Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kári Einarsson og Einar Sverrisson, sig-urvegarar í fyrstu Ilönnunar- keppni grunnskóla. Morgunblaðið/Jim Smart Verðlaunabfllinn BMW Z-19. „Erfið- ari keppni en við héldum“ FYRSTU Hönnunarkeppni grunn- skóla lauk í gærkvöldi í Réttar- holtsskóla, þar sem lið frá Réttar- holtsskóla og Hagaskóla kepptu. Sigurvegarar kvöldsins voru fé- lagarnir Einar Sverrisson og Kári Einarsson, báðir nemendur í 8. Þ.J. í Réttarhoitsskóla, með verð- launabflinn BMW Z-19 eins og þeir kalla heillagripinn sinn. I verðlaun fengu þeir prentara og 25 þúsund króna úttekt hjá Máli og menningu, auk farandbikars og bikars til eignar. Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins lagði til fyrstu og önnur verð- laun og Opin kerfi prentara, sem einnig voru veittir keppanda fyrir frumleika. BMW-inn átti, eins og aðrir bfl- ar í keppninni, að leysa þá þraut að aka niður fláa af 60 cm háum palli, slá í tennisbolta sem stóð á bretti yfír brautinni, grípa bolt- ann og aka upp fláa upp á 40 cm háan pall. „BMW Z-19 er ekki til og þess vegna ætlum við að fara með smíðina upp í B&L og selja hug- myndina," sögðu Einar og Kári sigurreifír í gærkvöldi þegar úr- slitin höfðu verið kunngjörð. Teikningum skilað inn fyrir jól Fyrirmyndin að hönnunar- keppninni er svipuð keppni hjá háskólastúdentum og á sér nokk- uð langan aðdraganda. Skráningu í keppnina lauk fyrir jól og urðu nemendur að skila inn tcikningu að tækjum sínum áður en farið var að vinna úr hugmyndum. Mikill áhugi sýndi sig meðal nem- enda og um tuttugu nemendur skráðu sig í keppnina. Þegar kom að smíði keppnistækjanna heltust hins vegar nokkrir úr lestinni uns níu keppendur voru eftir með fullbúna bfla. Þeir leiddu siðan saman hesta sfna í gærkvöldi og gat þar að líta ýmsar útfærslur. Frumleikaverðlaun fengu þeir Höskuldur Pétur Halldórsson og Björn Guðmundsson í 9. bekk H.J. í Réttarholtsskóla og önnur verð- laun fékk Ólafur Daði Bjarnason í 8. bekk J.P.Z. í Réttarholtsskóla. Sigurvegararnir Einar og Kári sögðust hafa smíðað verðlaunabíl- inn í bflskúr hjá bróður Einars, sem er blikksmiður. „Við tókum járn og ýmsan ann- an efnivið og fengum að rafsjóða í bflskúrnum með aðstoð bróður míns, sem gætti þess að við gerð- um enga vitleysu,“ útskýrði Ein- ar. Kári bætti því við að smíði bflsins hefði tekið um þrjár vikur en fjöldi vinnustunda sem fóru í bílinn er þó á huldu. Þeir voru þó sammála um að þær hefðu verið ófáar. „Þátttaka í þessari keppni var miklu erfíðari en við héldum," viðurkenndu þeir og minntu á af- föllin sem urðu meðal þeirra sem skráðu sig til keppni. BMW-inn náði nánast að leysa þrautina óaðfinnanlega en aðeins herslumuninn vantaði upp á að hann kæmist upp seinni brekkuna með tennisboltann innanborðs. „Fyrst var bíllinn eingöngu búinn rúðuþurrkumótor auk dekkjanna, en járn, sem sett var ofan á hann síðar, virðist hafa þyngt hann þannig að hann komst ekki alveg upp,“ sögðu þeir. Frændi Einars hefur keppt þrisvar í svipaðri keppni háskól- astúdenta og hefur Einar horft til frammistöðu frænda síns og vafa- lítið lært sitthvað af honum í gegnum tíðina. Kári hefur