Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Jesus Posada Moreno, sjávarútvegsráðherra Spánar og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
ísland og Spánn anka samstarf á sjávarútvegssviði
Hyggjast samræma
afstöðu innan NAFO
LANDBÚNAÐAR-, sjávarútvegs-,
og matvælaráðherra Spánar, Jesus
Posada Moreno, var hér á landi í
gær í opinberri heimsókn í boði
Arna M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra. Á fundi sem ráðherrarnir
áttu í gær var m.a. ítarlega rætt um
starfsemi alþjóðastofnana og hyggj-
ast þjóðirnar samræma afstöðu sína
innan Norðvestur-Atlantshafsfísk-
veiðistofnunarinnar (NAFO).
Á fundi ráðherranna í gær voru
m.a. rædd málefni sem lúta að físk-
veiðistjórnun í löndunum tveimur
og farið ítarlega yfir stjórn físk-
veiða á Islandi.
Að sögn Árna M. Mathiesen var
tekin ákvörðun um samstarf vís-
indamanna um rannsóknir á djúp-
sjávartegundum, sem og um sam-
starf í veiðarfærarannsóknum, og
er ætlunin að komið verði á sam-
skiptum milli hafrannsóknastofnana
landanna. Einnig ræddu ráðherr-
arnir samstarf í þeim alþjóðlegu
stofnunum sem þjóðirnar eru aðilar
að. Ákváðu þeir að hafa sameigin-
lega undirbúningsfundi til að sam-
ræma afstöðu fyrir fundi NAFO
sem verða á næstu mánuðum.
Árni segist vonast til að þannig
muni Spánverjar styðja hugmyndir
íslendinga um stjórn rækjuveiða á
Flæmingjagrunni en Islendingar
hafa til þessa verið eina aðildarþjóð
NAFO sem stjórnað hefur veiðum
sínum með aflamarki en aðrar þjóð-
ir hafa úthlutað sóknardögum á
svæðinu. „Við ræddum hugmyndir
okkar ítarlega á fundinum. Evrópu-
sambandið kemur fram sem form-
legur samningsaðili innan NAFO en
Spánn er stærsta fiskveiðiþjóðin
innan Evrópusambandsins þannig
að afstaða Spánverja og samstarf
við þá er okkur mjög mikilvægt,"
segir Árni.
Fiskneysla er mikil á Spáni og
fiskiskipafloti þeirra er gríðarlega
stór. Spánverjar reiða sig hinsvegar
mikið á fískveiðar á fjarlægum mið-
um og segir Árni spænska ráðherr-
ann hafa lýst yfír áhuga á samstarfi
um veiðar á fjarmiðum. Spánverjar
eru öflugasta fiskveiðiþjóð innan
Evrópusambandsins og hafa þeir
beitt sér mikið við mótun sjávar-
útvegsstefnu þess. Þá er Spánn
einn stærsti markaður fyrir íslensk-
an saltfisk en verðmæti útfluttra
sjávarafurða frá íslandi til Spánar
nam á síðasta ári 6,6 milljörðum
króna.
BfflQXiST l vm •mN i— a—f
’ÚZt
aBfaS ’SSféSF I II AÍ
Morgunblaðið/Jim Smart
Um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni í gær. Guðmundur Guðmundsson,
Árni Sverrisson skipstjóri, Guðlaugur Sigurðsson og Ingvi Friðriksson tilbúnir í slaginn.
Árni Friðriksson mælir
loðnu fyrir vestan
RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Frið-
riksson fer vestur um land til loðnu-
mælinga í dag, ef veður leyfír, og
stendur til að leiðangurinn standi
yfir í nokkra daga. Skipið hefur ver-
ið notað við loðnumælingar lengur
en til stóð í vetur og hafði verið
ákveðið að láta þar við standa en
Athugasemd
AÐ gefnu tilefni skal það tekið fram
að í frétt sérblaðs Morgunblaðsins
Úr verinu í gær um skýrslu Banda-
risku vísindaakademíunnar um fisk-
veiðistjórnun í Bandaríkjunum, var
unnið upp úr frétt í blaðinu New
York Times, ekki skýrslunni sjálfri.
