Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 75 -------------------------^ FÓLK í FRÉTTUM Leikstjórinn Alan Rudolph og Bruce Willis í kvikmyndinni Breakfast of Champions Morgunmat- ur hetjanna Síðustu helgi var myndin „Breakfast Of Champions“, sem byggist á samnefndri metsölu- bók eftir Kurt Vonnegut Jr., tekin til sýningar í Sambíóunum. Rósa Erlingsdóttir hitti leikstjórann Alan Rudolph að máli og sat blaðamannafund með Bruce Willis, sem fer með aðalhlutverk myndarinnar. Reuters Bruce Willis sótti fast eftir því að fá hlutverk Dwanye Hoover í mynd- inni Breakfast of Champions. Kurt Vonnegut, höfundur metsölubókarinnar sem kvikmyndin byggist á, leikarinn Bruce Willis og leikstjórinn Alan Rudolf á góðri stund. Bruce Willis og Nick Nolte í hlutverkum sínum. KVIKMYNDIN „Breakfast of Champions" fjallar í stuttu máli um Dwanye Hoover (Bruce Willis), mikilvæg- asta viðskiptajöfur smábæjarins Midland City. Hann nýtur meiri virðingar meðal bæjarbúa en nokk- ur annar. Hoover er á barmi taugaáfalls. En ímynd hans sem leiðtoga bæjarins dafnar áfram og blómstrar á meðan áhorfandinn hættir að geta greint hvort maður- inn sé haldinn stundarbrjálæði eða sé alvarlega geðveikur. Jafnframt læðist að manni sú hugsun að Hoo- ver sé að komast til sjálfs sín, að hann verði heilbrigður í samfélagi sem á sér ekki viðreisnar von. Á sama tíma leggur Kilgore Trout (Albert Finney), misskilinn og fá- tækur rithöfundur, leið sína yfir þver Bandaríkin í þeim tilgangi að mæta sem heiðursgestur á fyrstu listahátíð bílabæjarins Midland City. Hoover hefur hafið örvænt- ingarfulla leit að nýjum röddum, nýjum svörum við lífsgátunni, sem hann vonar að veiti sér aflausn und- an oki síns sjúklega veruleika. Þeg- ar mennirnir tveir hittast tekur við atburðarás sem á eftir að breyta lífi beggja og lífinu í Midland City til frambúðar. Sannleikurinn um Bandaríkjamenn? David Blocker framleiðandi mig hvort ég hefði enn áhuga á verkefn- inu. Ég sló til og endurskrifaði gamla handritið, sem var mikilvæg reynsla eftir að hafa ekki hreyft við því í heil tuttugu ár. Þrátt fyrir erf- iðleika lauk ég verkinu á tiltölulega stuttum tíma og eflaust hefur eitt og annað úr mínu lífi sett svip sinn á endanlegt handritið." Bruce Willis kom sjálfur að máli við Rudolph og bar undir hann ósk sína um að koma að myndinni. „Bruce var svo sannfærður um að sagan gæti gengið upp sem kvik- mynd að hann féllst ekki eingöngu á að leika Dwayne Hoover heldur gerðist einnig aðstoðarframleiðandi myndarinnar." Gangrýnendur hafa sagt að einn veikasti hlekkur myndarinnar sé einmitt Willis í hlutverki Hoovers. Bakgrunnur hans sem stórstjörnu geri það að verkum að hann sé alls ekki sannfærandi í hlutverki sem sé gjörsamlega á skjön við hasar- myndahetjuna Bruce Willis. „Fyrir leikstjóra eins og mig er mikill ávinningur að vinna með Bruce. Með vali sínu undirstrikar Bruce að hann er hæfur til að taka að sér ólík hlutverk. En mestu máli skipti að við vorum allan tímann, sem dyggir aðdáðendur sögunnar, sammála um þróun myndarinnar.“ Rudolph seg- h' ennfremur að hann telji Bruce Willis hafa sótt mikið í eigið líf við persónusköpun Hoovers. „Hann hefur sjálfur þurft að vinna með eigin frægð, vald sitt og stöðu í samfélaginu. Sú reynsla nýtist í að túlka vinsælasta mann Midland City, sem allir aðrir dýrka og dá jafnvel þótt hann sé löngu horfinn frá eðlilegu lífsmynstri, inn í eigin heim sem enginn skilur.