Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Frestur vegna umsokna um ldðir í Áslandi runninn út umsóknir bár- vegna 65 lóða 207 ust Hafnarfjördur FRESTUR vegna umsókna í 65 lóðir við Kríuás og Gauksás í 2. áfanga Áslands rann út 31. janúar, en alls bárust 207 um- sóknir um lóðimar. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri tæknideildar Hafnarfjarðar- bæjar, sagði að verið væri að fara yfir umsóknimar og gera mætti ráð fyrir því að lóðun- um yrði úthlutað í lok mánað- arins eða byijun þess næsta. Lóðimar yrðu síðan afhentar í júh'. Jóna Ósk sagði að ásókn í lóðir í Áslandi væri mjög mikil en gert er ráð fyrir 3.000 til 4.000 manna byggð í hverfinu og að nýr grannskóli og leik- skóh hefji starfsemi um haust- ið árið 2001. Alls bárast 64 umsóknir um 21 lóð fyrir einbýlishús, 63 umsóknir um 8 lóðir fyrir par- hús og 42 umsóknir um 24 lóð- ir fyrir raðhús. Pá vora einnig boðnar út 6 lóðir fyrir fjögurra íbúða fjölbýhshús og 6 lóðir fyrir tólf íbúða fjölbýhshús og bárast 38 umsóknir í þær. Einungis einstaklingar máttu bjóða í einbýlishúsin og parhúsin, en þeir þurftu m.a. að leggja fram staðfestingu frá viðskiptabanka á greiðslu- getu sinni fyrir fjárfestingu að upphæð 15 milljónum króna vegna einbýlis og 11 milljónum vegna raðhúss og parhúss. Verktakarnir buðu hins vegar í fjölbýhshúsin en auk þess buðu nokkrir þeirra einnig í raðhúsin ásamt ein- staklingum. Samið viðJVJhf. um framkvæmdir í gærmorgun var undirrit- aður verksamningur við verk- takafyrirtækið JVJ hf. um að annast gatnagerðarfram- kvæmdir vegna 2. áfanga í Áslandi, en alls bárast 4 tilboð í verkið og var tilboð JVJ það lægsta. Tilboð JVJ hljóðaði upp 142 milljónir króna, sem er um 89% af kostnaðaráætlun bæjarins, en hún hlóðaði upp á 160 milíjónir. Samningurinn kveður á um að verktakinn hefji fram- kvæmdir á næstu dögum og era verklok áætluð upp úr miðjum júlí. Frágangi lýkur hins vegar ekki fyrr en í októ- ber. Verktakinn mun m.a. ann- ast allar lagna-, holræsa-, og jarðvinnuframkvæmdir. Þá mun hann vinna að landmót- un, gerð sparkvallar og leik- svæðis, malbikun o.fl. Föndrað, dansað, leikið og sungið á opnum dögum 1 Rimaskóla Snædís Bergmann og Lena Björk Pétursddttir eru í þriðja bekk og fannst þeim mjög skemmtilegt á opnu dögunum. Morgunblaðið/Asdís Sjö stelpur úr níunda bekk B sýndu frumsaminn dans. Foreldrum boðið í skólann Grafarvogur NEMENDUR í Rimaskóla buðu fjölskyldum sínum að koma í skólann í gær, en þar var opið hús þar sem nemendur sýndu afrakstur verkefnavinnu sem fram fór á opnum dögum skólans í vikunni. Á miðvikudag og fimmtu- dag var hefðbundin kennsla brotin upp í skólanum og nemendum skipt í hópa sem unnu saman að ýmsum fjöl- breyttum verkefnum. Af- rakstur vinnu nemendanna var svo i gær. Allar bekkj- ardeildir skólans tóku þátt í opnu dögunum og fengu nemendur að velja hvað þeir tækju sér fyrir hendur. Margir unnu að ýmiskon- ar listsköpun og var mikið föndrað, málað og smiðað. Nemendur eldri bekkja æfðu sumir dans og leikrit sem sýnd voru í gær og einnig söng kór Rimaskóla fyrir gesti. Aðrir nemendur voru í ýmiskonar undirbún- ingi og sáu til dæmis um förðun, ljós, tæknimál og Ieikmuni fyrir sýningamar. Enn aðrir völdu að vera í matreiðsluhóp og sáu um kaffiveitingar. Trésímar og danssýningar Myndir og skraut héngu uppi um alla veggi Rima- skóla í gær og var líf og Qör í hveiju horni. Börn og unglingar þeystust um til að sýna foreldrum og syst- kinum hvað þau hefðu verið að aðhafast og þyrptist fólk að þeim fjölmörgu söng-, dans- og leiklistaruppákom- um sem upp á var boðið. Meðal þess frumlega föndurs sem hékk uppi til sýnis voru tré GSM-símar sem nemendur í þriðja bekk höfðu búið til. Snædís Berg- mann og Lena Björk Pét- ursdóttir eru í þriðja bekk og sögðu að það hefði verið mjög skemmtilegt á opnu dögunum í skólanum. „Við erum búin að vera að föndra og svona i tvo daga og svo koma allir í dag að skoða,“ segir Snædís. Sjö bekkjarsystur úr níunda bekk B sýndu frum- saminn dans við rytma- og