guðjón segir að forsaga málsins,
eins og hún snúi að Frjálslynda
flokknum, sé sú að í janúar hafi
flokkurinn ákveðið að skoða sjávar-
útvegsmálin upp á nýtt með það að
leiðarljósi að setja fram leiðarlýs-
ingu um farveg þar sem komast
mætti út úr kvótakerfinu með
skynsamlegum hætti, ef það mætti
verða sáttarflötur. „Um sama leyti
féll dómurinn í Vatneyrarmálinu og
þá fannst okkur enn frekari ástæða
til að Alþingi kæmi að þessu.“ Hann
segir að niðurstaða viðræðna full-
trúa flokkanna tveggja hafi leitt til
fyrrnefndrar sameiginlegrar þings-
ályktunartillögu en hvor flokkur sé
með sína greinargerð. „Eigi að
stefna að sátt um sjávarútvegsmálin,
sem getur heitið því nafni, teljum við
að þennan grunn þurfi að vinna.“
Þrír útgerðarflokkar
Fram kemur i viðamikilli greinar-
gerð Frjálslynda flokksins að nauð-
synlegt sé að skipta fiskveiðiflotan-
um upp í þrjá útgerðarflokka.
„Nauðsyn ber til að skilgreina
fiskiskipin upp í aðgreinda útgerðar-
flokka fiskiskipa með sambærilega
möguleika til fiskveiða og nálgast
þannig jafnræði milli þeirra sem
gera út álíka kraftmikil veiðiskip
sem hafa mismunandi áhrif á nátt-
úrulega viðkomu í lífríki sjávar,"
segir í greinargerðinni.
„Þar ber fyrst að nefna flokk
frystitogara og nóta- og togveiði-
skipa sem veiða nú þegar innan og
utan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar,
bæði botnfisktegundir og uppsjávar-
fisk eins og loðnu, síld, kolmunna og
makrfl. Þessir fiskiskipaflotar frysti-
og nótaskipa verði sérgreindir frá
öðrum hluta flotans og mörkuð afla-
og veiðistýring sem hentar þeim í því
alþjóðlega uppboðs- og samkeppnis-
kerfi kvótaveiði, sóknar og alþjóða-
eða milliríkjasamninga sem stórút-
gerðin starfar í.
Annar sérgreindur
útgerðarflokkur væri
stærri togveiðiskip
sem landa ísvörðum
fiski til landvinnslu.
Þar þarf að taka tillit til eðlilegrar
nýtingar á veiðislóð og fiskistofnum
samfara takmörkuðum möguleikum
til sóknar útíyrir lögsögu og eðlilegs
aðgangs að öllum fisktegundum þar
sem í togveiðarfæri kemur afli af
mörgum fisktegundum. Tæknivædd
línuveiðiskip með beitningarvélar
veiða einnig fjölmargar fisktegundir,
oftast innan 200 mflna fiskveiðilög-
sögu og stórir netabátar geta einnig
átt heima í þessum útgerðarflokki.
Fyrirfram að lítt rannsökuðu máli er
næsta víst að útfærslan hjá þessum
þremur gerðum ísfisktogara, beitn-
ingarvélbátum og stórum netabátum
þarf ekki að vera eins þrátt fyrir það
að 'vegna stærðar, afkasta, útiveru-
tíma og veiðisvæða falli þessi fiski-
skip saman í útgerðarflokk.
Þriðji flokkurinn yrði síðan
strandveiðiflotinn, skiptur upp í
fyrstu í báta undir 6 tonnum (smá-
báta) og önnur dagróðraskip undir
t.d. 120-140 brúttótonnum. Minnstu
bátum strandveiðiflotans yrði gefið
eins mikið frelsi til fiskveiða og frek-
ast er kostur. Eins og málum er nú
komið víða í kvótalausum sjávar-
byggðum verður að opna möguleika
strandveiðanna til aukins frjálsræð-
is. Afgjald af veiðifrelsi strandveiði-
flotans renni til útgerðarstaðanna til
eflingar landsbyggðar á nýjan leik.“
Fyrr í vikunni mælti Guðjón fyrir
frumvarpi þess efnis að frystitogara-
flotinn yrði skilinn frá öðrum hluta
flotans þannig að hann mætti ekki
taka til sín meiri aflaheimildir frá
strandveiðiflotanum. Þá greindi
hann m.a. frá hugmyndum um ofan-
greinda skiptingu flotans í útgerðar-
flokka. „Við erum ekki tilbúin að
horfa á þetta þróast með þeim hætti
sem það hefur gerst á undanförnum
árum, að stórútgerðin, sérstaklega
frystitogaraútgerðin, kaupi stöðugt
til sín strandveiðiflotann og færu
aflaheimildir hans yfir á togarana en
strandveiðibátamir stæðu eftir
kvótalitlir eða kvótalausir,“ segir
hann. „Þetta er einn af þeim þáttum
sem þarf að lagfæra að okkar viti og
er fyrsti liðurinn í þessari sameigin-
