Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Litlu munaði að illa færi þegar festar flutningaskipsins Bremerflagge slitnuðu í Grindavfkurhöfn Skuturinn stefndi upp áland LITLU munaði að illa færi þegar festar flutningaskipsins Bremer- flagge slitnuðu í höfninni í Grindavík í óveðrinu í gærmorgun. Skutur skipsins stefndi upp í land þegar tókst að skjóta línum upp í það og koma því upp að bryggju. Hafnar- lóðsinn Villi og björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason voru notaðir til að halda við flutningaskipið og þó héldu festar áfram að slitna. Það var ekki fyrr en um sjö klukkustundum eftir að björgunarað- gerðir hófust að lóðsinn og björgun- arbáturinn gátu farið frá hlið skipsins og hægt var að láta það liggja við festar. ... aðeins þrjú bönd voru eftir Gunnar Jóhannesson, hafnsögu- maður í Grindavík, sagði að hann hefði verið kominn niður á bryggjuna þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í sjö í gærmorgun og „var skipið þá á leiðinni yfir höfnina og aðeins þrjú bönd eftir“ til að halda því. Hann sagði að skipið hefði verið vel bundið við bryggju, en búið að slíta nánast allt eftir að veðrið skall á. Áhöfnin var um borð í skipinu og var línu skotið út í það með línubyssu. Um leið fóru lóðsinn og björgunarbáturinn upp að hlið þess og sagði Gunnar að á tíma- bili hefði verið hættulegt að vera með bátana þama. Rúma tvo tíma tók að koma skip- inu upp að bryggjunni og ganga frá því á ný. Ekki voru þó öll vandræði úr sögunni. Þrátt fyrir að haldið væri við skipið og vélar lóðsins og björgunar- bátsins væru látnar ganga fyrir fullu afli héldu festar áfram að slitna og undir klukkan ellefu mátti sjá menn á gúmbáti, sem virtist vart stærri en korktappi í öldurótinu undii- skut skipsins að koma línu út í það að nýju. Þegar ljósmyndara og blaðamann bar að garði um klukkan tíu flæddi enn upp á bryggjuna þótt um ein og hálf klukkustund væri liðin frá því að flóðið náði hámarki. Bryggjan þar sem Bremerflagge hefði skollið upp í ef ekki hefði tekist að festa skipið á nýjan leik leit út eins og bylgjupappi. Öldur gengu yfir vamargarða og sjórinn spýttist upp á milli borðanna í bryggjunni, sem flutningaskipið lá við, milli þess, sem hann gekk yfír hana. Björgunarsveitar- og hafnar- starfsmenn, sem vom að ganga frá landfesti við stefni skipsins vora í hálfu kafí í mestu öldunum. Klukkan hálftíu, einni klukkustund eftir háflóðið, var sjávarhæð fimm metrar, en ætti að meðaltali að vera 3,5 metrar þegar mest er og stór- streymt. Frameftir morgni héldu lóðsinn og björgunarbáturinn við flutningaskip- ið, en upp úr hádegi hafði fjarað það mikið frá og veður gengið niður að þess stuðnings þurfti ekki lengur við. í viðbragðsstöðu á flóðinu í gærkvöldi „Nú er allt í mjög góðu lagi,“ sagði Grétar Sigurðsson, vaktstjóri í Grindavíkurhöfn, um klukkan hálftvö í gær. „Það er fjara eins og er, en eft- ir fjöra kemur flóð. Það má búast við Morgunblaðið/RAX Á meðan lóðsbáturinn Villi og björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason Iétu vélarnar ganga af fullum krafti í Grindavíkurhöfn til að halda flutningaskipinu Bremcrflagge við bryggju, var hugað að skemmdum sem urðu á Kvíabryggju þegar þriggja metra há alda gekk yfir hana. háflóði milli átta og niu í kvöld, en ég er að vona að hann verði búinn að snúa sér í norðlæga átt í kvöld eða nótt og orðinn hægari.