Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 39

Morgunblaðið - 23.02.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 39 ----------------------------- MINNINGAR + Jenný Magnús- dóttir fæddist í Ólafsvík 2. október 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavik 14. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Kristjana Þórðardóttir, f. 16. mars 1902, d. 24. jan- úar 1993, og Magnús Jónsson, f. 14. desem- ber 1895, d. 15. ágúst 1972. Systkini Jennýjar eru: Kristín, f. 30. júlí 1925; Hösk- uldur, f. 6. mars 1927, d. 1993; Guðmundur, f. 18. apríl 1930; Guðrún Margrét, lést á fyrsta ári; Edda, f. 5. febrúar 1938. Jenný giftist Jóhanni Þorgils- syni 1. janúar 1941. Foreldrar hans voru Jóhanna Jónsdóttir og Þorgils Þorgilsson frá Innri-Bug í Fróðárhreppi. Jenný og Jóhann skildu. Böm þeirra em: 1) Magn- ús, f. 19. júní 1941, kvæntur Lovísu Guðmundsdóttur. Þeirra börn eru Móðir okkar Jenný Magnúsdóttir er látin. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 14. febrúar. Löngu og erfiðu stríði er lokið og örþreytt hefur hún nú lagst til hinstu hvílu. Osjálfrátt reikar hugurinn til baka til uppvaxtaráranna í Ólafsvík þar sem við systkinin ólumst upp en þar bjuggu mamma og pabbi stóran part af sínum búskap. I Ólafsvík var gott að alast upp þó svo að heimilið hafi ekki verið efnamikið og ekki gat hús- ið okkar Valhöll talist stórt og þætti sjálfsagt ekki boðlegt í dag fyrir sjö manna fjölskyldu. En þar leið okkur vel og fannst við ekki skorta neitt. Þar leið mömmu líka vel og hún breiddi sig yfir barnahópinn sinn og þar var hún í essinu sínu. Mamma var heimavinnandi húsmóðir eins og tíðkaðist í þá daga, hún var óþreyt- andi að hjálpa okkur systkinunum t.d. fyrir próf í skólanum og oft kunni hún allt lesefnið miklu betur en við. Við áttum líka ömmu og afa í Innri- Bug og ömmu og afa í Gíslabæ, hjá þeim var alltaf skjól og öryggi. Þann- ig ólumst við upp áhyggjulaus. Löngu seinna skildi leiðir mömmu og pabba og mamma giftist aftur Har- aldi Stefánssyni, góðum og traustum manni, og með honum átti hún mörg góð ár. Hann reyndist okkur syst- kinunum líka eins og besti vinur. Mamma og Haraldur ferðuðust tölu- vert til útlanda en það var nokkuð sem hún hafði ekki kynnst áður, eins Guðmundur, Jenný og Benedikt, bama- bömin em sex. 2) Þorgils, f. 6. septem- ber 1944. Hann var kvæntur Guðmundu Guðlaugsdóttur. Þau skildu. Böm þeirra em Ingibjörg Yr, Jó- hann, Guðlaugur Gauti og Styrmir, bamabömin em þijú. 3) Bryiya, f. 1. mars 1946, gift Þor- steini Magnússyni, dætur þeirra em Jenný Björk og Steinunn. 4) Viðar, f. 8. febrúar 1953, sambýliskona Anna Linda Amardóttir, dóttir þeirra er Hall- dóra Tinna. 5) Guðmundur Bjami, f. 22. október 1956, sambýliskona Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir. Seinni maður Jennýjar var Hara- ldur Stefánsson, f. 6. febrúar 1908, d. 25. september 1994. Jarðarför Jennýjar Magnúsdótt- ur fór fram í kyrrþey 22. febrúar. áttu þau lítið hús á Álftanesi sem þau kölluðu sumarbústað og þar áttu þau margar sínar bestu stundir. Mamma var að eðlisfari hlédræg en hún var líka glaðsinna og alltaf stutt í kætina. Hún var afar heima- kær og undi sér best á fallega heimil- inu sínu á Háteigsvegi. Ahugamál hennar voru eingöngu fjölskyldan og börnin hennar. Stundum minntum við hana á það í gamni að við væmm ekki böm lengur heldur rígfullorðið fólk, þannig var hennar hugarheim- ur. Haraldur lést árið 1994 og eftir það var eins og lífsneistinn slokknaði hjá mömmu, heilsunni hrakaði ört og hún þurfti oft að fara á sjúkrahús. Hún flutti á Hrafnistu árið 1999 en var þá orðin mjög lasburða og gat lít- ið notið sín þar. Það var bæði erfitt fyrir hana og okkur að horfa upp á hvemig sjúkdómurinn breytti þess- ari fínlegu konu þegar hann herjaði á af fullum þunga. Það gerði hana bæði þreytta og vonlausa. Dauðinn kom og líknaði henni og við trúum því að núna líði henni vel, að allar áhyggjur séu að baki og hún hafi leyst af sér fjötrana og þjáningunni sem stóð svo lengi sé nú lokið. Hvílþignúmóðir hvíl þig þú varst þreytt þinni ró ei raskar framar neitt á þína gröf um ókomin ár ótal munu falla þakkartár. Börnin. