Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 11
FRÉTTIR
Hugsanleg sala á léttum vínum og bjór
í matvöruverslunum rædd á Alþingi
Þingflokkar
klofnir í afstöðu
sinni til málsins
í UMRÆÐUM sem fram fóru á Al-
þingi í gær um þingsályktunartil-
lögu sem felur í sér að unnið verði í
þá átt að leyfð verði sala á léttum
vínum og bjór í matvöruverslunum á
íslandi kom m.a. berlega í ljós að
þingflokkar Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks eru klofnir í afstöðu
sinni í málinu. Þingmenn Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs
lýstu sig andsnúna hugmyndunum
en framsóknarmenn og frjálslyndir
tóku ekki þátt í umræðunum í gær.
Þingsályktunartillagan er lögð
fram af fimm þingmönnum Sam-
fylkingar en hún felur í sér að Al-
þingi álykti að fela fjármálaráð-
herra að skipa nefnd er vinni að
endurskoðun reglna um sölu áfengis
svo að heimila megi sölu á léttum
vínum og bjór í matvöruverslunum.
Þá athugi nefndin hvort unnt sé að
hafa áhrif á neysluvenjur Islendinga
með breyttri verðlagningu á áfengi
og aðgengi að léttum vínum og bjór.
Fyrsti flutningsmaður tillögunn-
ar, Lúðvík Bergvinsson, sagði í
framsögu sinni í gær að eðlilegt
væri að menn veltu fyrir sér hvort
ekki væri tímabært að endurskoða
stefnu í áfengismálum. „Það er ekk-
ert launungarmál," sagði Lúðvík,
„að hér er verið að leggja til að skoð-
að verði gaumgæfilega hvort rétt sé
að auka aðgengi að áfengi frá því
sem nú er, einkum að því er varðar
létt vín og bjór, auk þess sem lagt er
til að verðstefna sú sem hér hefur
verið rekin um langt skeið verði
endurskoðuð. Það er heldur ekkert
launungarmál að við teljum það
hollara íslenskri þjóð að alast upp
við það að áfengi sé eðlilegur hluti
tilverunnar og koma fram við það
sem slíkt í stað þess tvískinnungs-
háttar sem hefur verið íslenskri
þjóð leiðarljós allt frá því að bann-
lögin voru numin úr gildi.“
Bætti Lúðvík því m.a. við að það
væri trú þeirra, sem að þessu máli
stæðu, að íslenskri þjóð væri ekki
síður treystandi en öðrum Evrópu-
þjóðum til að umgangast áfengi og
hafa svipað aðgengi og aðrar þjóðir
sem íslendingar vildu bera sig sam-
an við. Það væri einnig trú flutn-
ingsmanna að öðrum en ríkinu væri
fullkomlega treystandi til að hafa
vöruna á boðstólum.
Flutningsmenn tillögunnar - sem
auk Lúðvíks eru þau Bryndís Hlöð-
versdóttir, Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, Svanfríður Jónasdóttir og
Björgvin G. Sigurðsson - eru öll
þingmenn eða varaþingmenn Sam-
fylkingar. Fram kom hins vegar í
máli Rannveigar Guðmundsdóttur,
þingflokksformanns Samfylkingar,
að tillagan væri ekki lögð fram af
þingflokki Samfylkingar og kvaðst
hún sjálf ekki hlynnt tillögunni. Hið
sama gerðu Sigríður Jóhannesdótt-
ir, Karl V. Matthíasson og Kristján
L. Möller, sem sitja á þingi fyrir
Samfylkingu, þótt Kristján tæki
fram að hann teldi ekki útilokað að
afstaða hans myndi breytast á
næstu 5-10 árum.
Málið ekki flokkspólitískt
Ljóst var annars af umræðunni í
gær að málið er ekki flokkspólitískt.
Allir þingmenn vinstri-grænna, sem
þátt tóku í umræðunni, lýstu sig að
vísu mótfallna tillögunni og fór
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
flokksins, hörðum orðum um hana.
Lýsti hann því yfir að hann myndi
beita sér gegn tillögunni ef hún
kæmi til afgreiðslu Alþingis, og
harmaði hann að Samfylkingin
skyldi með þessum hætti leggjast á
sveif með íhaldsöflunum í landinu,
Útsala
Allar vetrarvörur á útsölu •
síðustu dagar
Schwinn
spinning fatnaður og skór
minnst —, _
60%
1£TTSRM>DI!S
minnst
afsláttur
60%
afsláttur
Barnahúfur, -vettlingar, -treflar, -eyrnabönd
minnst
50%
afsláttur
Verðdæmi Verð Útsöluverð Sprengiverð
Bomsur 12.900 9.995 6.450
Bama fleece 2.990 1.950 995
Russell fleecepeysur 6.990 2.495 1.995
Russell fleecebuxur 4.990 2.495 1.995
Barnaúlpur 8.900 4.450 1.995
Columbia úlpur 9.900 7.995 4.950
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
--Skeifunni 19 - S. 568 1717 —
Brrr»«oDi!$
CONVERT
Columbia
Sportswear Company*
fS
RUSSELL
sem leynt og ljóst hefðu unnið að því
að leggja ÁTVR í rúst svo draumur
hægrimanna um að fá að höndla
áfengisgróðann mætti rætast.
Hjálmar Jónsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, komst þannig að
orði að í þessu máli væri hann í
sama liði og íhaldsmaðurinn Stein-
grímur J. Sigfússon. Sagðist hann
ekki skilja í hvaða heimi flutnings-
menn lifðu og taldi hann mega berj-
ast fyrir ýmsum öðrum og mikil-
vægari réttindum en þeim að auka
aðgengi að áfengi, enda væri víst að
aukið aðgengi yki þann vanda sem
hlytist af áfengisneyslu. I sama
streng tók Árni Johnsen en hann
gekk svo langt að fullyrða að áfengi
Morgunblaðið/Ásdís
Rannveig Guðmundsdóttir benti á að tillagan um léttvíns- og bjórsölu í matvöruverslun-
um væri ekki frá þingflokki Samfýlkingar, Árni Johnsen sagði áfengi og tóbak vera
verstu óvini landsins en Guðmundur Hallvarðsson kvað eðlilegt að ræða tillöguna.
og tóbak væru
versti óvinur lands-
ins. Sagði hann að
flutningsmönnum
hefði orðið tíðrætt
um „vínmenningu"
en staðreyndin
væri sú að áfengi
íylgdi ekki menn-
ing heldur ómenning. Taldi hann
nóg áfengi flæða manna á meðal á
íslandi þótt ekki væri því komið fyr-
ir í matvöruverslunum.
Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins tóku tillögunni hins vegar öllu
betur og m.a. sagði Guðmundur
Hallvarðsson að honum fyndist full-
komlega eðlilegt að ræða þessi mál
þó að hann teldi reyndar að tillagan
sem slík væri illa unnin. Pétur H.
Blöndal lýsti yflr stuðningi við til-
löguna og sagði hana þó lítið skref í
rétta átt og Ásta Möller sagðist fyr-
ir sitt leyti geta fallist á að nefnd
væri skipuð, eins og kveðið væri á
um í þingsályktunartillögunni, en að
hún væri ekki hlynnt því að áfengi
yrði selt í matvöruverslunum.
Skynsamlegra væri að þessi sala
færi fram í sérverslunum og að um
hana giltu sérstakar reglur. Hins
vegar teldi hún einkarétt ríkisins á
áfengi tímaskekkju, selja ætti
ÁTVR einkaaðilum eða leggja niður.