Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.02.2000, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HAGKVÆMNI EÐA RÉTTLÆTI í ÁTÖKUM sem nú standa um kvótakerfíð í sjávarútvegi, virðist einkum tekist á um tvö sjónarmið. Annar- svegar er hagkvæmn- isjónarmið, sem felst í að skapa sjávarútvegi skilyrði til að verða vel rekinn vegna sam- keppni sjávarútvegs- fyrirtækja og þjóðinni auðsuppspretta í bráð og lengd. Hinsvegar er réttlætissjónarmið, sem felst í að arðinum af fiskveiðiauðlindinni sé réttlátlega skipt milli landsmanna. M.ö.o. er tekist á um hvort eða hvernig eigi að ná hámarks arðsemi og hvort og þá hvernig réttlátt er að skipta arðin- um. Inn í átökin blandast einnig önn- ur sjónarmið sem þó virðast, þegar á reynir, hafa mun minna vægi en framangreind tvö sjónarmið. Fyrir- ferðarmest þeirra hefur lengst af verið að kvótakerfið og hagræðing í sjávarútvegi eigi ekki að raska bú- setumynstrinu í landinu. Prátt fyrir að margir telji þetta mikilvægt sjónarmið og jafnvel anga af rétt- lætissjónarmiðinu virðist það verða útundan þegar tekist er á um meg- insjónarmiðin tvö. Að byggðasjón- armið verði útundan þarf ekki að koma neinum á óvart, þar sem það • er fyllilega í samræmi við menn- ingu okkar, sögu og hefðir. Um al- dir hafa staðið miklir búflutningar innanlands, byggðir hafa risið og hnigið. Dritvík reis og hneig. Jök- ulfirðir og Hornstrandir fóru sem betur fer í eyði áður en byggða- stefna var sett. Sama gildir um Langanesið og víkumar milli Borg- arfjarðar eystra og Loðmundar- fjarðar, þar sem forfeður mínir bjuggu mann fram af manni. Ef til vill er órækasti vitnisburðurinn um mikla flutninga fólks, sem um aldir hafa staðið milli svæða innanlands, að í íslensku skuli aðeins vera ein mállýska. Annað sjónarmið sem oft er hald- ið á lofti, einkum vegna verslunar með veiðiheimildir, skapast af hlutaskiptakerfi sjómanna. Núver- andi launakerfi þeirra virðist geta haft truflandi áhrif á bæði megin- sjónarmiðin. Þ.e. hlutaskiptakerfið tefur og truflar að hagrætt sé í greininni og virðist í sumum tilfell- um geta komið í veg fyrir hagræð- ingu. Einnig er spuming um hvaða réttlæti sé fólgið í þvi að sjómenn hirði allan arð sem kvótakerfið skapar og er til skiptanna milli launþega, meðan fiskvinnslufólk í landi nýtur lítils eða einskis. Ef hlutaskiptakerfið samrýmist hvorki hagkvæmnisjónarmiðinu né réttlæt- issjónarmiðinu þarf að finna aðra leið til að reikna kaup sjómanna. Að undanfömu hefur jafnréttis- sjónarmiði verið haldið á lofti í auknum mæli. Það felst í að ekki megi takmarka atvinnufrelsi manna og að allir skuli hafa jafnan rétt til að gerast útgerðarmenn. I þessu sambandi er vísað til mannrétt- indaákvæða stjómar- skrár lýðveldisins og til alþjóðasamninga sem íslendingar era aðilar að. Ekki er nán- ar fjallað um þessa reglu, þar sem gera verður ráð fyrir að sjávarútvegurinn lúti sömu eða svipuðum reglum og aðrar atvinnugreinar, þar sem margvíslegar takmarkanir era settar á atvinnufrelsi manna. Einstætt fiskimannaþjóðfélag íslendingar búa við lífskjör eins og þau gerast best. Þetta hefur tek- ist án teljandi utanaðkomandi stuðnings. Þessi árangur er ein- stæður fyrir fiskimannasamfélög heims. Þau era nær án undantekn- ingar annaðhvort sárafátæk eða búa við veralegan utanaðkomandi stuðning. Þrátt fyrir smæð þjóðar- innar, og að búið er í stóra landi þar sem dýrt er að byggja upp granngerð samfélagsins, gera Is- lendingar kröfu um að búa við lífs- kjör eins og þau gerast best. Smæstu þjóðum sem tekst að skapa sér sambærileg lífkjör og Islend- ingar njóta og gera kröfu um, era 20-40 sinnum fjölmennari. Ef ís- lendingar vilja búa áfram svo góðu búi má ekki raska þeirri gerð efna- hagslífsins sem er forsenda þessar- ar velsældar. Hagkvæmnisjónarmiðið Þegar kvótakerfinu