Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 24

Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 24. FEB RÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Verðstríð á matvörumarkaði í Bretlandi Verðlækkun á þúsund- um vörutegunda London. Morgunblaðið. VERÐSTRIÐ brezku matvöru- markaðanna geisar af fullum þunga. Um helgina var blásið til nýrrar orr- ustu, þegar ASDA-verzlanakeðjan tilkynnti um verðlækkanir á 300 vörutegundum og hefur þá lækkað verð á 3.000 vörutegundum á einu ári. Tesco-verzlunarkeðjan svaraði með því, að þar á bæ hefðu menn varið sem svarar 66 milljónum punda til að lækka verð á 1.000 vöru- flokkum. ASDA gekk í endumýjun lífdag- anna fyrir ári, þegar hún komst í eigu bandaríska smásölufyrirtækis- ins Wal-Mart. Síðan má segja að stöðugt verðstríð hafi geisað með lækkunum og tilboðum og hefúr ASDA sett markið við 6.000 verð- lækkanir í viðbót á árinu. Talsmenn Tesco segja að þeir séu stöðugt með verðlækkanir í gangi og þeir muni ekki verða undir í verðstríðinu. ASDA segir, að vörukarfa með 33 tegundum hafi lækkað um rösk 12 pund á síðasta ári, sem sé 18% verð- lækkun. Tesco segir sína fjölskyldu- körfu með 65 tegundum hafa lækkað um 19 pund á sama tíma, sem sé 16% lækkun. Aðrar verzlunarkeðjur fylgjast grannt með og Safeway tilkynnti að þar yrði þess áfram gætt að verslun- in yrði samkeppnisfær í verði og hjá Sainsbury sögðust menn hafa varið um 200 milljónum punda til þess að ábyrgjast lágt verð á 1.500 vöruteg- undum. Ekki allt sem sýnist Almenningur er að vonum ánægður með verðlækkanimar, en neytendur eru þó hvattir til þess að fylgjast vel með, því ekki sé alltaf allt sem sýnist. f fréttum hafa verið nefnd dæmi um vörur, sem hafa hækkað aftur til þess að vera lækk- aðar síðar og um vörur, sem eru nú talsvert dýrari en þær voru fyrir ári, þ.á m. brauð. Blaðamaður The Daily Telegraph kannaði málið og segir, að menn hafi greinilega unnið heimavinnuna sína, því hjá Tesco hafi í mörgum tilfell- um verið komið nákvæmlega sama verð og hjá ASDA; fljótlega eftir gildistöku verðlækkananna þar. Taflan sem hér fylgir á síðunni birt- ist með frásögn hans: Halda verði uppi í fákeppninni En um leið og verðlækkanimar tóku gildi á mánudag barst stærstu verzlunarkeðjunum bréf frá sam- keppnisstofnuninni, þar sem þær vom beðnar um skýringar á því af INTERNATIO^JAL COLL EGE OF TOURISM Qe HOTEL Management Nám í Astraliu Einn og hálfur tími á þessari kynningu gæti orðið upphafíð að starfsferli fyrir lífstíð The Intemational College of Tourism & Hotel Management, Sydney, Ástralíu, heldur kynningu á námi í ferðafræðum og hótelstjórnun laugardaginn 26. febrúar kl. 13.00 á Hótel Holti, Reykjavík. Skólinn er staðsettur á norðurenda Sydney hafnar, þar sem sér yfir hina frægu Manly strönd, og er í aðeins 15 mín. fjarlægð frá miðbæ Sydney. Komdu og kynntu þér frábær starfstækifæri fyrir þá sem ljúka gráðu eða diplomu frá skólanum. Ráðgjöf: Universal Studies, Parkveien 8, 5007 Bergen, Noregi. Sími 0047 5536 9300. Fax 0047 5536 9301. Netfang: