Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 31
UMRÆÐAN
Umhverfisráðuneyt-
ið heldur upp á tíu ára
afmæli sitt í dag, 23.
febrúar. Með stofnun
ráðuneytisins færðust
málaflokkar sem áður
voru á hendi sex ráðu-
neyta á eina hendi og
stjómvöldum með því
gert kleift að fá betri yf-
irsýn og móta heild-
stæða stefnu í umhverf-
ismálum. Stofnun sér-
staks umhverfisráðu-
neytis var 15-20 árum
seinna á ferðinni hér á
landi en í flestum ná-
grannaríkjum okkar,
en þar voru umhverfis-
ráðuneyti yfirleitt stofnuð í kjölfar
umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Stokkhólmi árið 1972.
Sjálfbær þróun er leiðarljósið
Eitt fyrsta verkefni umhverfis-
ráðuneytisins var að undirbúa þátt-
töku íslands í Ríó-ráðstefnunni árið
1992, sem markaði jafnvel enn meiri
tímamót en Stokkhólms-ráðstefnan á
sínum tíma. í Ríó voru undirritaðir
mikilvægir samningar undir merkj-
um sjálfbærrar þróunar, en í því hug-
taki fólst stefnubreyting frá hreinni
umhverfisvemdarstefnu, sem mönn-
um fannst hafa náð takmörkuðum
árangri. í hugmyndafræði sjálfbærr-
ar þróunar er ástand umhverfisins
skoðað í samhengi við efnahagslega
og félagslega þróun og leitað leiða til
þess að auka auð og velferð mann-
kyns án þess að það skaði grunngæði
jarðar. Stjómvaldsaðgerðir duga
ekki einar og sér til þess að taka á
umhverfisvandanum, samkvæmt
þessu, heldur er virk þátttaka al-
mennings og atvinnulífsins forsenda
þess að árangur náist.
Umhverfisráðuneytið gaf út fyrstu
yfirlitsskýrsluna um
ástand umhverfismála
á Islandi í tengslum við
Ríó-ráðstefnuna og
hófst síðan handa við
stefnumótun í anda
sjálfbærrar þróunar.
Ríkisstjómin sam-
þykkti stefnumótun í
umhverfismálum, A leið
til sjálfbærrar þróunar,
árið 1993 og fjómm ár-
um síðar var viðamikil
framkvæmdaáætlun,
Sjálfbær þróun í ís-
lensku samfélagi, sam-
þykkt á sérstöku um-
hverfisþingi og síðan í
ríkisstjórn. Að gerð
þeirrar áætlunar komu yfir 120
manns úr stjómkerfinu, atvinnulífinu
og frá frjálsum félagasamtökum.
V erkefnaáætlun
á kjörtímabilinu
I starfi núverandi rfldsstjórnar er
ætlunin að halda áfram markvissri
vinnu að umhverfismálum, þar sem
byggt er á þeim árangri sem þegar
hefur náðst um leið og horft er til
nýrra viðfangsefna. Ég mun kynna í
dag verkefnaáætlun umhverfisráð-
herra fyrir kjörtímabilið, þar sem
finna má nánari útfærslu á áherslum
rfldsstjómarinnar í umhverfismálum
eins og þau birtast í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjómarinnar. Hér er ekki tóm
til þess að fjalla um öll þau mál sem
þar em reifuð, en nefna má nokkur
atriði sem nefnd em í áætluninni:
- Sérstakt átak verður gert í sam-
vinnu við sveitarfélögin og atvinnu-
lífið til að auka endumýtingu úr-
gangs, ekki síst lífræns úrgangs.
- Unnin verður fyrsta heildstæða
náttúmvemdaráætlun landsins.
- Unnið verðm- að undirbúningi
Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarður
Afmæli
Það hefur vart farið
fram hjá neinum að um-
ræða um umhverfísmál,
segir Siv Friðleifsdótt-
ir, hefur aukist gífur-
lega á þeim eina áratug
sem umhverfísráðu-
neytið hefur starfað.