var fyrst komið á hér á landi blasti við, að mati okkar færastu sérfræðinga, hran mikilvægra fiskistofna. Þar sem sóknargeta fiskiflotans var allt- of mikil miðað við afrakstursgetu fiskistofnanna, varð að takmarka sóknina. Sjávamytjar, sem öllum er frjálst að sækja í að eigin geðþótta, verða óhjákvæmilega lagðar í rúst, allavega út frá efnahagslegu sjónar- miði. Ríkisvaldinu var því nauðugur einn sá kostur, að grípa til ráðstaf- ana. Á grandvelli ráðlegginga fiski- fræðinga var ákveðinn hámarksafli fyrir hvern stofn um sig. í megin- dráttum má segja að tvær aðferðir hafi staðið til boða til að koma í veg fyrir að veitt væri umfram há- marksaflann. Annars vegar sú að stýra sókninni og hinsvegar úthlut- un kvóta. Sóknarstýring Hægt er að beita margskonar til- brigðum við sóknarstýringu. Ein aðferð er að takmarka veiðitímann, önnur er að setja hömlur á hve mörg skip mega veiða og hver sóknargeta þeirra er. Þegar sókn- Varað er við því, segir Halldór Árnason, að reyna að nota kvóta- kerfíð til að festa eitthvert byggða- mynstur í sessi. arstýringu er beitt era þessi til- brigði oft þætt saman, þannig að bæði veiðitími og sóknargeta er takmörkuð. Þekktasta dæmið þar sem eingöngu var beitt tímatak- mörkunum, era lúðuveiðamar í Al- aska þar sem hleypt var af fall- byssu þegar veiðamar máttu hefjast, og þær stöðvaðar þegar hámarksafla var náð. Afleiðingam- ar vora mikið framboð af lúðu í fá- eina daga, en ekkert á öðram tíma árs. Þegar takmörk era sett á sókn- argetu era sett takmörk á einhverja þætti í gerð eða búnaði skips eða veiðarfæra, svo sem lengd, vélar- stærð, möskvastærð o.fl. Gallar sóknarstýringar era margskonar. Allir stafa þeir af því að hagsmunir einstakra útgerða eru að ná sem mestu til sín, áður en heildarkvótinn er uppurinn. Meðal galla má nefna að framboð á afla verður sveiflukennt og ekki í sam- ræmi við þörf markaða. Hugmynda- flug manna til að komast hjá þeim takmörkunum sem sett era á sókn- argetu er nær óþrjótandi. Baráttan um að ná sem mestu til sín leiðir til óhóflegra fjárfestinga. Eða eins og hagfræðingar orða það, fiskveiði- rentunni er allri sóað í innbyrðis baráttu útgerða um að ná sem stærstum hluta af kökunni, áður en einhver annar étur hana frá þeim. Fyrir utan að öllum arði fisk- veiðiauðlindarinnar er sóað, sýnir það sig að afar erfitt er að halda afla einstakra tegunda innan settra marka, þegar sóknarstýringu er beitt. Sóknarstýring er því andstæð hagkvæmnisjónarmiðum. Kvótakerfí Rétt útfært kvótakerfi getur leyst nær öll þau hagrænu við- fangsefni sem við er að glíma við nýtingu sameiginlegrar auðlindar eins og sameiginlegir fiskistofnar era. Ríkisvaldið kemur þá fram sem eigandi auðlindarinnar og skilgrein- ir hvernig skuli farið með nytjarétt- inn. Ef ríkisvaldið vill hámarka arð- semi fiskistofnanna, bæði í bráð og lengd, er mikilvægt að það hafi eft- irfarandi þrjú sjónarmið að leiðar- jjósi. í fyrsta lagi þarf að skilgreina hveijir eiga veiði- eða nytjaréttinn (kvótann). í öðra lagi að ekki séu settar takmarkanir á verslun með fiskveiðiréttindi, hvort sem er lang- tímaréttindi (aflahlutdeild) eða rétt- indi innan ársins (aflamark). Fátt, sem skapar þjóðinni jafn mikinn auð, hefur verið eins umdeilt og verslun með veiðiréttindi, sem oft gengur undir nafninu kvótabrask. í þriðja lagi þarf að vera hægt að treysta því að reglumar séu til langs tíma og að þeim verði ekki breytt með skyndiákvörðunum. Með þessu móti verður tryggt að hagrænum markmiðum verði náð, en við komum að réttlætissjónar- miðum hér á eftir. Framangreind lýsing á í megindráttum við það kvótakerfi sem verið hefur við lýði á íslandi frá því heimilað var að framselja kvótann. Ekki verður annað séð en að kvótakerfið hafi skilað íslensku þjóðinni gífurlegum fjárhagslegum arði. Jafnframt