Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.02.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 29 Dagskrá Listahátíðar í Reykjavrk 20. maí - 8. júní 2000 kynnt „Óvenju íslensk Listahátíð“ Listahátíð í Reykjavík á komandi vori verður venju fremur vegleg. Kemur þar margt til og ber hæst samstarf við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000, þrjátíu ára afmæli Listahátíðar og árþúsundamót. Hátíðin hefst 20. maí og stendur til 8. júní en dagskráin var kynnt á blaðamannafundi í gær. San Francisco-ballettinn sýnir Svanavatnið í Borgarleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík í vor. Þjóðarbrúðuleikhúsið frá Prag kemur á Listahátíð og sýnir Don Giovanni í íslensku óperunni. STEFNUMÓT við tímann er yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni. „Okkur finnst við hæfi að líta til baka og sjá hvað hefur áunnist og líka að horfa fram á við, sjá hvað þessi nýja öld ber í skauti sér,“ sagði Sveinn Einarsson, formaður framkvæmda- stjómar Listahátíðar, þegar hann kynnti dagskrána, sem hann sagði mótast mjög af íslenskri írumsköpun. „Þetta verður óvenju íslensk Listahá- tíð,“ sagði hann. Ennfremur sagði Sveinn áberandi hversu mikið yrði í boði fyrir yngstu áhorfenduma, t.d. verður nú í fyrsta sinn efnt til Leik- listarhátíðar bamanna. Opnunardagur Listahátíðar verður laugardaginn 20. maí og hefst dag- skráin í Þjóðleikhúsinu með tónlist og söngvum úr leikhúsinu undir yfir- skriftinni Islensk tónsköpun á 20. öld. Tónleikamir eru skipulagðir af Tón- skáldafélagi Islands og em einnig á dagskrá Reykjavíkur menningar- borgar Evrópu árið 2000. Þá verða veitt verðlaun í smásagnasamkeppni Listahátíðar. I Listasafni Islands verður opnuð sýningin „Nýr heimur - stafrænar sýnir“ en hún er einnig á dagskrá menningarborgarinnai’. I Borgarleikhúsinu sýnir Islenski dansflokkurinn >fAuðun og ísbjöm- inn“ eftir Nönnu Ólafsdóttur á Leik- listarhátíð bamanna. Islands þúsund ljóð Um kvöldið verður opnuð í Þjóð- menningarhúsinu sýningin „Islands þúsund ljóð“, í samvinnu við Reykja- vík menningarborg Evrópu árið 2000, en þar birtast Ijóð á nýstárlegan jafnt sem hefðbundinn hátt. Síðla kvölds verður opnaður Kiúbbur Listahátíð- ar, en hann verður opinn fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld með- an á Listahátíð stendur. Annar dagur Listahátíðar, sunnu- dagurinn 21. maí, hefst með upp- ákomum listaskólanema undir yfir; skriftinni „I túni Ingólfs“. I Nýlistasafninu verður opnuð sýning- in „Blá“, þar sem sjá má verk ungra breskra myndlistarmanna. Sýningin er einnig á dagskrá menningai'borg- arinnar. I Hafnarhúsinu verður opn- uð ljósmyndasýningin „Öndvegishús og merkileg mannvirki" og síðdegis verður önnur sýning íslenska dans- flokksins á leiklistarhátíð baraanna í Borgarleikhúsinu. Um kvöldið verður opnuð myndlistarsýningin „I skugg- sjá rúms og tíma“ í Ásmundarsal Listasafns ASI og í Islensku óper- unni verða tónleikar Aziza Mustafa Sadeh. Bubbi og Bellman Mánudagskvöldið 22. maí syngur Bubbi Mortens lög eftir Carl Michael Bellman í Islensku ópemnni en með honum leikur á gítar Guðmundur Pétursson. Þriðjudagskvöldið 23. maí verða opnunartónleikar Listahátíðar, ís- lensk tónsköpun á 20. öld, endurtekn- ir í Þjóðleikhúsinu. Miðvikudaginn 24. maí er aftur komið að Leiklistar- hátíð bamanna, en þá fmmsýnir Leikbrúðuland „Prinsessuna í hörp- unni“ eftir Böðvar Guðmundsson í Tjamarbíói. Sýningin er einnig á dag- ski’á menningarborgarinnar og verð- ur endurtekin fimmtudaginn 25. maí. Sama kvöld verður skáldavaka í tengslum við „Islands þúsund ljóð“ í Þjóðmenningarhúsinu. Svanavatnið frá San Francisco Föstudaginn 26. maí er komið að einum stærsta viðburði hátíðarinnar en þá frumsýnir San Francisco-ball- ettinn Svanavatnið í Borgarleikhús- inu. Að komu Svanavatnsins standa í sameiningu Listahátíð og Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Fjórar aðrar sýningar verða á Svana- vatninu, tvær laugardaginn 27. maí og tvær sunnudaginn 28. maí. Forsala aðgöngumiða verður hjá Upplýsinga- miðstöð ferðamála dagana 1.-7. mars. Laugardaginn 27. maí verða upp- ákomur listaskólanema öðra sinni í túni Ingólfs og alþjóðlega arkitekta- sýningin Garðhúsabærinn verður opnuð á Kjarvalsstöðum en hún er einnig á dagskrá menningarborgar- innar. í Norræna húsinu verður opn- uð samtímalistasýningin Flakk, í samstarfi við Nifca (Nordic Institute for Contemporary Art). Þá framsýnir Möguleikhúsið „Völuspá" eftir Þórar- in Eldjám á Leiklistarhátíð bam- anna. Sýningin er einnig á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evr- ópu árið 2000. í Hafnarhúsinu verður málþing arkitekta í tengslum við sýn- inguna á Kjarvalsstöðum. Af viðburðum sunnudagsins 28. maí má nefna uppákomur listaskóla- nema, aðra sýningu Möguleikhússins á Völuspá og Skáldavöku í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Um kvöldið leika þríi’ ungir íslenskir tónlistarmenn á tón- leikum í Salnum í Kópavogi, undir yf- irskriftinni „Tónlistarmenn 21. aldar- innar“. Mánudagskvöldið 29. maí verða tónleikar söngkonunnar Cesaria Ev- ora og þriðjudagskvöldið 30. maí verður íslenska einsöngslagið í brennidepli í Salnum. Þar koma fram íslenskir söngvarar af yngstu kyn- slóðinni ásamt Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara. Tónleikamir era skipulagðir af Tónskáldafélagi Is- lands og era einnig á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Miðvikudagskvöldið 31. maí verður frönsk hátíska og Parísarstemmning á Hótel Sögu á dagskránni „Á Signu- bökkum". I Salnum framflytur Cap- ut-hópurinn tónverk eftir núlifandi ís- lensk tónskáld. Tónleikarnir era sldpulagðir af Tónskáldafélagi ís- lands og era einnig á dagskrá menn- ingarborgarinnar. Fimmtudaginn 1. júní verður opn- uð sýning á verkum Tonys Craggs í Galleríi Ingólfsstræti 8, en hún er einnig á dagskrá menningarborgar- innar. Um kvöldið heldur píanóleikar- inn Olli Mustonen tónleika í Háskóla- bíói. Föstudagskvöldið 2. júní framsýnir ítalski trúðurinn og látbragðsleikar- inn Paolo Nani látbragðsleik í Saln- um í Kópavogi en alls verða sýning- arnar fjórar. Národní Divadlo Marionet, eða Þjóðarbrúðuleikhúsið frá Prag, frumsýnir Don Giovanni í Islensku óperanni laugardaginn 3. júní. Sýn- ingin er samstarfsverkefni Listahá- tíðar og Reykjavíkur menningar- borgar Evrópu árið 2000. Englar alheimsins frá Kaupmannahöfn Meðal helstu viðburða sunnudags- ins 4. júní er framsýning leikgerðar CaféTeatret frá Kaupmannahöfn á skáldsögu Einars Más Guðmunds- sonar, Englum alheimsins. Mánudagskvöldið 5. júní flytur Kammersveit Reykjavíkur verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sig- urbjömsson og framflytur verk eftir Jónas Tómasson í Salnum. Tónleik- amir era skipulagðir af Tónskáldafé- lagi íslands og era einnig á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evr- ópu árið 2000. Þriðjudaginn 6. júní leikur Judith Ingólfsson á fiðlutónleikum í Há- skólabíói og sönghópurinn Lady- smith Black Mambazo frá S-Afríku kemur fram á tónleikum í Háskóla- bíói. Miðvikudagskvöldið 7. júní verður háð Listamannaþing á Hótel Borg og á lokadegi Listahátíðar verður efnt til stórsöngvaraveislu í Laugardalshöll. Þar koma fram einsöngvararnir Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson ásamt Sinfón- íuhljómsveit fslands. Tónleikamir era haldnir í samvinnu við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Dagskrá Listahátíðar og nánari upplýsingar um viðburði og lista- menn má einnig nálgast á Netinu á slóðinni www.artfest.is. ------------------- Þórarinn Eldjárn í Bóka- safni Kópavogs ÞÓRARINN Eldjárn verður gestur Bókmenntaklúbbs Hana-nú í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 í Bókasafni Kópavogs. Starf listræns stjórnanda auglýst STARF listræns stjómanda Lista- hátíðar í Reykjavík hefur verið auglýst Iaust til umsóknar. Fram til þessa hefur listrænn stjórn- andi hátíðarinnar verið formaður framkvæmdastjórnai’ hveiju sinni, tilnefndur af ríki eða borg eftir því hvor aðilinn hefur farið með yfirsljórn hátíðarinnar. Starfstími hvers stjórnanda hefur einungis verið tvö ár og vinnan takmarkast við þá hátíð sem fyrir dyrum stendur hverju sinni. Hinn 1. október nk. taka gildi nýjar samþykktir fyrir Listahátíð í Reykjavík með breyttu stjórnar- fyrirkomulagi sem iniðar að því að færa allan rekstur hátíðarinn- ar í markvissara form, að því er segir í fréttatilkynningu frá Listahátíð. Framvegis verður list- rænn stjórnandi ráðinn til fjög- urra ára og mun hann móta dag- skrá hverrar hátíðar það timabil. í starfinu er fólgin listræn stefnu- mörkun og dagskrárgerð Lista- hátíðar, rekstrarstjóm og fjár- hagsleg ábyrgð, samningagerð og samskipti við ýmsa aðila sem að hátiðinni koma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.