Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 IVIINIIINGAR + Jón Ellert Sigur- pálsson fæddist á Brimnesi í Ólafsfirði 23. október 1910. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Horn- brekku í Ólafsfírði 3. febrúar siðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Anna Árna- dúttir, f. 25. febrúar 1875, d. 22. febrúar 1954, og Sigurpáll Sigurðsson, f. 15. júní 1879, d. 12. sept. 1959. Þau bjuggu fyrst í Ólafsfirði en futtu til Akureyrar 1915 og aftur til Ólafsfjarðar 1931. Systkini Júns voru Sigurður, Ámi og Guðrún. Þau eru öll látin. Hinn 6. okt. 1932 kvæntist Jún Unni Þorleifsdúttur. Hún lést 27. aprfl 1995. Börn þeirra eru: 1) Lárus, fyrrv. alþingismaður, kvæntur Guðrúnu Júnsdúttur frá Meiðastöðum í Garði, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Jún Mig langar til þess að minnast tengdaföður míns, Jóns Ellerts Sig- urpálssonar, örfáum orðum. Eg kynntist Jóni þegar ég kom í Ólafs- fjörð með Lárusi syni hans. Við vor- um þá nýtrúlofuð. Þau hjónin Unn- ur og Jón tóku mér opnum örmum, eins og þau gerðu ætíð síðan. Mér varð ljóst allt frá fyrstu kynnum að þar fór maður sem bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg, en við nánari kynni fann ég fljótt að undir niðri var hann einstaklega hlýr maður og tilfinningaríkur. Það kom sérstak- lega í Ijós þegar við fluttum í Ólafs- fjörð með drengina okkar og eign- uðumst svo stelpurnar hvað gott var að eiga hann og Unni að sem alltaf voru boðin og búin að hlaupa undir bagga þegar við þurftum á að halda. Allt var sjálfsagt að gera fyr- ir okkur og börnin. Ævistarf Jóns var sjómennska, þar af var hann lengst af skipstjóri á fiskiskipum. Hann var afar far- sasll í starfi og sigldi bátum sínum alltaf heilum í höfn í þau rúmlega 30 ár sem hann var skipstjóri. Honum hélst afar vel á mannskap og voru margir sjómenn hjá honum í ára- raðir. Á þessum árum var hann oft lítið heima, fór m.a. á margar ver- tíðir suður á land og var á sfld á sumrin. Þegar hann tók ákvörðun um að hætta skipstjórn 56 ára gam- all vakti það sérstaka aðdáun mína hvað hann var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum og hefja fiskv- Ellert, Unnar Þúr, Marta Kristín og Jún- ína Sigrún. 2) Guðrún, hárgreiðslumeistari í Ólafsfirði, gift Valdi- mari Á. Steingríms- syni, starfsmanni Vegagerðar ríkisins. Börn þeirra eru Pét- ur, Unnur Anna og Júna Ellen. 3) Þúrleif- ur, bankamaður, kvæntur Elísabetu F. Eiríksdúttur, söng- konu, búsett á Seltj- amarnesi. Börn þeirra eru Dagbjört, Eiríkur og Unnur. Jún úlst upp í Ólafsfírði og á Ak- ureyri. Hann húf að sækja sjúinn frá Ólafsfirði um 14 ára aldur og valdi sér nám til þess að kunna betur til verka á því sviði, lauk vél- stjúraprúfi frá Akureyri 1930 og minna fískimannaprúfí frá Stýri- mannaskúlanum í Reykjavík árið 1940. Hann sútti sjú í 42 ár og rak mestan hluta starfsævi sinnar út- innslustörf í landi. Þá kom vel í Ijós hvað hann naut þess að eiga stundir með barnabörnunum og kynnast þeim. Heimili þeirra Unnar varð sem annað heimili fyrir börnin okk- ar. Jón og Unnur voru afar samhent og heimili þeirra fallegt. Mér er sérstaklega minnisstætt hversu mikla alúð þau lögðu í að undirbúa jólahátíðina og þar lagði Jón ekki síður að sér. Þau voru bæði afar trúuð og nutu þess að halda hátíð- lega fæðingarhátíð frelsara síns. Jón var mikill söngmaður og Unnur spilaði á píanóið sitt svo ævinlega var mikið sungið á heimilinu. Skemmst er frá því að segja að börnin okkar vildu ætíð vera með þeim á jólum þótt við flyttumst úr Ólafsfirði og tókst okkur að dvelja með þeim á jólum um 40 ára skeið. Jón var grandvar maður en jafn- framt skapmikill. Þó heyrði ég hann aldrei mæla styggðaryrði til