Morgunblaðið hefur áður gert þess-
ari skýrslu ítariega skil. Rétt er því
að benda á að í frétt NYT er stiklað á
mjög stóru og ekki fjallað um veiga-
mikil atriði skýrslunnar eins og
hugsanlega gjaldtöku fyrir veiði-
heimildir.
þegar fréttist af loðnu út af Vest-
fjörðum á dögunum var ákveðið að
kanna það nánar. Sjávarútvegsfyr-
irtæki lögðu áherslu á mælingarnar
fyrir vestan og styrkja leiðangurinn.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segir að
boginn hafi verið spenntur við
loðnumælingar á suðaustur- og
austursvæðinu í vetur. Unnið væri
samkvæmt fjárhagsáætlun og
vegna annarra fyrirhugaðra verk-
efna á árinu, eins og rannsókna á
síld, makríl og kolmunna, hefði ekki
staðið til að leggja meira í loðnu-
rannsóknir á vertíðinni. Hins vegar
hefði þótt áhugavert, þegar vart
hefði orðið við loðnu fyrir vestan, og
með stuðningi hagsmunaaðila væri
leiðangur framkvæmanlegur.
Rannsóknir mikilvægar
Friðrik Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir að út-
vegsmenn leggi mikla áherslu á að
staða fiskistofna við landið sé könn-
uð sem best. „Við viljum finna alla
þá loðnu sem er í kringum landið til
að ná sem mestri úthlutun úr stofn-
inum miðað við þær forsendur sem
við höfum gefið okkur varðandi
verndunarsjónarmið," segir hann.
„Miklu máli skiptir að hafa rann-
sóknimar sem víðfeðmastar og þar
sem Hafrannsóknastofnun var búin
með það fjármagn sem til stóð að
setja í loðnurannsóknir á árinu vild-
um við beita okkur fyrir því að þessi
leiðangur yrði styrktur."
Loðnan hefur verið á vesturleið
og er komin vestur fyrir Ingólfs-
höfða en Friðrik segir spennandi að
sjá hvort veiðisvæðin geti orðið tvö,
því þá séu miðin nær ákveðnum
verksmiðjum og hægt að nýta þær
betur. Veiði á fleiri en einu svæði
komi öllum til góða og þó ekki sé
sjálfgefið að hægt verði að veiða
loðnu fyrir vestan geti vitneskja um
hrygningarloðnu þar gert það að
verkum að hugsanlega megi veiða
meira úr göngunni sem er fyrir
sunnan land.
Stjórnvöld kommúnista í Peking
hóta Taívönum valdbeitingu
Kyndir undir
andúð á Kína í
Bandar íkjunum
Washington, Taípei. AP, AFP, Reuters.
YFIRLYSINGAR Kínverja um að
stjómvöld á Taívan snúi sér strax að
viðræðum um sameiningu ríkjanna
eða búi sig undir árás ella geta haft
önnur áhrif en til var ætlast. Hafa
þessar hótanir ýtt við stuðnings-
mönnum Taívans á Bandaríkjaþingi
og teflt í tvísýnu áætlunum Clinton-
stjómarinnar um að auka viðskiptin
við Pekingstjórnina. Málgagn kín-
verska hersins fagnaði hótununum í
gær en dagblöð í Hong Kong vömðu
hins vegar við vopnaskakinu.
Jesse Helms, repúblikani frá
Norður-Karólínu og formaður utan-
ríkismálanefndar öldungadeildar-
innar, sagði í fyrradag að „Rauða
Kína“ hefði hert á hótunum sínum
við lýðræðisríkið Taívan og hvatti til
aukinnar hernaðaraðstoðar við
Taívana. Er Helms einn af fáum
þingmönnum sem enn kalla Alþýðu-
veldið Kína „Rauða Kína“ eins og
títt var í kalda stríðinu en ljóst er að
hótanir Kínverja um innrás í Taívan
hafa þjappað saman stuðnings-
mönnum Taívana á Bandaríkja-
þingi.
