Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra lagði á það áherslu að ekki væri fyrirhugað að draga úr þjónustu við geðsjúka. Morgunblaðið/Þorkell Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður gagnrýndi niður- skurð á geðdeildum á sama tíma og fleira fólk leitar aðstoðar. Heilbrigðisráðherra við utandagskrárumræðu um málefni geðsjúkra Segir ekki standa til að draga úr þj ónustu INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- is- og tryggingaráðherra lagði áherslu á það við utandagskrárum- ræðu um fyrirhugaðan niðurskurð á þjónustu við geðsjúka, sem fram fór á Alþingi í gær, að þjónusta við geð- sjúka myndi ekki dragast saman og að skjólstæðingar geðsviða stóru sjúkrahúsanna fengju örugga þjón- ustu, hér eftir sem hingað til. Sagði Ingibjörg að forsvarsmenn sjúkra- húsanna hefðu fullvissað sig um að í heild stæði alls ekki til að draga úr þjónustu við sjúklinga heldur væri markmiðið að nýta aðstöðu og mann- afla sem best í þágu sjúklinga. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, hafði farið fram á utandagskrárumræðuna og vitnaði hún í upphafi máls síns til frétta í fjölmiðlum um að lagt hefði verið til að skorið yrði niður um 100 milljónir á geðsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sagði Ásta að þetta væri fjórðungur af rekstrarfé deild- arinnar og ljóst að hún stæði ekki undir nafni eftir hann. „Þessar niðurskurðartillögur koma á sama tíma og landlæknir er með kynningarátak til að beijast við þunglyndi og gegn sjálfsvígum, átak ALÞINGI til að minnka fordóma gegn geðsjúk- dómum. Átak sem hefur aukið gífur- lega álagið á geðdeildum, hjá geð- læknum og hjá Geðhjálp. Greinilegt er að mjög margir hafa ekki fengið læknishjálp, sem nú eru að koma fram í kjölfar átaksins,“ sagði Ásta. Sagði hún að eðlilegra væri að efla geðlæknisþjónustu í kjölfar átaks sem þessa, heldur en draga úr henni. Engu síður væri nú rætt um spamað, fyrst 100 milljónir en nú skyndilega töluðu menn um 50 milljónir. Velti Ásta því fyrir sér hvers konar vinnu- brögð það væru eiginlega þó að hún fagnaði því að þrýstingur utan frá hefði haft áhrif og orðið til að tillög- urnar voru mildaðar. Ráðherra kemur ekki að ákvörðunum um forgangsröðun Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra kvaðst að gefnu tilefni vilja að það kæmi fram strax að þjónusta við geðsjúka myndi ekki dragast saman. „Forsvarsmenn geðsviða sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa fullv- issað mig um að í heild stendur alls ekki til að draga úr þjónustu við sjúklinga,“ sagði hún. „Markmið þeirrar vinnu sem nú er í gangi innan sjúkrahúsanna er að nýta aðstöðu og mannafla sem best í þágu sjúklinga og það kann vel að hafa í för með sér að þjónustan flytjist til í húsum og milli húsa en hún minnkar ekki.“ Hvað varðaði umræðu um með- ferðarheimilin á Gunnarsholti og Amarholti þá yrði sú starfsemi ekki lögð niður. Sagði Ingibjörg að þar yrðu engar breytingar gerðar nema tryggt væri að vel yrði séð fyrir þeim sem þar dveldu. Hún væri hins vegar alveg tilbúin til að skoða hvort sú starfsemi sem þar væri stunduð ætti fremur heima undir merkjum heil- brigðisþjónustunnar eða hluti hennar hugsanlega sem félagsleg þjónusta. Ingibjörg sagði ennfremur að fjár- veiting til sjúkrahúsanna væri í fullu samræmi við fjárhagsáætlanir þeirra. Stjómendur stærstu sjúkra- húsanna réðu yfir miklum fjármun- um og tækju ákvarðanir um nýtingu þeirra, ekki síst er vörðuðu forgangs- röðun verkefna á starfssviði þeirra. „Ráðherra kemur ekki að ákvörðun- um um slíka forgangsröðun nema í undantekningartilvikum en ég hef oft ítrekað að mér finnst mikilvægt að geðsviðin hafi ákveðinn forgang og það hafa þau haft í minni tíð sem ráð- herra.