Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Methagnaðnr hjá Sparisjóðnum i Keflavík á síðasta ári Hagnaðurinn 191,5 milljónir króna Sparisjóður Keflavíkur Úr ársreikningi 1999 fíekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 1.212,2 871,1 +39,2% Vaxtagjöld 781,0 500,1 +56,2% Hreinar rekstrartekjur 431,2 371,0 +16,2% Aðrar rekstrartekjur 396,7 215,1 +84,4% Önnur rekstrargjöld 493,1 422,7 +16,7% Framlag til afskriftarr. útlána 78,6 52,3 +50,2% Hagn. f. skatta og óreglul. liði 256,3 111,2 +130,6% Reiknaður tekjuskattur -62,9 -28,5 +121,1% Eignaskattur -1,9 -2,4 -19,1% Óreglulegir liðir -43,5 0,0 Hagnaður ársins 148,0 80,3 +84,2% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 11.445,7 9.331,0 +22,7% Eigið fé 959,2 603,9 +58,8% Skuldir og skuldbindingar 10.486.5 8.727.1 +20.2% Skuldir og eigið fé samtals 11.445,7 9.331,0 +22,7% METHAGNAÐUR var hjá Spari- sjóðnum í Keflavík á síðasta ári ann- að árið í röð og nam hagnaður Spari- sjóðsins 256,3 milljónum króna fyrir skatta og óreglulega liði, sem er aukning um 145,1 milljón eða 130,6% frá árinu áður. Að teknu tilliti til skatta og óreglulegra liða var hagn- aður ársins 1999 148 milljónir króna. Auknar tekjur af hlutabréfum í tilkynningu frá Sparisjóðnum í Keflavík segir að bætta afkomu megi fyrst og fremst rekja til aukinna tekna af hlutabréfum og öðrum eign- arhlutum ásamt gengishagnaði. Arð- semi eigin fjár var 24,5%. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hefur ákveð- ið að gera tillögu á aðalfundi að greiða 10% arð ásamt verðtryggingu á stofnfé sparisjóðsins. Víixtatekjur Sparisjóðsins námu á árinu 1.212 milljónum króna og vaxtagjöld Sparisjóðsins ui’ðu 781 milljón króna á árinu. Hreinar vaxta- tekjur námu því á árinu 431,2 millj- ónum króna samanborið við 371 milljón króna árið 1998. Framlag í afskriftareikning útlána var 78,6 milljónir króna en var 52,3 milljónir króna á síðasta ári. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreikn- ings var framlagið 0,69% en var 0,56% árið áður. Heildarinnlán í Sparisjóðnum í árslok 1999 ásamt lántöku námu um síðustu áramót 9.085 milljónum króna. Þannig jukust innlán um 1.164 milljónir króna eða um 14,7%. Utlán Sparisjóðsins ásamt mark- aðsskuldabréfum námu 9.551 milljón króna í árslok 1999 og höfðu aukist um 1.941 milljón króna eða um 25,5%. Breyting varð á fullnustu- eignum, sá liður lækkaði um 12,3% og nam verðgildi þeirra 106,5 millj- ónum króna. I árslok var niðurstöðutala efna- hagsreiknings 11.456 milljónir króna og hafði hún hækkað á árinu um 2.115 milljónir eða 22,7%. Stofnfé 300 milljónir króna Á síðasta ári jók Sparisjóðurinn stofnfé sitt með útgáfu nýrra stofn- fjárbréfa að upphæð 105 milljónir króna. Jafnframt fékkst heimild rík- isskattstjóra til að nýta kaup á stofn- fjárbréfum Sparisjóðsins í Keflavík til skattafsláttar fyrir einstaklinga. Margir stofnfjáraðilar nýttu forkaupsrétt sinn auk þess sem nýir stofnfjáraðilar bættust í hópinn. I lok árs var stofnfé 300 milljónir króna og dreifðist stofnfé niður á 486 aðila. Sparisjóðurinn í Keflavík gerðist aðili að Verðbréfaþingi íslands á ár- inu og gat þar með átt bein viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 21 Netverk b ý ð u r t i l Skráning fyrirtækja á erlenda hlutabréfamarkaði Fundarstaður: Hótel Borg, föstudaginn 25 febrúar, kl. 08.00 Ræðumaöur verður Belginn Jacques Putzeys sem nýverið tók sæti í stjórn Netverks. Hann er einn