legu þingsályktunartillögu. Að okkar
mati er það að æra óstöðugan að
ætla sér að stýra strandveiðiflotan-
um, trillunum, 50 tonna bátum og
100 tonna bátum með sams konar að-
ferð og til dæmis frystitogaraflotan-
um, sem er ekki aðeins að veiða á
djúpmiðunum kringum landið held-
ur er í alþjóðlegri samkeppni um
veiðar innan og utan lögsögu. Þetta
fer ekki saman enda hefur engin
þjóð sem ég þekki til búið til stjóm-
kerfi þar sem reynt er að stýra
strandveiðiflotanum með sömu að-
ferð og 2.000 tonna skuttogara.“
Leiðarlýsing
Auk skiptingar flotans í flokka er
bent á 15 leiðir sem hafa þarf til hlið-
sjónar við gerð nýrra laga um stjórn
fiskveiða. Bent er á að gera skuli um-
hverfismat fyrir hvem flokk veiðar-
færa, strandveiðiflotanum verði gert
kleift að sækja sjóinn með lágmarks-
hömlum, kvótasetning verði afnumin
af þeim tegundum nytjafiska, sem
ekki hefur tekist að veiða upp tvö
fiskveiðiár í röð, en af slíkum afla
verði greitt gjald, sem Alþingi
ákveður með lögum, af hveiju kílói
eftir landaðri vigt.
Framsal og framleiga á veiðiheim-
ildum verði þegar í stað bönnuð.
Hinum smærri, sem tilheyra
munu strandveiðiflotanum og hafa
tekið þátt í því fjárhættuspili, sem
framsalsheimildimar frá 1990 hafa
búið til, verði forðað frá stóráföllum
með skattalegri afskrift kvótaand-
virðis og úthlutun kvóta eftir núgild-
andi reglum á þeim fisktegundum,
sem eftir væm undir kvótasetningu,
verði ftyst að því er tekur til magns,
en jafnframt afnumin í fimm jafn-
stómm skrefum á næstu fimm ámm,
þannig að fyrsti fimmtungurinn
verði felldur niður við upphaf næsta
fiskveiðaárs og síðan árlega koll af
kolli. Verði Vatneyrardómurinn hins
vegar staðfestur óbreyttur af
Hæstarétti er síðastnefnda atriðið
útilokað og er þá bent á að nauðsyn-
legt sé að finna aðferð sem fullnægir
jafnræðisreglu stjórnarskrár.
„Veiðiheimildum, sem losna undan
kvótaúthlutun, aukningu á leyfilegu
veiðimagni skv. nýrri kvótasetningu
og nýjum tegundum, sem teknar
yrðu undir kvótasetningu, yrði ann-
ars vegar úthlutað með því að bjóða
veiðiheimildir upp á opnum til-
boðsmarkaði á ríkisins vegum og
hæstu boð látin ráða og hins vegar
með greiðslu aflagjalds hjá strand-
veiðiflotanum. Fyrstu tvö ár hins
nýja kerfis skal leyfilegt heildar-
magn þorsks aukið um 100.000 tonn
hvort ár umfram það sem nú gildir.
Öll framkvæmd umskiptanna frá
gömlu kerfi yfir í hið nýja, væri í
höndum sjálfstæðrar þriggja manna
stjórnarnefndar óvilhallra manna,
sem Hæstiréttur tilnefnir, en sækir
umboð sitt beint til Alþingis. Stjórn-
amefndin hefði bæði viðtækt úr-
skurðarvald um ágreiningsefni og
lagaskyldu til að ráðleggja sjávarút-
vegsráðherra og eftir atvikum Al-
þingi um vandamál, sem ráðherra
eða Alþingi þyrfti að taka á í fram-
kvæmd hinnar nýju stefnu. Stjómar-
nefndin hefði enn fremur víðtækt
ákvörðunarvald um ýmis atriði fram-
kvæmdar hinnar nýju stefnu, sbr.
það, sem hér fer á eftir. Þá skal
nefndin gera tillögu um hvemig
þeim útgerðum, sem mestu hafa var-
ið hlutfallslega til kaupa veiðiheim-
ilda á undanfömum árum, verði forð-
að frá áföllum þegar kerfið er
afnumið.
Uppboð á veiðiheimildum fer ekki
einungis fram undir stjóm stjómar-
nefndar hinnar nýju fiskveiðistjóm-
arstefnu, heldur hefði hún til þess
heimildir, að koma í veg fyrir að hóf-
lausum yfirboðum stórútgerða yrði
tekið, sem og heimildir til þess, að
einstakar sjávarbyggðir yrðu ekki
útundan í slíkum útboðum, þótt
raunvemlegt markaðsverð yrði að
ráða í slíkum viðskiptum. Komi til
þess í uppboðum á veiðiheimildum
og í hinum frjálsu veiðum strand-
veiðiflotans, að ójafnvægi myndist
milli hinna þriggja hluta flotans,
verði heimild til að skipta afla-
magninu milli strand-
veiðiflotans og hinna
tveggja hluta flotans.
