Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 37

Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ __________________________MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 37^ UMRÆÐAN I 1 Is H 2. tbl. 20Ou, verö/99 kr. m.vsk.fl^ ■ /' * ' ■ -IC; Launakerfi 1 KERFISÞRÓUN HF. I Fákafeni 11 • Símí 568 8055 J http://www.kerfisthroun.is/ Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556. ALHUÐA TÖLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Hvérnig gestur/gestgjafi ertu? SALTFISKVliISLA hjá Erni í Heilsuhúsinu KENNSLUELDHÚS GESTGJAFANS Lærið að útbúa SUSHI FISKFORRÉTTIR illfllilÍ#Jg VÍNIÐ MEÐ FISKRÉTTUNUM Karlar skora, Björyvin Halldórsson - Gomsætt an sykurs - IMauðsynlegir linílar Álfheimar Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra herb. 96 fm íbúð á 3ju hæð á þessum eftirsótta stað í austur- borginni. Fallegar innréttingar. Leirflísar á stofu, holi og eldhúsi. Góðar innréttingar. Suðursvalir. Húsið nýlega viðgert og málað ut- an og innan. Verð 10,9 millj. þversagnakenndu mynd af okkur Islendingnm, að frumkvæði og sköpunarkraftur sé einatt mun meiri en ætla mætti. Með aukinni alþjóðahyggju og möguleikum á erlendri grund er hins vegar margt sem bendir til þess að yngri kynslóðin sé minna bundin Islandi og íslenskri menn- ingu en þær kynslóðir sem á undan fóru. Kennarar í háskólum hér á landi vitna um það að stúdentar virðist nú vera áhugasamari um að setjast að annars staðar að námi loknu. Er það nokkuð undarlegt, að hið skapandi frumkvæði og rann- sóknarhvöt varpi átthagatryggð- inni fyrir róða og vísindamenn kjósi að setjast að erlendis til að geta stundað fræði sín við viðun- andi skilyrði? Óvirkjaðar auðlindir íslendingar hafa lagt fé til menntunar með því að byggja upp háskóla og námslánakerfi. Fjöl- margir hafa sótt langa og stranga menntun og þjálfun erlendis og komið heim! Þetta er fólkið sem bent er á þegar rætt er um manna- uð í landinu. Þjóðin hefur fjárfest í þessum einstaklingum og skapað með því mikilvæga auðlind. Því ríð- ur á að nýta þessa fjárfestingu og virkja auðlindina með sem skil- virkustum hætti. Eins og úthlutunarnefndin bend- ir á er um mikilvæga fjárfestingu að ræða í hugmyndum ungra fræði- manna en ekki ölmusustyrki. Kraf- an um aukin framlög til grunnrann- sókna er ekki heimtufrek krafa um ríkisútgjöld til handa sérvitringum, heldur ábending um fjárfestingu, að kunnátta sé virkjuð til að skapa verðmæta þekkingu. Hærri fram- lög til vísindamanna gera þeim kleift að einbeita sér að störfum sínum og það tryggir betri nýtingu Ijármuna. Þekking verður æ dýr- mætari og því munu þeir fjármunir skila sér margfalt til baka. Við vitum að áhugi stjórnvalda og áhrifamanna í atvinnulífinu á að nýta hinn mikla auð sem býr í vel menntuðu fólki er mikill. Við leggj- um því til að allir leggist á eitt í því skyni að byggja upp öflugan rann- sóknasjóð og aðstöðu hér á landi. Þá getum við breitt út faðminn ámóti þeim sem hyggja á heimferð að loknu námi erlendis og boðið þá- með sannfæringu velkomna heim. Salvör er heimspekingur og for- maður stjómar RA og Viðar er bók- m enn tafræðingur og varaformaður RA. Sportlegi bí|ClB&La lond notaóir bflar í Land Rover Freelander 4x4. Nýskr. 10/99, 5 gíra, dökkgrænn, ekinn 4 þús. Veró 2.740 þús. Grjóthólsi 1 Sími 575 1225/26 Veiðigiald sjomanna I UMRÆÐU um hugsanlegan auð- lindaskatt eða veiði- gjald í sjávarútvegi er lítið fjallað um hvern- ig málið snertir launa- kjör sjómanna á fiski- skipum. í þessu samhengi hefur þó ei- lítið borið á tveimur sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem segja að sjómenn eigi að bera hlutfallslega sama veiðigjald og út- vegsmenn í gegnum hlutaskiptakerfið, enda muni sjómenn njóta batnandi launa- kjara með aukinni hagræðingu innan greinarinnar og að sama skapi muni útvegsmenn njóta auk- ins fiskveiðiarðs. Aftur á móti eru aðrir sem segja að hugsanlegt veiðigjald megi á engan hátt rýra launakjör sjómanna sem þeir njóta, enda bundin í ákvæðum laga