Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 23

Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 23 ERLENT Hæstiréttur Zimbabwe setur Mugabe forseta í vanda Heimilar málshöfðun vegna leyniskýrslna um fjöldamorð HÆSTIRETTUR Zimbabwe úr- skurðaði á mánudag að mannrétt- indahreyfing lögfræðinga gæti höfðað mál gegn Robert Mugabe for- seta í því skyni að knýja hann til að opin- bera skýrslur um morð á þúsundum manna sem framin voru nokkrum árum eftir að landið fékk sjálfstæði 1980. Mugabe fékk 20 daga frest til að áfrýja úrskurðinum og færa rök fyrir því hvers vegna ekki bæri að gera skýrslurnar opin- berar. Mannréttindahreyf- ing lögfræðinga í Zimbabwe óskaði eftir heimild til að höfða mál gegn for- setanum fyrir hönd þeirra sem misstu nána ættingja í fjöldamorð- um hersins í Matebelandi. Drápin hófust þegar Mugabe sendi þangað hersveitir til að kveða niður óeirðir meðal Ndebele-ættbálksins árið 1983. Norður-Kóreumenn aðstoð- uðu við þjálfun hermannanna, sem eru taldir hafa myrt að minnsta kosti 5.000 óbreytta borgara í her- ferð sem lauk árið 1987. Þegar óeirðirnar náðu hámarki árið 1984 skipaði Mugabe nefnd undir stjórn óháðs lögfræðings, Simplicius Chihambakwe, til að Robert Mugabe, forseti Zimbabwe. rannsaka ásakanir um grimmdar- verk hersins. Eftir að hundruð vitna höfðu sakað hermennina um fjöldamorð, pyntingar og nauðganir var þaggað niður í nefnd- inni og skýrsla henn- ar var aldrei birt. Annarri skýrslu frá 1982 um aðdraganda óeirðanna var einnig haldið leyndri. Annað áfall fyrir Mugabe Úrskurður réttar- ins er mikið áfall fyrir Mugabe sem beið auðmýkjandi ósigur í þjóðaratkvæða- greiðslu í vikunni sem leið um drög stuðn- ingsmanna hans að nýrri stjórnarskrá sem hefði styrkt stöðu hans sem forseta. Samkvæmt stjórnarskrárdrögunum átti forset- inn m.a. að njóta algjörrar friðhelgi en dómarar hæstaréttar úrskurð- uðu að heimilt væri að höfða mál gegn forsetaembættinu. Fórnarlömb grimmdarverkanna í Matabelandi vilja að þeir sem báru ábyrgð á þeim verði færðir fyrir sérstaka rannsóknarnefnd, er gegni sama hlutverki og sannleiks- og sáttanefndin í Suður-Afríku eftir afnám kynþáttaaðskilnaðarins. Sú hugmynd nýtur stuðnings Hreyf- ingar fyrir lýðræðislegri breytingu, Framsals Pinochets enn krafist Brussel, London, París, Reuters, AP, AFP. YFIRVÖLD í Sviss og Belgíu krefj- ast þess enn, að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, verði framseldur þótt breskir læknar segi hann ófæran um að vera við- staddan réttarhöld. Spænskir læknar eru einnig á því að Pinochet sé fær um að mæta fyrir rétt, en Frakkar hafa farið þess á leit við Breta að Pinochet gangist undir læknisskoðun að nýju. Þótt úrskurður spænsku læknanna liggi fyrir, hefur dómarinn, Baltasar Garzon, sem fór fram á framsal Pin- oehet til Spánar haustið 1998, ekki enn ákveðið hvort óskað verði fram- sals. Hann fór þess í gær á leit við bresku ríkisstjómina að ákvörðun um örlög Pinochet yrðu ekki tekin fyrr en í næsta mánuði. Svisslendingar og Belgar halda hins vegar fast við ákvörðun