“ Hann kvaðst ekki eiga von á svip- uðu veðri með flóðinu í gærkvöldi, en vitaskuld yrðu menn í viðbragðs- stöðu. Að sögn Grétars er ekki ólíklegt að um þijátíu manns hafí staðið að að- gerðum í gærmorgun, þar á meðal fé- lagar úr björgunarsveitinni Þorbimi, áhöfn Bremerflagge og hafnarstarfs- menn. Að sögn Grétars fór saman að nú er stórstreymt og loftþrýstingur lág- ur. Fyrir þær sakir hefði þetta vandamál komið upp. Grétar sagði að þótt tæpt hefði staðið með flutningaskipið hefði eng- inn lagt sig í hættu við að bjarga því: „Mannskapurinn var aldrei í hættu.“ Hann bætti við að þótt vitað hefði verið að von væri á slæmu veðri hefði aldrei komið til greina að flytja Bremerflagge úr höfninni. Bremerflagge kom til Grindavíkur á sunnudag frá Norðfirði þar sem 700 tonnum af loðnumjöli hafði verið lest- að í skipið, sem er 3100 tonn og 99 metrar á lengd. Ætlunin er að lesta 2600 tonn í Grindavík og hafði 1000 tonnum verið skipað um borð þegar óveðrið hófst. Baldvin Magnússon hjá Grendal-skipamiðlun sagði að vissulega yrðu einhveijar tafir á skipinu vegna veðursins, en það yrðu rétt eins og tafir í ofankomu og logni þegar verið væri að lesta mjöli. Ætl- unin er að hefja lestun að nýju fyrir hádegi í dag. För skipsins er næst heitið vestur um haf til Morehead City í Norður-Karolínu. Grétar Sigurðsson sagði að brott- för hefði ekki verið ákveðin, enda væri þetta í fyrsta skipti, sem lestim færi fram á þessum stað í höfninni auk þess, sem verið væri að nota nýj- an búnað, sem ekki væri kominn á reynsla. Mættu bryggjunni á leið niður að höfn í veðrinu í gærmorgun skemmdist einnig bryggja í höfninni, svokölluð Kvíabryggja, öðra sinni á þessu ári. Viðgerðir vora hafnar á þessari bryggju, sem skemmdist í sjógangi fyrir um mánuði. Öm Magnússon var meðal þeirra, sem unnu að viðgerð bryggjunnar, og sagði hann að þriggja metra há alda hefði skollið yf- ir hana um klukkan níu í gærmorgun og tekið allt með sér, bryggjan verið komin út um allan bæ og þeir hefðu „mætt henni“ á leiðinni niður að höfn. Úm leið hefði krani, sem notaður var við viðgerðina, fyllst af sjó. Sagði Grétar Sigurðsson að bryggjan liti nú verr út en áður og væra menn aftur komnir á byrjunar- reit hvað hana snerti. Nýbyggingin Austurstræti 8 til 10 seld á rúmar 500 milljónir 950 manna veitingastað- ur opnaður í sumar NÝR 950 manna veitingastaður mun opna í miðborg Reykjavíkur í byrjun sumars. Að sögn Garðars Kjartans- sonar, eins af eigendum staðarins, verður þetta langstærsti veitinga- staður miðbæjarins, en hann verður staðsettur í nýju húsi við Austur- stræti 8 til 10, en þar stóð Isafoldar- húsið áður. Þá er einnig ráðgert að opna nýjan 450 manna veitingastað í húsi Háspennu við Hafnarstræti 3 í vor, en það er Ingi Björn Albertsson, sem mun sjá um rekstur þess staðar. í byrjun vikunnar keypti Garðar, ásamt þremur öðram viðskipta- mönnum, húsið, sem er alls um 3.000 fermetrar, af Þorsteini Vilhelms- syni, fyrram útgerðarmanni, en ætla má að kaupverðið hafi verið rúmar 500 milljónir króna. „Bygging hússins hefur tafist um 2 mánuði, en við vonumst til þess að geta opnað veitingastaðinn í júní,“ sagði Garðar. „Þetta verður glæsi- legur staður, prýddur dýram lista- verkum, en þarna verður m.a. gott rými fyrir tónleikahald, tískusýning- ar og leiksýningar." Garðar sagði að veitingastaður- inn, sem verður um 1.000 fermetrar, yrði á jarðhæð og í kjallara hússins, en að hinar hæðir þess hefðu