af stofnendum evrópska hlutabréfamarkaðarins EASDAQ (easdaq.com) og var fram- kvæmdastjóri markaðarins á upphafsárum hans. EASDAQ sérhæfir sig í hraðvaxta fyrirtækjum og þar eru nú 78 evrópsk fyrirtæki skráð. Putzeys er einnig stofnandi fjármögnunarfyrirtækisins Value Development GCV sem sérhæfir sig í að undirbúa fyrirtæki fyrir skráningu á hlutabréfamarkaði. Putzeys mun fjalla um möguleika íslenskra fyrirtækja til skráningar á erlenda markaði, undirbúning skráningar, hvernig ferlið gengur fyrir sig og hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækja sem sækjast eftir skráningu. G ) Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í sfma 585-2000 Fundarstjóri: Matthías H. Guðmundsson, fjármálastjóri Netverks Verið velkomin. Netverk er leiðandi f gerð hugbúnaðar fyrir gagnaflutninga um þráðlaus fjarskiptakerfi með takmarkaðri flutningsgetu. Enn lækkar úrvalsvísitalan ÚRVALSVÍSITALA HLUTABRÉFA frá áramótum 31. des. 1997 = 100 ÚRVALSVÍSITALA aðallista lækkaði um 1,61% á Verð- bréfaþingi íslands í gær og er hún nú 1.801 stig. Á þessu ári hefur hún hæst farið í 1.888,71 stig. Vísitalan hefur lækkað um 88 stig frá því á fimmtu- dag. Af þeim 15 félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna lækk- aði verð 11 þeirra og verð eins hækkaði. Allar þingvísitölurnar lækk- uðu í gær fyrir utan vísitölu þjónustu og verslunar sem hækkaði um 1,88% og vísitölu lyfjagreinar sem hækkaði um 0,83%. Mest lækkaði vísitala iðnaðar og framleiðslu um 2,45% og vísitala fjármála og trygginga um 2,27%. 527,1 milljónar króna við- skipti voru með hlutabréf á Verðbréfaþingi í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Baugi, fyrir 95 milljónir króna, og hækkuðu bréfin um 2%, úr 12,45 í 12,70. 61 milljónar króna viðskipti voru með bréf í Landsbankanum og lækkuðu þau um 2,7%, úr 4,90 í 4,47. Alls námu viðskipti með Trygginga- miðstöðina 42 milljónum króna og lækkaði verð þeirra um 0,9%, úr 53 í 52,5. Mest lækkaði verð á hlutabréfum í Hampiðjunni eða um 6,3% en tæp- lega 14 milljóna króna viðskipti voru með bréf félagsins á VÞÍ í gær. Islandsbanki hafnar gagntilboði í Básafell fslandsbanki F&M hafnaði í gær fram á í gagntilboði sínu en fs- gagntilboði ísafjarðarbæjar í landsbanki hafði áður boðið 112 74,6 milljóna króna hlut bæjar- milljónir króna fyrir hlutinn, þ.e. ins í Básafelli. gengið 1,5. Gengi bréfanna á Ekki hafa fengist upplýsingar Verðbréfaþingi Islands er um um hvaða upphæð bærinn fór 1,2. AÐALFUNDUR FBA 23. FEBRÚAR 2000 Aðalfundur Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 16.00 í Borgarleikhúsinu. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins s.l. starfsár 2. Staðfesting ársreiknings félagsins fyrir hðið starfsár 3. Stofhun styrktar- og menningarsjóðs FBA 4. Meðferð hagnaðar 5. Breyting á samþykktum félagsins 6. Kosning stjórnar og varastjórnar 7. Kosning endurskoðanda 8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir næstkomandi kjörtímabil 9. Heimild til að kaupa eigin hlutabréf og taka að veði 10. Heimild til að gera kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins og dótturfélaga 11. önnurmál Gögn sem lögð verða fyrir fundinn munu liggja firammi á skrifstofu félagsins að Ármúla 13a, Reykjavík ffá og með mánudeginum 14. febrúar 2000. Einnig má nálgast gögn á www.fba.is. Stjórn FBA —....— h«JDL ■Éfiðfeh.. Ul NY HUGSUN, NYJAR LEIÐIR www.fba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.