nokk- urs manns, en þótt hann væri mikill alvörumaður var hann í raun mikill grínisti. Ég gerði okkur báðum það til gamans eftir að hann flutti á Hombrekku að hringja í hann á norðurleið og biðjast gistingar á Hornbrekkuveginum. Þá brást ekki að hann hló hjartanlega og sagði að það væri þá margt um manninn ef ekki fyndist pláss fyrir okkur. Með þessum fáu orðum að leiðar- lokum við ég þakka tengdaföður mínum, Jóni, alla hlýjuna og vel- vildina gegn um árin, sem hann gerð og fískvinnslu með Sigvalda Þorleifssyni mági sínum. Hann var kokkur, háseti og vélstjúri í átta ár á bátunum m.b. Geir, Ágli, Ingúlfí Amarsyni og Skúla fúgeta en var skipstjúri í 34 ár, á Agli, tíu rúm- lesta báti, frá 1932 til 1940, Sjö- stjömunni EA 727 frá 1940-42, 55 lesta báti, . Hann varð skipstjúri á Agli EA 727 árið 1942-1952, 27 lesta báti sem þeir Sigvaldi Þor- leifsson létu smíða á Akureyri árið 1942. Á Sævaldi ÓF 2, 52 rúmlesta báti var hann skipstjúri 1952 til 1958, en síðar á tveimur bátum, sem þeir Sigvaldi Þorleifsson áttu saman, Þorleifi Rögnvaldssyni, 64 lesta báti frá 1958-65 og Þorleifi ÓF 60, 115 lest báti til ársloka 1966. Hann starfaði við eigið fyrir- tæki til ársins 1972 en þá varð hann hafnarvörður í Ólafsfirði og gegndi þvi starfi til ársins 1987, þegar hann lét af störfum. Eitt mesta áhugamál Júns var söngur. Hann var kúrfélagi í karlakúrnum Kátum piltum og söng oft einsöng með kúrnum. Einnig söng hann í Kirkjukúr Ól- afsfjarðar í yfir 50 ár frá 16 ára aldri. Útför Júns Ellerts Sigurpálsson- ar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sýndi mér og fjölskyldunni. Ég bið Guð að geyma hann og að blessa okkur öllum minningu Jóns Ellerts Sigurpálssonar. Rúna. Kynslóðirkoma, kynslóðirfara allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. (WLJoch.) Tengdafaðir minn, Jón Ellert Sigurpálsson, er látinn. Hann hefur nú haldið á vit æðri heima og er ég þess fullviss að hann hefur fengið góða heimkomu. Fundum okkar bar saman fyrir rúmum 30 árum er ég leit Ólafs- fjörð fyrst augum. Mín fyrsta heim- sókn í fjörðinn stendur mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Hrikaleiki náttúrunnar var slíkur; samspil sjávar og sveitar, ægifögur fjöll, lítið undirlendi, vatnið, áin og hafið. Ég, Sunnlendingurinn, átti meira víðlendi að venjast. Ég varð hugfangin af þessu sjónarspili og ekki síður af þeim hlýju móttökum er ég hlaut að Hornbrekkuvegi 1. Tókust þar strax innileg kynni sem aldrei bar skugga á. Tengdaforeldrar mínir, Unnur og Jón, voru fyrir mér ein heild og eitt hugtak, ef þannig má að orði komast um fólk. Ekki voru þau mik- il á velli, en þeim mun meiri var þeirra innri maður. Fallegt var að fylgjast með þeirra lífsgöngu. Sam- heldni þeirra var einstök. Vakandi og sofandi héldu þau vörð um ætt- artréð og treystu Honum sem er öllum æðri til að varða veginn. Ör- lögin höguðu því þannig að fjöl- skylda okkar Þórleifs var sá sproti ættartrésins sem lengst af var fjærst firðinum góða. Árlegar heim- sóknir þangað í 30 ár voru okkur lífsnauðsyn og ávallt var hvert tækifæri notað, bæði af hálfu tengdaforeldra minna og okkar, til að vera í sem mestum tengslum. Það voru ekki síst börnin okkar sem nutu þess að heimsækja afa og ömmu í Ólafsfirði. Kusu það fremur en utanlandsferðir. Það segir meira en mörg orð um hve barngóðir tengdaforeldrar mínir voru. Elsta dóttir okkar átti og því láni að fagna að dvelja hjá þeim nokkrum sinnum um stundarsakir, m.a. þegar hún vann í fiskvinnslu í „fiskhúsinu hans afa og Sigvalda". Álls þessa minn- umst við nú og verður aldrei þakkað eins og vert væri. Tengdapabbi var ákaflega hóg- vær, yfirlætislaus og rólegur. Ekki var hann þó skaplaus og viðkvæmur var