“ Brjálæði neysluhyggjunnar Hvað segir Bruce Willis sjálfur um Dwanye Hoover? „Dwayne er frægur, allir hrópa nafn hans þegar hann nálgast, rétt eins og væri hann Guð almáttugur. Sú staðreynd gerir hann hins vegar ekki ham- ingjusaman. Kannski hef ég rangt fyrir mér, en ég held að Dwayne sé á batavegi, að hann sé að verða heil- brigður í heimi sem er eins óheil- brigður og hægt er að hugsa sér. Bók Vonnegut Jr. er skrifuð sem ádeila á hrylling og tilgangsleysi Víetnam-stríðsins. Sú geðveiki er Vonnegut lýsir í bókinni má síðan, að mínu mati, yfirfæra á hamslausa neysluhyggju bandarísks samfélags í dag sem er jú langt frá því að geta af sér heilbrigt líferni, heilbrigða einstaklinga. Sagan er þannig speg- ill menningarlegs glundroða og Dwayne Hoover flytur áhorfandann.j nær þeim veruleika þegar hann átt- ar sig á að hann vill hverfa frá fyrra lífi.“ Að lokum er Bruce Willis spurð- ur út í tökurnar, hvernig hafi geng- ið að halda mannskapnum gangandi með jafnlítið fjármagn og raun ber vitni, en tökur hófust með helmings tapi. „Tökurnar voru auðvelt ferli. Við vorum ótrúlega heppnir að fá fólk sem varð strax í upphafi ást- fangið af viðfangsefninu. Okkur tókst að fá Nick Nolte, Albert Finn- ey, Barböru Hershey og Glenné4 Headly þar sem hlutverkin voru einfaldlega vel skrifuð og snilldar- lega útfærð í handritinu. Þau voru tilbúin til að mæta slitrótt og vinna við erfiðar aðstæður. Ég efast um að stærri stúdíóunum hefði tekist að fá slíkt leikaraúrval til liðs við sig. Okkur tókst það og ég er sann- færður um að myndin skili þeirri hugsjónavinnu sem lögð var í hana.“ Alan Rudolph segist hafa gengið æeð þann draum að kvikmynda sögu Kurt Vonnegut Jr., síðan hann las hana á sjöunda áratugnum eða þegar vinsældir hennar voru sem mestar. Tuttugu og fimm árum síð- ar rættist draumurinn. „Ég skrifaði drög að handriti þegar ég byrjaði að vinna fyrir Robert Altman, ein- hver hafði stungið að honum þeirri hugmynd að mynda „Breakfast Of Champions" svo hann spurði mig hvort ég gæti skrifað handrit á mjög skömmum tíma. Ungur og fullur lífsorku settist ég niður, sannfærður um að verkefnið tækist á stuttum tíma. En svo var ekki. Handritið gekk ekki upp sem slíkt °g ekkert varð af fyrirætlunum mínum og Altmans." Eftir að Rudolph hafði öðlast uokkra reynslu sem leikstjóri (Welcome to LA, Remember my name, Mrs. Parker and the Vicious Circle.The Moderns og Afterglow) ákvað hann að taka þráðinn upp að nýju og gera sögu Vonnegut að jafn ógleymanlegri kvikmynd og bókin er fyrir þá sem hana hafa lesið. „Mér fannst ég hafa tækifæri til þess að fjalla um staðreyndir menn- ingar og þjóðfélags Bandaríkja- manna á hvíta tjaldinu,“ segir Ru- dolph, „djúp og dökk gamansemi notuð sem þjóðfélagsleg ádeila er svo ljóðræn að draumurinn um að festa söguna á filmu vék aldrei úr huga mér. Einn daginn spurði Bolti yfir og allt um STUNDUM hvarflar að áhorfend- um sjónvarps, að dagskráin sé gerð fyrir sérstaka þrýstihópa og al- mannanotum sjónvarps sé varpað fyrir róða. Þetta kom t.d.