Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Leiðangur undirbúinn að flaki sprengjuflugvélarinnar
Stefnt að því að
sækja líkamsleifar
FYRIRHUGAÐ er að sex björgun-
arsveitarmenn úr breska flughern-
um í Skotlandi komi hingað til lands
í ágúst nk. og taki þátt í leiðangri að
flaki bresku sprengjuvélarinnar
sem fannst í jökli á hálendinu milli
Öxnadals og Eyjafjarðar í ágúst sl.
Vélin fórst 26. maí árið 1941 með
fjórum mönnum innanborðs.
Hörður Geirsson, safnvörður á
Minjasafninu á Akureyri, einn
þeirra sem fann flak vélarinnar í
ágúst sl. eftir 20 ára leit, sagði til-
ganginn með leiðangrinum næsta
sumar að sækja líkamsleifar mann-
anna sem fórust með vélinni og
liggja á yfirborði jökulsins, auk
þess sem boraðar verða prufuholur
í jökulinn. Hann sagði að verið væri
að útbúa legsteina sem koma ætti
fyrir í Fossvogskirkjugarði en þar
er fyrirhugað að koma líkamsleif-
um mannanna í vígða mold. Hörður
sagði stefnt að því að flytja leiðang-
ursmenn og búnað þeirra upp á jök-
ulinn með þyrlu, þar sem þeir munu
dvelja í þrjá til fjóra daga. Frá því
að flak vélarinnar fannst hafa tvær
stofnanir á Bretlandi unnið að því
að finna ættingja mannanna og hef-
ur nú loks tekist hafa upp á ætt-
ingjum Bretanna þriggja sem voru
um borð. Hins vegar hefur gengið
erfiðlega að finna ættingja fjórða
mannsins, sem var frá Nýja-Sjá-
landi. Allir mennirnir, sem voru
ungir að árum er slysið varð, voru
ógiftir og barnlausir að sögn Harð-
ar.
Mikil leit gerð
Flugvélin sem fórst, flaug á sín-
um tíma frá Melgerðismelum, út
Eyjafjörð og yfir Akureyri, þar sem
hún hnitaði hringi til að lækka flug-
ið og hvarf hún mönnum sjónum
þar í ský. Til vélarinnar heyrðist
frá vegagerðarmönnum í Öxnadal
og einnig heyrðu hermenn á Mel-
gerðismelum í vélinni skömmu áður
en hún fórst.
Mikil leit var gerð að vélinni um
allt land og fannst hún ekki fyrr en
tveimur dögum síðar, er leitar-
flokkur sem hafði aðsetur á Bakka í
Öxnadal fann hana. I skýrslu sem
gerð var eftir leitarmönnum og
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi
Varnarliðsins, fann í London sl.
vor, kemur fram að leitarmenn
töldu ekki mögulegt að safna saman
líkamsleifum þeirra manna sem
fórust með vélinni. Þessi skýrsla
varð þó til þess að hægt var að stað-
setja flakið á gömlu korti frá
breska hernum á þessum tíma.
Morgunblaðið/Kristján
Þúsundir titla
á bókamarkaði
BÓKAMARKAÐUR Félags ís-
lenskra bókaútgefanda verður opn-
aður á Akureyri og í Reykjavík í
dag. Á Akureyri er markaðurinn í
versluninni Blómalist við Hafnar-
stræti og þar er búið að raða upp
þúsundum bókatitla af öllum gerð-
um. Til viðbótar eru þúsundir titla
af geisladiskum og einnig tölvuleik-
ir DVD myndir og barnamyndbönd.
Þá eru að þessu sinni seld barna-
leikföng á sérstökum á leikfanga-
markaði í Blómalist.
Markaðurinn er opinn alla daga
frá kl. 10-19 en hann stendur til 5.
mars.
Guðmundur skák-
meistari Akureyrar
Skæð flensa
herjar á
Akureyri
SKÆÐ flensa herjar á Akureyr-
inga og nærsveitarmenn þessa
dagana, einkum meðal yngri
kynslóðarinnar og eru dæmi
þess að skólastofur í grunnskól-
um bæjarins séu hálftómar.
Þannig hafa allt að tveir þriðju
nemenda í einstaka bekkjar-
deildum legið veikir heima.
Ástandið á leikskólum bæjar-
ins er svipað og hafa foreldrar
bama á sumum þeirra verið
beðnir að veita aðstoð þar sem
mikið hefur verið um veikindi
starfsfólks.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á íslandi af smáum
og stórum vogum
Haföu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
Brugðu
sér í
bæjarferð
BÖRNIN á leikskólanum Álfasteini
í Glæsibæjarhreppi brugðu undir
sig betri fætinum í gær og fóru í
bæjarfcrð. Þau fylktu liði um
göngugötuna í Hafnarstræti, litu í
búðargluggana og enduðu svo á því
að setjast inn á kaffihús þar sem
þau gæddu sér á mjólk og kleinum.
