Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarstjórn Isafjarðarbæjar heldur borgarafundi á Suðureyri og Flateyri Áhyggjur af því að þurfa að sækja æ meiri þjónustu til Isafjarðar Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar gengst um þessar mundir fyrir opnum borgarafundum í hinu sameinaða sveitarfélagi ísafjarðar- bæjar og voru fyrstu fundirnir haldnir á Suðureyri og Flateyri á þriðjudagskvöld. Arna Schram fylgdist með fundunum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mikill fjöldi Flateyringa sótti borgarafundinn. BORGARAFUNDIRNIR sem bæj- arstjórn ísafjarðar stóð fyrir á Suð- ureyri við Súgandafjörð og Flateyri við Önundarfjörð á þriðjudagskvöld eru þeir fyrstu sem bæjarstjóm í hinu sameinaða sveitarfélagi heldur á þessu kjörtímabili. Báðir fundimir vom vel sóttir og greinilegt að mörgum fundargestum var mikið niðri fyrir. Tillögur meiri- hluta fræðslunefndar Isafjarðarbæj- ar, um að 9. og 10. bekkir gmnnskóla Suðureyrar annars vegar og Flateyr- ar hins vegar sæktu kennslu til ísa- fjarðar, hlutu litlar undirtektir fund- armanna og fulltrúar foreldrasamtaka, sem mættir vora á fundina, gagnrýndu bæjaryfírvöld fyrir litla sem enga kynningu á tillög- unum fyrir heimamönnum áður en þær komu til umfjöllunar i bæjar- stjóm. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær vísaði bæjar- stjóm tillögunum aftur til fræðslun- efndar í síðustu viku með þeim til- mælum að þær yrðu kynntar betur og ennfremur að hugur heimamanna til gjömingsins yrði kannaður. Fram kom á fundunum að fundar- gestir höfðu margir hverjir einungis heyrt ávæning af umræddum tillög- um; vissu til að mynda ekki hvort búið væri að samþykkja þær í bæjar- stjóm og hvað þá hvemig stæði til að útfæra þær kæmu þær til fram- kvæmda. Ein fyrsta spumingin á borgarafundinum á Suðureyri við Súgandafjörð bar vott um þessa óvissu en hana bar upp Snorri Sturluson: „Er það rétt að bæjar- stjóm ísafjarðarbæjar ætli að flytja 9. og 10. bekki grunnskólans á Suður- eyri til grannskólans á ísafirði?" Guðni G. Jóhannesson forseti bæjar- stjómar varð fyrir svöram og skýrði frá því að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um þessi mál. Eingöngu væri um að ræða tillögur frá fræðslu- nefnd bæjarins sem hefðu borist á borð bæjarráðs og síðan bæjar- stjórnar í siðustu viku og þaðan vísað aftur til fræðslunefndar eins og áður sagði. Forseti bæjarstjómar skýrði frá því að skólastjórar, kennarar og aðrir sérfræðingar á sviði mennta- mála á svæðinu hefðu mælt með því að fyrrgreindir bekkir sæktu kennslu til ísafjarðar. „Það era mjög fáir ein- staklingar í þessum bekkjum á við- komandi stöðum; Suðureyri og Flat- eyri, þannig að menn hafa séð það fyrir sér að þetta hljóti að vera heppi- legasta lausnin. En fólk má þó ekki gleyma því að í þessu tilfelli er ekki búið að taka neinar ákvarðanir. Þetta era aðeins tillögur fræðslunefndar til bæjarráðs og bæjarstjómar og enn hefur engin afgreiðsla farið fram,“ sagði hann. A báðum fundunum kom fram í máli forseta bæjarstjómar að hann hefði staðið í þeirri meiningu að umræddar tillögur hefðu hlotið meiri kynningu meðal heimamanna en raun ber vitni og lagði hann áherslu á að um þessi mál þyrfti m.a. að ræða í foreldraráði grunnskólanna sem og meðal foreldra viðkomandi barna áð- ur en ákvarðanir yrðu teknar um framhaldið. Þegar hér var komið við sögu kvaddi Magnús S. Jónsson, skóla- stjóri grannskóla Suðureyrar, sér hljóðs og kvaðst einn þeirra sem mælt hefði með flutningi bekkjanna til ísafjarðar. Benti hann m.a. á að til grandvallar þeim hugmyndum væri fæð nemenda í 9. og 10. bekkjum grannskólanna en fæð nemenda kall- aði á mikla