“ ítrekaði Ingibjörg að staðreyndin væri sú að ekki stæði til að draga úr þjónustu við sjúklinga. Sagði hún það jafnframt öfugmæli að halda því fram í tíma og ótíma að verið sé að skera niður á sjúkrahúsunum í Reykjavík, það væri ekki niðurskurður þegar framlögin væm aukin úr 14 milljörð- um í 19 milljarða á þremm- fjárlaga- árum. Við umræðuna í gær sagði Mar- grét Sverrisdóttir, varaþingmaðm- Fijálslynda flokksins, m.a. að hag- ræðing sú sem ætti að nást með sam- einingu geðsviða stóru sjúkrahús- anna tveggja þýddi í raun að verið væri að leggja geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur niður. Vonaði hún þó að yfirlýsing heilbrigðisráðherra þýddi að ekki yrði af niðurskurði. Þuríður Backman, þingmaður vinstri- grænna, sagði umræðuna hafa verið gagnlega ef ekki til annars en fá fram yfirlýsingu ráðherra. Kolbrún Hall- dórsdóttir, vinstri-grænum, sagði hins vegar að þótt ráðherra hefði full- yrt að ekki ætti að minnka þjónustu við geðsjúka ætti í öllu falli ekki að auka hana. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, benti á að sameining sjúkrahúsanna leiddi til skipulags- breytinga sem líklega myndu varða allar deildir þeirra. Aftur á móti hefði sannleikurinn verið skrumskældur í umræðu um hvemig auka mætti hag- kvæmni en tryggja jafnframt þjón- ustu við sjúklinga. Hið rétta væri nefnilega að á undanfömum árum hefði hagur geðsjúkra verið bættur með margvíslegum hætti. í sama streng tók Katrín Fjeldsted, þing- maður Sjálfstæðisflokks, og benti á að fjöldi sjúkrarúma væri ekki endi- lega mælikvarði á magn og gæði þjónustunnar. Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í sinni ræðu að málflutningur Astu Ragn- heiðar væri einfaldlega ekki sæm- andi. Þingmaðurinn gengi fram með upphrópunum en kysi að láta sig engu varða faglegar upplýsingar um stöðu heilbrigðismála, sem og upplýs- ingar um hvemig staðið væri að ákvörðunum í þessum málum. Sigríð- ur Jóhannesdóttir, þingmaður Sam- fylkingar, sagði niðurskurð hins veg- ar koma verst niður á þeim sem veikastir væm fyrir og Þómnn Svein- bjamardóttir, Samfylkingu, lagði áherslu á að heilbrigðisráðherra yrði að sjá til þess að innanhússpólitík stóm sjúkrahúsanna leiddi ekki til þess að notkun hátækni við lækning- ar yrði aukin á kostnað þjónustu við geðsjúka. Sagði hún ráðherra ekki geta vikist undan því að taka pólitíska ábyrgð á forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu. í lokaorðum sínum sagði Ásta Ragn- heiður að það væri ánægjuefni að ráð- herra skyldi lýsa því yfir að þjónusta við geðsjúka myndi ekki dragast sam- an og sagðist hún skilja þá yfirlýsingu þannig að ráðherra myndi ekki ljá nið- urskurðartiUögum stuðning. Nú væri hins vegar að sjá hvort staðið yrði við yfirlýsingamar. Ingibjörg Pálmadóttir ítrekaði hins vegar að staðreyndin væri sú að undanfarið hefði þjónusta við geð- sjúka verið bætt Svo virtist hins vegar að það sem væri gott og færi batnandi væri í huga Ástu Ragnheiðar vont og færi versnandi. „Við slíku hugarfari duga engin rök,“ sagði ráðherrann. Staða þolenda kynferðisaf- brota verði bætt Morgunblaðið/Ásdís Jóhanna Sigurðardóttir leggur til að skipuð verði nefnd sérfræðinga til að kanna og gera tillögur um bætta stöðu þolenda kynferðisafbrota. |Alþingi FYRIRSPURNATÍMI er á Al- þingi í dag eins og venjulega á mið- vikudögum. Þessi mál em á dagskrá fundarins, sem hefst kl. 13.30: 1. Reglur um sölu áfengis, frh. fyrri umræðu (atkvgr.) 