Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 29 ERLENT Fundur félagsmálaráðherra ESB í Lissabon Ráðherra Austurríkis fær kaldar móttökur Lissabon. AFP, Reuters. Reuters Elisabet Sickl, nýr félagsmálaráðherra Austurríkis, brosti sínu breið- asta á ráðherrafundinum í Lissabon í gær, þrátt fyrir mótlætið. Vafasamt hreinlæti? London. Reuters. HÆFILEGUR skammtur af ör- verugróðri í matvælum getur komið í veg fyrir að fólk fái asma. Hafa ítalskir læknar komist að þessari niðurstöðu en þeir segja að færri magakveisur og hvítskúrað um- hverfi séu líklega helsta ástæðan fyrir þeim asma- og ofnæmisfar- aldri sem nú geisar. Rannsóknir ítölsku læknanna benda til að magasýkingar í æsku hjálpi ónæmiskerfínu og komi í veg fyrir ofnæmi síðar meir, til dæmis í öndunarvegi. Asmi er sá sjúkdómur sem er í mestri sókn og á ofanverðri síðustu öld fjölgaði tilfellunum um 50% á hverjum áratug. Bendir ítalska rannsóknin og aðrar til, að um sé að kenna ýmsum ertandi efnum í um- hverfi okkar og nútímalifnaðarhátt- um, þ.e.a.s. auknu hreinlæti. Paolo Matricardi, prófessor við Ónæmis- og ofnæmisstofnunina í Róm, segir að rannsóknir á ungum mönnum í ítalska hernum hafi sýnt að þeir sem höfðu fengið ýmsar al- gengar magasýkingar í æsku voru ólíklegri en aðrir til að þjást af of- næmi. Segir Matricardi að vissu- lega verði að gæta hreinlætis til að koma í veg fyrir smitsjúkdóma en jafnframt verði að huga að því hvemig best sé að örva ónæmis- kerfi ungra barna. Safn til heiðurs Mandela NELSON Mandela, fyrrverandi for- seti Suður-Afríku, minntist þess í gær, að þá voru 10 ár liðin frá því hann fékk frelsi eftir 27 ára fanga- vist. Opnaði hann af þessu tilefni safn, sem sett hefiir verið upp hon- um til heiðurs í fæðingarbæ hans, Mvezo. I ræðu, sem hann hélt, hrós- aði hann eftirmanni sínum á for- setastóli, Thabo Mbeki, á hvert reipi og sagði, að hann væri nú helsti friðflytjandinn í Afríku. Þá lágu honum ekki verr orð til Afriska þjóðarráðsins og sagði, að það yrði sitt fyrsta verk er hann væri kom- inn yfír um að sækja um aðild að systursamtökunum hinum megin. JENS Heimburger, 34 ára þing- maður danska íhaldsflokksins, hef- ur sagt af sér þingmennsku í kjölf- ar skrifa Jyllands-Posten um meinta fjármálaóreiðu. Heimbur- ger ætlar þó ekki að hætta strax, heldur í vor. Sú ákvörðun ergir marga flokksbræður hans, sem í gær lýstu þeirri skoðun að hann ætti að hætta strax. Heimburger hefur frá upphafi ekki farið í felur með að hann RÁÐHERRA úr austurríska Frels- isflokknum kom í gær í fyrsta sinn fram á vettvangi Evrópusambands- ins (ESB), þegar félagsmálaráðherr- ann Elisabeth Sickl mætti á óform- legan samráðsfund félags- og at- vinnumálaráðherra sambandsins í Lissabon. Fékk hún þar heldur kald- ar mótttökur. Eduardo Ferro Rodrigues, félags- málaráðherra Portúgals, sem þetta misserið er í forsæti ráðherraráðs ESB, var sá eini af hinum ráðherrun- um 14 sem heilsaði Sickl formlega en rétt vika er nú liðin frá því hún tók við embætti í samsteypustjóm hins umdeilda Frelsisflokks og Þjóðar- flokksins, flokks austurrískra íhalds- manna. Leiðtogi Frelsisflokksins, Jörg Haider, er bezt þekktur utan Austurríkis fyrir að hafa látið sér um munn fara orð um nazistatímann sem túlka hefur mátt sem lofsamleg og að gera í stjómmálabaráttu sinni út á lýðskrum gegn innflytjendum. Fyrir fundinn í Lissabon höfðu frönsk og belgísk stjómvöld tilkynnt að fulltrúar þeirra myndu ekki virða austurríska ráðherrann viðlits. Ráð- herrar Frakklands og Belgíu, Mart- ine Aubry og Laurette Onkelinx, sem báðar em sósíalistar, fóru út úr fundarsalnum á meðan Sickl hélt ræðu sína á fundinum. Onkelinx