Morgunblaðið - 24.02.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Útgreiddur kaupauki starfsmanna FBA vegna síðasta árs að meðaltali 100 þúsund á mánuði
AÐALFUNDUR Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins, FBA, sem haldinn var í Borgar-
leikhúsinu í gær, er fyrsti hluthafafundur í
félaginu eftir að ríkissjóður seldi dreifðum
hópi fjárfesta þann 51% hlut sem ríkið átti í
fyrirtækinu.
Umræður spunnust á fundinum um af-
komutengdar launagreiðslur til starfsmanna
bankans, svonefnt EVA-kerfi (Economie
Value Added) sem greitt er eftir hjá FBA í
fyrsta' skipti fyrir árið 1999. Útreiknaður
bónus fyrir síðasta ár nemur alls 191,3 millj-
ónum króna og voru 22,6 milljónir greiddar
út í september sl. Um næstu mánaðamót
verða greiddar 76,6 milljónir króna og nem-
ur heildarútgreiddur bónus fyrir síðasta ár
því 99,2 milljónum króna. Að meðaltali nem-
ur þetta um 1 milljón króna á hvem starfs-
mann. Af áunnum bónus geymast 48% eða
92,1 milljón sem greidd verður út á næsta
ári eða síðar. Þorsteinn Ólafsson, fráfarandi
stjórnarformaður FBA, gerði grein fyrir
skipulagi kerfisins í ræðu sinni á aðalfundin-
um og sagði kerfið hannað til að ýta undir
varanlega árangursmyndun en ekki skamm-
tímabata. „Grunnhugmyndin er sú að hafa
áhrif á hegðun starfsmanna og stjórnenda
bankans þannig að þeir líti á hagsmuni hlut-
hafa sem sína eigin. Til að svo megi verða er
nauðsynlegt að skilgreina nákvæmlega hver
sé ávöxtunarkrafa hluthafa til hlutafjár síns
í félaginu. Sú viðmiðunartala sem notuð er í
dag er 13,6% eftir skatta.
Það jafngildir því að í sér-
hverju verkefni sem bindur
eigið fé bankans þarf að gera
um 19% arðsemiskröfu á eig-
ið fé fyrir skatta.“
Starfsmenn FBA eru nú
eitt hundrað talsins og kom
fram hjá Þorsteini að laun
allra starfsmanna bankans
námu á síðasta ári 345 þús-
und kónum á mánuði að
meðaltali. Sá hluti kaupauk-
ans sem greiddur var fyrir
áramót og greiddur verður
út um næstu mánaðamót
nemur um 100 þúsund krón-
um á starfsmann á mánuði
til viðbótar og samsvara
heildarlaun síðasta árs því
445 þúsund krónum að með-
altali.
Hann segir kaupaukakerf-
ið þannig uppbyggt að full
umbun náist því aðeins að
bættur árangur sé varanleg-
ur og því sé haldið eftir af
bónusgreiðslum til starfs-
manna á hverjum tíma til að
mæta hugsanlegum afkomu-
sveiflum. „Ef hagnaður
bankans minnkar á milli ára
kemur það til lækkunar á
ávinningi starfsmannsins
samkvæmt
kerfinu. Valdi
lækkun hagn-
aðar því að inneign rennur
til þurrðar eða hún er ekki
til staðar, t.d. hjá nýjum starfsmanni, mynd-
ast neikvæð inneign í kerfinu sem þarf að
vinna upp aftur áður en til bónusgreiðslu
kemur á ný.“
17 milljónir á ári að meðaltali
í umræðum um skýrslu stjórnar og reikn-
inga vakti Víglundur Þorsteinsson, formaður
Lífeyrissjóðs verslunarmanna, máls á mikilli
hækkun kostnaðar hjá FBA, ekki síst launa-
kostnaðar, og spurðist fyrir um skiptingu
launa stjórnar og framkvæmdastjórnar. I
skýringum við ársreikning félagsins kemur
fram að laun stjórnar og framkvæmda-
stjórnar námu á síðasta ári samtals 55 millj-
ónum kr. Til viðbótar námu áunnin árang-
urstengd laun vegna ágóðahlutar til fram-
kvæmdastjórnar 35 milljónum kr. í árslok.
Fram kom hjá stjórnarformanni að megin-
hluti þessara launa væri til framkvæmda-
stjórnar. Laun til fimm stjórnarmanna eru
innan við 4 milljónir kr. á ári en þær liðlega
85 milljónir sem eftir eru skiptast á fimm
meðlimi framkvæmdastjórnar, eða 17 millj-
ónir kr. á mann að meðaltali.
Þorsteinn Ólafsson, fráfarandi formaður,
sagði á fundinum að mönnum gæti blöskrað
svona háar tölur en þær væru tímanna tákn.