virð- ist ljóst að kvótakerfið muni skila þjóðinni enn meiri arði á komandi áram, þegar horft er til þess að það stuðlar að hámarksafrakstri auð- lindarinnar, þar sem hún verður rdínudagar laugardag og sunnudag Öll stofuefni á 690 kr. metrinn Opið laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 12-16 _________Álnabúðin Miðbæ v/Háaleitisbraut ♦ sími 588 9440 Halldór Árnason nýtt með eins hagkvæmum hætti og kostur er, og að hægt er að fá hámarksverð fyrir sjávarafurðir okkar erlendis með jöfnu framboði af góðum fiski. Réttlætissjónarmið Telja má víst að fáir sem af yfir- vegun kynna sér áhrif kvótakerfis- ins deili um framangreint. Á hinn bóginn er Ijóst að réttlætiskennd margra er misboðið vegna þess hvemig þeim mikla arði sem kvóta- kerfið skapar, er skipt með þjóð- inni. Til að koma á réttlæti þurfum við fyrst að ná samstöðu um hvert það er. Þar er okkur hinsvegar nokkur vandi á höndum. Er það réttlæti að allir þjóðfélagsþegnar fái notið jafnt arðsins af fiskveiði- auðlindinni? Liggur réttlætið í ein- hverri annarri skiptingu en nú er, þar sem komið er í veg fyrir auð- söfnun einstaklinga eins og skýr dæmi era um á undanfömum ár- um? Spumingin um réttlæti er ein- hver sú mikilvægasta sem nú er spurt varðandi nýtingu fiskimið- anna, sem era sameign þjóðarinnar. Vandséð er hvernig svar við henni verður fundið, sem allir sætta sig við. Ein leið til að nálgast svarið, er að skýra hvemig réttlæti við viljum ekki. Því miður er það svo að mörg verstu verk sem unnin hafa verið í sögu mannkyns hafa verið unnin í nafni réttlætis. Kommúnismi byrj- aði sem draumsýn þeirra sem vildu skipta veraldlegum gæðum réttlát- lega milli allra, en endaði í martröð. Menn áttu að vinna eftir getu, en fá laun eftir þörfum. Er til fallegri eða réttlátari draumsýn? Því er stund- um haldið fram að kommúnismi geti aðeins komið á réttlæti í kring- um tóma grautarskál. Með sama hætti er auðvelt að koma á réttlæti þar sem allir hafa jafnan rétt til að róa til fiskjar og veiða þar til fyrirfram ákveðnum heildarkvóta er náð. Þetta mun hinsvegar leiða til þess að arðinum af auðlindinni verður sóað. Önnur leið væri að skipta kvóta á milli byggðarlaga og reyna þannig að frysta eitthvert byggðamynstur sem talið er æskilegt út frá ein- hverjum tilteknum sjónarmiðum. Hægt er að sýna fram á að þetta muni í besta falli draga stórlega úr arði af fiskveiðunum. Auk þess munu réttlætissjónarmið ekki nást, því hvers ættu þeir að gjalda sem byggju í sveitarfélögum sem fengju lítið eða ekkert í sinn hlut. Hvort vegur þyngra hagkvæmni- eða réttlætissjónarmið? Oft virðist sem réttlætissjónar- miðið sé svo sterkt að fóma beri þeim mikla arði sem núverandi kvótakerfi skapar til að ná fram réttlæti. Trúlegt er að þegar þannig er talað, fari menn fram af meira kappi en forsjá. Ætla má að allir vilji í raun halda núverandi arði af fiskveiðum en ná fram réttlátri skiptingu. Spumingin sem við þurf- um þá að leita svara við er, hvort hægt er að ná fram réttlæti án þess að fóma hagkvæmni? Ef það er ekki hægt þurfum við að svara því hvað réttlætið má kosta. Eram við tilbúin að fóma öllum arði fiskveið- anna, svo enginn fái meira en ann- ar? Erum við tilbúin að fóma ein- hveijum hluta arðsins til að ná fram ásættanlegu réttlæti? Hvað er þá ásættanlegt réttlæti og hversu miklu eram við tilbúin að fóma fyr- ir það? Uppboð veiðiheimilda er aðferð sem lögð hefur verið til sem lausn. Ef allar fiskveiðiheimildir verða boðnar upp, er líklegt að stærsti hluti arðsins af auðlindinni renni í ríkissjóð. Einnig má færa rök fyrir því að þetta gæti hraðað frekari hagræðingu í greininni og aukið þannig arðinn. Ef ekki er jafnframt gripið til annarra ráðstafana gæti þetta leitt til fákeppni. Það er ef fiskveiðiheimildir söfnuðust á svo fáar hendur að eigendur