Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Nidsnaskjöl MI5 um John Lennon
Ono segir Lenn-
on ekki viljandi
hafa styrkt IRA
London. Morgunblaðið.
YOKO ONO, fyrrverandi eigin-
kona bítilsins Johns Lennons,
neitaði þvi á mánudag að Lennon
hefði viljandi látið fé af hendi
rakna til írska lýðveldishersins
(IRA). „Eiginmaður minn gaf
IRA ekki fé. Hann gaf peninga
þegar fólk bað um þá, fólk sem
þurfti á þeim að halda. Hann hélt
að féð rynni til bama, munaðar-
leysingja eða kvenna," sagði Ono.
Dagblöð í Bandaríkjunum hafa
sagt frá því að bandarísk stjóm-
völd hafi gmnað Lennon um að
veita hryðjuverkasamtökum fjár-
stuðning.
Bandarískur dómari hefur úr-
skurðað, að opinbera skuli skjöl
um njósnir MI5 um John Lennon,
en brezka leyniþjónustan sendi
þessi skjöl vestur um haf til FBI,
þegar bandarísk yfírvöld vom að
safna upplýsingum, sem hægt
yrði að nota til þess að vísa Lenn-
on úr landi.
Aðgangur hefur fengizt að tals-
verðu magni skjala úr fóram FBI,
þar sem hefur komið fram, hvem-
ig bandaríska alrflaslögreglan
njósnaði um Bítilinn og konu
hans, Yoko Ono. Þau vora forset-
anum, Richard Nixon, þymir í
augum vegna andstöðu þeirra við
styrjöldina í Víetnam. Ráðgjafar
forsetans fólu J. Edgar Hoover,
yfirmanni FBI, að láta safna upp-
lýsingum um Lennon og Ono og
þá leitaði FBI m.a. til MI5 um
upplýsingar.
I blaðafréttum er leitt getum að
því, að í þeim skjölum, sem MI5
sendi til FBI, komi m.a. fram, að
John Lennon hafí styrkt IRA fjár-
hagslega og að hann hafi einnig
gefíð fé til Byltingarflokks
Trotskyista í Bretlandi, sem m.a.
Vanessa og Colin Redgrave
studdu. Lennon er talinn hafa að-
hyllzt skoðanir lýðveldissinna af
kynnum við landflótta íra í Liver-
pool. Hann fór ekkert dult með
stuðning sinn við málstað IRA og
sýndi hann bæði í orði og verki.
Hann tók m.a. þátt í mótmæla-
göngu með spjald, sem á stóð
„Sigur IRA á brezkri heimsvalda-
stefnu" og eftir „Blóðuga sunnu-
daginn" 1972 lét hann þau orð
falla, að ef valið stæði á milli IRA
og brezka hersins, þá væri hann á
bandi IRA. Þetta var á þeim árum
sem IRA var að mati MI5, eins og
lýst er í The Guardian, marxista-
AP
Yoko Ono á fréttamannafundi
í fyrradag en þá sagði hún
fréttir af því að Lennon hefði
styrkt IRA vera rangar.
hreyfing með kommúnísku ívafi,
áður en hreyfingin klofnaði og
hryðjuverkaarmurinn varð til. Þá
samdi Lennon m.a. lagið „The
Luck Of The Irish“ og gaf höfund-
arlaunin til írskra mannréttinda-
hreyfinga. Byltingarflokkurinn
náði nokkurri fótfestu um tíma, en
lognaðist svo út af, mest fyrir
innri átök, og veitti Vanessa
Redgrave honum náðarhöggið,
þegar hún gekk til liðs við Frjáls-
lynda flokkinn í kosningunum
1997. John Lennon samdi lagið
„Working class hero“ fyrir Bylt-
ingarflokkinn.