á utanverðu Snæfellsnesi verður
stofnaður á kjörtímabilinu. Skoðuð
verður stofnun nýrra friðlanda á há-
lendinu og mótuð stefna um vemd
óbyggðra víðema.
- Unnið verður að gerð ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma á kjörtímabilinu, með það
fyrir augum að almenn sátt náist í
þjóðfélaginu um nýtingu endumýjan-
legra orkugjafa í framtíðinni.
- Mótuð verður stefna um fram-
kvæmd Kyoto-bókunarinnar hér á
landi, auk þess sem áfram verður leit-
að lausna hvað varðar sérmál Islands
innan bókunarinnar er varða hag-
kvæma nýtingu endurnýjanlegra
orkugjafa.
- Unnið verður að frekari nýtingu
umhverfisvænna orkugjafa, s.s. vetn-
is og metanóls.
- Ferli við mat á umhverfisáhrifum
verður einfaldað og leitast við að gera
það markvissara.
- Lög um vamir gegn mengun hafs
og stranda verða endurskoðuð og
áhersla lögð á aðgerðir til að draga úr
losun þrávirkra lífrænna efna út í
umhverfið hér á landi. ísland mun
áfram vinna ötullega að gerð alþjóða-
samnings um þrávirk lífræn mengun-
arefni.
Viðfangsefni
næstu ára
Hér hefur verið tæpt á nokkmm
verkefnum sem ég hyggst beita mér
fyrir á kjörtímabilinu. Mörg helstu
viðfangsefni komandi ára í umhverf-
ismálum eru þó þess eðlis að um-
hverfisráðuneytið eitt getur ekki
leyst þau, heldur þarf að koma til
samstillt átak stjómvalda, atvinnu-
lífsins og almennings. Meðferð úr-
gangs og samgöngur í þéttbýli era
nærtæk dæmi. Atak í endurvinnslu,
sem nú er hafið, mun ekki skila viðun-
andi árangri ef almenningur er ekki
reiðubúinn að flokka úrgang, draga
úr magni hans eftir kostum og koma
honum til endurvinnslu. Mikil fólks-
fjölgun og stóraukin bflaeign og um-
ferð á höfuðborgarsvæðinu skapar
ýmis vandamál, sem leiða til lakari
lífsgæða og umhverfis ef almenning-
ur og yfirvöld taka ekki á þeim á
skipulegan hátt.
Umhverfisráðuneytið hefur styrkt
starf sem miðar að aukinni þátttöku
almennings, svo sem Staðardagskrá
21, sem miðar að gerð áætlana um
sjálfbæra þróun í einstökum sveitar-
félögum og verkefnið Vistvemd í
verki, þar sem fjölskyldur skoða um-
hverfisþætti heimilanna og leita leiða
til að draga úr sóun og mengun. Síð-
ast en ekki síst má nefna að ráðu-
neytið hefur sjálft sett sér umhverfis-
stefnu og hyggst gera eigin rekstur
enn umhverfisvænni.
Aukið vægi
umhverfismála
Ég tel engan vafa leika á því að það
var rétt ákvörðun á sínum tíma að
koma á fót sérstöku ráðuneyti um-
hverfismála. Það hefur vart farið
fram hjá neinum að umræða um um-
hverfismál hefur aukist gífurlega á
þeim eina áratug sem umhverfis-
ráðuneytið hefur starfað. Þessi þróun
endurspeglar bæði vaxandi þýðingu
umhverfismála í þjóðfélaginu og stór-
aukinn áhuga almennings.
í framtíðinni mun umhverfisráðu-
neytið hafa í nógu að snúast, enda era
umhverfismál orðin mál málanna.
Höfundur er umhverfísráðherra.
U mh verfisráðu-
neytið tíu ára
Siv
Friðleifsdóttir
Fríverslun við Kanada,
nýr áfangi á afmælisári
UM þessar mundir
er verið að reka smiðs-
höggið á samninga
milli Kanada og EFTA
um fríverslun. Ef að
líkum lætur nást raun-
veraleg samningslok
innan fáeinna vikna,
þótt tæknilegur frá-
gangur kunni að taka
nokkuð lengri tíma.
