Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 16
16 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Frestur vegna umsokna um ldðir í Áslandi runninn út
umsóknir bár-
vegna 65 lóða
207
ust
Hafnarfjördur
FRESTUR vegna umsókna í
65 lóðir við Kríuás og Gauksás
í 2. áfanga Áslands rann út 31.
janúar, en alls bárust 207 um-
sóknir um lóðimar. Jóna Ósk
Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri
tæknideildar Hafnarfjarðar-
bæjar, sagði að verið væri að
fara yfir umsóknimar og gera
mætti ráð fyrir því að lóðun-
um yrði úthlutað í lok mánað-
arins eða byijun þess næsta.
Lóðimar yrðu síðan afhentar í
júh'.
Jóna Ósk sagði að ásókn í
lóðir í Áslandi væri mjög mikil
en gert er ráð fyrir 3.000 til
4.000 manna byggð í hverfinu
og að nýr grannskóli og leik-
skóh hefji starfsemi um haust-
ið árið 2001.
Alls bárast 64 umsóknir um
21 lóð fyrir einbýlishús, 63
umsóknir um 8 lóðir fyrir par-
hús og 42 umsóknir um 24 lóð-
ir fyrir raðhús. Pá vora einnig
boðnar út 6 lóðir fyrir fjögurra
íbúða fjölbýhshús og 6 lóðir
fyrir tólf íbúða fjölbýhshús og
bárast 38 umsóknir í þær.
Einungis einstaklingar
máttu bjóða í einbýlishúsin og
parhúsin, en þeir þurftu m.a.
að leggja fram staðfestingu
frá viðskiptabanka á greiðslu-
getu sinni fyrir fjárfestingu
að upphæð 15 milljónum
króna vegna einbýlis og 11
milljónum vegna raðhúss og
parhúss. Verktakarnir buðu
hins vegar í fjölbýhshúsin en
auk þess buðu nokkrir þeirra
einnig í raðhúsin ásamt ein-
staklingum.
Samið viðJVJhf.
um framkvæmdir
í gærmorgun var undirrit-
aður verksamningur við verk-
takafyrirtækið JVJ hf. um að
annast gatnagerðarfram-
kvæmdir vegna 2. áfanga í
Áslandi, en alls bárast 4 tilboð
í verkið og var tilboð JVJ það
lægsta.
Tilboð JVJ hljóðaði upp
142 milljónir króna, sem er
um 89% af kostnaðaráætlun
bæjarins, en hún hlóðaði upp
á 160 milíjónir.
Samningurinn kveður á um
að verktakinn hefji fram-
kvæmdir á næstu dögum og
era verklok áætluð upp úr
miðjum júlí. Frágangi lýkur
hins vegar ekki fyrr en í októ-
ber.
Verktakinn mun m.a. ann-
ast allar lagna-, holræsa-, og
jarðvinnuframkvæmdir. Þá
mun hann vinna að landmót-
un, gerð sparkvallar og leik-
svæðis, malbikun o.fl.
Föndrað, dansað, leikið og sungið á opnum dögum 1 Rimaskóla
Snædís Bergmann og Lena Björk Pétursddttir eru í þriðja
bekk og fannst þeim mjög skemmtilegt á opnu dögunum.
Morgunblaðið/Asdís
Sjö stelpur úr níunda bekk B sýndu frumsaminn dans.
Foreldrum boðið í skólann
Grafarvogur
NEMENDUR í Rimaskóla
buðu fjölskyldum sínum að
koma í skólann í gær, en
þar var opið hús þar sem
nemendur sýndu afrakstur
verkefnavinnu sem fram
fór á opnum dögum skólans
í vikunni.
Á miðvikudag og fimmtu-
dag var hefðbundin kennsla
brotin upp í skólanum og
nemendum skipt í hópa sem
unnu saman að ýmsum fjöl-
breyttum verkefnum. Af-
rakstur vinnu nemendanna
var svo i gær. Allar bekkj-
ardeildir skólans tóku þátt í
opnu dögunum og fengu
nemendur að velja hvað
þeir tækju sér fyrir hendur.
Margir unnu að ýmiskon-
ar listsköpun og var mikið
föndrað, málað og smiðað.
Nemendur eldri bekkja
æfðu sumir dans og leikrit
sem sýnd voru í gær og
einnig söng kór Rimaskóla
fyrir gesti. Aðrir nemendur
voru í ýmiskonar undirbún-
ingi og sáu til dæmis um
förðun, ljós, tæknimál og
Ieikmuni fyrir sýningamar.
Enn aðrir völdu að vera í
matreiðsluhóp og sáu um
kaffiveitingar.
Trésímar og
danssýningar
Myndir og skraut héngu
uppi um alla veggi Rima-
skóla í gær og var líf og
Qör í hveiju horni. Börn og
unglingar þeystust um til
að sýna foreldrum og syst-
kinum hvað þau hefðu verið
að aðhafast og þyrptist fólk
að þeim fjölmörgu söng-,
dans- og leiklistaruppákom-
um sem upp á var boðið.
Meðal þess frumlega
föndurs sem hékk uppi til
sýnis voru tré GSM-símar
sem nemendur í þriðja bekk
höfðu búið til. Snædís Berg-
mann og Lena Björk Pét-
ursdóttir eru í þriðja bekk
og sögðu að það hefði verið
mjög skemmtilegt á opnu
dögunum í skólanum. „Við
erum búin að vera að
föndra og svona i tvo daga
og svo koma allir í dag að
skoða,“ segir Snædís.