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Elsku Jenný. Loks fékkstu þá hvfld sem þú varst lengi búin að þrá, og ert þú nú laus við þær þrautir, sem vora orðnar þér mikil byrði. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, en eitt er víst að nú þegar sakna ég þess að heyra ekki í þér á hverjum degi. Við kynntumst þegar ég var 16 ára og rétt byrjuð að vera með Viðari og vorað þið Haraldur þá nýkomin frá útlöndum. Okkur leist ekki of vel hvorri á aðra til að byrja með, en þú tókst alltáf svo vel á móti mér að við urðum fljótt góðir vinir, þrátt fyrir að við væram ekki alltaf sammála. Við gátum þó talað saman um heima og geima og þú sagðir mér skemmtilegar sögur um þann tíma þegar þú varst ung stúlka í Ólafsvík og hlógum við oft dátt að þeim. Ég man svo vel eftir þegar ég heimsótti ykkur Harald í sumarbúst- aðinn í fyrsta sinn, hvað þið vorað natin við að hugsa vel um hann, Haraldur alltaf að dytta að einhverju í garðinum eða húsinu, og þú að baka eða steikja kleinur sem vora þær bestu sem ég hef smakkað. Enda fannst Tinnu gott að koma til ykkar. Hún trítlaði á eftir Haraldi með kleinurnar hennar ömmu í poka og ófáir kleinupokarnir, sem hún fékk í nesti með heim. Tinna var heldur ekki há í loftinu þegar hún uppgötv- aði dótapokann í eldhússkápnum og var varla komin inn fyrir dyrnar þegar hún bað ömmu um dót og eitt- hvað að borða. Elsku Jenný, við áttum líka góðar stundir saman yfir kaffibolla, þegar þú fékkst stutt bæjarleyfi frá Vífils- stöðum. Þú varst eins og prakkari eða ung skólastelpa þegar þú varst að stelast til að reykja. Á eftir fékkstu þér svo sterkan brjóstsykur, þú sagðir alltaf við mig: „Og svo hlærð þú að mér,“ en annað var ekld hægt og þú vissir það, enda hlóstu með mér. Þú varst góð kona, Jenný mín, og ég gæti endalaust haldið áfram að rifja upp endurminningarnar, en ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér og ég kveð þig með söknuði. Anna Linda Amardóttir. Elsku amma. Mamma hringdi í mig klukkan íjögur í gær sem var mjög óvenjulegt því að ég tala bara við Island eftir klukkan sjö á sunnu- dögum, þannig að ég vissi að eitt- hvað var að. Þúsund hugsanir þutu í gegnum huga minn og ég beið. Mamma sagði mér að þú hefðir dáið um hádegið. Þá sat ég í skólanum mínum hér í Portúgal þar sem ég er skiptinemi og hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast á íslandi. Það er frekar erfitt fyrir mig að skilja að þú sért dáin, að þegar ég kem heim eftir tæpa fimm mánuði þá fari ég ekki að heimsækja þig á Hrafnistu. Fyrir mér er allt í pásu heima á með- an ég er hérna í ævintýraleit. En ég veit að svo er ekki. Ég kvaddi þig daginn áður en ég fór og vissi að kannski, en samt bara kannski myndum við ekki hittast aft- ur. Þú skildir ekkert af hverju ég vildi fara í burtu frá fjölskyldu, vin- um og öllu því sem ég var vön, búa hjá bláókunnugu fólki og tala ekki einu sinni tungumálið. En ég veit hvað þú varðst voða glöð þegar fyrsta bréfið kom frá mér í septem- ber. Ég ætlaði að senda þér annað í vikunni með mynd af mér héma úti. Ég var búin að velja mynd og skrifa aftan á hana fyrir þig og allt tilbúið, en... Á þessari stundu reikar hugurinn heim til eyjunnar í Norður-Atlants- hafi og ég man eftir jólunum þegar ég var lítil og fór alltaf í heimsókn með mömmu og pabba og Jennýju Björk til þín og Halla á Háteigsveg- inn þar sem alltaf voru heilu fjöllin af konfektkössum og bismark-brjóst- sykur í skál. Fyrir mér var það stór hluti af jólunum að fara í heimsókn til ykkar á aðfangadagskvöld. Og þegar ég var enn minni að koma í heimsókn í sumarbústaðinn á Álfta- nesi. Mér fannst það alltaf mjög mik- ið ævintýri og