office@unistu.com Verðlækkanir^^ ASDA Tesco hjá breskum matvörumörkuðum Verð (I pundum) Verð (i pundum) var er var er 454 g hakk 1,19 0,99 0,99 0,99 4x500 ml Carlsberg 3,59 2,99 3,25 2,99 1,81 kg franskar 1,89 1,49 2,19 1,49 Walkers crisp 12 í pk. 1,79 1,69 1,79 1,79 Kelloggs kornfleks 500 g 1,09 0,99 0,89 0,79 Tepokar 80 stk. 1,53 1,33 1,57 1,33 Persil þvottalögur 1,51 3,35 2,99 3,65 2,99 Weetabix 72 2,95 2,89 2,95 2,95 Verð samtals: 17,38__ 15,36 17,28_ 15,32 VERÐLÆKKUN Reuters Verðstríðið hófst með kaupum Wal-Mart á ASDA keðjunni því í kjölfarið var ákveðið að lækka vöruverð. hveiju verð í verzlunum þeirra, þar sem þær væru annaðhvort einar um hituna eða bara tvær, er talsvert hærra en þar sem samkeppnin er meiri. Var verzlunarkeðjunum til- kynnt að til þess gæti komið að þeim yrði gert að selja þessar verzlanir ef þær gætu ekki séð til þess að neyt- endur nytu svipaðra kjara þar og annars staðar. Könnun, sem verð- lagseftirlitið framkvæmdi og gerð var opinber um síðustu mánaðamót leiddi einmitt í ljós að verzlunarkeðj- umar léku þann leik að halda vöru- verðinu uppi þar sem samkeppnin var lítil eða engin. Og verðlagseftir- litið ætlar líka að kanna hvort stóru keðjumar fimm; Asda, Safeway, Sainsbury’s, Tesco og Morrisons knýi innkaupsverð niður í krafti stærðarinnar, en láti neytendur ekki njóta nema hluta þeirrar lækkunar. Könnun á matvömverði í Bret- landi og meginlandinu, sem einnig var gerð opinber um mánaðamótin, sló á raddir um að brezkar matvöm- verzlanir, alla vega þar sem sam- keppnin er næg, hefðu fé af við- stóptavinum sínum í stóram stíl með því að láta þá greiða umtalsvert hærra verð, en tíðkast í nágranna- löndum á meginlandinu. í ljós kom, að karfa með 60 vömtegundum kostaði 158,90 pund í Bretlandi, 161,01 í Pýzkalandi, 165,87 í Hol- landi, 171,23 í Belgíu og 173,49 í Frakklandi. Aðeins átta vöra- tegundir vora dýrari í Bretlandi en á meginlandinu. Eftir lækkun á síðari helmingi ársins í fyrra fór vísitala matvöra- verðs í Bretlandi hækkandi um ára- mótin, var 87,5 stig, eða svipuð og var um mitt ár 1998. Vísitalan er miðuð við 100 stig 1987. Ríkisstjómin er ákveðin í að láta matvöraverzlanimar hafa hitann í haldinu. Stephen Byers verzlunar- málaráðherra íhugar nú að fá ferða- menn og starfsmenn eriendra sendi- ráða í lið með verðlagsyfirvöldum með því að skrá vöraverð heima hjá sér ogíBretlandi. Nýtt Vilhelm Fredriksen hjá A.K. Guðberg sprautar í lakkskemmdina. Ný aðferð við FYRIRTÆKIÐ A.K. Guðberg ehf. á Bíldshöfða 14 hóf nýlega að bjóða upp á viðgerðir á lakk- skemmdum á fljótlegri og ódýrari hátt en með hefðbundinni viðgerð. Tæknin kallast ChipsAway og fel- ur í sér að aðeins er gert við sjálfa lakkviðgerðir lakkskemmdina en óþarft er að sprauta t.d. alla bílhurðina ef skemmdin er þar. Viðgerðin tekur 2-3 klst. og samkvæmt upplýsing- um fyrirtækisins er kostnaður ná- lægt helmingi lægri en með hefð- bundinni viðgerð. HREINLEIKI ... . | Ls v % j náttúrulegagott

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.