samkennslu, þ.e. nemend- ur á efri stigum skólans sætu í timum með nemendum á neðri stigum. Einnig spilaði þama inn í hve erfitt væri að fá sérgreinakennara til starfa, til að mynda kennara í tungu- málum og raungreinum, lélegur árangur nemenda á Vestfjörðum í sámræmdu prófunum og aukning valgreina samkvæmt nýrri aðalnám- skrá grunnskólanna. í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús að hugmyndir um flutning 9. og 10. bekkjar grannskólanna hefðu upphaflega komið fram sl. haust frá þremur skólastjóram þ.e. honum sjálfum og skólastjóram grannskól- ans á Flateyri annars vegar og skóla- stjóranum á Þingeyri hins vegar. Að- spurður sagði hann að samanlagt væra um það bil 35 nemendur í 9. og 10. bekkjum skólanna þriggja og benti á að samkennsla væri nánast illframkvæmanleg þegar komið væri upp í efstu bekki grannskólans. Þar væri námið orðið sérhæfðara og því flóknara að samræma kennsluna milli árganganna. „Samkennslan er flókin þegar hún er farin að spanna tvo eða þrjá árganga,“ sagði hann og bætti því við að á fundinum á Suður- eyri hafi augljóslega komið fram að hugmyndirnar hefðu ekki hlotið góða kynningu meðal heimamanna. Til að mynda höfðu margir fundarmanna áhyggjur af því að unglingamar yrðu í reiðileysi á ísafirði milli kennslu- stunda, eða til dæmis í hádeginu en í því sambandi benti Magnús á að í hugmyndum skólastjóranna hefði verið miðað við að viðtökuskólinn, í þessu tilfelli grannskólinn á ísafirði, hefði ábyrgð gagnvart krökkunum á meðan þau væru þar í námi. í lok máls síns á fundinum lagði Magnús áherslu á mikilvægi þess að allir ynnu saman að lausn þessara mála með góða menntun bamanna að leið- arljósi þannig að þau ættu sér fram- tíð í þessu landi. Fulltrúi fræðslunefndar segir til- löguna illa kyrmta. Þrátt fyrir þessar útskýringar Magnúsar á fundinum höfðu full- trúar foreldraráðs og aðrir fundar- menn ýmsa fyrirvara á umræddum tillögum og fulltrúi minnihlutans í fræðslunefnd bæjarins, Láras G. Valdimarsson tók svo til orða að með þeim væri verið að vega að byggðinni við Súgandafjörð. Sömu rök mátti heyra í máli fundarmanna á Flateyr- arfundinum en þar mátti einnig heyra kvartað undan því að Önfirð- ingar þyrftu að sækja sífellt meiri þjónustu til ísafjarðar. Láras tók á hinn bóginn undir þá gagnrýni fund- armanna á báðum fundunum að til- lagan hefði verið illa kynnt meðal heimamanna og kvaðst eiga ábyrgð á þeim mistökum, ásamt öðram nefnd- armönnm fræðslunefndar, þótt hann hefði sem fulltrúi minnihlutans í nefndinni verið mótfallinn hugmynd- unum frá upphafi. Meðal þess sem fundarmenn nefndu tillögunum til foráttu var mikil keyrsla með krakkana til og frá Isafirði, mikilvægi þess að elstu nem- endur skólanna á Suðureyri og Flat- eyri væra fyrirmyndir yngri nem- enda í sinni heimabyggð í til dæmis félagsmálum (en það breyttist með flutningi til ísafjarðar) og minni möguleikum elstu bekkinganna til þátttöku í félagslífi skólans á ísafirði þar sem það færi yfirleitt fram á kvöldin og þau þyrftu að fara langar vegalengdir til að sinna því. „Þá era þessar tillögur ein leið til þess að sundra fjölskyldunni,“ sagði einn fundarmanna á Suðureyri og nefndi til að mynda að með flutningi til ísa- fjarðar gætu krakkarnir ekki lengur hitt foreldra sína í hádeginu. Einna helst beindist þó gagnrýnin að lélegri kynningu tillagnanna eins og ítrekað hefur komið fram, einkum á fundin- um á Flateyri. Fundarmönnum á Suðureyri og Flateyri lá þó meira á hjarta en að gera opinbera gagnrýni sína á títt- nefndar tillögur fræðslunefndar Isa- fjarðarbæjar. Súgfirðingar átöldu til að mynda harðlega áform bæjar- stjómar um að skerða opnunartíma sundlaugarinnar