Morgunblaðið - 23.02.2000, Qupperneq 42
2 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þorsteinn Helgi
Björnsson
fæddist á Siglu-
fírði 30. maí 1929.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 14. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Eiríks-
ína Kristbjörg Ás-
grímsdóttir frá Hóla-
koti í Fljótum, f. 11.4.
1898, d. 18.9. 1960,
og Björn Zophanías
Sigurðsson frá Vík í
Héðinsfirði, f. 14.11.
1892, d. 30.8. 1975.
Björn var skipstjóri á skipum frá
Siglufirði, m.a. á mb. Hrönn. Þor-
steinn átti níu systkini, en þau
voru: Sigurður, f. 27.5. 1917, d.
12.2. 1944, Ásbjörg Una, f. 19.5.
1919, d. 4.9. 1972, Halldóra Guð-
rún, f. 5.7. 1921, Sveinn Pétur, f.
27.6. 1924, d. 18.12. 1998, Ásgrím-
ur Guðmundur, f. 22.2.1927, d. 14.
1. 1999, Björn, f. 9.8. 1930, María
Stefanía, f. 13.9. 1931, Svava
Kristín, f. 10.11. 1932, og Sigríður
dag kveðjum við elskulegan
tengdafóður minn Þorstein Bjöms-
son eða Steina Björns eins og hann
var oftast kallaður.
Kynni okkar hófust fyrir rúmum
20 árum er ég kynntist ungri stúlku
úr Ólafsfirði. Þessi stúlka, sem síðar
varð eiginkona mín, var dóttir þeirra
Hófu og Steina. Alveg frá fyrstu tíð
tóku þau mér ákaflega vel, hvort á
sinn hátt. Hófa með sinni glaðværð
og krafti en Steini með rólegu og
traustu fasi sem einkenndi hans
ersónu alla tíð.
Allir er kynntust Steina muna
hann sem þennan hægláta og trausta
mann. Alltaf var gott að leita til hans
og maður gat treyst því að ekki væri
það á torg borið sem honum var
trúað fyrir. Aldrei man ég eftir því
að Steini legði hnjóðsyrði til nokkurs
manns heldur reyndi hann alltaf að
sjá kosti hvers og eins. Hann reyndi
ætíð á sinn hógværa hátt að laða
fram það besta í fari sinna samferða-
manna. Kom þetta ekki síst fram á
sjónum, sem var starfsvettvangur
Steina nær alla tíð. Hann var ákaf-
lega farsæll á sínum skipstjórnar-
ferli og bast þar órjúfanlegum vin-
áttuböndum við marga af þeim
mönnum er voru með honum til sjós.
^Steini hefur eflaust miðlað af þekk-
ingu sinni og reynslu til sér yngri
manna á sinn yfirvegaða og ná-
kvæma hátt. Mér eru minnisstæð hlý
orð eins af aflaskipstjórum yngri
kynslóðarinnar í garð Steina. Hann
minnist þess tíma er hann sem ungur
maður var að stíga sín fyrstu skref
sem skipsstjórnandi um borð í Sig-
urbjörgu ÓF 1. Þá þótti honum gott
að hafa Steina sér við hlið því sá
gamli fór þetta allt á rólegu nótun-
um.
Bjamey, f. 17.8.
1934.
Hinn 30. júní 1950
kvæntist Þorsteinn
Hólmfríði Magnús-
dóttur, f. 18.12. 1926
í Ólafsfírði. Börn
Þorsteins og Hólm-
fríðar eru: Magnús,
skipstjóri, f. 18.10.
1950, kvæntur Erlu
Báru Gunnarsdóttur
og eiga þau þrjú
böm og eitt barna-
bam; Bjöm, sjómað-
ur, f. 8.6.1953, í sam-
búð með Sylviu
Kimwoin, hann á þrjár dætur; Ei-
ríksína, f. 16.6. 1960, gift Bessa
Skímissyni tannlækni, þau eiga
tvö börn. Fyrir átti Hólmfríður
dótturina Onnu Freyju, 16.5.
1944, gifta Karli G. Þorleifssyni.
