Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathafhir ogjarðariarir. AUur ágóði rennur til líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN <St" HJÁLPARSTOFNUN VT£/ KIRKJUNNAR Shell olís www.mbl l.is UMRÆÐAN Af köttum og keisurum ÞAÐ fara fram hreinsanir í land- inu, og beinast ekki bara að flæk- ingsköttum. Þegar arkitektinn bannaði stækkunargler á borðum lesstofu handritadeildar Þjóðarbók- hlöðunnar með þeim rökum að þau spilltu heildarsvipnum, þá hlutu íslenskir origin- alar skell sem reið þeim að fullu. Og hafði þá þrengt því meir að þeim sem þjóðfélags- gerðin komst nær því að taka á sig núverandi mynd. Nú rekst ég á þá lyfjaða og deyjandi á útskæfum borgarinn- ar, á hælunum Kumb- aravogi, Sólheimum, Ási eða Víðinesi. Og þeir sérvitringar, sem að írskum hætti héldu líkvöku yfir sjálfum sér á Keisaranum við Hlemm fremur en deyja að fullu og öllu inn í einhverja líknarstofnunina; þeir fara nú sömu leið og köttunum var ætluð enda hefur veitingastaðn- um verið lokað fyrii' fullt og allt. Rökin eru óhrekjanleg: það er landhreinsun af því að útrýma flæk- ingsköttum og loka stöðum eins og Keisaranum; hindra menn, sem ekki láta skipast við borgaralega innræt- ingu heldur bregða eigin svip á um- hverfi sitt hvar sem þeir koma, í að spilla þeirri regluföstu léttúð sem orðin er vilji meirihluta manna í landinu með ærnum tilkostnaði. Og þótt stöku sinnum bregði fyrir á skjánum mönnum eins og Bill Gates og Simon Spies, grunsamlega líkum í útliti og fasi neftóbaksspekingum úr anddyri Safnahússins við Hverf- isgötu meðan það var og hét, þá sýn- ir það ekki annað en að afburðamenn skera sig hvarvetna úr, og eiga það eitt sameiginlegt með sérviskudöll- Samt er vert að staldra við og huga að því hversu dýru verði hið einsleita mannlíf markaðsþjóðfé- lagsins var keypt. Þessi samstilling sem vekur svipaðar langanir með öllum, þessi taktvísi herskólaagans sem einkennir nýja kynslóð sölumanna á afurðir sínar og starfsgetu. Þar með talið verð- bréfabraskið. Hreins- anirnar fóru fram í áföngum og hafa nú, án mikils umtals, náð þeim árangri að það eitt veldur óþægindum meðal hinna útvöldu í þriðja eða fjórða lið að heyra á þær minnst. Þær tóku á sig mynd skilvindu; frá því á kreppuárunum á fjórða áratug síðustu aldar, þegar fyrst varð til menningarsnauður borgarlýður á Islandi, hefur verið í þróun íslenskt þjóðfélagskerfi sem þrýstir, með æ skilvirkari hætti, slíku undirmáls- fólki út í samfélagsjaðarinn. Þar gilda önnur félagsleg lögmál en í al- faraleið og taka að móta þessa stétt- leysingja með sínum hætti. Þar úti í jaðrinum er sjálfseyðilegging, í mis- munandi róttækri mynd, hinn dag- legi kostur. Áníðsla og sinnulaus undirgefni hinna síhræddu kemur þar í stað hóglegs félagslyndis þeirra betur settu. Og fáránlegt samviskunag kvelur úrhrakið fyrir að hafa ekki burði til að lifa lífinu eins og annað fólk. Streita, sem fylg- ir, sekkur þessu fólki smám saman í hugarvíl hinna vægari vistarvera Vítis. - Ég skal skýra mál mitt nánar. Á kreppuárunum tóku mannbótakenn- ingar menntamanna að hillast til um áhrif meðal hérlendra áhrifamanna; það er síður en svo hægt að eigna Hreinsanir En í nafni hámarks- árangurs á hverju sviði er sérvitringum nú út- rýmt af þvílíkri skil- virkni, segir Þorsteinn Antonsson, að jafnvel tölvujöfurinn Bill Gates á undir högg að sækja enda undir sömu hags- munarök seldur og flækingskettirnir í Reykjavík. þau fræði Þjóðverjum einum. Þeirra gætti í skólakerfinu þegar ég var í gaggó, um 1960, þá var nemendum skipað í bekki eftir einkunnum og öllum frjálst, nemendum, kennur- um, foreldrum, að draga ályktanir af því að í lökustu bekkjardeildinni var mest af krökkum úr braggahverfum borgarinnar. Ályktanirnar, barna og fullorðinna, voru einfaldar og skýr- ar, og hafa varðveist í þessum fleygu orðum: „Þú ert aumingi með hor sem býrð í bragga!