sína. Belgíski dómarinn Damien Vamdermeersch sagði að skv. skýrslu bresku læknanna væri nýs stjórnarandstöðuflokks sem er talinn geta ógnað flokki Mugabes í þingkosningunum í apríl. Mugabe flutti sjónvarpsávarp í tilefni af 76 ára afmæli sínu á mánudag og gaf til kynna að hann myndi óska eftir heimild þingsins til að ógilda niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. Flokkur hans er nú með 147 þingsæti af 150. Pinochet fær um að vera viðstaddur réttarhöld og að mati Svisslendinga er læknisskýrslan ekki ástæða til að draga framsalsbeiðnina til baka. Frakkar hafa óskað eftir að Pinochet verði látinn gangast undir læknis- rannsókn á nýjan leik og hefur franski dómarinn Roger Le Loire gefið upp nöfn þeirra lækna sem hann óskar að framkvæmi skoðunina. Þá telur hinn belgíski Vamdermeersch, sem úrskurðaði Pinochet færan um að mæta fyrir rétt, einnig að ítarlegri læknisrannsókn væri æskileg. Svisslendingar leituðu aldrei álits svissneskra lækna á skýrslunni og sögðu yfirvöld þar í landi engar nýjar upplýsingar þar að ftnna. „Það er ekki Breta að ráða hvort Pinochet verður látinn mæta fyrir rétt,“ sagði Bernard Bertossa, saksóknari í Genf. „Það er fyrst í höndum Spánverja, síðan Svisslendinga, Belga og Frakka.“ föstudaginn 25. febrúar kl. 9:00 -16:00 mm 9:20 9:30 10:00 10:30 11:00 11:30 12:00 13:15 13:45 14:15 14:45 15:15 15:45 16:00 16:15 i: Þorsteinn Svörfuður Stefónsson Mólþing Umhyggju 2000 sett Dögg Pólsdóttir,formaður Umhyggju Afmælisávarp Sigríður Björnsdóttir, listmeðferðarfulltTÚi Skemmtiatriði Langveika barnið og Barnaspítalinn Ásgeir Haraldsson, barnalæknir Almannatryggingar í fortíð, nútíð og framtíð Ingibjörg Georgsdóttir, barnalæknir TR Kennsla langveikra grunnskólabarna: Skipulag og þróun Anna Krisfín Siaurðardóftir, deildarstjóri Fræðslumiosföðvar Leikur og start lanaveika barnsins á leikstofu spítalans og almennum leikskóla Áslaug Jóhannsdóttir og Anna Halla Emilsdóttir, leikskólakennarar Hádegisverður Stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisróðherra Systkini langveikra barna Ragnheiður usk Erlendsdóttir, hjújcrunarfræðingur Fjölskyldur langveikra barna: Ahrif og þjónustuþörf Hulda Guðmundsdóttir, sálfræðingur Kaffihlé Ég á heilbrigt barn Hudur Helga Sigurðardóttir, blaðamaður Mynd Aðalfundur Umhyggju Fræðsluhorn Foreldrar sem áhuga hafa á þátttöku í foreldrahópum Umhyggju, eða á stofnun nýrra hópa eru sérsíaklega hvattir til að gefa sig fram í fræðsluhorninu. felag til stuðnings langveikum bornum I U Tnaiurai s Folic Add 400 mcg ímm. usp 250 TABLETS Fólinsýra fyrir barnshafandi konur Apótekið Smóratorgi • Apótsk-ð Spungirmi Apótskið Krínslunni ♦ Apótokíð Smiðjuvogi Apótokið Suóurströnd • Apötokíð Idufeili Apótekið Hagksup Skeifunni Apótekið Hegkaup Akuroyri Flafnarfjarðat Apótok Apótekrð Nýkaupum Mosfeilshæ Notaðu lofthœðina með hillukerfi UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN S&aanar SUNDABORG 1 SlMI: 568 3300 | www.straumur.is I 0 L#/73.n<rT, NIN G INN 003 / BIRGIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.