Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 1
46. TBL. 88. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Úrslit í íran áfall fyrir heittrúarmenn
Kenna fjölmiðl-
um um ósisrur
Teheran. Washington. AP, AFP, Reuters. ^
Fjöldamótmæli á Spáni gegri hryðjuverkum ETA
Reuters
Þátttakendur í fjöldamótmælum við Puerta del Sol í Madríd bera spjöld með slagorðum gegn ETA í gærkvöldi,
daginn eftir sfðasta morðtilræðið sem samtökin eru talin bera ábyrgð á.
Hlé gert á kosn-
ingabaráttunni
Madríd, Washington. Reuters, AP.
HEITTRÚAÐIR stjómmálamenn í
íran lýstu í gær gremju sinni með úr-
slit þingkosninganna þar í landi og
beindu spjótum sínum meðal annars
að fréttamönnum.
Umbótasinnar
unnu stórsigur í
þingkosningunum
í Iran í síðustu
viku.
„Ég er ykkur
mjög reiður,"
sagði einn fram-
bjóðandi heit-
trúarmanna í
samtali við íranskt
dagblað. „Þið eyði-
lögðuð allt.“
Aðrir stjórnmálamenn úr röðum
heittrúarmanna sögðu einnig að um-
bótasinnar hefðu beitt fyrir sig lygum
til að ná sigri. „Slakt gengi íhalds-
samra frambjóðenda má rekja til
áróðurs dagblaða og erlendra út-
varpsstöðva gegn okkur. Lygar hafa
skapað þá stöðu sem upp er komin,“
sagði Kamal Daneshyar sem náði
ekki endurkjöri í kosningunum.
Heittrúarmenn viðurkenna engu síð-
ur að sök liggi að hluta til hjá þeim
sjálfum, að baráttuaðferðir þeirra
hafi brugðist og stefna þeirra hafi
ekki höfðað til kjósenda.
Af 195 þingsætum sem búið er að
ráðstafa hafa umbótasinnar fengið
JOHN MeCain, öldungadeildar-
þingmaður frá Arizona, sagðist í
gær, daginn eftir að hann sigraði
George W. Bush í forkosningum í
tveimur ríkjum Bandaríkjanna,
vera að byggja upp „stjórnar-
bandalag“ með kjósendum úr röð-
um demókrata og óháðra. Hvatti
hann fleiri repúblikana til að slást
141 sæti, eða meira en 70%. Heit-
trúarmenn hafa aðeins unnið 44 þing-
sæti. Alls sitja 290 fulltrúar á íranska
þinginu. Samkvæmt upplýsingum ír-
anska ríkissjónvarpsins er áætlað að
talningu atkvæða verði að fullu lokið í
dag. Ljóst er orðið að kjósa þarf um
65 þingsæti í seinni umferð kosning-
anna.
Heittiúarmenn óttuðust á tímabili
að helsti foringi þeirra í höfuðborg-
inni, Akbar Hashemi Rafsaryani,
fyrrverandi forseti landsins, hefði
ekki náð að tryggja sér þingsæti í
fyrri umferð. í gær var hins vegar til-
kynnt að Rafsanjani hefði lent í 29.
sæti af alls 30 þingsætum í borginni.
Samkvæmt upplýsingum frá íranska
innanríkisráðuneytinu fengu umbóta-
sinnar öll hin þingsætin í Teheran.
Ráðherrar Evrópuríkja
til Teheran
Nokkrir utanríkisráðherrar
Evrópuríkja hafa tilkynnt að þeir
hyggist takast á hendur ferð til írans
í tilefni af úrslitum þingkosninganna.
Ráðherrar Þýskalands, Bretlands og
Ítalíu eru allir sagðir vera á leið tU
Teheran á næstunni.
Mohammad-Reza Khatami, einn
helsti foringi umbótasinna á nýkjömu
þingi írans, sagði á þriðjudag að hann
væri hlynntur bættum samskiptum
við Bandaríldn og önnur Vesturlönd.
í hópinn og „njóta ferðarinnar".
Bush sagðist hins vegar ekki láta
úrslitin í Arizona, á heimavelli
McCains, og í Michigan slá sig út
af laginu. Hann yrði forsetaefni
Repúblikanaflokksins í kosningun-
um í haust.
■ Þarf nú að auka/30
MIKILL fjöldi Spánverja tók í gær
þátt í götumótmælum í borgum
landsins og spænskir stjómmála-
menn gerðu hlé á kosningabarátt-
unni fyrir þingkosningar sem fram-
undan em, til að sýna andúð sína á
ETA, hreyfingu aðskUnaðarsinnaðra
Baska, daginn eftir að bdsprengja
banaði stjórnmálamanni úr flokki
sósíahsta og lífverði hans í Vitoria,
héraðshöfuðborg Baskalands.
Innan við þremur vikum fyrir
þingkosningamar hinn 12. marz
næstkomandi stóðu Jose Maria Azn-
ar forsætisráðherra og pólitískir
mótherjar hans saman, er þeir vott-
uðu hinum myrta, Fernando Bueso,
hinztu virðingu, en hann hafði á
stjórnmálaferli sínum beitt sér af
einurð gegn ETA. Lýðflokkur Azn-
ars gerði tveggja daga hlé á kosn-
ingabaráttunni í tilefni af tilræðinu
og aðrir stjómmálaflokkar ákváðu
að gera það einnig.
Að sögn talsmanna lögregluyfir-
valda leikur enginn vafi á því að
þarna hafi ETA verið að verki, en
samtökin lýstu í desember sl. 14
mánaða gamalt vopnahlé úr gildi
fallið, eftir að stjórnvöld neituðu að
ræða kröfur ETA um sjálfstæði
Baskalands.