hins vegar fylgst með sömu keppni í Nýjustu tækni og vísindum í Sjónvarpinu. „Mig hefur alltaf langað að taka þátt í svona keppni og ætla að fá mömmu til að skrá sig í næstu keppni í há- skólanum, því hún er nemandi þar, og ætla að smíða bfl fyrir hana með aðstoð bróður míns,“ sagði Einar. Þessi fyrsta hönnunarkeppni sinnar tegundar á grunnskóla- stiginu, sem fékk styrk frá menntamálaráðuneytinu, er hug- mynd Jóns Péturs Ziemsens, kennara við Réttarholtsskóla, og Brynjars Ólafssonar, eðlis- fræðikennara við Hagaskóla. Hvatt til frumkvæðis nemenda Brynjar sagði að markmið keppninnar væri að hvetja nem- endur til að sýna frumkvæði og skapa ákveðinn hlut frá grunni og vel hefði gengið að virkja nemendurna til þátttöku, þótt margir hefðu hætt við á síðari stigum. „Þessi keppni er í takt við nýja aðalnámskrá fyrir grunnskólana, þar sem markmiðið er ekki ein- göngu að kenna bókleg fræði, heldur einnig að hvetja til ný- sköpunar," sagði Brynjar. „Hug- myndin er sú að halda þessa keppni að ári og þá ætlum við að reyna að virkja sem flesta grunn- skóla til að vera með.“ Björgvin Ragnarsson í 8. bekk L í Hagaskóla var meðal kepp- enda og sagði Morgunblaðinu frá áhuga sínum á keppninni og gengi sínu í henni. „Eg hef oft fylgst með svona ÍSLANDSBANKI áformar að bjóða sambærilega þjónustu og Búnaðarbankinn kynnti í gær varð- andi greiðslu á gíróseðlum á Netinu. Búnaðarbankinn reiknar með að fleiri fyrirtæki bætist við þjónustu þeirra á næstu dögum og vikum. Ingi Örn Geirsson, forstöðumað- ur tölvuþjónustu Búnaðarbankans, sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga fyrirtækja á að tengjast þess- ari nýju þjónustu, en bankinn hóf í gær að bjóða viðskiptavinum þá þjónustu að greiða gíróseðla á Net- inu. Hann sagðist því gera ráð fyrir að fleiri fyrirtæki myndu bætast við mjög fljótlega, en enn sem komið er er einungis hægt að borga símreikn- inga frá Landssímanum, afnota- gjöld RÚV og fasteignagjöld Reykjavíkurborgar. Hann sagði að önnur sveitarfélög hefðu ekki tengst þessari þjónustu, en við þau yrði rætt á allra næstu dögum. Sama ætti við um fyrirtæki eins og Orku- veitu Reykjavíkur. Ingi Órn sagði að fyrirtækin myndu áfram senda gíróseðlana heim til fólks, en það gæti síðan val- ið um hvort það greiddi þá í banka eða á Netinu. Hann sagði líklegt að þróunin yrði sú að fólk sem greiddi gíróseðla á Netinu hætti að fá heimsenda gíróseðla. Hægt væri að ná fram verulegum sparnaði ef tæk- ist að fækka gíróseðlum. Arlega væru gefnir út um 13 milljónir gíró- seðla hér á landi, en þar af væri Landssíminn með um þriðjung allra seðla. Þess má geta að hver gíróseð- ill kostar 45 krónur, en þá á eftir að reikna póstburðargjald og af- greiðslukostnað. Ingi Örn sagði að þegar greiðandi greiddi gíróseðil á Netinu færðist greiðslan með sjálfvirkum hætti af reikningi greiðanda og til fyrirtæk- isins. Ekki væri því þörf fyrir að bankinn sendi fyrirtækinu greiðslu- tilkynningu. íslandsbanki ætlar að bjóða þessa þjónustu um helgina Haukur Oddsson, framkvæmda- stjóri upplýsingatæknisviðs ís- landsbanka, sagði að íslandsbanki keppni í sjónvarpinu og finnst mjög gaman að henni. Eg