Æskileg skipting af-
lamagns verði í sam-
ræmi við þá fiskteg-
und sem mest er veidd hverju sinni
af viðkomandi útgerðarflokki, eftir
veiðarfærum, t.d. karfi og grálúða í
troll.“
Ennfremur er lagt til að útgerðar-
flokkum verði afmörkuð veiðislóð og
að strandveiðiflotinn taki ekki þátt í
uppboðum veiðiheimilda, heldur hafi
frjálsa sókn á þeim svæðum, sem
honum eru mörkuð, en greiði við
löndun hverju sinni fjárhæð á hvert
kíló kvótasetts fisks, að hámarki 15%
af mánaðarlegu meðalverði á fisk-
mörkuðum.
Útboð fari fram á opnum til-
boðsmarkaði allt árið og heimildir
leigðar til eins árs í senn og gert er
ráð fyrir skyldu til, að allur afli, sem
á skip kemur, verði fluttur í land.
Stýrð uppboðsleið
„Við teljum að mjög vandlega
þurfi að huga að svona uppboðsleið
og hún getur ekki verið óstýrð,“ seg-
ir Guðjón. „Huga þarf að því að
svæðin og ákveðnar skipagerðir nái
veiðiréttindum, huga að þvi að ekki
einn hópur útgerðar nái öllum veiði-
réttindum og tryggja að byggðasjón-
armiðin nái fram að ganga.“
Guðjón segir að menn geri sér
grein fyrir að skiptar skoðanir séu í
þjóðfélaginu um hvernig lög um
stjórn fiskveiða eigi að vera, en mikil
vinna hafi verið lögð í umrædda leið-
arlýsingu og ljóst sé að uppfylla
verði skilyrði stjórnarskrárinnar um
jafnræði og atvinnufrelsi. „Útgerð-
armenn vilja verja þetta eignarhald
sitt í bak og fyrir í algerri andstöðu
við mikinn meiri hluta þjóðarinnar.
Við teljum að það verði aldrei sátt
um slíkt eignarhald og því verði að
finna aðferð sem útdeilir þessum
réttindum með þeim hætti að þegn-
arnir séu jafnsettir við að reyna að
nálgast þau miðað við þá sem í at-
vinnurekstrinum eru og að þjóðin fái
í slíkri útfærslu eitthvert afgjald fyr-
ir auðlind sína.“
Frestunarákvæði í frumvarp-
inu með sátt í huga
Guðjón segir að í boðuðu frum-
varpi sé frestunartillaga á ákvæðum
í gildandi lögum; sum ákvæði í lögum
um stjóm fiskveiða sem eigi að taka
gildi 1. september nk. taki ekki gildi
fyrr en ári síðar. „Við viljum gefa
okkur tíma til að láta vinna málið
með fyrrgreindum hætti. Við leggj-
um til að kvótasetningu á smábátana
verði frestað um eitt ár sem og ýms-
um öðrum liðum, sem eru í bráða-
birgðaákvæðunum. Ef þingið á að
setja nýja löggjöf í haust eða á vor-
þingi 2001 göngum við
út frá því að í haust
verði búið að vinna
nauðsynlega forvinnu.“
Hann áréttar að um
leiðarlýsingu er að ræða
til að koma á sátt í landinu. „Greinar-
gerð okkar er í raun og veru leiðar-
lýsing að nýjum lögum. Eins og segir
í lok greinargerðarinnar viljum við
gjarnan að þessi framsetning okkar
sé sáttarflötur. Við höfum ekki viljað
fara út í það að skrifa lagabókstafinn
frá orði til orðs heldur lýsum hvernig
standa þurfi að málum, hvaða for-
sendur þurfi að vera til staðar til að
finna megi þessa fleti. Hins vegar
lokum við engum leiðum og erum til-
búin að vinna með öllum sem það
vilja enda getur enginn einn skrifað
sinn óskatexta sem aðrir svo sam-
þykkja. Þessi mál eru flókin og erfið
sem sést best á því að komin eru 28
bráðabirgðaákvæði við núgildandi
lög fyrir utan breytingar á laga-
greinum.
En málið er að við teljum að engin
sátt verði um núverandi kvótaskipt-
ingu og því eigi að hverfa frá henni.
Lausnin felst í uppboði og aðgreind-
um útgerðarflokkum, þar sem tekið
er tillit til byggðasjónarmiða og rétt-
inda strandveiðiflotans."
Mismunandi ad-
ferðir við stýringu
flotans
Takaþarf tillíttil
réttinda strand-
veiðifiotans
)