og kjarasamninga. Verði sú niðurstaða að stjórn- völd taki ákvörðun um veiðigjald í sjávarútvegi má alveg eins reikna með því að launakjör sjómanna komi þar eitthvað við sögu. íhlut- un stjórnvalda og Alþingis í kjara- samninga til lækkunar á launa- kjörum sjómanna hafa verið tíð á undanförnum áratugum og gildir þá einu hvort tilgang- urinn hafi verið að leysa kjaradeilu eða rétta af hag útvegs- manna. Með slíkri íhlutun sem hér um ræðir. væri verið að leggja viðbótarveiði- gjald á sjómenn, þar sem þeir bera nú þeg- ar verulegt gjald af þessu tagi. Slík gjald- taka er ótvírætt brot á kjarasamingum, auk þess að standast ekki ákvæði laga þegar Benedikt sjómönnum er Valsson þröngvað til þess að taka þátt í kostnaði vegna kvótaleigu eða -kaupa, en hefur eigi að síður viðgengist á undanförnum árum. Á sjómenn var lagt ígildi veiði- gjalds sem nam a.m.k. 1.800 millj- ónum króna árið 1998. Þetta veiði- gjald er skerðing á launakjörum sjómanna og rennur til útvegs- manna. Tilgreindu gjaldi er komið fyrir í þvinguðu fiskverði, sem myndast í beinni sölu á ferskum fiski, en þá er einungis um að ræða veiðigjald vegna botn- fiskveiða á Islandsmiðum. Aðrar tegundir eins og loðna, síld og skelfiskur eru ekki meðtaldar. Veiðigjald sjómanna er fundið út með því að reikna aflahlut af þeirri verðmætastærð sem fæst með því að margfalda mismun meðalverðs á fiski í beinni sðlu og á upp- boðsmarkaði í það aflamagn tiltek- innar fisktegundar sem selt er í beinni sölu. Til stuðnings við þessa nálgun er vísað í kjarasamninga þar sem kveðið er skýrt á um að sjómönnum á fiskiskipum skuli tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er. Margir útvegsmenn fara framhjá þessu ákvæði með því að gera sjómönnum skylt að semja beint við sig um verð sem er mun Sjómannakjör í mikilvægri tegund eins og þorski, segir Benedikt Valsson, er nálægt þriðjungur --------y------------ aflans af Islandsmiðum, sem fer í vinnslu innan- lands, seldur á uppboðsmörkuðum. lakara en fæst fyrir sömu fiskteg- und á uppboðsmörkuðum. Á und- anförnum árum hefur verð á slægðum þorski verið um og yfir 50% hærra á uppboðsmörkuðum en verð á þorski í beinni sölu. Samkvæmt þessu þolir fiskverð í beinum viðskiptum engan saman- burð við verð á uppboðsmörkuðum hérlendis og enn síður við upp- boðsmarkaði erlendis. (Sjá einnig greinina „Fiskverð og hlutaskipti" eftir undirritaðan í Morgunblaðinu 14. febrúar 1999.) Að sjálfsögðu má reisa ágrein- ing um hvað sé hæsta gangverð á fiski á hverjum tíma. Staðhæfing um að hæsta gangverð sé eitthvert verð sem er verulega lægra en meðalverð fisks á uppboðsmörkuð- um felur í sér að almennri skyn- semi er alvarlega misboðið. Upp- boðsmarkaðir eru komnir til að vera. Hægt er flytja fiskinn lands- horna á milli á innan við sólar- hringstíma. í mikilvægri tegund eins og þorski er nálægt þriðjung- ur aflans af Islandsmiðum, sem fer í vinnslu innanlands, seldur á upp- boðsmörkuðum. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki fram- hjá því litið að á uppboðsmörkuð- um myndast raunhæft viðskipta- verð á fiski. Og sé það hærra en það verð sem myndast í öðru við-^, skiptaformi verður að álykta að fiskverð á uppboðsmarkaði sé hæsta gangverð sem hægt er að styðjast við á hverjum tíma. Það skal áréttað að tilgreind fjárhæð veiðigjalds sjómanna rennur ekki í ríkissjóð eða sveitar- sjóði heldur til þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem eru að greiða fiskverð langt undir því verði sem myndast á uppboðsmörkuðum víðs vegar um landið. Ef umrætt veiði- gjald sjómanna félli niður og rétt- látur aflahlutur þeirra væri reikn- ' aður af því fiskverði sem myndast á uppboðsmörkuðum má fastlega i gera ráð fyrir því að skatttekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga myndtý^, aukast þar sem jaðarskattur sjó-" manna er mun hærri en jaðar- skattur útgerðarinnar. Höfundur er hagfræðingur og fnun- kvæmdastjóri Farmanna- og fiski- mannasambands Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.