Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hið læknandi afl listarinnar í kvöld verður frumsýnt á Litla sviði Þjóð- leikhússins nýtt íslenskt leikrit, Hægan El- ektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmunds- dóttur. Hávar Sigurjónsson ræddi við höfundinn, leikkonur og leikstjóra um þetta margslungna verk sem vafalaust á eftir að verða mörgum frjó uppspretta vangaveltna um samspil lífs og listar. Hin mörgu andlit leikkvennanna tveggja í sýningunni, GRÍSKA goðsögnin um El- ektru rennur hægt og síg- andi upp fyrir hugskots- sjónunum meðan leik- konurnar tvær snúast hvor um aðra einsog köttur og mús, þó ekki verði alltaf séð hvor er kötturinn og hvor er músin. Hvor ræður ferðinni þá stundina. Elektra þráir hefnd í hinni fomu sögn er kjarninn sá að Elektra hataði móður sína Klýt- emnestru fyrir að hafa drepið Aga- memnon föður þeirra. Hún ráðgerir að drepa móðurina með fulltingi bróður síns Órestes. Hann hefur ver- ið í útlegð og án hans getur Elektra ekki hefnt; hún verður að þrauka sambúðina með móður sinni, þar til Órestes snýr aftur. Hrafnhildur segist hafa haft hina grísku goðsögn í huga við samningu verksins en það sé þó engan veginn nauðsynlegur lykill að skilningi á því. Tvíræðni verksins verður enn áleitnari þegar við blasir að leikkon- urnar tvær eru hvorttveggja í senn, persónurnar í leikritinu og leikkon- urnar Edda Heiðrún og Steinunn Ólína. Eru þær tvær eða fjórar? Hvar endar leikhúsið og hvar byrjar raunveruleikinn? Er leikhúsið kannski hluti af raunveruleikanum? Að sjálfsögðu. Er áhorfandinn ekki lengur óhult- ur í vernduðu vígi sínu? Mjúku sæt- inu í rökkurhjúpuðum salnum. Ekki má þó skilja þetta þannig að sýningin sé þeirrar tegundar að áhorfandinn þurfi að óttast áreitni leikendanna. Mörkin sem Hrafnhildur fæst við í leikriti sínu eru hin huglægu mörk milli leikara og áhorfanda. Hún ræðst á garðinn þar sem hann er hæstur og dreifir hleðslunni um víð- an völl, leikhúsið er lífið og lífið er hstin; að þetta verði ekki aðskilið og megi ekki aðskilja er einn þráður hugsunar af mörgum í þessu marg- slungnaverki. Ekki með leikhópinn á bakinu Tíu ár eru liðin síðan Hrafnhildur steig fram á íslenskt leiksvið með leikrit sitt Ég er meistarinn. Leikrit- ið sló í gegn á öllum póstum, gekk í Forsala á Svanavatnið FORSALA aðgöngumiða á sýningu San Francisco-ball- ettsins á Svanavatninu hefjast 1. mars og stendur til 7. mars. Miðasala verður í Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Torfunni og verður opin frá kl. 13-17 alla dagana. Sýningar á Svanavatn- inu verða fimm í Borgarleik- húsinu: 26., 27. og 28. maí. Á síðdegissýningunni sunnudag- inn 28. maí verður lægra verð fyrir 12 ára og yngri. hálft annað ár í Borgarleikhúsinu og Hrafnhildur hlaut Leikskáldaverð- laun Norðurlanda fyrir verkið er þau voru afhent í fyrsta sinn 1992. Hún segist í kjölfar þessa hafa snúið sér að öðru, flutti til Frakklands og Iagði stund á nám í leikhúsfræðum og hóf ekki ritun annars leikrits fyrr en talsvert löngu síðar. Því verki lauk Hrafnhildur 1998 og hefur sýningin sem nú lítur dagsins ljós verið í und- irbúningi um ríflega eins árs skeið. Leikstjórinn Viðar Eggertsson bendir á þessu til staðfestingar að hann hafi fengið handrit að leikritinu í hendur í árslok 1998 og tæplega hafi nokkru verið breytt síðan. Hrafnhildur segist líka vera þannig höfundur að hún vilji ljúka við verk sitt áður en það kemur fyrir annarra augu; „Það hentar mér ekki að skrifa með leikhópinn á bakinu." Sannur