Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stúdentaráðskosningar fara fram í dag Hækkun skólagjalda áhyggjuefni NEMENDUR í Háskóla íslands kjósa í dag til stúdentaráðs og stendur valið, sem fyrr, á milli Röskvu, samtaka félagshyggju- fólks og Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, en síðastliðin 9 ár hefur Röskva farið með sigur af hólmi. I hádeginu í gær var síðasti framboðsfundur fylkinganna hald- inn í sal 4 í Háskólabíói, en um 150 manns sóttu fundinn. Þar komu fram mismunandi áherslur fylking- anna í ýmsum málefnum. Inga Lind Karlsdóttir, sem skip- ar 1. sæti á kosningalista Vöku, lagði í ræðu sinni í gær megin- áhersluna á kennslumál, námsnet og nýtt líf við Háskólann. Hún sagði stöðnun ríkja í stúdentaráði og vill hún að stúdentar taki frum- kvæði í því að gæða Háskólann nýju lífi. „Gerum Háskólann að eftirsókn- arverðum dvalarstað en ekki nauð- synlegum áningarstað á leið okkar til æðri menntunar,“ sagði Inga Lind. Inga Lind sagði að varðandi kennslumál legði Vaka til að gerð- ar yrðu kennslukannanir tvisvar á misseri. Þannig myndu stúdentar veita kennurum sínum jákvætt og uppbyggilegt aðhald, sem þeir gætu síðan nýtt til að bæta sig. Að sögn Ingu Lindar er mjög mikilvægt að koma á og þróa svo- kallað námsnet, þar sem hvert námskeið í Háskólanum hefði heimasíðu og nemendur gætu nálg- ast upplýsingar um viðkomandi námskeið, glósur, gömul próf o.fl. Mismunandi skoðanir á málefnum LIN Þorvarður Tjörvi Ólafsson, sem skipar 1. sæti á kosningalista Röskvu, sagði í ræðu sinni að Röskva hefði ávallt lagt áherslu á jafnrétti til náms og því væri sú þróun, sem nú ætti sér stað, visst áhvggjuefni og vísaði hann til fyrir- ætlana Háskólans um að innheimta hærri skólagjöld fyrir MBA-nám. Þorvarður lagði einnig nokkra áherslu á aukið hlutverk Netsins við kennslu og mikilvægi þess að Morgunblaðið/Ámi Sæberg Um 150 manns sóttu síðasta framboðsfundinn fyrir stúdentaráðs- kosningarnar, en hann var haldinn í Háskólabíói í gær. hlutur rannsókna við Háskólann verði efldur. „I þessum málum er það mikil- vægt að fylkingarnar leggist á eitt og hrindi þessum málum í fram- kvæmd,“ sagði Þorvarður Tjörvi, en bætti því við að að öðru leyti væri grundvallarmunur á stefnu- málum fylkinganna. „Við höfum staðið dyggan vörð um Lánasjóð íslenskra náms- manna til að tryggja það að allir geti sótt sér menntun án tillits til efnahags," sagði Þoi’varður Tjörvi. Fylkingarnar, þ.e. Röskva og Vaka, hafa mismunandi skoðanir á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Báðar vilja þær hækka frítekju- markið, sem nú er 250.000 krónur, en Vaka leggur síðan megináhersl- una á að lækka skerðingarhlutfall- ið, sem nú er 50% af tekjum um- fram 250.000, en Röskva vill hækka grunnframfærsluna. Að framboðsræðunum loknum svöruðu fulltrúar fylkinganna fyr- irspurnum úr salnum og voru þeir m.a. spurðir að því hvort fylking- arnar hefðu nokkurn tímann þegið styrki frá stjórnmálaflokkunum. Þórhndur Kjartansson, sem sæti á í stúdentaráði fyrir hönd Vöku, sagði svo ekki vera og Þorvarður Tjörvi neitaði því einnig. Séra Gunn- ari verði fundið ann- að starf ÁFRÝJUNARNEFND hefur ákveð- ið að leggja til að biskup íslands skuli flytja séra Gunnai' Bjömsson, sókn- arprest í Holtsprestakalii í Önundar- firði, úr því embætti og í annað starf innan þjóðkirkjunnar. Einnig hefur nefndin fallist á að leggja til að honum skuli veitt áminning. Deilur komu upp á síðasta árí milli séra Gunnars og sóknarbama og kærðu nokkur sóknarbörn hann vegna embættisfærslu. Var sam- þykkt á almennum safnaðarfundi í nóvember að kirkjustjórnin skyldi veita presjinum tímabundið leyfi frá störfum. Úrskurðamefnd beindi mál- inu til biskups og málsaðiiar, þ.e. sóknarbömin og sóknarpresturinn, vísuðu því til áfrýjunamefndar. Jafn- framt greip Karl Sigurbjömsson biskup til þess ráðs í byrjun desem- ber að fiytja séra Gunnar í annað starf tímabundið. Hefur hann gegnt embætti sérþjónustuprests og haft ýmis sérverkefni með höndum en set- ið á prestssetrinu að Holti. Hefur helgihald á meðan verið á ábyrgð séra Agnesar Sigurðardóttur, prófasts Isafjarðarprófastsdæmis. Þessi ráð- stöfun skyldi standa í þrjá mánuði eða þar til niðurstaða áfrýjunamefndai' lægi fyrir. Hún barst