á Suðureyri og sumir þeirra lýstu yfir áhyggjum sín- um af því að GSM-símasamband næðist ekki á öllu svæðinu. Til að mynda væri ekkert GSM-símasam- band í Vestfjarðagöngunum og sömuleiðis væri ekki hægt að ná þar sambandi við útvarp. Birna Láras- dóttir, fulltrúi í bæjarstjórn, tók þó fram að fjarskiptamálin væra eitt af hennar „hjartans málum“ og kvaðst hún m.a. vera að vinna að því að GSM-símasambandið verði jafngott við Súgandafjörð og við Dýrafjörð. Erfiðara væri hins vegar að vinna því fylgi meðal stjórnvalda að bæta út- varps- og sjónvarpssendingar til svæðisins. Þá má geta þess að fram kom í máli bæjarstjóra að hann væri ekki hlynntur því að ísafjarðarbær seldi hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða. Orkubúið væri vel stætt fyrirtæki sem hefði möguleika á því að vaxa enn frekar. Undir þetta tók forseti bæjarstjómar og sagði að sú bæjar- stjórn sem nú væri við stjórnvölinn hefði ekki ljáð máls á þvi að selja hlut bæjarins í Orkubúinu. Mörg störf flutt frá Flateyri Á fundinum á Flateyri kom glögg- lega í Ijós að fleira en óánægja með lélega kynningu á tillögum fræðslu- nefndar lá að baki reiði fundarmanna í garð bæjarstjórnar. Tittnefndar til- lögur um flutning efri bekkjanna til Isafjarðar virtust einungis vera dropinn sem fyllti mælinn. Þetta kom til að mynda vel í ljós í málflutningi Sigurðar Hafberg, eins fundargesta: „Við höfum rosalegar áhyggjur ef á að fara að færa 9. og 10. bekki grann- skólans á Flateyri til ísafjarðar eftir allt sem á undan er gengið," sagði Sigurður og vísaði til þess hve Flat- eyringar hefðu misst mörg störf frá svæðinu á undanförnum áram. „Við misstum til dæmis línubát þar sem störfuðu fimmtán manns,“ nefndi hann m.a sem dæmi og velti síðan þeirri spurningu fyrir sér afhverju fólk byggi á svæðum sem þessum. Jú, því fylgdu kostir og gallar en fólk sætti sig við gallana vegna þess að kostirnir væra til staðar. „En hverjir era gallarair?" spurði hann og kvað þá m.a. felast í því að Önfirðingar þyrftu að fara til ísafjarðar til að sækja hina ýmsu þjónustu. Til að mynda til þess að hitta sýslu- manninn, skattstjórann, tannlækn- inn og svo mætti lengi telja. „En við höfum alltaf sætt okkur við þetta hingað til vegna þess að við teljum hér marga góða kosti; nágrenni heimilis og skóla, vinnustaðar og ým- islegt fleira,“ sagði hann og mátti á orðum hans skilja að fokið væri í flest skjól þegar tillögur væra uppi um að flytja efstu bekki grannskólans til ísafjarðar. Með því töpuðust einnig störf og eins og annar fundargestur orðaði það „um leið sjálfsvirðing íbúanna“. í sama streng tók Hinrik Krist- jánsson, annar fundargestur, en hann fjallaði einnig um skort á að- gerðum til að byggja upp samfélagið á Flateyri eftir snjóflóðið fyrirjúm- um fimm áram. Þar á meðal aðgerðir til að skapa störf og aðgerðir til að bæta gatnakerfi svo dæmi séu nefnd. Sagði hann að íbúar Önundarfjarðar vildu snúa þróuninni við, taka ábyrgð, berjast og skapa sveitarfélag sem fólk vildi búa í. Fleiri fundar- menn tóku undir orð Sigurðar og Hinriks og mátti m.a. heyra fullyrð- ingar þess efnis að trúnaðarbrestur hefði skapast milli íbúanna og full- trúa bæjarstjórnar, trúnaðarbrests sem tæki langan tíma að bæta. Þá var á fundinum rætt um ákvörðun bæjar- stjómar að leggja niður skólahald í Holti í Önundarfii-ði í lok þessa árs, en fulltrúar í bæjarstjórn, m.a. Birna, kváðust myndu taka vel í tillögur bærast þær á annað borð um að þar verði einkarekinn skóli. Kvaðst Bima reyndar taka þá til- lögu upp að eigin framkvæði til skoð- unar í bæjarstjóm kæmi hún ekki annars staðar frá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.