Hinn 3. maí nk. verða
liðin 40 ár frá gildis-
töku EFTA-samnings-
ins. Láta mun því
nærri að endanleg
staðfesting og undir-
skrift fríverslunar-
samnings við Kanada
gætu fallið á afmælisdaginn.
Samningarnir við Kanada era hin-
ir umsvifamestu og flóknustu sem
EFTA hefur fengist við síðan gengið
var frá samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið (EES) og munu enn
einu sinni bera vitni um hæfni
EFTA til að laga sig að breyttum að-
stæðum og takast á við ný verkefni.
Þeir hafa tekið lengri tíma en venju-
legast hefur verið raunin hjá EFTA
við gerð fríverslunarsamninga en
uppskeran mun líka sýna sig á ýms-
um sviðum í starfi og stefnu og ekki
eingöngu af samningnum sjálfum.
Sérstaða Kanadasamninganna birt-
ist einkum með þrennum hætti:
• Með samningunum teygir
EFTA sig yfir Atlantshafið og þar
með út fyrir evrópskt viðskiptaum-
hverfi.
• EFTA ryður hér brautina fyrir
Evrópu en fetar ekki í
fótspor Evrópusamb-
andsins (ESB) eins og
oftast áður.
• Með samningun-
um hefur verið brydd-
að upp á ýmsum nýj-
ungum, sem munu
nýtast við gerð nýrra
samninga og endur-
bætur á eldri samning-
um, auk þess sem þær
munu gagnast í yfir-
standandi endurskoð-
un EFTA-samningsins
sjálfs, sem stýrir sam-
starfi EFTA-landanna.
Með samningunum
verður útflytjendum í
EFTA-löndunum tryggður tollfrjáls
aðgangur að Kanadamarkaði og
munu þeir þar búa við jafngóð út-
flutningsskilyrði og útflytjendur í
Bandaríkjum Norður-Ameríku og
Mexíkó. Hvað varðar vöraútflutning
til Kanada er samningurinn hlið-
stæður samningi Fríverslunarsam-
taka Norður-Ameríku (NAFTA), og
veitir EFTA-löndunum betri sam-
keppnisaðstöðu en löndum innan
ESB.
EFTA semur nú í fyrsta skipti síð-
an í samningunum um EES við þjóð
úr hópi iðnríkja í fremstu röð. Kan-
ada býr við allt annað lagaumhverfi
og stjómskipulag en þær þjóðir sem
EFTA hefur samið við fram að
þessu og er ennfremur aðili að öðra
fríverslunarbandalagi (NAFTA). Al-
ríkisstjórnin í Kanada býr við aðrar
stjórnskipulegar aðstæður en tíðk-
Fríverslunarsamningur
Samningarnir við Kan-
ada marka upphaf enn
nýs áfanga, segir
Kjartan Jdhannsson,
þar sem landfræðileg
nálægð ræður ekki leng-
ur ferðinni.
ast í Evrópu. Fylkin hafa vald og
sjálfstæði sem takmarka svigrúm al-
ríkisstjórnarinnar til samninga og
kalla á víðtækt samráð við þau. Gild-
andi reglur í NAFTA-samningnum
um margvísleg atriði og þá einkum
varðandi upprana vöra eru öðruvísi
uppbyggðar en evrópskar reglur.
Lagahefð 1 Kanada er líka að mörgu
leyti frábrugðin hinni evrópsku.
Það hefur því þurft hugkvæmni og
vinnu til þess að brúa mörg bil en
það er nú að takast. Og í rauninni
hefur það verið EFTA góð reynsla
að takast á við þessi verkefni. Samn-
ingamenn Kanada era vitaskuld
þrautþjálfaðir samningamenn og
sérfræðingar með traustan bakhjarl
enda Kanada fjórða stærsta iðnveld-
ið, þátttakandi í fjórveldissamstarf-
inu hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni
(WTO) og í fundum stóra iðnríkj-
anna sjö, G7-fundunum svokölluðu.