hættu að keppa sín á milli, en hefðu í stað þess samráð um hvað ætti að bjóða. Með þessu væri hægt að hafa stór- an hluta arðsins af ríkissjóði. Vænt- anlega má koma í veg fyrir slíkt með því að hafa reglur svo úr garði gerðar að virk samkeppni verði tryggð. Tilurð núverandi kvótakerfis Svo virðist sem núverandi kvóta- kerfi gæti orðið fómarlamb eigin velgengni. Þegar ríkisvaldið skil- greindi eignarhald á nytjaréttinum, einkum þegar framseljanlegur kvóti var tekinn upp, sköpuðust aðstæður til mikillar hagræðingar á öllum sviðum sjávarútvegs. Þetta á við hvort sem litið er til veiða, vinnslu eða markaðssetningar. Þetta fyrir- komulag hefur skapað gífurlegan arð af fiskveiðiauðlindinni. Þegar kvótakerfið var tekið upp í sinni framstæðustu mynd, árið 1984, var við ramman reip að draga. Tekist var á um veralega hagsmuni og sýndist sitt hveijum. Gamlar hefðir og vanahugsun tor- veldaði lausnir. Niðurstaðan varð málamiðlun, sem hafði veralega galla. Þar á meðal var að kvótakerf- ið var í upphafi blanda af sóknar- markskerfi og kvótakerfi, veiði- heimildimar vora ekki fram- seljanlegar og ekki var komið á skynsamlegri stýringu á veiðiheim- ildir smábáta. Einnig má, út frá þeim réttlætis- sjónarmiðum sem nú era uppi, halda því fram að það hafi verið galli að ekki skyldi strax í upphafi hafa verið komið á einhverskonar auðlindaskatti. Þegar við gagnrýn- um, með þessum hætti, þá sem stýrðu verkum, verðum við að hafa í huga að pólitík er list hins mögu- lega. Hvorki hefði náðst pólitísk samstaða um hugmyndir um auð- lindaskatt, né nokkrar aðrar hug- myndir, sem kollvarpað hefðu stöðu þáverandi útgerðarmanna. Ekki má heldur gleyma að útgerðin var á þessum tíma rekin með stórtapi og gat ekki borið auknar álögur. Menn urðu einfaldlega að láta réttlætissjónarmið víkja fyrir hag- kvæmnisjónarmiðum. Það var miklu brýnna að hindra efnahags- legt hran fiskveiða en að tryggja að hugsanlegum arði sem kvótakerfið skapaði, yrði réttlátlega skipt. Ef það hefði ekki verið gert hefðum við ekkert um að rífast í dag, við byggjum þá við réttlæti í kringum tóma grautarskál. Hagkvæmnisjónarmiðið var í upphafi og af nauðsyn sett ofar réttlætissjónarmiðinu. Þetta var rétt afstaða að því marki að allir ís- lendingar era betur settir nú með þann mikla arð sem kvótakerfið hefur skapað, þrátt fyrir að honum sé óréttlátlega skipt, heldur en að enginn arður væri tU og þar með allir jafnir. Ekki virðist þeim miklar þakkir sýndar sem komu kvótkerfinu á. Þetta mun breytast síðar meir þeg- ar farið verður að skoða tilurð kvótakerfisins í sögulegu samhengi. Þá verður þeim sem komu því á þakkað fyrir framsýni sýna og póli- tísk afrek við að móta þá efnahags- legu skipan sem gefið hefur okkur svo ríkulegan hagvöxt á síðasta hluta aldarinnar og sem mun halda áfram á næstu öld. Þakklætið mun verða enn meira ef þeir taka nú upp forystu um að hefja réttlætissjónar- miðið tU vegs í fiskveiðistjórnun- inni. Dagar réttlætisins eru runnir upp Sífellt fleiri taka undir kröfu um að arðinum af fiskveiðunum verði réttlátlega skipt. Ekki verður leng- ur undan því vikist að hefja réttlæt- issjónarmiðið til vegs. Sú breyting sem verða þarf er hvorttveggja í senn jafn mikilvæg og jafn róttæk og sú breyting sem varð þegar kvótakerfinu var upphaflega komið á. Þetta er hægt að gera án þess að fóma í neinu hagkvæmnisjónarmið- inu, en þá verður að gaumgæfa vel hveija breytingu. Ekki má gleyma því að skUgreina þarf hver á veiði- eða nytjaréttinn, engar takmarkanir mega vera á framsali veiðiheimUda og það verð- ur að vera hægt að treysta því að reglumar séu til langs tíma. Gott kvótakerfi, sem hægt er að treysta á, er nauðsynlegt vegna langtíma- fjárfestinga í greininni og til að treysta stöðu íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.