verið leigðar Alþingi til næstu 12 ára. Eins og áður sagði mun staðurinn rúma 950 manns, en til samanburðar má geta þess að Kaffí Reykjavík tek- ur um 500 til 600 manns. Garðar sagði að í kjallara hússins yrði diskótek, en á fyrstu hæðinni væri gert ráð fyrir stóra sviði og veitingasal, þar sem allt að 340 manns gætu setið til borðs. Hann sagðist þó ekki ætla að vera með matsölustað í húsinu, en að matur yrði þó borinn fram við sérstök tæki- færi, þegar stærri hópar kæmu sam- an, t.d. við árshátíðir. Á daginn verð- ur síðan rekið kaffihús á staðnum. Þeir sem eiga húsið ásamt Garðari eru: Jón Þór Hjaltason, Bjami Gunnarsson og Gunnar Þór Benja- mínsson. Þessir fjórir menn eiga síð- an einnig fyrirtækið, sem mun sjá um rekstur veitingastaðarins, en að því fyrirtæki koma einnig þau Ingi- björg Örlygsdóttir, Jón Ólafsson, sem verður tónlistarstjóri og Fjölnir Þorgeirsson, sem verður markað- sstjóri. Nýr 450 manna veitingastaður í Hafnarstræti Gert er ráð fyrir að veitingastað- urinn í Hafnarstræti, sem Ingi Björn Albertsson mun reka, verði opnaður í maí, en þó staðurinn sé skráður við Hafnarstræti, stendur hann í raun við Naustin, litla götu á milli Hafnar- strætis og Tryggvagötu. Staðurinn stendur s.s. við hlið Kaffí Reykjavík- ur, sunnan megin við Gauk á Stöng. „Þetta hefur tafist aðeins, en upp- haflega var ráðgert að opna staðinn fljótlega eftir áramótin," sagði Ingi Björn. „Ætlunin er að hafa þarna skemmtistað með lifandi músík. Staðurinn verður opnaður á morgn- ana og í hádeginu verður hægt að fá sér léttan hádegismat, en eftir há- degi verður svona pöbba- og kaffi- húsastemmning.11 Á milli Vesturgötu og Naustanna liggur göngustígur og sagði Ingi Björn að þar gæti myndast góð kaffihúsastemmning á daginn. Hann sagði að starfsemi Háspennu myndi verða flutt í lítið hús sem stæði á milli væntanlegs skemmitstaðar og Kaffi Reykjavíkur. Ingi Björn sagði að nýi skemmti- staðurinn væri hugsaður fyrir 25 ára og eldri. Skipaður prestur í Gautaborg SÉRA Skúli Sigurður Ólafsson prestur á ísafirði hefur verið skipaður í embætti prests með- al Islendinga í Svíþjóð með aðsetur í Gautaborg. Embættið veitist frá 1. mars 2000. Umsækj- endur um embættið voru fimm og voru þeir þessir: Sr. Flóki Kristins- son, sr. Hannes Björnsson, sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, sr. Skúli Sigurður Ólafsson og sr. Sigurður Arnarson. Biskup íslands, Karl Sigur- björnsson, hafði vikið sæti í málinu þar eð einn umsækj- anda, Sigurður Arnarson, er tengdasonur hans, og fór sr. Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum, með málið. Sérstaklega skipuð hæfnis- nefnd vegna vals til ofan- greinds embættis prests komst að þeirri niðurstöðu að allir um- sækjendur væra hæfir til að gegna embættinu. Nefndin taldi að séra Skúli Sigurður Ólafsson, prestur í ísafjarðar- prestakalli, væri hæfastur um- sækjenda til að gegna stöðunni. Hefur sr. Bolli Gústavsson ákveðið að skipa sr. Skúla í embættið. Séra Skúli Sigurður er sonur Ólafs Skúlasonar biskups og eiginkonu hans Ebbu Sigurðar- dóttur. {'■ '< ■ < V ‘'f Heimilislína Búnaðarbankans - ræktaðu garðinn þinn Gullreikningur með hærri innlánsvöxtum • Lægri vextir á yfirdrætti Heimilisbanki á Netinu • VISA farkort • Fjármögnunarleiðir Greiðsluþjónusta • Ávöxtunarleiðir ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki HEIMILISLÍNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.