tók í sundur fjarstýrðan bíl og fann si'ðan rúðuþurrkumótor og notaði hann sem mótor og fékk hjálp frá afa mínum og pabba,“ sagði Björgvin. „Hins vegar féll stöng- in, sem átti að ýta boltanum, aft- ur án þess að hitta hann og því hefði ég átt að festa hana betur,“ bætti hann við aðspurður um byði nú þegar upp á sambærilega þjónustu og Búnaðarbankinn kynnti í gær. Þannig byði bankinn við- skiptavinum sínum að ná í og greiða ógreiddar kröfur á Netinu og einnig gæti fólk stofnað beingreiðslur í gegnum Netbankann. Þá þjónustu notfærðu margir sér í dag. Haukur sagði að þessari þjónustu Búnaðar- bankans svipaði til viðbóta sem Is- landsbanki hefði í undirbúningi eða svokallaðra NetGreiðslna. Þær byggðust ekki á gírógreiðslum held- ur á beingreiðslum þar sem er farið að svokölluðum EDIFACT-staðli. Aðspurður sagði Haukur að hann gerði ráð fyrir að Islandsbanki héldi sínu striki og byði upp á netgreiðsl- ur öðrum hvorum megin við næstu helgi. Islandsbanki myndi leggja áherslu á að þróa beingreiðsluþjón- ustuna frekar með því að gefa við- skiptavinum færi á að merkja beingreiðsluna þannig að hún bók- aðist ekki sjálfkrafa heldur bókaði viðkomandi hana sem NetGreiðslu eftir eigin höfði í Netbankanum. Ólafur Haraldsson, framkvæmda- stjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, sagði að sparisjóðirnir gengi sitt. Því miður lenti enginn kepp- andi frá Hagaskóla í verðlauna- sæti þrátt fyrir dyggan stuðning þeirra Harðar Óla Níelssonar og Arnars Ágústssonar í Hagaskóla, sem vildu ólmir verða viðmælend- ur Morgunblaðsins. Þeim leist vel á keppnina og þótti að sjálfsögðu sinn fugl fagur. sæju mikla hagræðingarmöguleika í greiðslumiðlun hér á landi. Sparisjóðirnir telja tæknilegt samstarf æskilegt í skýrslu sem hefði verið tekin saman á þeirra vegum og kynnt var í fyrra hefði komið fram að hægt væri að spara um einn milljarð króna með breytingum á greiðslu- miðlun. Til að ná þessu markmiði þyrftu bankar og sparisjóðir að koma sér saman um ákveðið tækni- legt samstarf. Sparisjóðirnir hefðu kallað eftir slíku samstarfi, en ekki væri útséð um hvort af því yrði. Þessi nýja þjónusta Búnaðarbank- ans væri góðra gjalda verð, en æski- legra hefði verið ef bankar og spari- sjóðir hefðu komið sér saman um að fyrirtækin beindu greiðslukröfum til eins aðila frekar en að þau beindu þeim til hvers fyrir sig. Sparisjóð- irnir myndu hins vegar halda áfram að þróa þá netþjónustu sem þeir hefðu byggt upp og horfa í svipaða átt og Búnaðarbankinn í þeim efn- um. Ekki náðist í fulltrúa Landsbank- ans í gær. ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 570 4500, FAX 570 4505 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ Einbýlishús í vesturbænum Vorum aö fá í sölu vel skipulagt einbýlishús í Vesturbæn- um. Húsið, sem er vel staðsett, er ca 266 fm að stærð og skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris. Þarfnast standsetn- ingar. Ýmsir möguleikar fyrir hendi. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Aðrir bankar undirbúa að bjóða svipaða þjónustu Hægft að spara mikið í greiðslumiðluninni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.