í ljós um síðustu helgi, þegar þrjár rásir, rík- isskassinn, Stöð 2 og Sýn, sjónvörp- uðu boltaleikjum á sama tíma á laugardegi. Með þvi móti er vísvit- andi verið að friðþægja þrýstihópi, sem telur sjálfsagt að svipta af- ganginn af þjóðinni áhorfi á frídegi flestra og er jafnvel svo kröfuharð- ur og frekur, að fastákveðnir frétta- tímar eru látnir víkja fyrir boltan- um, eins og þráfaldlega ber við í ríkiskassanum, sem hefur þó tekið að sér að krefja landsmenn um skylduáskrift, hvort sem þá varðar um boltaleiki eða ekki. Fyrir utan þetta eru svo sérstakar fréttir um boltaleiki eins og lambaspörð innan- um um almenna dagskrá. Með íyrrgreindri dagskrárgerð hafa sjónvörpin í landinu ákveðið að allir vilji horfa á boltaleik á laugar- dögum og endranær, þegar bolta- mógúlamir svo ákveða. Lengi var talið hollt að vera í íþróttum og þær nutu viðurkenningar vegna þess að í íþróttum hafði ungt fólk ofan af fyr- ir sér. Horft var framhjá því að margur slasaðist við íþróttaiðju eða í keppni og var það fómarkostnað- ur, sem fólk lagði á sig. Seinna komu peningar til sögunnar, einkum í fótboltanum og nú er svo komið, að einstök erlend lið koma ís- lendingum meira við en önnur. Alllt þetta er lagt á sjónvarpsáhorfend- ur; langar umræður fótboltafor- ingja og keppnismanna og raunar engar hömlur á því hvernig þessu er velt yfir almenning. Islendingar hafa nú um sinn verið mjög upp- teknir af peningum, einkum pening- um annarra, eins og hæfir í öfund- arþjóðfélagi. Gott dæmi um þetta er sala Norðlendings á útgerðarhlut sínum fyrir þrjá milljarða. Öfund- arfólkið hafði aldrei heyrt annað eins og missti svefn. Það er eins og boltaleikir séu komnir inn í svona kerfi, nema hvað fótboltakempurn- ar era ekki famar að telja pening- ana hvað sem síðar verður. Hins vegar era sjónvarpsstöðvamar farnar að skjálfa af hrolli og hafa gert það um sinn. Og svo tapa menn leikjum hvað sem er talað og talað. Við búum sem fyrr við mikið ör- læti á amerískar kvikmyndir í sjónvarpsdagskránum og þær era náttúrlega misjafnar að gæðum. Engu að síður hefur íslenskum unglingum, sem endi- lega vilja láta taka sig alvarlega við kvikmyndagerð, tekist nær ómeðvitað að ganga í troðna slóð ofbeldis og blóðsúthellinga Hollywoodskólans, sem er daglegt brauð í íslensku sjónvarpi, en leit- umst síðan við að hljóta viðurkenn- ingu hjá Svíum eða sýna í Berlín. Myndir okkar, sem núna era í um- ferð, standast allan samanburð við það sem er að gerast annars staðar, sem stafar kannski af því að það er lítið um Hollywood í þeim. Á laugardag sýndi Stöð 2 Pipar- kökukarlinn með Kenneth Branagh í aðalhlutverki. í myndinni var dá- lítið óvenjulegur og snúinn sög- uþráður. Og ekki skemmdi að hinn ágæti breski leikari mr. Branagh skyldi fara með aðalhlutverkið. Hann er einn af nýrri leikuram SJONVARPA LAUGARDEGI kring Breta og hefur náttúrlega farið í gegnum Shakespeare, en virðist stefna á að verða einn af stórleikur- um engilsaxa eins og Mason og Oli- vier, svo einhverjir séu nefndir. Verkefnið að þessu sinni var ekki stórbrotið, svona dulítill reyfari um geðveiki, ástalíf og bamsrán plús verknað, sem lögfræðingar mega ekki gerast sekir um. Sýn sýndi Fangauppreisnina á miðvikudagskvöldið, sem gerð var um uppreisn í Attica-fangelsinu í New York haustið 1971. Þá var Rockefeller fylkisstjóri og gerðu fangarnir kröfu til þess að hann kæmi á vettvang til að heita þeim betrambótum. Hann kom ekki en í hans stað kom þyrla með sprengjur innanborðs. Þeim var varpað niður í fangelsisgarðinn, þar sem uppreisn- amenn féllu unnvörpum, einnig þeir fangaverðir, sem fangamir höfðu tekið til fanga. Myndin dreg- ur ekkert undan hvað snertir illa meðferð á föngum, en svolítið hlægilegt var mitt í öllum þeim hör- mungum sem yfir dundu þegar fangarnir hrópuðu á heita súpu. Indriði G. Þorsteinsson 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.