Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 49
SKOÐUN
TVÆR UNDIR-
SKRIFT AS AFN ANIR
Þorvaldur Ragnar Þorsteinn
Búason Ingimarsson Sæmundsson
NÝLEGA er lokið undirskrifta-
söfnun samtaka Umhverfisvina.
Undirskriftirnar voru afhentar
14. febrúar og var þá tilkynnt að
45.386 manns hefðu skrifað undir.
Þegar þessari söfnun var hleypt af
stokkunum hinn 10. nóvember var
það yfirlýst markmið forvígismanna
hennar að ná meira en 60 þúsund
undirskriftum og slá það met sem
sett hefði verið árið 1974 með undir-
skriftasöfnun Varins lands. Söfnun
Umhverfisvina skyldi lokið fyrir
jólaleyfi Alþingis.
Vonbrigði og afsakanir
Þegar leið að jólum og ljóst var að
takmarki Umhverfisvina yrði ekki
náð á þeim tíma sem þeir höfðu sett
sér, hafði helsti talsmaður þeirra,
Ólafur F. Magnússon, á því tvær
skýringar. í fyrsta lagi hefði Varið
land haft meiri tíma en Umhverfis-
vinir til söfnunar undirskrifta, og í
öðru lagi hefðu Umhverfisvinir
mætt fádæma andspyrnu og ofsókn-
um. Undirskriftalistar hefðu verið
fjarlægðir og eyðilagðir og þannig
verið spillt fyrir söfnuninni.
Ólafur tilkynnti að gert yrði hlé
yfir hátíðirnar en söfnunin síðan
framlengd til loka janúar.
Meðan á undirskriftasöfnun Um-
hverfisvina stóð komu fram raddir
sem reyndu að gera lítið úr slíku
framtaki, og var spjótum þá stund-
um beint að undirskriftasöfnun Var-
ins lands.
Einhverjir sögðu að ekkert hefði
verið að marka þá undirskriftasöfn-
un því að fólk hefði verið neytt til að
skrifa undir. Einn af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins komst svo að
orði í útvarpsviðtali að hún þekkti til
fullorðinnar konu sem hefði verið
hrædd til þess að skrifa nafn sitt á
lista Varins lands, því að annars
myndu Rússarnir koma. Af þessu
dró þingmaðurinn þá ályktun, að
undirskriftasöfnun Varins lands
hefði verið marklaus og þar með all-
ar undirskriftasafnanir!
Eftir að söfnuninni lauk hafa
komið fram nýjar skýringar á því
hvers vegna Umhverfisvinum tókst
ekki að jafna met Varins lands. Nú
er sagt að ekki sé hægt að bera
þeirra undirskriftasöfnun saman við
„það átak sem herstöðvasinnar
efndu til 1974 með átaki lýðræðis-
flokkanna svokölluðu og fyrirtækja
landsins“ svo að vitnað sé í vefsíðu
Vísis frá 17. febrúar. Hvort orðalag-
ið er komið frá talsmönnum Um-
hverfisvina skal ekki fullyrt.
Rangfærslur sem
þarf að leiðrétta
Þegar svo langt er gengið í rang-
færslum, er óhjákvæmilegt að þeir
sem stóðu að undirskriftasöfnun
Varins lands stingi niður penna til
að leiðrétta verstu villurnar. ítar-
legar upplýsingar um þá söfnun
liggja fyrir í greinargerðum til dag-
blaða þegar undirskriftasöfnunin
fór fram, svo og í málsskjölum fyrir
héraðsdómi og hæstarétti vegna
þeirra málaferla sem fylgdu í kjölfa-
rið. Ef talsmenn Umhverfisvina og
aðrir áhugamenn hefðu haft fyrir
því að kynna sér þessi gögn eða
spyrja þá sem stóðu að undirskrifta-
söfnun Varins lands, hefðu þeir tæp-
lega látið frá sér fara þau vafasömu
ummæli sem rakin eru hér að fram-
an. Þá er jafnframt ólíklegra að Um-
hverfisvinir hefðu hætt sér út í sam-
anburð við undirskriftasöfnun
Varins lands. Árangur þeirrar söfn-
unar var sennilega heimsmet í lýð-
ræðisríki, met sem seint verður
jafnað.