stefni að því að komast til æðstu metorða í flokknum. í leiðtogaátök- unum er Hans Engell varð að láta af flokksformennsku vegna ölvun- araksturs studdi Heimburger Eng- ell og hefur iðulega verið talinn til þeirra er hafa haldið við úlfúðinni í flokknum eftir brotthvarf Engells. Heimburger rekur eigin auglýs- ingastofu, sem er hin tíunda stærsta í Danmörku. Þegar hann bauð sig fram til þings 1998 skipu- sagði við fréttamenn að sér þætti tímabært að sett yrði í stofnsáttmála ESB ákvæði sem útilokaði ríki, sem hleyptu róttækum hægriflokkum í ríkisstjórn, frá þátttöku í samband- inu. Sickl segir viðbrögðin ýkt Sickl brosti breitt til fjölmiðlaskar- lagði hann sjálfur rándýra auglýs- ingaherferð, sem hann greiddi úr eigin vasa í stað þess að auglýsa með öðrum frambjóðendum fyrir flokksfé. í nýrri skáldsögu, „Kongekaba- len“, sem er eftir Niels Krause- Kjær, fyrrverandi blaðafulltrúa íhaldsflokksins, segir frá því hvernig nokkrir flokksmenn fara frjálslega með flokksfé til að styrkja eigin stöðu. ans sem var saman kominn við fund: arstaðinn, en ávarpaði hann ekki. í mjög stuttri yfirlýsingu sem hún las fyrir fréttamenn sem biðu hennar við komuna á Lissabonflugvöll sagði hún viðbrögð ESB-ríkjanna vera ýkt, og að hún væri sannfærð um að þau myndu „komast að því að við erum umburðarlynd og samvinnufús." Antonio Guterres, forsætisráð- herra Portúgals, sagði í fyrradag að dagskrá ráðherrafundarins hefði verið breytt til að komast mætti hjá „neyðarlegum uppákomum“. Þannig hefði áætlaðri hópmyndatöku verið aflýst, sem og sameiginlegri skoðun- arferð ráðherranna um Lissabon sem áformuð hafði verið í dag. Umræðuefni fundar gærdagsins var undirbúningur formlegs ráð- hen-afundar í Lissabon 23.-24. marz, þar sem ræða á hvemig ESB getrn- unnið upp forskot Bandaríkjanna á sviði tæknivædds efnahagslífs án þess að félagsleg aðstoð við hina þurfandi í þjóðfélaginu sé skorin nið- ur. Danskur þingmaður segir af sér Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Er „bananastríð- ið“ keypt hags- munagæzla? >* I bandaríska tímaritinu Time er því haldið fram, að þarlendir „bananabarónar“, svokallaðir, sem greiða stórfé í kosningasjóði bæði demókrata og repúblikana, hafí att bandarískum stjórnvöldum út í viðskiptastríð við Evrópusambandið. BANDARÍSKIR auðmenn, sem láta mikið fé af hendi rakna í kosn- ingasjóði stóm stjórnmálaflokk- anna í Bandaríkjunum, hafa með því getað fengið ýmsum hags- munamálum sínum framgengt bæði hjá löggjafar- og fram- kvæmdavaldinu. í ítarlegri grein í tímaritinu Time era rakin dæmi um hvernig vellríkir eigendur fyrirtækja sem reka heimsins mestu bananafram- leiðslu í Mið-Ameríku fengu bandarísk stjórnvöld til að efna til viðskiptastríðs við Evrópusam- bandið vegna reglna sem það setti um markaðsaðgang fyrir banana og bandarísku „bananabarónarnir" töldu mismuna sinni framleiðslu og kosta þá stórfé. Fyrir tæpu ári ákváðu bandarísk stjórnvöld að leggja 100% toll á valdar vörur sem framleiddar era í Evrópusambandslöndum. Þetta hefur bitnað mest á hundraðum smárra heildsala í Bandaríkjunum, sem höfðu lifibrauð sitt af innflutn- ingi þeirra vara sem „bananarefsi- tollarnir" vora lagðir á. Þessir litlu heildsalar hafa ekki haft tök á því að verja sína hagsmuni með fjár- austri í kosningasjóði demókrata og repúblikana, bendir Time á. „Hvað gerði þetta fólk til að kalla reiði Hvíta hússins yfir sig? Nákvæmlega ekkert,“ skrifar Time. „Það er það sem þetta fólk gerði ekki sem skiptir máli. Það lét hjá líða að borga stórfé í kosn- ingasjóði eða að leigja áhrifamikla atvinnu-„lobbýista“ í Washington til að tala þeirra máli.