Vinnur gegn
eigin hagsmuum
Joseph Biden, demókrati frá
Delaware, sem situr í utanríkis-
málanefnd öldungadeildarinnar,
furðaði sig í fyrradag á yfirlýsingum
Kínverja og kallaði þær mikil mis-
tök. Pekingstjórnin er mjög andvíg
tillögu sem liggur fyrir Bandaríkja-
þingi, um aukna hernaðaraðstoð við
Taívan en að sama skapi er hún
hlynnt tillögu um aukin viðskipti
milli Kína og Bandaríkjanna. Með
hótunum sínum gæti hún þó tryggt
samþykkt þeirrar fyrri og gert út af
við þá síðari. Var stuðningur við við-
skiptatillöguna naumur fyrir og auk
þess hafa bandarísku verkalýðs-
félögin gert það að forgangsmáli
sínu að hún verði felld.
í yfirlýsingu Pekingstjórnarinnar
sagði að héldu stjórnvöld á Taívan
áfram að fresta viðræðum um sam-
einingu ríkjanna, myndu Kínverjar
hugsanlega neyðast til að beita
valdi. Fyrr í þessum mánuði hafði
fulltrúadeild Bandaríkjaþings sam-
þykkt með 341 atkvæði gegn 70 að
auka hernaðarleg tengsl við Taívan
en svo virtist þó sem áhugi á því
væri að minnka. Þar fyrir utan er
öldungadeildin miklu varfærnari í
utanríkismálum en fulltrúadeildin
og búist hafði verið við að hún
myndi liggja á tillögunni og leyfa
henni að deyja í kyrrþey. Nú hefur
Pekingstjórnin hleypt öllu upp í loft.
„Kínastjórn hefur valdið mér
miklum vonbrigðum," sagði Tim
Hutchinson, repúblikani frá Arkans-
as, er hann mælti fyrir samþykkt
tillögunnar í öldungadeildinni. „Það
er engu líkara en hún hafi eðlislæga
óbeit á frelsi.“
„Óskaplegar afleiðingar"
Bandaríkjastjóm mótmælti strax
hótunum Kínverja og Joe Lockhart,
talsmaður Hvíta hússins, minnti á,
að fyrir fjórum árum hefði Banda-
ríkjastjórn sent tvö flugmóðurskip
og önnur herskip til Taívans vegna
svipaðra yfirlýsinga. Þá hafði The
Washington Post eftir Walter B.
Slocombe aðstoðai’varnarmálaráð-
herra í gær, að það myndi hafa í för
með sér „óskaplegar afleiðingar“
fyrir Kínverja fylgdu þeir hótunun-
um eftir.
Talið er að með yfiriýsingum sín-
um vilji Kínverjar hafa áhrif á for-
setakosningarnar á Taívan í næsta
mánuði og fæla fólk frá stuðningi
við þá frambjóðendur sem lengst
vilja ganga í sjálfstæðisátt. Brugð-
ust taívönsk stjórnvöld mjög hart
við þeim og skoruðu á Kínastjórn að
hætta vopnaskakinu og viðurkenna,
að Taívan hefði verið sjálfstætt ríki
frá 1949. Fögnuðu þau jafnframt
viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Enginn fögnuður
í Hong Kong
Málgagn kínverska hersins fagn-
aði í gær hótunum stjómvalda og
skoraði á kínverska hermenn, 2,5
milljónii- manna, að leggja sitt af
mörkum við að „tryggja einingu föð-
urlandsins". Þá birti annað kín-
verskt blað mynd á forsíðu af nýjum
tundurspilli, sem Rússar smíðuðu
fyrir Kínverja, og í fyrirsögn sagði,
að hann væri lausnin á deilunni um
Taívan.
Ýmis blöð í Hong Kong, sem
njóta ennþá meira frelsis en aðrir
kínverskir fjölmiðlar, telja, að hót-
anir Pekingstjórnarinnar muni
koma henni sjálfri í koll, ekki síst á
kosningaári í Bandaríkjunum. Þær
muni aðeins bitna á hagsmunum
Kínverja þar og annars staðar og
sverta ímynd þeirra á alþjóðavett-
vangi.
AP
Kínversk dagblöð og tímarit hafa fylgt eftir hótunum Pekingstjómar-
innar um valdbeitingu gagnvart Taívan. Hafa þau birt myndir af vopn-
um Kínverja og einnig Taívana, þar á meðal þessum taívönsku cldflaug-
um af Tianjian-gerð sem sjást á blaðastandinum til hægri.