„Þetta tilræði, tímasetning þess
og fórnarlömb vom greinilega valin
með það fyrir augum að valda sem
mestum usla [fyrii’ kosningarnar],"
sagði Jaime Mayor Oreja innanríkis-
ráðherra.
Ráðamenn ríkja heims kepptust í
gær um að fordæma þetta nýjasta
tilræði ETA, en samtökin em gmn-
uð um að bera ábyrgð á dauða allt að
800 manna á þeim þremur áratugum
sem þau hafa verið virk í baráttunni
fyrir sjálfstæðu Baskalandi.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hrósaði á sameiginlegum blaða-
mannafundi með Jóhanni Karli
Spánarkonungi í Washington hinum
síðarnefnda fyrir að beita sér af
þunga gegn hryðjuverkaöflum. Kon-
ungurinn sjálfur sagðist mjög sleg-
inn yfir tíðindunum af tilræðinu og
fordæmdi það.
Mohammad
Reza Khatami
Barátta Bush og
McCains harðnar
Washington. AP.
Poul Nyrup Rasmussen stokkar upp í dönsku ríkisst|örnmm
Ritt Bierreffaard aftur ráðherra
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ^ *
„ÞIÐ þekkið víst öll nýja matvæla-
ráðherrann," sagði Poul Nyrup Ras-
mussen forsætisráðherra með bros á
vör er hann kynnti Ritt Bjerregaard
sem nýjan matvælaráðherra. Skipun
hennar kom vægast sagt á óvart, þeg-
ar Nyrup kynnti fimm nýja ráðherra.
Tveir koma nýir inn og þrír ráðherrar
vora fluttir til. Margrét Þórhildur
Danadrottning var í árlegu skíðafríi
sínu í Noregi, en hvarf heim í skyndi í
gær til að taka á móti nýju ráðherr-
unum eins og hefðir mæla fyrir um.
Hugmynd Nyraps virðist vera að
styrkja evrópska ímynd stjórnar
sinnar með því að taka Bjerregaard
um borð, en hún var þar til í fyrra
fulltrúi Danmerkur í framkvæmda-
stjóm Evrópusambandsins. Við-
brögðin í gær vora þó hikandi. Spurn-
ingin er hvort Bjerregaard tekst að
ná til kjósenda á sama hátt og henni
Ritt Poul Nyrup
Bjerregaard Rasmussen
hefur áður tekist, eða hvort Danir era
orðnir þreyttir á tiltækjum hennar.
„Ég lendi víst örugglega í ein-
hverju klandri með Ritt, en það gefur
lifinu bara lit,“ sagði Nyrap hinn kok-
hraustasti við blaðamenn í gær. Það
vora margir sem gripu andann á lofti
af undran þegar Nyrap leiddi Bjerre-
gaard aftur fram á sjónarsviðið. Það
hefur lengi verið vitað að samband
þeirra tveggja væri nálægt frost-
marki. Á ferli sínum hefur Bjerre-
gaard haft sérstaka hæfileika til að
ögra öllu og öllum og Nyrap ekki far-
ið varhluta af því.
Þegar mesta undranin var rannin
af mönnum í gær bentu margir á að
Bjerregaard væri góður liðsmaður í
stjórninni nú þegar stefnir í þjóðar-
atkvæðagreiðslu um danska aðild að
Efnahags- og myntbandalagi
Evrópu, EMU. Dam Christensen,
sem hún tekur við af, hefur verið í far-
arbroddi íyrir EMU-umræðu flokks-
ins og sennilegt að Bjerregaard muni
nú axla það hlutverk.
Á að styrkja stjórnina
Sonja Mikkelsen, sem áður var
umdeildur samgönguráðherra, verð-
ur nú heilbrigðisráðherra, en Carsten
Koch, sem áður gegndi því starfi,
hverfur úr stjóminni og hljómaði í
gær heldur sár yfir því. Jakob Buksti
er nýr samgönguráðherra.
Karen Jespersen hverfur úr fé-
lagsmálaráðuneytinu og sest í stól
innanríkisráðherra í stað Thorldlds
Simonsen, áður borgarstjóra í Árós:
um, sem nú hyggst fara á eftirlaun. í
stað Jespersen kemur Henrik Dam
Christensen, sem víkur úr sæti fyrir
Bjerregaard. Hann er af sumum tal-
inn hugsanlegur eftirmaður Nyraps.
Þar sem þessi nýja stjóm verður
um leið liðið sem leiðir kosningabar-
áttuna 2002 verður náið fylgst með
hvaða áhrif þessi nýskipun hafi. Hin
vinsæla Karen Jespersen á nú að
freista þess að hamla á móti útlend-
ingaáróðri Þjóðarflokksins, sem und-
ir forystu Piu Kjærsgaard hefur sóp-
að til sín fylgi frá jafnaðaiTnönnum.
Svín gegn
Indverjum
Nýju Delhí. Daily Telegrapli.
PAKISTANAR hafa tekið upp
nýja bardagaaðferð í útistöðum
sínum við Indverja og siga nú á
þá svínum.
Indverskir bændur hafa orð-
ið fyrir barðinu á þessu nýja
herbragði en þeir segja að pak-
istanskir hermenn smali saman
villisvínum og reki þau yfir
landamærin að næturlagi. Svín-
in geri mikinn usla á ökrum en
forði sér jafnan í dögun. Ind-
versku bændurnir hafa brugð-
ist við með því að koma fyrir
sprengjum í hveitipökkum og
særast svrnin illa springi þær.
MORGUNBLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2000