Þau eiga þijú börn og þrjú barna-
börn. Anna Freyja ólst upp hjá
þeim Þorsteini og Hólmfríði.
Útför Þorsteins fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Fjölskyldan var Steina alltaf mjög
mikils virði. Hann var tengdur
systkinum sínum frá Siglufirði mjög
traustum vináttuböndum. Ég veit að
það var honum erfiður tími þegar
bræður hans, Sveinn og Ásgrímur,
létust með stuttu millibili fyrir rúmu
ári. Blessuð sé minning þeirra.
Fjölskyldum bama sinna sýndi
tengdafaðir minn einstaka ástúð og
ræktarsemi. Alltaf var hann hringj-
andi til að fá fréttir af sínu fólki.
Hann fylgdist vel með uppvexti afa-
bamanna sem hann vildi hafa sem
mest hjá sér. Heimilið í Gunnólfsgöt-
unni stóð okkur alltaf opið og oft var
mannmargt við eldhúsborðið.
Nú hin síðustu árin hefur fækkað í
Gunnólfsgötunni. Börnin flutt frá
Ólafsfirði og skuggi alvarlegra veik-
inda lagst yfir. Hófa, tengdamóðir
mín, veiktist af Alzheimersjúkdómi
fyrir nokkmm ámm. Þegar sjúk-
dómurinn ágerðist og Hófa þurfti
meiri hjálp, komu mannkostir
tengdaföður míns enn betur í Ijós. Sú
þolinmæði, hjálpsemi og hlýja sem
hann sýndi Hófu í veikindum hennar
vom einstök. Það var honum þung-
bært þegar hann, sökum eigin
heilsubrests, gat ekld lengur hugsað
um hana heima. Þrátt fyrir aðskilnað
þeirra var hugur hans stöðugt hjá
henni og hann var vakinn og sofinn
yfir velferð hennar. Sorg hans og
söknuður var mikill og það snart
okkur öll.
Kæri vinur, að lokum vil ég þakka
þér fyrir samfylgdina. Við geymum
öll hlýjar og góðar minningar um
þig-
Hvíl í friði.
Bessi.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund. Við sem héldum að þú yrðir
lengur hjá okkur. En margt fer öðm-
vísi en ætlað er. Þótt við vissum að
þú værir mjög lasinn þá óraði okkur
ekki fyrir því að þú myndir fara
svona fljótt frá okkur. Við héldum
alltaf í vonina um að þér myndi batna
og þú myndir koma heim til okkar,
ekki síst vegna þess að þú kvartaðir
aldrei, þótt oft værir þú mjög veikur,
heldur sýndir ótrúlega þrautseigju
og lífsvilja. Tilhugsunin um að við
sjáum þig ekki aftur er sár og við
fyllumst tómleika og söknuði.
Það var alltaf notalegt að koma í
Gunnólfsgötuna og finna hvað ömmu
og afa þótti vænt um okkur. Afa- og
ömmubömin vora sólargeislamir í
lífi ykkar. Við voram umvafin hlýju
og kærleika sem ykkur var svo eðlis-
lægur. Allt frá því að við vomm h'til
böm hefur heimili ykkar staðið okk-
ur bamabömunum opið hvenær sem
á þurfti að halda og fyrir það verðum
við ætíð þakklát.
Þegar við hugsum til baka hlýtur
þetta stundum að hafa verið líkast
innrás að fá þessa fjörkálfa í heim-
sókn. Hoppað í sófum og rúmum,
Legókubbar, Playmo, bílar og bíla-
brautir út um öll gólf. En þú og
amma vomð ekkert að æsa ykkur út
af svona hlutum. Það var nú víst nóg-
ur tími til að laga til seinna. Ekki má
heldur gleyma skrifstofuleikjunum
okkar í litlu skrifstofunni þinni þegar
við voram orðin aðeins eldri. Þar var
hamrað á reiknivélina, skrifaðir
reikningar, skýrslur og margt fleira.
Jafnvel sátu stundum eftir hefti í litl-
um puttum. Sjálfsagt hefur aðkoman
oft ekki verið góð. En þú, elsku afi,
varst nú ekkert að æsa þig út af
þessu og hafðir bara gaman af öllu
saman. Eitthvað þurftu bömin nú að
hafast að. Það var sama hversu ófrið-
lega við létum, ekkert gat haggað
þér.
Lífsstarf þitt var sjómennska og
þú varst stoltur af því. í nær hálfa
öld varst þú sjómaður, oftast stýri-
maður eða skipstjóri á fiskiskipum.
Lengst varstu til sjós á Sigurbjörgu
ÓF 1, og áttir þú farsælan feril að
baki þegar þú hættir vegna heilsu-
brests fyrir tíu áram. Við fundum oft
hve sjómannsstarfið var samofið lífs-
göngu þinni og mótaði skoðanir þín-
ar og viðhorf til lífsins. Sjómanna-
dagurinn var t.d. einn hátíðlegasti
dagur ársins í þínum huga.
Þú hafðir sérstaklega hlýja og
góða nærvem. Okkur leið alltaf vel
að hafa þig nálægt okkur. Fram á
síðasta dag varstu vakinn og sofinn
yfir velferð okkar. Ekki leið sá dagur
að við heyrðum ekki í þér í síma og
seinustu mánuðina dvaldir þú oft hjá
okkur. Þú fylgdist vel með öllu sem
við tókum okkur fyrir hendur. Sér-
stakan áhuga hafðir þú á því að við
stæðum okkur vel í skólanum og
hvattir okkur áfram. Þú gerðir þér
vel grein fyrir gildi góðrar menntun-
ar fyrir ungt fólk í dag.
Elsku afi, ætíð bjóst þú yfir sér-
stöku jafnaðargeði og þolinmæði.
Þessir eiginleikar þínir komu best í
ljós þegar heilsu ömmu fór að hraka.
Hlýja þín og nærgætni í hennar garð
var einstök. Fyrir það eram við
þakklát.
Við afabömin söknum þín sárt. En
minning þín lifir í hjörtum okkar um
ókomin ár. Við minnumst þín með
hlýju og þakklæti.
Guð geymi þig.
Hjördís Yr og
Þorsteinn Máni.
Elsku afi Steini, það er svo skrýtið
að þú skulir vera farinn. Við voram
vön að heyra frá þér nánast á hveiju
kvöldi. Þú að fá fréttir af pabba á
sjónum og þegar hann var í landi að
heyra í honum og tala um sjóinn og
fiskirí. Þið voram alltaf eitthvað að
spá og sekúlera þar sem þið vorað
báðir sjómenn. Þegar ég heyrði í þér
bað ég alltaf að heilsa ömmu Hófu og
þú varst svo ánægður að ég myndi
eftir henni þar sem hún var orðin svo
veik. En þú, elsku afi minn, gleymdir
sjálfum þér því þú varst svo dugleg-
ur að hugsa um hana ömmu mína.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þessar stundir með þér þegar þú
komst og varst hjá okkur um ára-
mótin. Magnús Kristófer var svo
hrifinn af þér. Hann var alltaf að
kalla á afa Steina, því honum fannst
svo skrýtið að eiga allt í einu tvo afa.
Hann hljóp og leitaði að afa Steina
og þegar hann fann þig knúsaði hann
þig og kyssti. Ég veit að þú varst
búinn að ramma inn mynd af þér og
Magnúsi Kristófer sem ég sendi þér.
Það verður gaman fyrir hann að eiga
hana þar sem hann á kannski ekki
eftir að muna eftir þér og því hversu
hrifinn hann var af þér. Það er svo
sárt að hugsa til þess að þú sért far-
inn og ég eigi aldrei eftir að heyra í
þér eða sjá þig aftur.
Elsku afi Steini, ég veit að þú ert á
góðum stað og núna líður þér vel.
„Þó ég sé látinn, harmið mig ekki
með táram. Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta, ég er svo nærri
að hvert ykkar tár snertir mig og
kvelur. En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug, lyftist sál mín upp í
mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek
þátt í gleði ykkar.“ (Höf. ók.)
Ég kveð að sinni, elsku afi minn.