Sagnfræðingurinn Jon Wiener,
prófessor við Kalifomíuháskóla,
hefur í 20 ár barizt íyrir því að fá
gerð opinber skjöl um njósnir um
Lennon og Ono. FBI hefur dregið
lappirnar, sem mest það hefur
mátt, en hefur æ ofan í æ orðið að
opinbera skjöl sín. En nú síðast er
þvertekið fyrir að afhenda skjölin
frá London á þeim forsendum, að
milli Bretlands og Bandaríkjanna
sé samkomulag um að FBI megi
ekki opinbera skjöl frá Bretlandi
nema með leyfi brezkra stjórn-
valda. Það leyfi hefur ekki verið
gefið og því geti FBI ekki heimil-
að aðgang að skjölunum. En nú
hefur alríkisdómarinn Brian Q.
Robbins í Los Angeles kveðið upp
þann úrskurð, að FBI skuli veita
Wiener aðgang að skjölunum. Al-
ríkislögreglan hefur 28 daga til
þess að áfrýja úrskurðinum.
Hjálparstarf í Mósambík
Flutningar á matvælum og Iyfjum bera vistir út úr franskri flugvél við manns hafa misst heimili sín vegna
til Mósambík hafa verið að aukast bæinn Xai-Xai fyrir norðan höfuð- flóða í landinu og í gær var þar fár-
síðustu daga og hér er verið að borgina Maputo. Meira en 300.000 viðri af v öldum fellibylsins Eline.
Deilt um íslömsk lög í borg í Norður-Nígeríu
Tugir manna bíða bana
í óeirðum trúarhópa
Lagos, Abuja. AFP, AP, Reuters.
TUGIR manna hafa beðið bana í
átökum milli múslima og kristinna
íbúa Kaduna-borgar í norðurhluta
Nígeríu.
Atökin hófust á mánudag þegar
tugþúsundir kristinna manna gengu
um götur borgarinnar til að mót-
mæla tillögu um að íslömsk lög yrðu
tekin upp í Kaduna-ríki. Múslimar
efndu einnig til kröfugöngu í borg-
inni tfl stuðnings tillögunni og fylk-
ingunum laust saman.
Ibúar borgarinnar sögðu í gær að
ekkert lát væri á átökunum og vopn-
aðir hópar múslima og kristinna
ungmenna hefðu náð nokkrum
hverfum á sitt vald.
Að sögn borgarbúanna vora mörg
hús í ljósum logum í gærmorgun.
Meðal annars var kveikt í kaþólskri
dómkirkju og helstu mosku borgar-
innar.
Yfirvöld settu útgöngubann í allri
borginni frá klukkan sex eftir hádegi
til sex á morgnana. Her- og lög-
reglumönnum var skipað að vera í
viðbragðsstöðu og flestir flbúanna
héldu sig innandyra af ótta við
óeirðaseggina.
„Við geram allt sem í valdi okkar
stendur til að koma á lögum og reglu
í borginni," sagði Hamisu Isah, lög-
reglustjóri ríkisins. Rúmlega þús-
und vopnaðir lögreglumenn vora
sendir til borgarinnar í gær og lög-
reglan hafði handtekið rúmlega 100
manns.
Forseti Nígeríu krefst upp-
lýsinga um óeirðirnar
Olusegun Obasanjo, forseti Níger-
íu, krafðist í gær ítarlegra upplýs-
inga um óeirðimar til að geta metið
hvernig bregðast ætti við þeim.
Nígeríska dagblaðið The Guard-
ian sagði að stjórnin hygðist ekki
skipa hernum að grípa til aðgerða í
borginni eins og gert var í olíuborg-
inni Odi fyrir nokkrum mánuðum
þegar ungmenni urðu tólf lögreglu-
mönnum að bana í óeirðum. Blaðið
hafði eftir heimildarmönnum sínum
að stjómin teldi að lögreglan gæti
bundið enda á átökin.
Kaduna er næststærsta borgin í
norðurhluta Nígeríu. Múslimar era í
miklum meirihluta í flestum borg-
anna á þessu svæði en í Kaduna era
þeir aðeins ívið fleiri en kristnir.
íslömsk lög hafa verið tekin upp í
nágrannaríkinu Zamfara og Kaduna
er á meðal nokkurra ríkja Nígeríu
sem hafa íhugað gera það einnig. Yf-
irvöld í Kaduna sögðu þó í gær að
engin ákvörðun hefði verið tekin um
það.
ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GETUR ÞÚ SÉRSNIÐIÐ
FLU