Um væri að ræða stjórnendur sem raun-
verulega væru á alþjóðamarkaði og þeim
hefði verið boðið að fara annað. Taldi hann
mikilvægt að FBA væri á undan í þessum
efnum og tryggði sér ávallt hæfasta fólkið.
Sagði Þorsteinn að hið launahvetjandi kerfi
tryggði hagsmuni hluthafanna.
I máli Bjarna Armannssonar, forstjóra
FBA, kom fram að ef áætlanir um 1.763
milljóna króna hagnað fyrir skatta á árinu
1
Stjórnendur
með 17 millj.
laun og’ bónus
Fimm æðstu stjórnendur FBA höfðu að meðaltali 17
milljónir í laun og áunninn kaupauka á síðasta ári.
Fulltrúar tvegg;ja af stærstu lífeyrissjóðum landsins
telja það óhóflegt og formaður Eflingar telur að það
komi til umræðu innan félagsins hvort það samrýmist
starfí þess að lífeyrissjóðurinn Framsýn eigi hlut í fyr-
— —— —
irtækinu. Helgi Bjarnason og Steingerður Olafsdóttir
fylgdust með aðalfundi FBA.
Morgunblaðið/Porkell
Magnús Gunnarsson, nýkjörinn formaður stjórnar FBA, ásamt Jóni Ingvarssyni og Eyjólfi Sveinssyni sijórnarmönnum.
2000 gengju eftir fengju starfsmenn um 40
milljóna króna kaupauka, vissulega gæti
reksturinn gengið betur en hann gæti einnig
gengið verr og þá snerist kerfið gegn starfs-
fólkinu.
Efling íhugar að selja
Víglundur sagði eftir fundinn að greiðsla
kaupauka til starfsmanna almennt virtist
skynsamleg. Kaupaukinn væri um 25% af
heildarlaunum sem væri í fullu samræmi við
bónuskerfi á vinnumarkaðnum. Hins vegar
taldi hann að laun stjórnendanna væru mjög
há miðað við íslenska hagkerfið og að sínu
mati óhófleg.
Halldór Björnsson, formaður stéttar-
félagsins Eflingar, kvaðst hálforðlaus yfir
þessum fjárhæðum. Þótt stjórnendur FBA
væru örugglega góðir starfsmenn og verð-
mætir þyrfti að leita í völdum stórfyrirtækj-
um erlendis til að finna eitthvað sambæri-
legt. Til viðbótar laununum fengju þeir
kauprétt á hækkandi hlutabréfum í FBA.
„Ég er að sýsla með allt aðrar upphæðir í
mínu starfi og trúi því ekki að það geti verið
rétt að greiða einstökum starfsmönnum allt
að 20 til 25 milljónir kr. í laun á einu ári.
Þetta eru ótrúlegar fjárhæðir.“
Halldór sagði að það yrði vafalaust tekið
upp á stjórnarfundi í Eflingu, sem væri stór
aðili að lífeyrissjóðnum Framsýn, hvort það
samrýmdist þeirra starfi að lífeyrissjóðurinn
ætti hlut í þessum banka. Tók hann jafn-
framt fram að stjórn Eflingar réði þessu
ekki ein.
Átök eðlilegur hliðarþáttur eins
róttækra breytinga
í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni
Ármannsson að þátttaka hluthafa í málefn-
um bankans sé forsenda þess að bankinn
haldi áfram að þróast. „Menn vildu m.a. fá
skýringar á afkomutengdum launagreiðslum
og það er eðlilegt. Þetta eru flókin málefni
og aðalfundur er einmitt vettvangurinn til
að fara yfir þetta með hluthöfum. Ef okkur
gengur jafnvel eða betur og á síðasta ári
horfum við áfram á góða afkomu, sem kem-
ur bæði hluhöfum og starfsmönnum vel.
EVA-kerfið tryggir skuldbindingu fyrirtæk-
isins um sífellt vaxandi arðsemi en það er
forsenda fyrir hækkandi árangurstengingu í
launum.“
Bjarni segir eðlilegt að sumir vilji halda
FBA byggir við Borgartún
GENGIÐ hefur verið frá kaupum Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins hf. á lóð við Borg-
artún 19, á næstu lóð við Höfða. Fram-
kvæmdir við nýbyggingu hefjast í apríl nk.
Þetta kom fram í máli Þorsteins Ólafssonar,
fráfarandi stjómarformanns FBA, á aðal-
fundi bankans í gær.
Byggingin er 4 hæðir, alls 4.030 fm og
verktími er áætlaður 13 mánuðir. Þorsteinn
sagði líklegt að hluti húsnæðisins verði leigð-
ur út fyrst um sinn þar sem bankinn muni
ekki fullnýta húsnæðið til að byija með.
sig við eldri aðferðir, m.a. í launamálum.