Hólmfríður og Magnús
Kristófer.
Eins og fram kemur hér að fram-
an var Þorsteinn mágur minn sjötti í
röð tíu systkina. Hann ólst upp í for-
eldrahúsum á Siglufirði á þeim áram
þegar Siglufjörður var að geta sér
nafn í atvinnusögu landsins og það
má gera sér í hugarlund að þetta um-
hverfi hafi heillað unga dugmikla
stráka, spennan í kringum síldina,
síldveiðiskipin íslensk og erlend,
fólkið sem streymdi til staðarins í at-
vinnu- og ævintýraleit og aukin fjár-
ráð hjá fólki. Og ekki má gleyma því
að faðir hans Bjöm Sigurðsson var
fengsæll skipstjóri á mb. Hrönn á
þeim áram þegar Þorsteinn var að
mótast. Ég geri ráð fyrir því að Þor-
steinn og bræður hans hafi fylgst
grannt með aflabrögðum og mér er
ekki granlaust um að það hafi verið
svo lítill metingur í strákunum um
það hvort pabbi þeirra kæmi með
meiri afla að landi en aðrir. Og oft
gátu þeir glaðst og verið stoltir af
föður sínum. Þessar aðstæður mót-
uðu unga manninn.
Þorsteinn hóf sjómennsku 17 ára
gamall, með Ásgrími Sigurðssyni
föðurbróður sínum, sem þá var skip-
stjóri á Kristjönu EA. Þorsteinn
lauk fiskimannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík árið
1953 og var stýrimaður og skipstjóri
á ýmsum skipum eftir það. Síðustu
árin var hann stýrimaður á togaran-
um Sigurbjörgu frá Ólafsfirði.
Þorsteinn var góður sjómaður og
vel látinn af samstarfsmönnum og
vinnuveitendum og farsæll í starfi.
Hann var á sjó til ársins 1989 að
hann fór í land þá sextugur. Eftir
það vann hann um nokkur ár við fisk-
mat og á hafnarvigtinni í Ólafsfirði.
Þorsteinn lét af störfum 1999.
Enda þótt við Þorsteinn væram
báðir nemendur í Stýrimannaskólan-
um á sama tíma, ég hóf þar nám árið
sem hann lauk því, kynntist ég hon-
um ekkert að ráði fyrr en ég tengdist
fjölskyldu hans árið 1956. Þá kynnt-
ist ég mannkostamanninum Þor-
steini Bjömssyni betur og lærði að
meta kosti hans eftir því sem árin
liðu. Það var gott að hafa Þorstein
nálægt sér, það var enginn hávaði í
kringum hann en maður fann að þar
var traustur maður þar sem hann
fór. Hann var sérstakt prúðmenni
eins og allt hans fólk, gat verið svolít-
ið drjúgur með sig á góðum stundum
og góðlátlega stríðinn en umfram allt
var Þorsteinn heiðarlegur og traust-
ur maður. Þorsteinn giftist Hólm-
«!
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfínu, ekki sem viðhengi.
Um hvera látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnamöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu aftnælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
ÞORSTEINN
_ HELGIBJÖRNSSON
fríði Magnúsdóttur frá Ólafsfirði ár-
ið 1949 og stofnuðu þau heimili þar.
Síðustu árin hefur Hólmfríður átt við
vanheilsu að stríða en hefur getað
verið heima þar sem Þorsteinn hefur
annast hana af einstakri nærgætni
og umhyggjusemi og sýnir það enn
einn af kostum hans.
Nú er aðeins rúmt ár síðan tveir af
bræðram Þorsteins, þeir Sveinn og
Ásgrímur, létust, Sveinn lést 18. des-
ember 1998 og Ásgrímur lést 14. jan-
úar 1999. Við fjölskyldan vottum
þessum heiðursmönnum öllum virð-
ingu.
Ég vil að lokum votta Hólmfríði,
bömum hennar og barnabörnum og
öðram ættingjum samúð.
Hrafnkell Guðjónsson.
Elsku frændi, nú er komið að því
að kveðja. Þú hefur lokið hlutverki
þínu hér en þó ekki, því minningin
mun lifa með okkur um ókomna tíð.