það var mjög vinsælt hjá okkur Jennýju systur að fara þangað. Þú varst frá Ólafsvík og öll þín ætt af Snæfellsnesinu. í sumar var svo haldið í fyrsta skipti ættarmót á Búðum. Vegna veikinda þinna varðst þú eftir í Reykjavík en við fórum flest. Ég tók alveg helling af mynd- um sem þú hafðir mjög gaman af að skoða og þekktir alla með nafni þó að ég hefði ekki alltaf vitað af hveiju ég var að taka myndir. Þú vissir hveijir allir vora og hveijir foreldrar full- orðna fólksins voru og hvernig þetta allt var skylt okkur. Og svo sagðistu vera orðin gleymin... Þú hefur verið mikið veik síðustu árin en alltaf harkað af þér og orðið góð aftur og ég hélt að þú myndir komast í gegnum jiessi veikindi líka, en svo var ekki. Ég talaði síðast við þig daginn eftir 80 ára afmælisdag- inn þinn í október og þú varst svo hress og glöð í símanum. Glöð yfir því að ég skyldi hringja og svo án- ægð með afmælisdaginn. Þú sagðir mér að það hefði verið rosa veisla og að öll bamabömin nema tveir far- fuglar eins og ég hefðu komið og að þú hefðir fengið svo mikið af blómum að herbergið væri alveg troðfullt. Þú sagðir mér líka að þú værir þreytt eftir daginn en hefðir bara ekkert verið lasin á afmælisdaginn. Elsku amma, ég veit að núna líður þér vel hjá langömmu og systkinum þínum sem fóra á undan þér. Sofðu. rótt. Ég vil biðja fyrir samúðarkveðjur til mömmu, bræðra hennar og ann- arra aðstandenda. Steinunn. Elsku amma. Hvfldu í friði. Sól ek sá síðan aldregi eptirþanndapradag, þvíat fjallavötn luktusk fyr mér saman, en ek hvarf kallaðr frá kvölum. Hérvitskiþumk, okhittaskmunum á feginsdegi fíra; dróttinn minn! gefidauðumró, hinum Ukn, er lifa! (Sólarljóð.) Jenný Björk. Á stundu sem þessari er fátt sem kemur upp í hugann annað en sökn- uður og sorg. En í gegnum sorgina læðast ljúfar minningar um þær stundir sem við áttum saman, heim- sóknirnar, sögurnar af fólkinu okkar og af pabba þegar hann var lítill. Þaé,^ var af nógu að taka og alltaf hafðirðu tíma til að sinna okkur eða segja okkur frá einhverju. En eftir því sem árin liðu og við tókum að eldast þá fækkaði samverastundunum, þrátt fyrir það var alltaf jafn gaman þegar okkur gafst tækifæri á að hittast. Við þökkum þér allar góðar sam- verastundir elsku amma. Minning þín mun lifa í hjarta okkar alla tíð. Guð blessi þig og varðveiti. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. a., Þig umvefji blessun og bænir, égbiíaðþúsofirrótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþvi þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Hvfl þú í friði elsku Jennýamma. Þín barnaböm. Guðmundur, Jenný og Benedikt. JENNY MAGNÚSDÓTTIR + Jóhann Pálsson fæddist 23. apríl 1909 á ísafirði. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 16. febrúar siðastliðinn. Jóhann var sonur Páls Sigurðssonar og Jóninu Þórðar- dóttur. Hinn 2.11. 1935 kvæntist hann Ósk Guðjónsdóttur frá Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum. Börn þeirra eru fjögur. Guðrún, gift Heiðmundi Sigurmundssyni, Látinn er í hárri elli svili minn, Jóhann Pálsson, sem lengi var skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Er hann enn einn, sem kveður okkur úr hinni fjölmennu Oddsstaðafjölskyldu þar í Eyjunum á skömmum tíma. Ég þekkti Jóhann Pálsson mörg- um áram áður en leiðir okkar lágu saman í tengslum við Oddsstaða- ættina. Jóhann hafði ungur að ár- um borizt austur í Mýrdal og alizt upp á Stóru-Heiði. Þar dvaldist Ragnhildur, gift Gunnlaugi Vigni Gunnlaugssyni; Steinar, í sambúð með Ingigerði Ax- elsdóttur, og Heij- ólfur, kvæntur Dagnýju Másdóttur. Dótturdóttir þeirra Óskar, Jóhanna, ólst upp á heimili þeirra til sex ára aldurs og er hún gift Birgi Hólm Ólafssyni. Útför Jóhanns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. hann til 19 ára aldurs. Á þessum árum kynntist hann móðurfólki mínu á Giljum. Frá þeim tíma hófst svo það vinfengi, sem hélzt við heimili móður minnar og föður hér í Reykjavík, fyrst á Óðinsgötunni og síðan á Sjafnargötunni, meðan þau lifðu. Þegar Jóhann kvæntist Ósk Guðjónsdóttur frá Oddsstöðum bættist hún í vinahóp okkar. Segja má, að þeim hjónum hafi ég síðar kynnzt enn betur, þegar ég gerðist tengdasonur Guðrúnar og Guðjóns á Oddsstöðum. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Jóhanns, þegar hann hverfur af þessum heimi. Ekki mun ég setja á langar ræð- ur um svila minn, enda á ég von á, að þeir, sem unnu með honum, muni geta starfa hans við sjóinn og um leið glímu hans við Ægi konung um fjölmörg ár. Jóhann var harðduglegur og fylginn sér við hvert það verkefni, sem hann tók sér fyrir hendur. Sjálfur hófst hann fyrir eigin dugn- að og mikla ráðdeild úr engu nema hagsýni og áræði til bjargálna og að lokum til góðra efna. Hann var líka mjög reglusamur og vildi hafa alla hluti í góðu lagi. Um það báru vitni heimili hans, þar sem hann naut einnig góðrar umönnunar og snyrtimennsku konu sinnar, og eins fley þau, sem hann eignaðist og stýrði oft um sollinn sæ. Fór mikið og gott orð af honum sem djörfum, en um leið gætnum sjósóknara, enda vegnaði honum vel í skiptum sínum við sjávaröflin. Var skip hans oft með hæstu af- laskipum á vertíðum og stundum hæst. Mér hefur verið tjáð það, að menn hafi þess vegna sótzt mjög eftir skipsrúmi hjá honum, enda gat hann valið úr þeim mannafla, sem bauðst, og hélzt jafnframt vel á mönnum sínum. Á seinni árum, þegar Jóhann fór að hægja á skipsstjórn sinni og út- gerð, notaði hann sumurin til ferðalaga um landið. Hann eignað- ist bifreið, og fóru þau hjón margar ferðir á henni og komu víða við. Jó- hann átti góðar myndavélar og hafði jafnframt næmt auga fyrir fegurð landsins, en um leið hrika- leik þess. Hann framkallaði sjálfur myndir sínar og stækkaði margar þeirra, sem honum fannst lýsa sérkennum landsins. Þannig tók hann fjölda mynda, sem nú hafa mikið heimildargildi, ekki sízt úr Eyjunum, þar sem hann festi ráð sitt árið 1935 og bjó sér og konu sinni og börnum þeirra fjórum un- aðsreit, síðast á Helgafellsbraut 19. Þaðan urðu þau svo að hopa, þegar Heimaeyjargosið hófst 1973, en þá voru þrjú börn þeirra flogin úr hreiðrinu. Segja má, að þá hefjist nýr kafli í ævi þeirra hjóna, eins og svo margra Eyjamanna, sem hröktust upp á land undan ægivaldi náttúr- unnar. Settust þau þá að hér í Reykjavík og bjuggu sér að nýju fallegt og hlýlegt heimili, síðast á Dalbraut 20. Virtust þau una hag sínum vel hér í Reykjavík, en auð- vitað urðu þeim það mikil viðbrigði og um leið vonbrigði að þurfa að hverfa frá Eyjunum, þar sem þau bjuggu öll sín manndómsár og í nánu sambýli við stórfjölskylduna frá Oddsstöðum. En enginn má sköpum renna. Ekki var Jóhann með öllu iðju- laus hér í höfuðstaðnum, enda átti ekki vel við jafnmikinn athafna- mann og hann var að setjast með öllu í helgan stein. Síðast gerðist hann umsjónar- maður í útibúi Landsbankans á Langholtsvegi. Þar komu enn mikil reglusemi hans og snyrtimennska að góðum notum. Síðustu æviárin urðu svila mínum erfið. Hann naut góðrar og nærfærinnar umönnunar konu sinnar, sem sýndi þá, er á reyndi, _ hvílíkur förunautur hún hafði alhi tíð verið manni sínum. Þetta kom og ekki sízt fram, eftir að hann varð að hverfa að heiman og dvelj- ast síðustu árin á öldranarheimil- inu Skjóli. Sá dagur mun tæplega hafa liðið, að Ósk heimsækti ekki bónda sinn og það jafnvel eftir að hún varð sjálf að ganga undir mikla aðgerð, sem skerti mjög hreyfingar hennar til gangs. Þá sést einmitt bezt, hvers virði það er að hafa átt góðan förunaut í gegn- um lífið. Slíkt er ómetanlegt, ekki síst á þeim hverfulu tímum, senrf við lifum á. Að lokum þökkum við Villa Jó- hanni langa og trygga vináttu og sendum Osk, börnum þeirra og fjölskyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur okkar og barna okkar. Jón Aðalsteinn Jónsson. JOHANN PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.