hann. Hann hafði gott skop- skyn, var mjög þægilegur og hlýr með afar sterka nálægð. Hann var hagur í höndum og liggja eftir hann mjög fagrir gripir er hann smíðaði og skar út. Ævistarf hans tengdist sjónum, lengst af við skipstjórn. Hann var afskaplega vel látinn af þeim sem með honum störfuðu, enda myndaðist mjög sérstakt sam- band milli hans og allra sem voru honum samskipa í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Hann sýndi mikið æðruleysi og þrautseigju í sjómannsstarfinu eins og sést m.a. á því að oft herjaði á hann sjóveiki eftir landlegur, en aldrei hvarflaði að honum að gefast upp. Hann var löngum að heiman vegna sjómennskunnar, en fylgdist ávallt vel með sínum nánustu. Sá jafnframt til þess að tengdamamma fengi þau tæki sem fáanleg voru til að létta heimilishaldið. Seinni árin tók hann sjálfur mikinn þátt í heim- ilisstörfunum. Aðdáunarvert því það var ekki algengt hjá þessari kynslóð. Tengdapabbi var bókhneigður og hafði mikla unun af tónlist. Hann hafði sjálfur einstaklega góða og fallega söngrödd. Kom hann oft fram sem einsöngvari á árum áður og yfir 50 ár söng hann á kirkjuloft- inu í Ólafsfjarðarkirkju. Hann minntist oft á hve mikla lífsfyllingu kirkjusöngurinn veitti honum og var auðheyrt að hann lagði mikla al- úð við þessa „prédikunaraðferð" sem honum var svo lagin, Jjví ekki var hann mjög mælskur. I kirkju- söngnum kom trúarsannfæring hans berlega í ljós. Hann hélt söngröddinni ótrúlega vel fram á síðustu ár. Hún hljómar nú innra með mér svo ungleg og fögur og á ég eftir að sakna þess að heyra hana ekki. Allt fer þetta í sjóð minn- inganna. Síðustu 5 árin bjó hann á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Horn- brekku, sem stendur í túnfætinum á æskuheimili Unnar tengda- mömmu. Það var lýsandi fyrir hann að þangað fór hann upphaflega til að dveljast með henni eftir að heilsu hennar hrakaði og þau gátu ekki lengur haldið heimili saman eins og þau höfðu gert í yfir 60 ár. Saman skyldu þau vera þótt þeim væri ekki lengur fært að vera í húsinu sínu við Hornbrekkuveginn þar sem þeim hafði alltaf liðið svo vel. Þannig var hann og þannig minnist ég hans. Enn er gott að koma í Horn- brekkuveg 1. Þar er flest eins og þegar ég kom þangað fyrst. Þar er minningin um þau áþreifanleg og þar finnst nálægð þeirra. Þetta er hús með sál. Fyrir tilstilli Guðrúnar mágkonu minnar og Valdimars manns hennar hefur fjölskyldunni tekist að halda húsinu eins og þau skildu við það. í fjarlægðinni hefur oft verið erfitt að finna hve lítið maður hefur megnað að endur- gjalda það sem tengdaforeldrar mínir gerðu fyrir okkur. Það var því ómetanlegt að vita af Guðrúnu og Valdimari, sem ætíð voru þeirra stoð og stytta. Nú eru tengdapabbi og tengda- mamma aftur komin saman hjá Guði sínum, sem þau lögðu ávallt allt sitt traust á. Hann gefi þeim ei- lífan frið, blessi minningu þeirra og launi þeim allt sem þau hafa gert fyrir okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elísabet. Elsku afi. Manstu eftir sumar- bústaðarferðum okkar fjölskyld- unnar í Grímsnesið? Þær voru sannar ævintýraferðir. Kindurnar bönkuðu önugar upp á og báðu um brauð, seríospakkar björguðu lífi barna sem klifruðu í stigum, við sá- um mömmu og pabba hlaupa og kasta boltum, hádegismaturinn var snæddur úti á verönd og sofið var í svefnpokum á háaloftinu. Við vor- um í fríi og lífíð lék við okkur. Ekki að undra að maður væri pínu spenntur og fögnuðurinn hrifi mann í einhver óhemjulæti. Það at- vik sem leitar á hugann nú átti sér JON ELLERT SIGURPÁLSSON + Karl Jakob Más- son fæddist 17. júlí 1977. Hann lést laugardaginn 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans: Már Karlsson og Margrét