Morgunblaðið/Kristj án
Árshátíð
Glerárskóla
ÁRSHÁTÍÐ Glerárskóla verður
haldin í kvöld. Nemendur hafa síð-
ustu vikur æft skemmtiatriði af
ýmsu tagi, söng, hljóðfæraleik og
leikrit, en m.a. sýna nemendur í 9.
bekk leikritið Dýrin í Hálsaskógi.
Tvær sýningar verða í dag, síð-
degis og um kvöldið og eru allir vel-
komnir. Eftir kvöldsýningu verður
dansleikur með Sóldögg til kl. 1.
GUÐMUNDUR Daðason sigraði í
A-flokki á Skákþingi Akureyrar,
hlaut 5 vinninga af sjö mögulegum.
Jafnir í öðru til þriðja sæti urðu
þeir Ólafur Kristjánsson og Jón
Björgvinsson með 4,5 vinninga.
í B-flokki sigraði Skúli Torfason
en hann hlaut 5,5 vinninga af 7
mögulegum. Jafnir í öðru til fimmta
sæti með 4,5 vinninga urðu Hreinn
Hrafnsson, Ágúst Bragi Björnsson,
Eymundur Eymundsson og Hauk-
ur Jónsson.
Jón Björgvinsson varð Hrað-
skákmeistari Akureyrar en hann
hlaut 16 vinninga af 19 mögulegum.
Gylfi Þórhallsson hafnaði í ciðru
sæti með 15,5 vinninga og jafnir í
þriðja til fjórða sæti urðu Áskell
Órn Kárason og Þór Valtýsson með
15 vinninga.
Hraðskákmeistari í unglinga-
flokki varð Halldór Brynjar Hall-
dórsson með 11 vinninga, Siguróli
Magni Sigurðsson hlaut 9 vinninga
og Ragnar Sigtryggsson 8 vinn-
inga. I barnaflokki sigraði Jón
Heiðar Sigurðsson með 9 vinninga,
Aron Hjalti Björnsson hlaut 6 vinn-
inga og Eyþór Gylfason 4 vinninga.
Stefán Bergsson úr Brekkuskóla
AÐEINS eitt tilboð barst í 5. útboði
vegna framkvæmda við Sundlaug
Akureyrar og var það nokkuð yfir
kostnaðaráætlun, eða tæplega 109%.
Tilboðið kom frá Tréverki ehf. á Dal-
vík og hljóðaði upp á rúmar 69 millj-
ónir króna en kostnaðaráætlun
hljóðaði upp á 63,5 milljónir króna.
Um er að ræða innréttingu og inn-
hússfrágang í gamla húsi sundlaug-
arinnar. Einar Jóhannsson hjá bygg-
ingardeild Akureyrarbæjar sagði að
þessi niðurstaða endurspeglaði
þennslu á byggingarmarkaðnum í
tekur nú þátt í Norðurlandamótinu
í skólaskák, sem hófst í gær og lýk-
ur á sunnudag en keppnin fer fram
í Finnlandi. Skákfélag Akureyrar
verður með 10 mínútna mót fyrir 45
ára og eldri í kvöld, fimmtudag og
hefst það kl. 20. Æfingar fyrir börn
og unglinga eru á laugardögum kl.
13.30. Teflt er í Skipagötu 18.
Fyrirlestur
um dagbækur
Vilhjálms
Stefánssonar
DR. Gísli Pálsson prófessor og for-
stöðumaður Mannfræðistofnunar
Háskóla Islands flytur erindi á veg-
um Stofnunar Vilhjálms Stefánsson-
ar fimmtudaginn 24. febrúar kl.
16.15.
Fyrirlesturinn nefnist Dagbækur
Vilhjálms Stefánssonar og er hann
öllum opinn. Hann verður fluttur í
kennslustofu við aðalsal Háskólans á
AkurejTÍ að Sólborg.
bænum, auk þess sem framkvæmda-
tíminn er nokkuð knappur. Hann
sagði næsta skref að fara yfir tilboð-
ið en að lagt yrði til að samið yrði við
Tréverk. Ráðgert er að framkvæmd-
ir hefjist fljótlega en þeim skaljokið
fyrir 1. júní í sumar.
Þá er í gangi alútboð vegna bygg-
ingar og hönnunar á 4. deilda leik-
skóla við Iðavelli en um er að ræða
630-650 fermetra húsnæði. í apríl
verður svo boðin út um 800 fermetra
viðbygging við Oddeyrarskóla og
breytingar á eldra húsnæði skólans.
ðryggisskápar
fyrir heimili og fyrirtæki
í mörgum stærðum
og gerðum.
\lerb frá kr. 19.500.
Sími 461 4025,
fax 461 4026,
netfang gagni@centrum.is.
Sundlaug Akureyrar
Eitt tilboð barst