Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBL.\ÐIÐ + Svava Einars- dóttir fæddist á Kleifarstekk í Breið- dal 13. ágfúst 1922. Hún lést á heimili sínu, Draumalandi, Stöðvarfirði, 1. febr- úar siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Indriða- dúttir frá Eyri í Fá- skrúðsfirði og Einar Árni Jdnsson frá Ytri-Kleif í Breiðdal. Systkini Svövu voru Indriði, f. 24.8. 1919, d. 3.8. 1994, og Guð- björg, f. 13.9. 1923. Svava giftist 17. október 1941, Stefáni Magnússyni, f. 23. septem- ber 1917. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Stefánsdóttir og Magnús Gunnarsson sem bæði voru fædd og uppalin í Breiðdal. Dóttir Stefáns og stjúpdóttir Svövu er Edda, f. 28.5. 1939, maki Helgi Þormar Svavarsson. Börn þeirra: Þormar, Svavar, Sigríður Margrét, Guðbjörg Elsa og Helga Sjöfn. Börn Stefáns og Svövu eru: 1) Magnús Aðils, f. 7.9. 1942, maki Elsa Lfsa Jóns- dóttir. Börn þeirra: Jóna Petra, Stefán og Svava Gerður. 2) Karl, f. 17.3. 1944, d. 9.6. 1964. Unnusta hans var Harpa Njáls- dóttir. Dóttir þeirra Karla Dögg. 3) Stúlkubarn, f. 16.7. 1946, d. 19.8. 1946. 4) Einar Már, f. 10.7.1947, maki Sigríður Magnús- dóttir. Börn þeirra: Karl Heimir, Hólmfríður Svava, Hafey Lind og Magnea Þorbjörg. 5) Pálmi, f. 27.7. 1948, maki Sigríður Emils- dóttir. Börn þeirra: Karl Emil og Harpa. 6) Guðlaugur Aðalsteinn, f. 9.7. 1951, maki Elin Hauksdóttir. Dóttir þeirra er Eydís Eva. 7) Stefanía Ósk, f. 31.12. 1952, maki Kjartan Erlendsson. Börn þeirra: Arnar, Vignir og Elísabet. 8) Herborg Ellen, f. 4.3. 1954, maki Björn Marteinsson. Börn þeirra: Eðvald, Svava Sandra og Stefán Karl. 9) Stefán Eðvald, f. 12.7.1955, maki Guðný Jónasdótt- ir. Börn þeirra: Jónas Fjalar, Birkir Rafn og Stefán Aspar. 10) Gunnar, f. 1.5. 1957, fyrrverandi sambýliskona hans er Sigurbjörg Þórey Jóhannsdóttir. Börn þeirra: Heiðbrá Ósk, Rakel Sif, Linda Karen og Elfa Dís. 11) Valur Smári, f. 24.7. 1958, maki Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir. Börn þeirra: Pálmi Fannar og Birkir Fannar. 12) Hafdis Edda, f. 11.12. 1959, maki Víglundur Rúnar Pét- ursson. Börn þeirra: Pétur Fann- berg og Ellen Ösp. Barnabarna- börnin eru tuttugu og þrjú. Svava missti móður sína tveggja ára að aldri og ólust þær systurnar upp á Eyri í Fáskrúðs- firði hjá móðursystkinum sínum, en Indriði var hjá föður þeirra. Svava og Stefán bjuggu lengst af á Skriðu í Breiðdal en síðustu tuttugu ár á Stöðvarfirði. Útför Svövu fer fram frá Stöðv- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verð- ur að Heydölum í Breiðdal. SVAVA EINARSDÓTTIR Þóaðfólnifógurrós ogferskurþagniblær, > þó að slökkni lífsins ljós leiftrarætíðskær, heilög minning helguð þér á harðri lífsins braut, geymd í huga og hjarta mér umhorfinnfórunaut. Við tengdum okkar traustu bönd meðtrúásterkanþátt. Þú gafst mér bæði þjarta og hönd oghamingjunarmátt Hin sæla minning sefar mig ersorginleitarað. Nú bið ég guð að blessa þig ogbúanýjanstað. (Hákon Aðalsteinsson.) Þín dóttir, Hafdis Edda. Er sárasta sorg okkar mætir ogsöknuðurhugavomgrætir þá líður sem leiftur af skýjum íjósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H) Kæra móðir mín. Nú hefur þú lokið hlutverki þínu hér á jörð, en þó ekki, því minningin um þig mun lifa og ég mun halda áfram að elska þig og læra af þér. j Þú varst hress og glöð að vanda þegar ég talaði við þig tveimur dögum fyrir andlát þitt. Þú varst alltaf svo dugleg og slepptir aldrei verki úr hendi. Ég hafði stundum orð á því við þig hvort húsið væri ekki of stórt og garðurinn of erfiður fyrir þig og pabba til að sjá um, en þú sagðir að garðurinn væri þitt líf og yndi á sumr- in og húsið væri alls ekki of stórt, því .i. GARÐH EIMAR I, . BLÓMABÚÐ • STEKKJARBAKKA 6 SÍMI 540 3320 það þyrfti að geta hýst okkur systkin- in og tengdabömin þegar við vildum koma í heimsókn og alla hina, því það var öllum velkomið að vera í Drauma- landi hjá ykkur pabba. Þú varst alltaf að gefa bæði skyld- um og óskyldum gjafir sem þú gerðir sjálf eða keyptir. Alltaf var eitthvað í gangi í handavinnuhominu hjá þér. Þú varst alltaf með líf í kringum þig og þoldir enga lognmollu enda vön því alla tíð með allan bamaskarann á Skriðu. Þú fylgdist vel með hveijum og einum í þessari stóra fjölskyldu eins og sjáaldur auga þíns. Elsku mamma, ég veit að það er líf í kringum þig núna hjá ástvinum þín- um sem famir eru, sem okkur er eftir lifum era kærir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð veri með þér og okkur fjöl- skyldu þinni. Þinn sonur, Pálmi. Ég vil í fáum orðum minnast elsku- legrar tengdamóður minnar Svövu Einarsdóttur sem lést á heimili sínu að Draumalandi, Stöðvarfirði, hinn 1. febrúar sl. Mörg góð minningabrot leita á huga minn nú þegar komið er að kveðjustund. Svava var lífsglöð kona, létt í lund og frá á fæti, hún var mikill vinur í raun og trú hennar á það, að góðar vættir fylgdu hveijum manni var sterk. Ég vil þakka fyrir allar þær góðu samverastundir sem ég fékk að njóta með konu sem gaf mér styrk í sorg, bros á gleðistundum og reyndist sonum mínum yndisleg amma. Ég bið góðan Guð að geyma minningu hennar. Til elsku Svövu ömmu. Frá Pálma Fannari Smárasyni og Birki Fannari Smárasyni. Ljúft var að leiða þig, lífsins veginn greiddir. Sú minning ætíð gleður mig, ermínahöndþúleiddir. (F.Þ.) Fjóla Þorsteinsdóttir. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrfr Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Ég ætla með nokkram orðum að minnast Svövu Einarsdóttur frá Skriðu í Breiðdal. Kallið kom snögg- lega og þó aldur Svövu væri hátt í áttatíu ár, eram við aldrei tilbúin að kveðja. Við þessa fregn settist ég nið- ur og gegnum huga minn flugu mynd- Gróðrarstöðin ^ 0^ mtcm ♦ Hús blómanna Blómaskrcytingar við öll tækifæri. Dalvcg 32 Kópavogi sími: 564 2480 ir og minningar af okkar fyrstu fund- um. Það var sumarið 1963 og era því hátt í þrjátíu og sjö ár síðan leiðir okkar Svövu lágu saman, er ég kom fyrst að Skriðu, unnusta Karls, næst- elsta sonar hennar. Hún tók mér strax opnum örmum og það gerðu þau öll. Ég var fyrsta tengdabamið sem Svava tók á móti og naut alla tíð gæsku hennar og tryggðar. Það var lærdómsríkt fyrir mig bráðunga stúlku vestan af fjörðum að