Hvert einstakt EFTA-ríki er smátt í
þeim samanburði en tekin í heild era
EFTA-löndin markverður mótherji.
Á efnahagslegan mælikvarða slaga
þau samanlagt upp í Kanada með um
80% af þjóðarframleiðslu Kanada.
Það má teljast bæði skemmtilegt
og vel við hæfi að komið verði á frí-
verslun við Kanada á afmælisári
EFTA. Samtökin hafa tekið miklum
breytingum í tímans rás, en þó mest-
um síðustu árin. Fyrsta áratuginn
snerist EFTA um fríverslun milli að-
ildarlandanna sjálfra. Næstu 20 árin
var megináherslan lögð á fríverslun
við Evrópubandalagið (ESB) og af-
nám ýmiss konar viðskiptahindrana
milli EFTA og ESB.
Eftir fall Berlínarmúrsins hefst
nýtt skeið, annars vegar með EES-
samningunum og hins vegar gerð
fríverslunarsamninga við lönd utan
ESB. Samstarf sem í upphafi var um
viðskipti milli aðildarlandanna
sjálfra, snýr nú að langmestu leyti
að löndum utan EFTA og að tryggja
hagsmuni EFTA-ríkjanna út á við.
EFTA hefur nú gert fríverslunar-
samninga af þessu tagi við 14 lönd.
í því starfi var í fyrstu litið til
grannþjóða í Evrópu miðri og aust-
anverðri en síðan til landa við sunn-
anvert Miðjarðarhaf og til Austur-
landa nær. Samningarnir við
Kanada marka upphaf enn nýs
áfanga, þar sem landfræðileg ná-
lægð ræður ekki lengur ferðinni.
Nýir tímar og ný tækni hafa brotið
niður múra fjarlægðar í viðskiptum
og opnað nýjar víddir.
Höfundur er framkvæmdastjóri
EFTA.
Kjartan
Jóhannsson
M. Benz C-180 Classic 96, 5g„
ek. 44 þ. km., toppl., silfurgrár,
toppeintak. Bílalán 1.750 þús.,
verð 2.150 þús.
fó/aAa/asv
Daihatsu Gand Move, 98, 5 g.,
allt rafdr., drkr., ek. 19 þ. km.,
blár/grár. Bílalán 630 þús., verð
1.080 þús., sk. ód.
M.Benz E-320, 97, sjálfsk., ieð-
ur, álfelgur o.fl., ek. aðeins 26 þ.
km., innfluttur nýr, blár. Verð
4.500 þús. Einnig E-230 Ele-
gance 96.
Opel Vectra 2.0 Cd STW, 98,
sjálfsk., allt rafdr., abs, spólvörn,
ek. 30 þ. km., vínr. Bílalán 900
þús., verð 1.730 þús., sk. ód.
\wmmEm
Funahöfða 1 - Fax 587 3433
www.litla.is
Toyota Land Cruiser 100 Vx,
11/99, sjálfsk., upph., 35" breyt-
ing, leður o.fl., ek. 16 þ. km.,
d.blár. Verð 7.250 þús. sk. ód.
Grand Cherokee Laredo 4.01,
1/00, sjálfsk., allt rafdr., nýr bíll,
grár. Verð 4.590 þús. stgr., sk.
ód.
Grand Cherokee Limited 5.9I,
98, sjálfsk., leður, toppl., álfelg-
ur, cd o.fl., svartur, ek. 31 þ. km.
Bílalán 2.500 þús., verð 4.190
þús. sk. ód.
Range Rover 4.6 Hse, 99,
sjálfsk., leður, toppl. og margt
fl„ grænn. Verð 7.950 þús„ sk.
ód.
Suzuki Vitara Jlxi 1.6, 5/97, 5g„
allt rafdr., ný dekk og álfelgur,
ek. 61 þ.km., hvítur. Bílalán
1.050 þús„ verð 1.450 þús.
Huyndai H-100 sendib., 95, 5
g„ ek. 95 þ. km„ hvítur. Bílalán
300 þús„ verð 690 þús.