Mér fannst þetta svo ótímabært,
þegar mamma hringdi og sagði mér
að þú værir dáinn. Þriðji bróðirinn á
einu ári, þú sem varst búinn að búa
svo vel í haginn fyrir efri árin. Ætl-
aðir að njóta þess að vera hættur að
vinna og vera með fjölskyldunni.
Fyrst man ég eftir þér sem lítil
stelpa, sem kom í heimsókn til þín og
fjölskyldu þinnar á Ólafsfirði með
pabba og mömmu. Þar var ávallt tek-
ið vel á móti okkur og era minning-
amar margar og góðar. Þú varst sér-
staklega vel liðinn af öllum sem þig
þekktu, blíður og barngóður maður,
réttsýnn og laðaðir alltaf það besta
fram í öllum. Það var alltaf stutt í
brosið hjá þér sem við fengum að
njóta. Þú komst mikið í heimsókn á
heimili foreldra minna í Kópavogi.
Þú og mamma vorað mjög samrýnd
systkin. Þú varst ætíð til sjós. Oft
þegar landlegur vora, þá komst þú í
heimsókn til okkar og alltaf með fisk
með þér. Ávallt réttir þú okkur
systkinum eitthvert góðgæti. Ef ég
gerði þér smágreiða eða keyrði þig,
varðst þú alltaf að gera mér einhvem
greiða í staðinn. Mér fannst ég alltaf
vera betri manneskja eftir að hafa
talað við þig. Ef einhverjir erfiðleik-
ar voru, gast þú alltaf dregið fram
það jákvæða og sagðir að maður
þroskaðist við það að takast á við erf-
iðleika, sem er svo sannarlega rétt
hjá þér. Stundum hringdi mamma í
mig eftir að ég flútti að heiman og
sagði að þú værir í heimsókn og að
þig langaði að hitta mig. Þú hafðir
ánægju af því að spjalla um lífið og
tilverana. Þú fylgdist vel með fjöl-
skyldu þinni, vildir vita hvað allir
væra að sýsla. Ef þú fékkst kveðju
frá mér þá áttir þú það til að hringja í
mig og þakka mér fyrir kveðjuna. Þá
töluðum við oft lengi saman. Þú varst
ekki bara frændi minn, heldur einnig
góður vinur.
Ég man alltaf þegar ég sagði þér
fyrir sex áram, að ég væri að verða
amma, þá sagðir þú við mig: Sigur-
veig mín, þá verðurðu rík, því að það
er svo yndislegt að eiga barnabörn.
Þú fylgdist alltaf með mér, eftir að
ég stofnaði fjölskyldu. Ég hlakkaði
svo til að segja þér að María mín
væri að fara að gifta sig í sumar, en
ég veit að þú verður hjá okkur þá. Ég
minnist ættarmótsins sem var fyrir
tæpum þremur áram á Siglufirði.
Hvað það var gaman að við skyldum
öll hittast og eiga góða helgi saman.
Þú varst stoltur af þínu fólki og upp-
rana. Við verðum öll ævinlega þakk-
lát fyrir að ættarmótið skyldi haldið.
Nú hafið þið þrír bræðurnir kvatt
þennan heim, Sveinn fyrir rétt rúmu
ári og Ásgrímur þrem vikum síðar.
Þið vorað samhentur og stoltur hóp-
ur systkina. Það var yndislegt að
vera með ykkur þessa helgi. Það er
svo líkt þér að ákveða að þú yrðir
jarðsettur á Akureyri. Þú hefur auð-
vitað verið að hugsa, hvað það gæti
orðið erfitt fyrir skyldmenni þín að
komast út í Olafsfjörð á þessum árs-
tíma. Svona varst þú alltaf að hugsa
um aðra.
Minningarnar um þig era svo
margar og góðar að þær munu ylja
mér og lifa með okkur um alla
ókomna tíð. Á þessari kveðjustund
bið ég góðan guð að gæta þín og
styrkja ástvini þína í þessari miklu
sorg.
Þín frænka
Sigurveig.