Gústafsdúttir. Systk- ini hans, Þúrlaug, Kjartan Már og Jú- hanna. Útfúr Karls Ja- kobs fúr fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 5. febrúar. Elsku besti vinur minn og frændi. Nú ert þú farinn frá mér og það er eitthvað sem ég kem ekki til með að ' sætta mig við strax. Allar minning- arnar og öll uppátækin sem við átt- um saman munu aldrei hverfa úr minningum mínum. Manstu eftir leynifélaginu sem við vorum í og kölluðum NFF, já og það var ýmis- legt sem við brölluðum saman þar. Svo voru svo margir sem töluðu um að við værum kærustupar en við lét- * um það aldrei neitt á okkur fá því ekkert gat slitið okkur i sundur. Við rifumst aldrei nema í eitt skipti, þegar mig lang- aði til að leika mér með dúkkur en þú varst ekki sáttur við það og reddaðir því með því að við fórum niður í Bríet- búð og keyptum efni í þrjár tuskudúkkur sem þurfti að sauma saman og setja filt inní sem mamma þín hjálp- aði okkur með svo var sko margt brallað með tuskudýrin okkar, og þar með lauk þeim ágreiningi. Manstu eftir öllum pappakössunum sem við söfnuðum saman og bjugg- um til allskyns hluti úr þeim, já og svo öll dýrin sem við áttum saman. Alltaf vorum við reiðubúinn að hjálpa hvort öðru þegar við þurftum á því að halda. Þú leitaðir til mín og ég leitaði til þín. Þú komst mér alltaf til að hlæja og stundum þegar ég, Gilsi og þú vorum saman og þið vor- uð að gera grín að einhverju fékk maður oft krampa af hlátri, það lá við að það skipti ekki máli hvað það væri fyndið, þið voruð bara svo fyndnir að ég hló að öllu. Okkur tókst að komast til Vestmannaeyja ’99 um verslunarmannahelgina og þeirri helgi mun ég aldrei gleyma. Þú varst frábær þar og fórst alveg á kostum og skemmtir þér vel með því að horfa og passa uppá okkur. Það er svo margt, elsku Kalli minn, sem ég gæti skrifað um okkur, við áttum svo yndislega æsku saman og aldrei slitnaði það traust og sú vinátta sem við áttum saman. Þakka þér, Kalli, fyrir yndislega samverustund í hinsta sinn föstu- daginn 28. janúar, þú kvaddir mig með smágríni eins og alltaf. Ég elska þig, Kalli, besti vinur minn eins og þú værir minn eigin bróðir sem þú í rauninni varst, ég elska þig ekki bara vegna þess hvernig þú varst, heldur líka fyrir það hvernig ég varð í návist þinni. Elsku Magga, Már, Þórlaug, Kjartan, Jóhanna og fjölskyldur ykkar, ég sendi ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Guð styðji ykkur og styrki í sorg ykkar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumamótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness.) Eydís Hrund Stefánsdúttir. Vinir skiljast ætíð alltof fljótt ástarkveðjur sárt á vöram brenna, kertaljósin iitlu hafa í nótt látið, okkar vegna, tár sín renna. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja góðan vin og þakka fyrir all- ar okkar góðu stundir saman. Kalli var einn sá lífsglaðasti sem ég þekkti og alltaf var stutt í brosið þegar hann var nálægt, og mun allt- af vera stutt í það þegar við Eydís rifjum upp uppákomurnar hans og skemmtilegu frásagnirnar um lífið og tilveruna. Margs er að minnast, margs er að sakna, og eftir sitja góðar minningar sem munu lifa um ókomin ár. Ég bið guð að styrkja foreldra, systkini og aðra aðstandendur í þessari miklu sorg. Far þú í friði elsku vinur ísey. Kallið er komið, kominernústundm, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðirvérmegum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Nú er hann Kalli okkar farinn frá okkur og um leið og við kveðjum langar okkur til að rifja upp nokkrar góðar minningar. Við höfum öll þekkt Kalla ámóta lengi og hafa samverustundir okkar með honum KARL JAKOB MÁSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.