2. Bætt staða þolenda kynferðisaf- brota, frh. fyrri umræðu (atkvgr.) 3. Réttarstaða örorku- og ellilífeyr- isþega, frh. fyrri umræðu (atkvgr.) 4. Aukin fjölbreytni atvinnulífs í dreifbýli, framhald fyrri umræðu (atkvgr.) 5. Fjarvinnslustörf í Ólafsfirði, fsp. til forsætisráðherra. 6. Notkun íslenska skjaldarmerkis- ins, fsp. til forsætisráðherra. 7. Notkun þjóðfánans, fsp. til for- sætisráðherra. 8. Ferskt vatn í Flugstöð Leifs Eir- íkssonar, fsp. til utanrfldsráðherra. 9. Aðgerðir NATO í Júgóslavíu 1999, fsp. til utanríkisráðherra. 10. Fjármögnunarkerfi sjúkra- húsa, fsp. til heilbrigðisráðherra. 11. Rekstur nýs hjúkmnarheimilis við Sóltún, fsp. til heilbrigðisráðherra. 12. Póstburður, fsp. til samgöngu- ráðherra. 13.Skattlagning slysabóta, fsp. til íj ármálaráðherra. 14. Skattlagning á umferð, fsp. til fjármálaráðherra. 15. Sala Sementsverksmiðjunnar hf., fsp. til iðnaðarráðherra. 16. Þriggja fasa rafmagn, fsp. til iðnaðarráðherra. 17. Olíuleit við ísland, fsp. til iðnað- arráðherra. JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingar, mælti á Al- þingi í gær fyrir tillögu til þings- ályktunar um bætta stöðu þolenda kynferðisafbrota en tillagan gerir ráð fyrir að dómsmálaráðherra verði falið að skipa nefnd sérfræð- inga sem hafi það verkefni að kanna og gera tillögur um bætta stöðu þolenda kynferðisafbrota, einkum barna og unglinga. í framsöguræðu sinni sagði Jó- hanna m.a. að kynferðisafbrot gegn börnum þjóðarinnar væru einn al- varlegasti glæpur sem hægt væri að fremja, enda væri ljóst að hann gæti eyðilagt líf þolenda. Jafnframt kemur fram í greinargerð með til- lögunni að ljóst sé að alvarleg brotalöm sé í réttarfarinu varðandi kynferðisafbrotamál sem nauðsyn- lega þurfi að gera úttekt á og end- urskoða. Sömuleiðis sé brýn þörf á því að bæta stuðning og meðferð- arúrræði fyrir fórnarlömb kynferð- isafbrota. I greinargerðinni segir einnig að tryggja verði aðbúnað og aðstöðu þeirra sem leita réttar síns vegna kynferðisbrota, enda sé ljóst að hér sé um mjög vandmeðfarin tilfinn- ingamál að ræða og opinberum að- ilum beri skylda til að auðvelda þolendum kæru- og dómsferilinn eins og kostur er. Gerði Jóhanna í gær að umtalsefni í þessu sam- bandi hugmyndir um að leggja Barnahús niður - en í Barnahúsi hafa yfirheyrslur á börnum vegna kynferðisafbrotamála farið fram - en fréttir þar að lútandi voru flutt- ar í fjölmiðlum skömmu fyrir jól. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs, lýsti yfir fullum stuðningi við tillöguna í umræðum í gær og sagði það þyngra en tárum tæki hversu illa dómsvaldinu hefði tekist að taka á kynferðisafbrotum gegn börnum. Lagði hún einnig áherslu á að bjarga yrði Barnahús- inu, en Kolbrún sagði aðförina að því ekki hafa verið dómsmálaráð- herra til sóma. Stuðningi við tillögu Jóhönnu lýstu einnig þær Rann- veig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, Vinstri-græn- um, og Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum. I andsvari við ræðu Kolbrúnar vakti Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hins vegar at- hygli á því að skýrt hefði komið fram í máli Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra í umræðum fyr- ir jól að þótt koma ætti upp að- stöðu í dómshúsum væru ekki uppi áform um að leggja niður Barna- hús. Hræðsla þar að lútandi ætti ekki við rök að styðjast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.