Vegna þeirra sem eru ungir að ár-
um og vita ekki um hvað þessi undir-
skriftasöfnun snerist, er rétt að geta
þess að í ársbyrjun 1974 var allt útlit
fyrir að ríkisstjórnin myndi segja
upp varnarsamningnum við Banda-
ríkin og láta varnarliðið fara. Þessi
stefna olli miklum ugg meðal þorra
landsmanna og varð kveikjan að
undirskriftasöfnuninni.
Tölulegur samanburður
Hve mörgum undirskriftum hefðu
Umhverfisvinir þurft að ná til að slá
met Varins lands? í því sambandi er
nauðsynlegt að taka tillit til fjölgun-
ar þjóðarinnar á þeim aldarfjórð-
ungi sem liðinn er síðan undir-
skriftasöfnun Varins lands fór fram.
Samkvæmt tölum Hagstofu Islands
var mannfjöldinn 1. des. 1973 sam-
tals 213.722. Hinn 1. desember 1999
nam fjöldinn 278.702. Fjölgunin
nemur 30%.
Undirskriftir Varins lands töldust
55.522. Það myndi samsvara 72.400
undirskriftum nú, ef við notum ein-
faldan hlutfallareikning. Umhverfis-
vinir hefðu því alls ekki náð að jafna
metið þótt þeir hefðu fengið þann
fjölda undirskrifta sem þeir stefndu
að.
En með þessu er aðeins hálf sag-
an sögð. Undirskriftasöfnun Varins
lands var takmörkuð við þá sem náð
höfðu tvítugsaldri (kosningaaldri)
hinn 1. mars árið 1974. Ef við athug-
um fjölgun í þeim aldurshópi fram
til 1. des. 1999 reynist hún tæplega
53%. Með öðrum orðum, í þessum
hópi er fjölgunin mun meiri en með-
altalsfjölgunin. Þetta merkir að hin-
ar 55.522 undirskriftir Varins lands
árið 1974 myndu samsvara sem
næst 85.000 undirskriftum nú.
Til þess að geta borið töluna
85.000 saman við undirskriftir Um-
hverfisvina, verðum við í fyrsta lagi
að fá upplýsingar um, hve margar af
þeim 45.356 undirskriftum sem þeir
söfnuðu voru undirskriftir fólks sem
náð hafði tvítugsaldri. Næst hljótum
við að spyrja hversu vel hafi verið
kannað að um gildar undirskriftir
væri að ræða. Voru allar undir-
skriftir bornar saman við þjóðskrá
eins og gert var í undirskriftasöfnun
Varins lands? Ef sá samanburður
var gerður, hversu margar undir-
skriftir voru ógildar vegna þess að
nöfnin fundust ekki í þjóðskrá? Hve
margir skrifuðu tvisvar undir eða
oftar? Fundust einhverjar falsaðar
undirskriftir? Hvaða aldursmörk
voru sett og hve margir voru undir
þeim mörkum? Hvernig voru þær
undiskriftir sannreyndar sem til-
kynntar voru í síma eða með tölvu-
pósti? Öllum þessum spurningum
verða forsvarsmenn Umhverfisvina
að svara ef þeir vilja gera saman-
burð við undirskriftasöfnun Varins
lands.
Tímalengd söfnunarinnar
Þá skulum við taka fyrir önnur at-
riði sem forsvarsmenn Umhverfis-
vina hafa nefnt. Fyrsta atriðið sem
þeir tefldu fram til samanburðar var
tímalengd söfnunarinnar.
Undirskriftasöfnun Varins lands
stóð frá 15. janúar til 20. febrúar
1974 eða fimm vikur. Þetta var til-
kynnt í upphafi og við það var staðið.
Úrvinnsla og sannprófun gagna tók
hins vegar mun lengri tíma en reikn-
að hafði verið með vegna fjölda und-
irskriftanna, og var því ekki unnt að
afhenda þær fyrr en 21. mars í stað
1. mars sem upphaflega var stefnt
að.