“ Það era hins vegar menn eins og Carl H. Lindner, sem hefur í 20 ár verið á lista Forbes-tímaritsins yf- ir 400 ríkustu menn Bandaríkj- Reuters Bananaframleiðsla á Santa-Lús- íu-eyjum í Karíbahafi, fyrrver- andi nýlendu Breta, en bananar þaðan hafa skv. innflutnings- reglum ESB betri aðgang að Evrópumarkaðnum en „dollara- bananar" frá Mið-Ameríku. anna, sem hafa látið stórfé renna í kosningasjóði frambjóðenda til hárra pólitískra embætta, bæði úr röðum demókrata og repúblikana. Frá árinu 1990 telst Time til að Lindner, meðlimir fjölskyldu hans og háttsettir starfsmenn fyrir- tækja í hans eigu, hafi greitt í kosningasjóði samtals vel yfir fimm milljónir bandaríkjadala, andvirði yfir 365 milljóna króna. Meginhluti þessa fjár hafi rannið til frambjóðenda Repúblikana- flokksins, en þegar það hefur þótt þjóna tilgangi - í forsetatíð Bills Clintons - hafa demókratar einnig notið þess. Chiquita-fé í sjóði Clintons og þingmanna Málið er annars í stuttu máli þetta: Evrópusambandið reitti Lindner til reiði með því að setja reglur um innflutning á banönum inn á hinn sameiginlega Evrópu- markað, sem settu takmörk við því magni sem mátti flytja inn frá Mið-Ameríku, þar sem banana- plantekrur Lindners era, en hann á 40% í Chiquita Brands Inter- national, sem er arftakafyrirtæki hins alræmda United Fruit Comp- any, sem blandaði sér á árum áður með virkum hætti í byltingargjörn stjórnmál „bananalýðveldanna" svokölluðu í þessum heimshluta. Chiquita og aðalkeppinauturinn, Dole Food, eru langstærstu ban- anaframleiðendur heims. Þá lagði Lindner til 250.000 dali í kosningasjóð demókrata. Þá fór A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, fyrir milligöngu Terence McAuliffe - sérlegs fjársafnara Demókrataflokksins - fram á meira. Og Lindner borgaði meira. Og meira. „Svo mikið meira að Lindner var boðið í kvöldverð í Hvíta húsið, sat kaffiboð þar ásamt fleiri örlátum og gisti í Lincoln-herberginu," skrifar Time. Lindner kynntist í leiðinni Michael Kantor, hinum áhrifamikla við- skiptafulltrúa Bandaríkjanna sem m.a. talar fyrir hönd Bandaríkj- anna í Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Lindner átti oft erindi við Kantor og starfslið hans, sem í framhaldinu fór fram á refsiað- gerðir þær gegn Evrópusamband- inu sem ætlaðar voru til að þvinga það til að breyta reglum sínum í samræmi við vilja Lindners. Hinn 19. apríl 1999 lagði Charl- ene Barshevsky, arftaki Kantors í embætti viðskiptafulltrúa Banda- ríkjanna, refsitollana á 9 valda vöruflokka úr evrópskri fram- leiðslu. WTO hafði úrskurðað að bananainnflutningsreglur ESB samræmdust ekki reglum um frjáls heimsviðskipti, og heimilaði refsiaðgerðirnar. Time bendir þó á, að ESB sé ekki eitt um að halda uppi kerfi sem takmarkar mark- aðsaðgang fyrir ákveðnar vöruteg- undir. I Bandaríkjunum séu til dæmis í gildi reglur sem takmarki mjög innflutning á sykri og jarð- hnetum á Bandaríkjamarkað. Bananainnflutningsreglur ESB miða að því að auðvelda banana- framleiðendum í fyrrverandi ný- lendum Evrópuríkja aðgang að Evrópumarkaðnum. Hver er sigurvegari „bananastríðsins“? Nú, þegar nærri ár er liðið frá því refsitollarnir voru lagðar á evrópskar vörar en engin merki eru um að ESB hyggist afnema tolla á Chiquita-banana, spyr Time hver standi uppi sem „sigurvegari Bananastríðsins mikla“. Svarið við þessu sé einfalt. Það sé forseti Bandaríkjanna og fjölmargir þing- menn bæði demókrata og repúblikana, sem hefðu „mjólkað“ milljónir dala í kosningasjóði sína út úr „bananastríðinu". Og þeir að- ilar sem hafa atvinnu af sérhags- munagæzlu gagnvart stjórnvöldum í Washington.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.