Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 1 9 LANDIÐ Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þorsteinn Olafsson framkvæmdastjóri Styrktarfélags Krabbameins- sjúkra barna tekur við ávísun frá Hrekkjalómafélaginu sem Ásmundur Friðriksson afhenti. Viðstaddir eru nokkrir Hrekkjalómar. Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg með heimamönnum við nýja bifreið björgunarsveitarinnar Oks. Björgunarsveitin Ok í Borgarfírði fær heimsókn Slysavarnafélagið Lands- björg kynnir nýja stjórn Reykholti - Um helgina var björg- unarsveitin OK í Borgarfirði sótt heim af félögum úr stjórn Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Við sameiningu Landsbjargar, landssambands björgunarsveita, og Slysavarnafélags Islands á s.l. ári var mynduð ein 22 manna stjórn úr stjórnum beggja félaganna, með 9 manna framkvæmdastjórn. Kristbjörn Oli Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir í samtali við blaðið að stefnan sé að fara í óformlegar heimsóknir til björgunarsveita og deilda um land- ið til að hitta fólk og kynna hina nýju stjórn. Fyrsta heimsóknin var í janúar s.l. en þá var farið um Suðurnes og í kjölfarið var heilsað uppá sveitir í nágrenni Reykjavík- ur. Nú á laugardaginn var svo far- ið um Borgarfjörð og fjórar sveitir heimsóttar, ásamt deildum sem starfa á svæðinu. Félagar í Björgunarsveitinni Ok voru einmitt þennan dag með hús- næði sitt fyllt blómvöndum, en þeir hugsa fyrir skyldum eiginmanna í sínu sveitarfélagi og selja þeim konudagsblóm. Ok fékk nýjan bíl á s.l. sumri, Toyota Landcruiser sem var hann- aður sérstaklega fyrir störf við leit og björgun. Áður hafði sveitin end- urnýjað sjúkrabifreið sína, sem nú er af gerðinni Volkswagen Tran- sporter árgerð 1998. Hrekkjalómar afhenda styrk HREKKJALÓMAFÉLAG Vest- mannaeyja stormaði til höfuðborg- arinnar ásamt mökum 11. febrúar sl. til helgarfagnaðar sem mun vera nokkuð reglulegur en þó sjaldgæf- ur viðburður. Fyrsti viðkomustaður hópsins var skrifstofa SKB en þar afhenti Ásmundur Friðriksson fyrir hönd Hrekkjalómanna styrk að upphæð 100.000 krónur. Eftir að hafa þegið fræðslu um starfsemi SKB og fleira er varðar börn með krabbamein hélt hópurinn út í upp- haf óveðursins sem nú er þekkt en ef að líkum lætur hafa Eyjamenn og -konur ekki látið það á sig fá. „Þótt stormur strjúki vanga það stælir karlmannslund“! Spariskírteini til innlausnar 1.FL.D 1995-5 árverðtryggð (RS00-0210/K) 1.FL.D 1995-5 árEcu-tengd (RS00-0210/KX) 25. febrúar er síðasti skiptidagur Morgunblaðið/Jón Guðjónsson Nokkrir nemenda á tölvunám- skeiðinu í Árneshreppi. Tölvunám- skeið í Ar- neshreppi á Ströndum Árneshreppi - Tölvunámskeið var haldið hér í hreppnum fyrir skömmu. Var námskeiðið vel sótt eða 14 manns ungir sem aldnir. Kennt var um tölvugrunn og um vefinn og tölvupóst. Leiðbeinandi var Jón Arnar frá Tölvuskólanum Snerpu á Vest- fjörðum og var hann mjög ánægð- ur með þátttökuna enda er greini- lega mikill áhugi á tölvukunnáttu í fámennum byggðarlögum sem þéttbýlum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.