Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Alit samkeppnisráðs um erindi Gunnólfs á Bakkafírði
Sala eða leiga kvóta
raski ekki samkeppni
SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint
þeim tilmælum til sjávarútvegsráð-
herra að hann láti kanna hvort unnt
sé að breyta reglum um framsal og
skráningu aflaheimilda til að koma í
veg fyrir að fjármagn sem fengið sé
með leigu eða sölu á aflaheimildum
verði notað til að raska samkeppni í
frjálsum viðskiptum.
Þetta kemur fram í áliti ráðsins
vegna erindis Kristins Péturssonar,
framkvæmdastjóra Gunnólfs ehf. á
Bakkafirði, um samkeppnisstöðu
þorskvinnslugreina.
Kristinn víkur í erindi sínu að því
álitaefni hvort ekki sé nauðsynlegt,
með hliðsjón af ákvæðum samkeppn-
islaga og jafnræðisreglu stjórnar-
skrárinnar, að koma í veg fyrir að
fjármagn sem fengið er með leigu
eða sölu á aflaheimildum verði notað
til að raska samkeppni í frjálsum við-
skiptum. Telur Kristinn að fiskverk-
un með útgerð sé í aðstöðu til að
lækka hráefniskostnað verulega með
viðskiptum við sjálfa sig og geti leigt
og selt kvóta og nýtt það fjármagn
sem þannig fæst í rekstur fiskvinnsl-
unnar.
Aukið frelsi til framsals eflir
samkeppni
Samkeppnisráð segir í áliti sínu að
aukið frelsi til framsals aflaheimilda,
t.d. með þeim hætti að unnt sé að
verða sér úti um aflahlutdeild án
þess að eiga skip, sé til þess fallið að
efla virka samkeppni á þeim markaði
sem hér um ræðir. Jafnframt væri
samkeppnisstaða aðila á fiskvinnslu-
markaði að vissu marki jöfnuð og að-
gangur nýrra keppinauta að mark-
aðnum auðveldaður.
Hinsvegar er bent á að samkeppn-
islög standi almennt ekki í vegi fýrir
að fyrirtæki selji sjálfu sér vöru eða
hráefni. Slík viðskipti geti hinsvegar
farið gegn 17. gr. samkeppnislaga ef
um fyrirtæki er að ræða sem býr yfir
markaðsráðandi stöðu eða nýtur
verndar að einhverju leyti.
Með vísan til þessa beinir sam-
keppnisráð þeim tilmælum til sjáv-
arútvegsráðherra að hann láti
kanna, hvort unnt sé að breyta
reglum um framsal og skráningu
aflaheimilda þannig að komið verði
til móts við framangreind sjónarmið.
■ Talsverður munur/13
Urskurðaður áfram
í gæsluvarðhald
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
framlengdi í gær, að kröfu lög-
reglunnar í Reykjavík, gæsluvarð-
hald yfir einum aðalsakborningnum í
nýja e-töflumálinu.
Hann var úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 31. mars, en nú þegar
hefur hann ásamt nokkrum öðrum
ungum mönnum setið samfleytt í
gæsluvarðhaldi frá því lögreglan
kom upp um stórfellt e-töflumál hinn
29. desember síðastliðinn.
Aðalvitni rikissaksóknara gegn
Kio Briggs
Maðurinn var aðalvitni ríkissak-
sóknara í máli ákæruvaldsins gegn
Kio Briggs í fyrra, en Briggs kemur
enn á ný við sögu íslenskra dómstóla
í dag, fimmtudag, þegar héraðsdóm-
ur kveður upp dóm í skaðabótamáli,
sem hann höfðaði gegn ríkinu vegna
frelsissviptingar í tæpt ár. Briggs
hefur sem kunnugt er krafið ríkið
um 27 milljónir króna í skaðabætur.
Briggs hefur nýlega hafið afplánun
eins árs fangelsisdóms í Danmörku
fyrir smygl á tæplega 800 e-töflum
síðastliðið haust.
Á meðan dómstólar fjölluðu um
mál hans hér á árunum 1998 og 1999
sat hann í gæsluvarðhaldi frá sept-
ember 1998 til maí 1999 og var settur
í farbann til 16. júlí 1999.
Morgunblaðið/Júlíus
Alvarlega
slasaður
eftir árekstur
KARLMAÐUR var fluttur al-
varlega slasaður á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir um-
ferðarslys á Vesturlandsvegi við
Skálatún í gærmorgun. Hann
gekkst undir aðgerð og var lagður
inn á gjörgæsludeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi
læknis á gjörgæsludeild er líðan
mannsins eftir atvikum góð. Hann
er mikið slasaður en ekki í bráðri
lífshættu.
Fjórir aðrir úr árekstrinum voru
einnig fluttir á slysadeild, en þeir
reyndust ekki alvarlega slasaðir.