„Umbreyting úr framleiðsluþjóðfélagi í
þekkingarþjóðfélag kallar á að mannauðnum
sé veitt athygli og starfsfólk fái greitt í sam-
ræmi við árangur." Bjarni er sannfærður
um að hluthafar standi þétt að baki bankan-
um. „Umræður, skoðanaskipti og jafnvel
átök eru eðlilegur hliðarþáttur jafnróttækra
breytinga og orðið hafa í samfélaginu og á
bankanum," segir Bjarni.
Kaupréttir tengja saman hagsmuni
hluthafa og starfsmanna
Á aðalfundinum var samþykkt tillaga um
heimild til að gera kaupréttarsamninga við
lykilstarfsmenn og stjórnendur bankans.
Bjami Brynjólfsson frá lífeyrissjóðnum
Framsýn spurði hvort markaðsgengi hluta-
bréfa bankans yrði notað í viðskiptum við
starfsmenn. I svari fráfarandi stjórnarfor-
manns kom fram að svo yrði. í ræðu sinni
fjallaði Þorsteinn einnig um kaupréttar-
samningana. Hann sagði að þekkingarfyrir-
tæki, eins og Fjárfestingarbankinn er skil-
greindur, byggðist á mannauði. í því
sambandi segir Þorsteinn mikilvægt að
starfsfólk njóti góðs af góðri afkomu bank-
ans. Um er að ræða hlutabréf í eigu bank-
ans, sem keypt voru í nóvember sl. samhliða
sölu á meirihluta hlutabréfa í FBA. í grein-
argerð með tillögu stjórnar um heimild til að
gera kaupréttarsamninga, og Þorsteinn
kynnti síðar á fundinum,
kemur fram að stjórnin telji
slíkt skynsamlegt í ljósi þess
að starfsmenn hafi þannig
persónulega hagsmuni af
þróun hlutabréfaverðs í fyi’-
irtækjum og þannig verði
hagsmunir starfsmanna og
hluthafa tengdir saman.
Þóknun stjórnarmanna
hækkuð
Á fundinum var samþykkt
tillaga um laun stjórnar og
felur hún í sér umtalsverða
hækkun launa. Þannig fær
stjórnarmaður 75 þúsund kr.
þóknun á mánuði, í stað 54
þúsunda hjá fyrri stjórn,
varaformaður fær 125 þús-
und og formaður 175 þúsund
kr. en fyrri stjórnarformaður
fékk 108 þúsund kr. í þóknun
fyrir stjórnarstörf.
Þetta var breytt tillaga frá
þeirri sem áður hafði verið
kynnt, m.a. á vefsíðu FBA.
Þess var þó ekki getið á
fundinum að um breytta til-
lögu væri að ræða. Fyrri til-
laga hljóðaði upp á 300.000
króna greiðslu á mánuði til
stjórnarformanns, 200.000
kr. til varaformanns og
100.000 til almennra stjórn-
armanna.
Magnús Gunnarsson, ný-
kjörinn stjórnarformaður,
sagði eftir fundinn að nauð-
synlegt væri að greiða stjórnendum góð laun
til að halda samkeppnishæfni við önnur lönd
en gagnrýni kom fram á fundinum á launa-
kjör framkvæmdastjórnar FBA. Magnús
segir að stjórnin hafi sammælst um að fyrri
tillaga um þóknun stjórnarmanna hafi hljóð-
að upp á of háar upphæðir og því hafi verið
hætt við að leggja hana fram. „Ég held að
stundum sé lítið gert úr þeirri ábyrgð sem
stjórnarmenn bera og það er umhugsunar-
efni hvort menn fáist almennt til stjórnar-
setu nema almennilega sé greitt fyrir það.“
Gert ráð fyrir svipuðum hagnaði
á þessu ári
Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, gerði
grein fyrir ársreikningi félagsins sem þegar
hefur verið birtur. Hagnaður ársins var
1.206 milljónir króna og langt umfram þær
væntingar sem gerðar höfðu verið. Bjarni
kynnti jafnframt rekstraráætlun fyrir árið
2000 sem hljóðar upp á 1.763 milljóna króna
hagnað fyrir skatta og 1.218 milljónir eftir
skatta. Gert er ráð fyrir rekstrartekjum upp
á 3.220 milljónir, að meðtöldum 1.613 millj-
óna króna vaxtatekjum. Rekstrargjöld eru
áætluð 1.159 milljónir og framlag í afskrift-
areikning útlána er áætlað 298 milljónir.
Á fundinum var samþykkt tillaga um ráð-
stöfun hagnaðar ársins 1999, þar sem hæst
ber arðgreiðslu upp á tæpar 1.180 milljónir,
sem er hæsta arðgreiðsla íslensks fyrirtækis
í krónum talið. Framlag í lögbundinn vara-
sjóð eru rúmar 60 milljónir og til lækkunar
á óráðstöfuðu eigin fé fara 48,5 milljónir. Á
fundinum var samþykkt að stofna styrktar-
og menningarsjóð FBA og verður 15 millj-
ónum af hagnaði ársins ráðstafað í hann.