Sjö bekkjarsystur úr
níunda bekk B sýndu frum-
saminn dans við rytma- og
blústónlist. Þær æfðu dans-
inn í tvo daga og höfðu
mjög gaman af. Þær segja
að það sé búið að vera afar
skemmtilegt á opnu dögun-
um og miklu skemmtilegra
en að vera í skólanum
venjulega. Þær segja að
krakkarnir í skólanum
kynnist betur á milli bekkja
og árganga, við það að vera
saman í hópum og vinna
saman að verkefnum. Meira
að segja hafi rígur milli
bekkja horfið í einhverjum
tilfellum.
Stelpurnar dönsuðu i
bleikum og svörtum bún-
ingum. Þær voru málaðar,
það höfðu gert tvær vin-
konur þeirra sem höfðu val-
ið að vera í förðunarhóp á
opnu dögunum og máluðu
þær einnig Ieikendur í
leikriti sem var sýnt.
Hannes Fr. Guðmunds-
son, aðstoðarskólastjóri
Rimaskóla, segir fjölda for-
eldra hafa komið í skólann i
gær til að skoða afrakstur
vinnu barna sinna og að
mjög ánægjulegt sé þegar
foreldrarnir komi inn í
skólann á þennan hátt.
Hann segir að starf af
þessu tagi hafi einnig gildi
vegna þeirra góðu áhrifa
sem það hefur á hefð-
bundna skólastarfið.
„Það hefur alltaf mjög
margar jákvæðar hliðar að
leysa upp þetta daglega
amstur og fara út i að vinna
með krökkunum að ein-
hverju öðru, sem þeir hafa
gaman af,“ segir Hannes.
Morgunblaðið/Sverrir
Horft yfir Ásland úr nýbyggingu. Mikil ásókn er í lóðir þar.
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur veitir 140
milljónum króna til kaupa á búnaði
Um 70 milljónir
fara í tölvubúnað
Reykjavík
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ
Reykjavíkur hefur fengið út-
hlutað 140 milljónum króna,
sem ætlað er að verja til kaupa
á búnaði fyrir grannskóla
borgarinnar. Lagt er til að
helmingi upphæðarinnar, um
70 milljónum, verði varið í
kaup og viðgerðir á tölvubún-
aði.
Af þeim 70 milljónum, sem
lagt er til að nýta til tölvu-
kaupa og viðgerða, munu um
50 miHjónir fara í að endumýja
og fjölga tölvum kennara og
nemenda og til endumýjunar
netþjóna. Um 14 milljónum
verður varið í að tengja a.m.k.
3 skóla með örbylgjusending-
um eða ljósleiðurum og auka
bandvídd annarsstaðar,
Um 5 milljónir fara í upp-
færslu á ýmsum hugbúnaði t.d.
Novell, tölvuorðabókum, Rit-
vélinni, Púka og til fjölgunar
Microsoft-leyfa. Þá verður 1
milljón varið í viðgerðir á lögn-
um, þar sem verið er að endur-
nýja eða setja upp nýjar tölv-
ur.
Af þeim 70 milljónum sem
eftir standa þegar búið er að
fjármagna tölvutengd kaup og
viðgerðir skiptast um 39
milljónir á milli skólanna, sem
era 37 talsins. í skiptingunni
er farið eftir ákveðinni form-
úlu, þar sem tekið er tillit til
nemendafjölda og tegunda og
aldurs skólahúsnæðis.
2 milljónir í
hljóðfærakaup
Um 9 milljónir fara í endur-
nýjun á búnaði í eldri skólum,
þ.e. Breiðagerðisskóla, Hlíða-
skóla, Hólabrekkuskóla, Lang-
holtsskóla, Laugamesskóla og
Vogaskóla. Þá er áætlað að
veita 6 miHjónum vegna inn-
brota og annars tjóns.
Um 4,5 milljónum er varið í
kaup á eftirlitsmyndavélum,
sem settar verða upp í Fella-
skóla og Hagaskóla.
Áætlað er að veija 3 milljón-
um til kaupa á símkerfum í
Hlíðaskóla og Breiðholtsskóla.
Þá verður 2 mUljónum varið í
endumýjun hljóðfæra í skóla-
hljómsveitum.
Einni mUljón verður varið í
kaup á búnaði í Náttúrufræði-
stofiir og 900 þúsund krónum
tU að ljúka uppsetningu mynd-
vers í Réttarholtsskóla. Þá er
áætlað að veita um 1,6 mUljón-
um í svokölluð umgengnis-
verðlaun, sem veitt verða
nokkrum skólum.
Ibúðarblokkir á
horni Kirkjusands
og Laugarnesvegar
Laugarnes
STEFNT er að því að reisa
tvær íbúðarblokkir, aðra
þriggja hæða og hina fjögurra
til sex hæða, á horni Kirkju-
sands og Laugamesvegar og
hafa verið gerðar tillögur að
breytingum á aðalskipulagi
og deiliskipulagi lóðarinnar í
samræmi við þau áform.
íslenskir aðalverktakar hf.
hafa keypt lóðina og miðar til-
laga að deiliskipulagi að því að
þar verði tvær blokkir reistar.
Lóðin er leigu eins og er,
leigusamningur hennar renn-
ur út í árslok 2001 og þá gætu
framkvæmdir hafist sam-
kvæmt deiliskipulagi.
Ekki hefur verið ákveðið
hvemig byggðin verður ná-
kvæmlega, en líklegt er að
íbúðimar verði seldar á al-
mennum markaði.