I árekstrinum lentu rúta, vöru-
bifreið og fólksbifreið saman og
þurfti að nota klippur til að ná þeim
slasaða úr fólksbifreiðinni.
Hallddr Björnsson hættir
sem formaður Eflingar
Tillaga um að Sig-
urður Bessason
verði formaður
UPPSTILLINGARNEFND stétt-
arfélagsins Eflingar hefur gert til-
lögu um að Sigurður Bessason
verði kjörinn formaður félagsins og
taki við af Halldóri
Björnssyni sem verið
hefur formaður frá
stofnun félagsins.
Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir verður áfram
varaformaður, en hún
var kjörin varaformað-
ur Eflingar í fyrra til
tveggja ára.
Sigurður Bessason
hefur lengi tekið virk-
an þátt í starfi Dags-
brúnar og síðar Efling-
ar. Hann hefur átt sæti
í stjórn sl. fjögur ár.
Halldór Björnsson
varð formaður verka-
mannafélagsins Dags-
brúnar árið 1996 þegar Guðmundur
J. Guðmundsson hætti. Halldór
varð formaður Dagsbrúnar og
Framsóknar þegar félögin voru
sameinuð 1997 og varð formaður
Eflingar þegar félagið var stofnað
1998. Halldór hafði áður verið vara-
formaður Dagsbrúnar í 13 ár.
Skilar góðu búi
Halldór sagði í samtali við Morg-
unblaðið að það hefði legið fyrir í
alllangan tíma að hann myndi ekki
verða í kjöri til stjórnar þegar
þessu kjörtímabili lyki. Ástæðan
væri ekki síst sú að það væri tíma-
bært að hleypa yngri mönnum að
forystunni, en Halldór verður 72
ára í sumar.
„Þessi ár eru búin að vera mikill
umbrotatími, frá því ég varð for-
maður. Ég tók við Dagsbrún við
kringumstæður sem voru mjög erf-
iðar og gekk í gegn um tvennar erf-
iðar kosningar. Síðan hef ég unnið
að því að sameina þessi fimm stétt-
arfélög sem nú eru orðin að Efl-
ingu, þ.e. Dagsbrún, Framsókn,
Sókn, Félag starfsfólks í veitinga-
húsum og Iðja. Ég tel því að ég
skili ekki verra búi en ég tók við.
Ég hverf sáttur úr forystunni. Von-
andi heldur þessi þróun áfram, að
innviðir félagsins haldi áfram að
styrkjast. Félagið hef-
ur verið í mótun og
þeirri þróun er ekki
lokið,“ sagði Halldór.
í Eflingu eru í dag
um 16.600 félags-
menn. Efling og
Verzlunarmannafélag
Reykjavík, eru lang-
stærstu stéttarfélög
landsins.
Frestur til að skila
inn framboðum vegna
kjörs í stjórnir og
nefndir Eflingar renn-
ur út 29. febrúar.
Komi fram fleiri en
eitt framboð fer fram
almenn kosning meðal
félagsmanna 11.-12. mars. Stjórn-
arskipti fara síðan fram á aðalfundi
Eflingar í lok mars. Halldór mun
því stýra félaginu í gegnum þær
kjaraviðræður sem nú eru í gangi.
Skipaður
rektor
Háskóla
Islands
BJÖRN Bjarnason mennta-
málaráðherra hefur skipað Pál
Skúlason rektor Háskóla ís-
lands frá 5. september 2000 til
30. júní 2005 í samræmi við til-
lögu háskólaráðs.
Páll Skúlason hefur gegnt
embætti rektors en lögum sam-
kvæmt var það auglýst laust til
umsóknar þegar Páll hafði set-
ið sinn skipunartíma. Umsókn-
arfrestur rann út 1. febrúar sl.
Var Páll eini umsækjandinn.
Sigurður Bessason
Málflutningur í Vatneyrarmálinu
Sjö ddmarar munu
dæma í Hæstarétti
ÁKVEÐIÐ hefur verið að málflutn-
ingur í Hæstarétti í hinu svokallaða
Vatneyrarmáli hefjist 15. mars
næstkomandi. Þá liggur ennfremur
fyrir ákvörðun um að rétturinn
verði skipaður sjö dómurum.
í lögum um dómstóla segir að
Hæstarétt skipi ýmist þrír eða fimm
dómarar en forseti Hæstaréttar geti
ákveðið í sérstaklega mikilvægum
málum að sjö dómarar skipi réttinn.
Dóminn munu skipa Garðar
Gíslason, forseti Hæstaréttar, og
dómararnir Guðrún Erlendsdóttir,
Haraldur Henrýsson, Hjörtur
Torfason, Hrafn Bragason, Markús
Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Haf-
stein.
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
ÍÞR&mR
Heimsmet hjá Mattháus,
en ekki sigur/B8
Ungur Eskfirðingur
vekur athygli í Svíþjóð/Bl
Viðskiptablað
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf