Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
•9
fjsgg
H^j
Árni Matthíasson frá mbl
CeBIT er stærsta upplýsinga-
tæknisýning heims þar sem yfir
7.800 fyrirtæki frá 69 löndum
sýna vöru sína og þjónustu.
er á sýningunni, sem haldin er í Hannover
í Þýskalandi, og skrifar fréttir af því
nýjasta úr heimi tækninnar.
Fréttirnar birtast jafnóðum á mbl.is.
Það verður
virkjað
ÍSLAND er land
öfga og við erum stolt af
því afli sem í þessum
öfgum felast. Mér var
ekki eins ljóst, að við Is-
lendingar værum svo
mótaðir af landinu sem
raun ber vitni, enda
voru öfgar ekki taldar
til kosta hjá mönnum,
en nú eru aðrir tímar.
Að standa með þjóð
sinni er að deila við
hana einn og án aðstoð-
ar utanaðkomandi
málaliða, annað er
ómerkilegt svo ekki sé
meira sagt. Það er sem
á öllum málum sem upp
koma í þessu þjóðfélagi séu ekki bara
níutíu gráðu horn heldur og miklu
fremur hundrað og áttatíu gráður.
Það er hægt að stefna í hérumbil átt
en það er ekki hægt að stefna bæði
suður og norður. Einhver er því á vit-
lausri stefnu og það kemur í ljós í fyll-
ingu timans hver það er.
Fossar og fen
Alla tíð síðan maðurinn varð til þá
hefur vatni verið veitt til aukinnar
hagsældar, en það verður ekki virkjað
nema með falli og það verður ekki
miðlað nema í dæld. Þar sem ekkert
fall er, þar eru heldur engir fossar.
Þar sem engin dæld er þar verður
vatni ekki miðlað. I virkjun, þá er fall-
ið aflið og dældin stöðugleikinn. An
falls og dældar verður ekki virkjað.
Megi ekki nota svona staðhætti á ís-
landi, þá eigum við ekki marga virkj-
unarkosti.
Gagn og forarpyttir
Það er eftirsjá að svo mörgu og það
er eftirsjá að Herðubreiðarlindum
eins og þær voru, en það talar enginn
um það. Þar er nú þorp í miðri vininni
og vantar bara bensínstöðina. Það er
eftirsjá að Landmannalaugum eins og
þær voru. en síðast þegar ég kom þar,
þá var helst að sjá þar bílastæði, tjald-
stæði, húskofa og franskan forarpytt.
Svona dæmi má víða tiltaka, þar sem
farið er illa með án nokkurrar ástæðu.
Þegar svona gerist þá segir enginn
neitt, því að það eru gjaman öfgafullu
náttúruvemdarmennimir sem þama
em að verki. Mér er það ekkert Ijúft
að Jökla verði hamin, þetta afl, þetta
vætti á dalnum sem þar var þegar
landið fannst. En hún verður virkjuð,
því að það er tQ gagns og á því gagni
þarfaðhalda.
Menning og lágkúra
Við sem viijum virkja verðum þó
umfram allt að huga að réttlæti, skyn-
semi pg virðingu fyrir skoðunum ann-
ara. Ómar Ragnarsson má því hafa
sínar skoðanir á þessu máli og sama á
við um Vigdísi. Konni skáld má sem
og aðrir fara til raups við gamaldags
kónga. En ansi finnst mér lítið leggj-
ast fyrir kappann að fara í liðveislu
betliferð tQ Noregs. Undir Noregs-
konungi eigum við ekkert, Konni
minn, og er nokkuð síðan svo varð.
Málaliða erlenda má eflaust finna víða
en það ætla ég að drápur dugi þeim
skammt sem borgun. Það er ómerki-
legt að sækja lið erlendis til að beija á
þjóð sinni og gildir einu hvaða stöðu
viðkomandi hefur haft. Sá (sú) sem
finnur sig jafnari öðrum
Islendingum og hæfari
til að hvísla í eyru er-
lendra, segið okkur frá,
svo við hin lægri getum
notið dýrðarinnar. Við
erum, jú, öll í sama bát
og verðum ein að koma
okkur saman um það
hver því stjómar, hvert
skal róið.
Dauðinn og þvaðrið
Það má tala í allar
áttir og plokka fjalla-
grös eða nostra við ör-
verur, nú eða bara tala
svo annað verði ekki
gert. Sumir eru einfald-
lega þannig, að þeir koma sér aldrei
að verki, vegna þess að þeir þurfa svo
mikið að tala. Talmál er mikilvægt, en
þar kemur, að ákvörðun verður að
taka, annars er dauðinn á næsta leiti.
Núna er þetta verk, virkjun á Austur-
landi, tilbúið og klárt og búið að tala
um það lengi. Fólkið í landshlutanum
hefur haft væntingar og mai'gir hafa
sniðið sér þröngan stakk frekar en að
fara. Ef við ætlum bara að halda
Virkjanir
Þegar ég verð genginn,
segir Hrólfur Hraundal,
þá verða þau föll sem nú
er deilt um partur af
aflkerfí vesturheims.
áfram að tala og leggja eitthvað ann-
að til en það sem á að gera, þá skulum
við gleyma hagvextinum. Því það
verður hvergi hægt að virkja, nema
hugsanlega einhveija bæjarlæki.
Jarðgufuaflsstöðvar verða ekki til á
einni nóttu, munum Kröflu. Þá var
ekki svo lítið látið, en það ræður eng-
inn við náttúruöflin.
Sköpunin og gæðin
Við hefðum aldrei orðið til í þessari
náttúru nema því aðeins að við mátt-
um nota þau gæði sem fyrir hendi
voru. Amerískir þjóðgarðar eru til
heiðurs þeim sem að stóðu enda land-
ið stórt og auðugt. ísland er ekki
þjóðgarður inn í miðri heimsálfu og
það er ekki pláss fyrir ameríska þjóð-
garða á eyju hér norður við Ishaf. Ef
við vildum gera ísland og hafið um-
hverfis að þjóðgarði og lifa á túristum
þá er hætt við að einhver yrði fyrir
vonbrigðum, því túrismi er háður
tísku og þol landsins hefur takmörk.
Að naga harðan fisk og söl gæti því
orðið kostur, en ekki er víst að kæti
göm tO lengdar. En orku vantar allt-
af, því í genunum mannsins er eitt-
hvað sem segir því auðveldara, því
betra.
Að mér dauðum
Þegar ég verð genginn þá verða
þau föll sem nú er deilt um partur af
aflkerfi vesturheims.
Hver skyldi þá eiga rétt á arðinum?
Höfundur er fyrrverandi björgunar-
sveitarforingi frá Neskaupstað og
þekkir þvf vel til á Brúaröræfum.
UMRÆÐAN
Hrólfur
Hraundal
Nýjasta tæknin er á mbl.is!
H>mbl.is
-ALLTAT (=/TTH\/A£} NÝTT
Greiðslukerfi banka
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/
Textílkjallarinn