“ Bókvit manna er fremur háð hefð- um en verksvitið og leiddi því hina betur settu til menntaskólanáms og embættismennsku. Þess var á hinn bóginn að vænta að hinn uppflosnaði borgarlýður hefði verksvit fremur en bókvit. Þeir með verksvitið fóru í verknám og síðan iðnnám ef þeir áttu þess kost. En hvort sem heldur var fóru þeir til vinstri og þá sem nokkurskonar óæðri manngerð. Væri hugurinn frjór leiddi það til samskonar höfnunar. Maður með listagáfu leitaði sér öryggis í klíkum á kaffihúsum bæjarins; einangraði sig með sérviskutöktum klíkunnar og hlaut fyrir viðurkenningu hennar um leið. Hinir bágrækustu urðu að svipdráttum borgarlífsins sem allir könnuðust við af útisetum þeirra; rónar og annað útigangsfólk. Þar var frumleikann að finna, að áliti Kjarvals. Yfirburðafólkið greindist fá undir- málsfólkinu með þessum sjálfvirka hætti og mjög í anda mannbótakenn- inga hérlendis sem annars staðar. Dagskipanir um hreinsanir komu síðar, þegar farið var að fjarlægja afbrigðilegt fólk af götum borgar- innar, koma því fyrir í húsnæði í eigu EINFALT ■ AUÐVELT ■ HANDHÆGT 0DEXION APTON SMÍÐAKERFI -Sniðið fyrir hvern og einn SINDRI -Þegar byggja skal með málmum Borgartúni 31 • 105 Rvik • simi 575 OOOO • fax 575 0010 • www.sindri.is Þorsteinn Antonsson hennar og á hennar kostnað, og á hæli þeim sem síst létu að stjórn. Á þessum tíma, fyrir fáeinum áratug- um, lifði enn með þjóðinni vitundin um húsgangstíð íslensks undirmáls- fólks; og markmiðið í beinu fram- haldi af hugarfari sveitafólksins, að snapagesturinn hlyti varanlegt skjól, lágmarksviðurværi og skilyrði til að sinna sérvisku sinni óáreittur ef sérþarfir hans voru á annað borð einhverjar. Menning, sem stendur undir nafni, gerir hvarvetna og hve- nær sem er ráð fyrir dálitlum hópi manna sem ekki lætur skipast við hin félagslegu rök um að allir virði hagsmunapólitík fjöldans. Fram að því að hreinsanir hófust í landinu skildist Islendingum, að það er nauðsyn fyrir okkur sem þjóð að eiga öræfi sem við ekki getum tamið, og kolbíta sem við ekki getum ham- ið. í fyrstu var látið duga að fjar- lægja menn og koma þeim fyrir á stofnunum; lofa mönnum að rölta þar um ganga og grundir í gloríu sinni eða armóð eins og rithöfundur- inn Agnar Þórðarson lýsir svo skemmtilega þegar hann er spurður um uppvaxtarár sín á Kleppi. Svo hófust nýjar hreinsanir, grófari hin- um fyrri. Þeim nýju fylgir að mönn- um, sem fyrir hina félagslega að- hlynningu hafa lifað á gráu svæði milli borgarans og vitfirringsins, eru settir þeir afarkostir að hlíta fræði- legum fortölum sem beinast að því að gera úr þeim skilgreinda vitfirr- inga, eða í besta falli meðfærilega drykkjusjúklinga. Mannbótastefnan, trúin á útlit- seinkenni og atferli sem mælikvarða á manngildi, leiddi hérlendis til van- ana þeirra erfiðustu þegar lengst var gengið. Núverandi stig borgara- legs lífs og markaðshyggju hefin- leitt til hreinsana sem varla eru geð- felldari; börnum með frumlega vits- muni er þröngvað undir hinn al- menna hugsunarhátt skólakerfisins með fortölum og ef ekki dugar þá með reglubundnum lyfjagjöfum, umbunarkerfum og öðrum kerfis- bundnum aðgerðum fagfólks uns þessum börnum verður ekki sjálfr- átt um athafnir sínar heldur leika þær listir sem til er ætlast af þeim eins og dýr í hringleikahúsi. Nauð- þurftarfólki, eins og því í blokkunum við efri hluta Skúlagötu, eru gerð til- boð um að það tileinki sér fésýsluvit borgaralegs fólks og kaupi húsnæðið sem því hefur verið lagt til en leggist út ella. Geðdeilum er lokað með þeim rökum að reglubundin lyfjagjöf dugi til að gera sjúklingana óskaðlega. Á 19. öldinni naut jafnvel Hún- vetningurinn Jóhann beri þeirrar mannhelgi að vera hann sjálfur í baðstofum sveitunga sinna jafnt sem á randi hans milli bæja. En í nafni hámarksárangurs á hverju sviði er sérvitringum nú útrýmt af þvílíkri skilvirkni að jafnvel tölvujöfurinn Bill Gates á undir högg að sækja enda undir sömu hagsmunarök seld- ur og flækingskettirnir í Reykjavík. Höfundur er rithöfundur. ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GETUR ÞÚ NÝTT ÞÉR ( > T Æ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.