blústónlist. Þær æfðu dans- inn í tvo daga og höfðu mjög gaman af. Þær segja að það sé búið að vera afar skemmtilegt á opnu dögun- um og miklu skemmtilegra en að vera í skólanum venjulega. Þær segja að krakkarnir í skólanum kynnist betur á milli bekkja og árganga, við það að vera saman í hópum og vinna saman að verkefnum. Meira að segja hafi rígur milli bekkja horfið í einhverjum tilfellum. Stelpurnar dönsuðu i bleikum og svörtum bún- ingum. Þær voru málaðar, það höfðu gert tvær vin- konur þeirra sem höfðu val- ið að vera í förðunarhóp á opnu dögunum og máluðu þær einnig Ieikendur í leikriti sem var sýnt. Hannes Fr. Guðmunds- son, aðstoðarskólastjóri Rimaskóla, segir fjölda for- eldra hafa komið í skólann i gær til að skoða afrakstur vinnu barna sinna og að mjög ánægjulegt sé þegar foreldrarnir komi inn í skólann á þennan hátt. Hann segir að starf af þessu tagi hafi einnig gildi vegna þeirra góðu áhrifa sem það hefur á hefð- bundna skólastarfið. „Það hefur alltaf mjög margar jákvæðar hliðar að leysa upp þetta daglega amstur og fara út i að vinna með krökkunum að ein- hverju öðru, sem þeir hafa gaman af,“ segir Hannes. Morgunblaðið/Sverrir Horft yfir Ásland úr nýbyggingu. Mikil ásókn er í lóðir þar. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur veitir 140 milljónum króna til kaupa á búnaði Um 70 milljónir fara í tölvubúnað Reykjavík FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur hefur fengið út- hlutað 140 milljónum króna, sem ætlað er að verja til kaupa á búnaði fyrir grannskóla borgarinnar. Lagt er til að helmingi upphæðarinnar, um 70 milljónum, verði varið í kaup og viðgerðir á tölvubún- aði. Af þeim 70 milljónum, sem lagt er til að nýta til tölvu- kaupa og viðgerða, munu um 50 miHjónir fara í að endumýja og fjölga tölvum kennara og nemenda og til endumýjunar netþjóna. Um 14 milljónum verður varið í að tengja a.m.k. 3 skóla með örbylgjusending- um eða ljósleiðurum og auka bandvídd annarsstaðar, Um 5 milljónir fara í upp- færslu á ýmsum hugbúnaði t.d. Novell, tölvuorðabókum, Rit- vélinni, Púka og til fjölgunar Microsoft-leyfa. Þá verður 1 milljón varið í viðgerðir á lögn- um, þar sem verið er að endur- nýja eða setja upp nýjar tölv- ur. Af þeim 70 milljónum sem eftir standa þegar búið er að fjármagna tölvutengd kaup og viðgerðir skiptast um 39 milljónir á milli skólanna, sem era 37 talsins. í skiptingunni er farið eftir ákveðinni form- úlu, þar sem tekið er tillit til nemendafjölda og tegunda og aldurs skólahúsnæðis. 2 milljónir í hljóðfærakaup Um 9 milljónir fara í endur- nýjun á búnaði í eldri skólum, þ.e. Breiðagerðisskóla, Hlíða- skóla, Hólabrekkuskóla, Lang- holtsskóla, Laugamesskóla og Vogaskóla. Þá er áætlað að veita 6 miHjónum vegna inn- brota og annars tjóns. Um 4,5 milljónum er varið í kaup á eftirlitsmyndavélum, sem settar verða upp í Fella- skóla og Hagaskóla. Áætlað er að veija 3 milljón- um til kaupa á símkerfum í Hlíðaskóla og Breiðholtsskóla. Þá verður 2 mUljónum varið í endumýjun hljóðfæra í skóla- hljómsveitum. Einni mUljón verður varið í kaup á búnaði í Náttúrufræði- stofiir og 900 þúsund krónum tU að ljúka uppsetningu mynd- vers í Réttarholtsskóla. Þá er áætlað að veita um 1,6 mUljón- um í svokölluð umgengnis- verðlaun, sem veitt verða nokkrum skólum. Ibúðarblokkir á horni Kirkjusands og Laugarnesvegar Laugarnes STEFNT er að því að reisa tvær íbúðarblokkir, aðra þriggja hæða og hina fjögurra til sex hæða, á horni Kirkju- sands og Laugamesvegar og hafa verið gerðar tillögur að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við þau áform. íslenskir aðalverktakar hf. hafa keypt lóðina og miðar til- laga að deiliskipulagi að því að þar verði tvær blokkir reistar. Lóðin er leigu eins og er, leigusamningur hennar renn- ur út í árslok 2001 og þá gætu framkvæmdir hafist sam- kvæmt deiliskipulagi. Ekki hefur verið ákveðið hvemig byggðin verður ná- kvæmlega, en líklegt er að íbúðimar verði seldar á al- mennum markaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.