biskupsstofu í gær en formaður nefndarinnar er Jónatan Þórmundsson prófessor. Niðurstaða hennar er sú að lagt er til að séra Gunnar verði fluttur úr embætti sóknarprests í Holtspresta- kalli í annað starf á vegum þjóðldrkj- unnar. Séra Gunnar hafði ekki séð úr- skurðinn og vildi því ekki tjá sig. TJPPKaUP Uppkaup verðtiyggðra spaiiskírteinameð tilboðs- fyrirkomulagi s?3. febrúar 3000 Flokkur RS04 - 0410/K RS10 - 0115/KI Gjalddagi Lánstími io.apríl:?oo4 4,íár 15. janúaraoio 9,9 ár Lánasýsla ríkisins óskar eftir að kaupa verðtryggð spariskírteini í framangreindum flokki með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að gera sölutilboð að því tilskildu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að söluverði. Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð á bilinu 3oo - 1.000 milljónirkrónaað söluvirði. Sölutilboð þurfa að hafa borist Lánasýslu rikisins fyrir kl. 14:00 i dag, miðvikudaginn ?3. febrúar. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar era veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6,ísíma56?4070. Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is íslenskt fyrirtæki framleiddi 3000 m2 veltiskilti í Þúsaldarhvelfínguna Alstærsta skilti frá Nota bene UNDIR Þúsaldarhvelfingunni í London er að finna þrjú þúsund fer- metra flettiskilti, sem skilur að svæði náms og starfs. Skilti þetta er íslensk framleiðsla úr smiðju fyrirtækisins Nota Bene og sagði Víðir Pétursson, kynningarstjóri fyrirtækisins, að þetta væri rúmlega tífalt stærra en nokkurt skilti sem fyrirtækið hefði áður framleitt. Víðir sagði að Nota Bene hefði verið í samstarfi við sænskt velti- skiltafyrirtæki, Prisma Worldsign, frá árinu 1996 og hefði framleiðslan fyrir það farið stigvaxandi. „Þessi aðili er einn af stærstu veltiskiltaframleiðendum í heimi,“ sagði Víðir. „Þeir fengu samning við Þúsaldarhvelfinguna um þetta gríð- arstóra veltiskilti og það lá kannski beinast við að þeir leituðu til okkar fyrst þar sem við framleiðum mjög mikið fyrir þá. Eitt leiddi af öðru og þetta er alstærsta skilti sem við höf- um nokkurn tíma unnið.“ Víðir sagði að skiltið myndaði tvo útveggi og inngangsvegg, sem sam- tals væru þrjú þúsund fermetrar. Efa um fslenska fagmennsku eytt Á ýmsu gekk á meðan Nota Bene var að vinna verkefnið og um tíma munaði minnstu að öðram aðilja tæk- ist að ná því til sín. „Menn voru kannski efins um að fyrirtæki uppi á íslandi gæti leyst þessa hluti,“ sagði hann. „En við sýndum með prufu að við væram færir um að leysa þetta.“ Að sögn Víðis komu hins vegar upp í millitíðinni tæknileg vandamál vegna þess að þegar verið væri að stækka ljósmyndir mörgþúsundfalt glötuðust ókveðin gæði. „Þeir áttu erfitt með að skilja að það vantaði hreinlega upplýsingar til að prenta inn í ljósmyndina," sagði hann. „Á meðan komu tveir erlendir prentaðiljar inn í verkið og við vorum að missa þetta þegar við ákváðum að fara út og sýna þeim svart á hvítu hvað væri að gerast og eftir það var allt í lagi. Þetta sýnir að tæknistigið hér á íslandi er þó nokkuð hátt og öll tæknikunnáttan sömuleiðis. í krafti þess gátum við farið út til London og tryggt okkur verkið. Það var að mörgu leyti mjög gaman og staðfesti það að við erum mjög framarlega hér.“ Ekkert hefur verið rætt um að setja upp nýjar myndir á skiltunum í Þúsaldarhöllinni. Hún var reist með því fororði að hún ætti að standa í tvö ár og sagði Víðir að skiltið hefði verið framleitt með því fororði að það ætti að vera hægt að eyða því. „Það veit í raun enginn hvað tekur við hjá Þúsaldarhöllinni, en maður á ekki von á því að hún verði rifin eftir tvö ár,“ sagði hann. „Maður á miklu frekar von á því að það verði eins og með Eiffel-turninn og hún standi áfram. Klárlega koma þeir til með að breyta eftir nokkur ár og vilji þeir breyta til geta þeir leitað til okkar, en myndirnar eiga að duga í nokkur ár.“ Með skilti í Líbýu og Burkina Faso Að sögn Víðis hefur Nota Bene unnið verkefni fyrir Prisma Worlds- ign fyrir svokallaða jaðannarkaði. Nefndi hann sem dæmi að skilti frá fyrirtækinu hefðu verið sett upp í Rússlandi, Líbýu, Nígeríu, Burkina Faso og Argentínu. „Þetta er í rauninni aukageta," sagði Víðir um erlendu verkefnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.