koma inná þetta fjölmenna heimili þar sem þrettán manns bjuggu fyrir. Svövu og manni hennar Stefáni Magnússyni varð 12 bama auðið. Þegar leiðir okkar lágu saman höfðu þau misst stúlku á fyrsta ári sem var þriðja elsta bam þeirra. Það var mjög líflegt í bænum og átti Svava sinn þátt í því. Hún stjómaði hópnum af mikilli röggsemi, kallaði oft fleiri nöfn áður en það rétta kom: Alli, Kalli, Einar, nei Pálmi var það, ómaði oft um húsið. Svava var tággrönn og teinrétt með jarpt hár. Hún hreyfði sig hratt, tal- aði hratt og notaði hendurnar gjaman við að tjá sig. Hún h)jóp iðulega við fót, léttleiki og kraftur í hverju spori. Hún hafði skoðanir og hélt þeim á lofti. Ekki voram við alltaf sammála og hélt þá hvor sínu. Hún stóð uppí hárinu á karlmönnunum á bænum ef henni hugnaðist svo og hló oft dátt. Þannig verður hún ætíð í huga mín- um. Hún var mikil andstæða við Stef- án, hann var rólyndur og traustur eins og klettur í hafi. Á þessum áram var ekki komið raf- magn að Skriðu heldur notaðir olíu- lampar til að lýsa upp bæinn, eldað var á koksvél, straujámið hitað á eldavélinni til að stijúka línið og þvotturinn þveginn í höndum á bretti. Eitt af þeim verkum sem húsbóndinn á heimilinu tók að sér var að standa daglangt við þvottabrettið. Það kom mér spánskt fyrir sjónir á þessum ár- um hve liðtækur hann var inná heim- ilinu en þannig varð það að vera til að allt gengi upp. Ég sagði stundum við Svövu að það væri lán fyrir þau að búa í sveit með bamahópinn. Dagamir hennar vora oft langir og erilsamir og hún skilaði dagsverkum sínum af mikilli prýði, vakin og sofin yfir bamahópnum sín- um. Ýmis orð sem Austfirðingum vora töm hljómuðu framandi í eyrum mín- um og einnig var hent gaman að vest- firsku minni. Eitt sinn bað Svava mig að fara inn og sækja „léttana" á strák- ana. Ég snerist á hæl og fór inn, í trausti þess að ég klóraði mig framúr þessu á staðnum, en varð frá að hverfa og sagði henni að ég fyndi þá ekki. Hún fór inn og kom að vörmu spori og veifaði axlaböndum. Hvemig átti mér að detta þau í hug! Eftir að við Kalli settumst að á Stöðvarfirði vora margar ferðir famar heim að Skriðu og lífið lék við okkur öll. En ári eftir fyrstu kynni okkar Svövu dró ský fyrir sólu. Dauðaslys varð um borð í Heimi SU. Hann Kalli okkar féll í valinn og var harmdauði öllum sem þekktu. Leiðir okkar Svövu skildu er ég flutti aftur á mínar heimaslóðir vestur á firði. Á þeim tíma var ekki minna mál að ferðast þvert yfir landið en að fara yfir hálfan hnöttinn í dag. Hún Svava lét það þó ekki aftra sér um hávetur, að leggja í slíka ferð með strandferðaskipi að austan með viðkomu í Reykjavík á leið sinni vestur á firði. Þessa ferð fór hún til að vera við skfrn Körlu Dagg- ar, sem var fyrsta bamabam hennar. Sumarið eftir fóram við mæðgur austur til að viðhalda og kynnast frændgarðinum stóra. Þar voru bönd- in hnýtt og hún dóttir mín fór mörg sumur austur til að hitta ömmu sína og afa. Leiðin var löng en stillt var inná að hún nyti fylgdar frændfólks að vestan til Reykjavíkur þar sem frændfólk að austan tók á móti henni og fylgdi henni austur. Eg