leikur eða sannleikur Mæðgurnar, leikkonumar tvær, eiga sérkennilega sögu að baki þegar við kynnumst þeim á Litla sviði Þjóð- leikhússins. Þær hafa unnið mikið saman, sýnt í eins konar tilraunaleik- húsi spunasýningu þar sem móðirin leikur unga stúlku og dóttirin leikur karlmann með heldur vafasamar áætlanir. „Móðirin hefur haldið við æskublóma sínum með því að láta dótturina leika vonbiðla, við fáum ekki að vita hvers konar leikþættir hafa spunnist á milli þeirra en veiga- mikill hluti leikritsins er fólginn í kvikmynd sem lýsir síðustu sýningu þeirra af þessu tagi,“ segir Viðar. Kvikmyndin birtist á tjaldi að baki leikkonunum og atburðarásin á svið- inu kallast á við atburðarásina á tjaldinu; nútíðin og fortíðin samein- ast þannig í augnabliki sýningarinn- ar, spuninn sem er alfarið list augna- bliksins er frystur til eilífðar á tjaldinu, hinn æfði leikur sem gerist í augnablikinu er hinn eiginlegi spuni eða hvað? Sýningin sem var, kvik- myndin, endaði öðruvísi en ætlað var og þær mæðgur hættu að leika sam- an. Þar til núna. Eða eru þær ekki að leika? Er það ástand sem við verðum vitni að í leikhúsinu eitthvað allt ann- að en leikur? Er það raunveruleik- inn? Eins og raunveruleikinn getur orðið á leiksviðinu. Skáldskapur með fótfestu í sannleikanum. Sannur leik- ur? Besti vinur og versti óvinur „Leikritið lýsir samskiptum móð- ur og dóttur,“ segir Steinunn Ólína, sem fer með hlutverk dótturinnar. „Móðirin er alltaf að leika, maður er aldrei viss hvenær hún er hún sjálf eða ekki. Stelpan er hins vegar hætt að leika. Hún er að leita að einhverj- um sannleika. Leita að eðlilegum * Sýningarlok og leiðsögn um LI SYNINGU á verkum Claudio Parm- iggiani lýkur um helgina. Leiðsögn um sýningu á verkum ítalans Claudio Parmiggiani og bandarísku listakonunnar Roni Hom verður í Listasafni íslands sunnudaginn 27. febrúar kl. 15, í fylgd Ólafs Gíslasonar sérfræðings. Claudio Parmiggiani (f. 1943) til- heyrir þeirri kynslóð ítalskra mynd- listarmanna er kom fram á síðari hluta sjöunda áratugarins. Sýningin er fyrsta yfirlitssýning sem haldin er hér á landi á verkum ítalsks lista- manns úr samtímanum og um leið eitt viðamesta verkefnið sem Lista- safn íslands hefur ráðist í af þessu tagi, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er haldin í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000, og Istituto Italiano di Cultura í Osló. Sýning Roni Hom endurspeglar reynslu listakonunnar af dvöl hennar á nyrstu svæðum íslands umhverfis heimskautsbaug. Á sýningunni era ljósmyndir sem endurspegla augna- blik af þessari reynslu, en þær er jafnframt að finna í bókinni Artic Circles. Sýning Roni Horn stendur til 5. mars. Gallerí i8, Ingólfsstræti 8 Sýningu á verkum Birgis Andrés- sonar í i8 lýkur á sunnudag. Birgir Andrésson var fulltrúi ís- lands á Feneyjartvíæringnum árið 1995. Þau verk sem Birgir sýnir nú í Gallerí i8 era byggð á frímerkjum sem gefin vora út af íslensku póst- þjónustunni á 5. áratugnum og sýna styttu Einars Jónssonar af Þorfinni Karlsefni, Heklugosið, Geysi og Eir- íksjökul. Það er þó ekki myndefnið sjálft sem við sjáum í verkum Birgis, heldur formið eða rammann, sem myndimar era felldar inn í, segir m.a. í fréttatil- kynningu. Þessi sýning er liður í dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Ástar- og haturssamband móður og dóttur. Leikarar og listrænir stjórnendur HÆGAN ELEKTRA eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmunds- dóttur. Leikarar: Atli Rafn Sigurð- arson, Edda Heiðrún Back- man, Steinunn Óh'na Þorsteins- dóttir. Leikstjóri: Viðar Eggerts- son. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Tónlist: Valgeir Sigurðsson. Lýsing: Björn B. Guðmunds- son. samskiptum og því að hlutimir séu ræddir út. Hún er hins vegar undir áhrifum af móður sinni og leiksviðinu sem hún lifir og hrærist í. Stundum tekur hún þátt í því með henni. Henni þykir vænt um móður sína og hefur húmor fyrir henni líka. Hún er líka ein af þeim dætram sem hefur ekki náð að þroskast frá móður sinni. Samband þeirra er hið fullkomna eða ófullkoma ástar/haturssamband. Kannski er það eins og að lokast inni í lyftu ævilangt, með sínum besta vini og sínum versta óvini.“ Leikurinn í leikritinu, kvikmyndin á tjaldinu, snýst um að dóttirin í gervi karlmannsins (Órestes?) reyn- ir að drepa móður sína í hlutverki hinnar ungu konu. „Hún reynir að drepa það í fari móður sinnar sem hún þolir ekki,“ segir Edda Heiðrún. - En era þær að semja leikritið á staðnum? Er það hinn eiginlegi spuni? „Já,“ segja þær báðar. „Eins og kemur fram í kvikmyndinni í upp- NínaBjörk Árnadóttir les í Gerðarsafni NÍNA Björk Árnadóttir les úr verkum sínum í dag, fimmtu- dag, kl. 17 í kaffistofu Gerðar- safns. Dagskráin er á vegum Ritlistarhópur Kópavogs og er aðgangur ókeypis. hafi. Þær nota sitt eigið líf og sínar eigin tilfinningar sem efni í leikritið sem við sjáum.“ - Væntanlega á sama hátt og höf- undurinn notar alltaf sitt eigið líf og sínar eigin tilfinningar sem upp- sprettu sinnar sköpunar? „Já,“ samsinnir Hrafnhildur með varúð en tekur jafnframt fram að það jafngildi ekki því að hún sé að skrifa um eigin reynslu. „Þetta var auðvitað eitt af því sem fólk velti mikið vöngum yfir varðandi Ég er meistarinn og vafalaust verður það sama að einhverju leyti uppi á ten- ingnum núna.“ Þær Edda Heiðrún og Steinunn Ólína taka undir þetta og benda á að leikritið fjalli á vissan hátt um þetta. „Þegar fólk tengir leikarann svo sterkt við hlutverkið að það álítur hann vera eins innrættan og pers- ónuna.“ Efnið ræður forminu Vissulega má finna sameiginlegan grannflöt á milli beggja verka Hrafnhildar. í báðum verkum er henni hugleikið samspilið milli lífsins og listarinnar. „Ég horfði á myndbandsupptöku af Ég er meistarinn tveimur áram eftir framsýningu," segir Hrafnhild- ur. „Mér fannst það orðið afskaplega vont leikrit. Ég hafði í huga hvort það væri eitthvað sem ég gæti tekið með mér inn í vinnuna við næsta leikrit. Það sem mér þótti hafa mest- an kraft í Meistaranum var hið óræða samband milli Hildar og j meistarans. í Ég er meistarinn hafði | formið forgang en í þessu leikriti hef ég reynt að láta formið lúta efninu, það er hinn mótandi kraftur." Edda Heiðrún bendir á að sem leikkonurnar (mæðgurnar) á sviðinu taki þær ekki tillit til kvikmyndar- innar sem birtist á tjaldinu. „Kvik- myndin er minning um það sem gerðist í raunveraleikanum. Sögurn- ar tvær, kvikmyndin og leikurinn á sviðinu, eru fonn verksins. Á tjald- : inu sjáum við sýninguna eins og hún var, á sviðinu sjáum við hana eins og hún er. Þarna á milli hefur liðið tals- verður tími og eitthvað hefur gerst. Kannski hafa þær hætt að leika, kannski farið í einhvers konar með- ferð, en núna era þær að leika ástandið eins og það hefði orðið ef þær hefðu hætt að leika. Þær hafa náð sér af áfallinu með því að halda áfram að leika." „Listin er hið læknandi afl. Bals- am á sálina," segir Viðar leikstjóri spakur á svip.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.