minnist skemmtilegs atviks sem gerðist í fyrstu ferð okkar mæðgna austur, sem við Svava hlóg- um oft að. Við bragðum okkur af bæ eitt kvöldið í heimsókn út á Breið- dalsvík. Ég var með glænýtt bílpróf og farartækið var gamli Willys. Allt gekk vel þessa 20 km leið, en á heim- leiðinni þegar við voram komnar inná miðjan dal, fannst mér bíllinn byrja að hristast óeðlilega og hafði ég orð á því við Svövu. Nei, nei, elsk- an mín góða, sagði hún, hann hristist alltaf svona hjá strákunum! Við keyrðum áfram en mér var ekki rótt, þó malarvegirnir væru holóttir og lé- legir, ég hafði orð á þessu nokkrum sinnum. Þetta var allt eins og það átti að vera, viðmiðunin var óvefengjan- leg. Þetta var svona hjá strákunum hennar og þá var það í lagi hjá mér. Ég ákvað þó að stoppa og athuga málið fyrir ofan Brekkuborg því langt var til næsta bæjar. Þegar ég kom út sá ég að það rauk úr einu dekkinu, felgan kolbeygluð og ónýt. Það þarf ekki að orðlengja það, við skildum bílinn eftir í vegkantinum og þangað sóttu strákamir hann daginn eftir. Seinna fluttu Svava og Stefán til Stöðvarfjarðar, þá vora öll bömin uppkomin. Það var áreiðanlega far- sæl ráðstöfun fyrir þau að flytja úr sveitinni á þeim tíma og eiga jaíh- framt eftir mörg góð ár. Svava eign- aðist þar fallegan blómagarð sem var henni afar kær. í gegnum árin hefur samband okk- ar haldist. Þó leiðir mínar hafi ekki oft legið austur vorum við í góðu sam- bandi alla tíð og oft símleiðis. Þegar hún hringdi byijuðu öll samtölin eins, Harpa mín, sæl vinan. Svava sagði mér frá framvindu lífsins fyrir aust- an, bæði af sínu fólki og öðrum sem ég þekkti. Ég hygg að það hafi verið fáar ferð- ir sem hún og Stefán komu til Reykja- víkur á sl. 20 árum að þau kæmu ekki í heimsókn til mín. Þá áttum við ánægjulegar stundir saman í Oxar- firði fyrir nokkram áram þar sem fjölskyldan kom saman og stöðugt bættist við hópinn, ég í för með dóttur minni og dóttursyni. Fyrir fjóram ár- um var haldið mikið ættarmót í Breið- dal þar sem stórfjölskylda Stefáns boðaði til mannfagnaðar. Við mæðgur keyrðum austur og er það ógleyman- leg ferð sem bæði reif í en vakti einnig mikla gleði og endurfundi við fólk sem er mér kært. Mikið var sungið, hlegið og dansað. Já, þar dönsuðum við Svava saman fleiri dansa og hún sveif um gólfið létt á fæti sem fyrr þó á átt- ræðisaldri væri. Það var stemmning og við nutum hennar báðar til fulls! Það er gæfa að eiga trausta sam- ferðamenn í sorg og gleði. Sorgin setti mark sitt á líf okkar Svövu fyrir mörgum árum. Á sl. ári sagði Svava við mig: Þegar hann Kalli minn dó, þá dó eitthvað inní mér. Ég svaraði að bragði: Það er sorgin sem hefur lok- ast inni. Á þeim tíma tíðkaðist ekki að bera sorgir sínar á torg. Þá var talin dyggð „að harka af sér“, bera höfuðið hátt og harm sinn í hljóði. Við vorum böm þess tíma. Að leiðarlokum vil ég þakka Svövu Einarsdóttur fyrir tryggð og vináttu. Hún er ein af hetjum hversdagsins og setti mikinn svip á líf og umhverfi síns nánasta. Hún skilur eftir stórt skarð sem margir munu finna fyrir. Öllum sem eiga um sárt að binda sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Elsku Stefán, Guð styrki þig á erf- iðum stundum. Minningin um einstaka konu mun lifa. Harpa Njáls. Ég kveð þig nú skjótt, því komin er nótt, með kærleik og saknaðartárum og þakka þér bb'tt hvert handartakið hlýtt þau hverfa ei tímans með bárum. Þín minning býr, minning lifir moldu ofar. Þú sefur í frið við sumars klið signuð af ljósvakans geimi, er vaknar frá þraut á bjartari braut í blíðunnar sólfagra heimi. Þar lifir vor, þar lifir rós á landi björtu. Þar vinimir sjást, sú von ekki brást, þó verði hér daprir að skálja, þar guðssólin skín, því guðsást ei dvín gleðjum oss því við hans vilja. Sofðu í ró, sofðu í friði á svæfh moldar. (GuðnýJónasdóttir.) Með þessu Ijóði ömmu minnar og nöfnu kveð ég þig, Svava mín, með þakklæti í huga. Þín tengdadóttir, Guðný Jónasdóttir. Ég man þegar ég kom að Skriðu fyrsthaustið 1966. Ég man hvað allt var hreint og fmt þótt heimilið væri stórt. Ég man hvað ég fékk góðar mót- tökur. Ég man hvað ég var feimin að ástæðulausu. Ég man alla glaðværðina. Ég man að alltaf var pláss fyrir alla. Ég man allann dugnaðinn í tengda- mömmu minni. Ég man ekki eftir að hún talaði um að hún væri þreytt. Ég man varla eftir að hún settist niður. Ég man eftir því hvað börnin mín hlökkuðu til að fara til ömmu og afa á Skriðu. Ég man eftir því þegar við voram að fara að Skriðu, þá sagði dóttir mín: , J>að er alltaf sól hjá ömmu á Gliju“, hún var bara þriggja ára. Ég man líka mest eftir sólinni á Skriðu. Ég man þegar tengdaforeldrar mínir fluttu á Stöðvarfjörð, þar var sama gestrisnin. Ég man alla gjafmildina, alltaf að kaupa og búa til eitthvaða handa öðr- um. Ég man alla hjálpsemina bæði við sitt fólk og vandalausa. Ég man að hún ætlaðist aldrei til að fá neitt sjálf. Ég man að hún sagði að launin væra skrifuð í hvítu bókina, nú er hún full. Ég man alla handavinnuna og list- rænu hæfileikana. Ég man að ég sagði við hana að ef hún væri ung í dag þá væri hún á listabrautinni. Ég man garðinn hennar og lautina sem hún var svo stolt af. Ég man hvað hún naut þess að vera úti í náttúrunni og hvað gaman var að vera með henni þar. Ég man hvað alltaf var gaman að fá hana í heimsókn og spjalla við hana. Ég man að hún hafði skoðanir á öll- ummálum. Ég man að hún bað aldrei um að gera neitt eða fara neitt með sig. Ég man hvað hún var þakklát fyrir það sem gert var fyrir hana. Ég man alla umhyggjuna sem hún bar fyrir eiginmanni sínum. Ég man hvað hún naut þess á fjöl- skyldumótum að vera með afkomend- um sínum og tengdafólki. Þetta era minnispunktar um hana tengdamömmu mína, sem er sú kona sem ég hef dáð mest og lært margt af. Ég sakna hennar mikið. Sigríður Emilsdóttir. Nú ríldr kyrrð í <)júpum dal, þótt duni foss í gþufrasal, í hreiðrum fuglar hvfla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum íjaUa hvfla rótt, þau hafa boðið góða nótL (Magnús Gíslason.) Það er erfitt að meðtaka það að þú sért farin frá okkur, elsku amma mín. Andlát þitt bar svo brátt að. Við sem eftfr lifum eram agndofa og drúpum höfði í sorginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.