Undirskriftasöfnun Umhverfis-
vina hófst 10. nóvember s.l. og stóð
til janúarloka, eða í tæpar 12 vikur,
um það bil tvöfalt lengri tíma en
undirskriftasöfnun Varins lands,
jafnvel þótt gert sé ráð fyrir hléi um
jól og nýár. Ef þetta skiptir máli í
Þegar svo langt er
gengið í rangfærslum er
óhjákvæmilegt, segja
Þorsteinn Sæmunds-
son, Ragnar Ingimars-
son og Þorvaldur Búa-
son, að þeir sem stóðu
að undirskriftasöfnun
Varins lands stingi nið-
ur penna til að leiðrétta
verstu villurnar.
samanburði talnanna, eins og tals-
maður Umhverfisvina hélt fram og
ekki skal dregið í efa, væri fróðlegt
að vita hvernig hann metur þau
áhrif í samanburðinum.
Við afhendingu undirskrifta Um-
hverfisvina sagði talsmaður þeirra
reyndar að flestar undirskriftirnar
hefðu safnast á fimm vikna tímabili
og fullyrti að svo stór söfnun á svo
stuttum tíma hefði aldrei fyrr átt sér
stað hér á landi (Mbl. 15. febrúar).
Var það endurtekning á fyrri um-
mælum (Mbl. 29. des.). Um sann-
leiksgildi þessarar fullyrðingar geta
menn dæmt af þeim tölum sem
nefndar voru hér að framan.
Viðbrögð andstæðinga
- þáttur fjölmiðla
Þá eru það ofsóknirnar sem Um-
hverfísvinir máttu sæta. Þær hljóta
að blikna í samanburði við þá sví-
virðingaherferð sem herstöðva-
andstæðingar héldu uppi gegn for-
göngumönnum Varins lands. Sú
herferð á sér engan líka í sögu ís-
lenskrar blaðamennsku og skal ekki
rakin hér, en um hana geta menn
fræðst af dagblöðum þess tíma og
málsskjölum héraðsdóms og hæsta-
réttar. En hlutur ríkisfjölmiðlanna
hefur lítið verið til umræðu og er
ástæða til að rifja hann upp nú
vegna samanburðarins við undir-
skriftasöfnun Umhverfisvina. Ekki
verður annað séð en að Umhverfis-
vinir hafi átt greiðan aðgang að
þessum fjölmiðlum, mörg viðtöl hafa
verið tekin og auglýsingar verið
áberandi.
Þessu var öðru vísi farið þegar
Varið land átti í hlut.
Þegar frá er talin fyrsta kynning
undirskriftasöfnunarinnar birti rík-
issjónvarpið, sem þá var eina sjón-
varp landsmanna, aldrei viðtal við
neinn forvígismannanna, og sama er
að segja um ríkisútvarpið. Þegar
undirskriftirnar voru afhentar í Al-
þingishúsinu - undirskriftir nær
helmings atkvæðisbæiTa Islend-
inga, neitaði sjónvarpið að senda
menn á vettvang.
Engar sjónvarpsmyndir eru því
til af þeim atburði.
En ekki nóg með það. Aðstand-
endum Varins lands var meinað að
auglýsa í sjónvarpi og útvarpi. Þetta
var gert á þeim forsendum að bann-
að væri að birta áskoranir á alþing-
ismenn! Einföld auglýsing eins og
„Ertu búinn að skrifa undir?“ var
talin falla undir þetta ákvæði. Ekki
er vitað til að þessu ákvæði hafi ver-
ið beitt af nokkru öðru tilefni, hvorki
fyrr né síðar.
Framkvæmd söfnunar
Næst skulum við líta á þá um-
kvörtun Umhverfisvina að listum
hafi verið stolið og þeir eyðilagðir.
Ekki er þetta ný bóla, því að hið
sama átti sér stað við undirskrifta-
söfnun Varins lands. Andstæðingar
söfnunarinnar gengu hart fram og
létu jafnvel hendur skipta til að
vinna skemmdarverk á listum. Mun-
urinn er hins vegar sá að í undir-
skriftasöfnun Varins lands voru allir
listar númeraðir og í umsjá einhvers
af þeim tvö þúsund sjálfboðaliðum
sem gáfu sig fram við söfnunina.
Þegar listi var eyðilagður, gat sjálf-
boðaliðinn venjulega bætt skaðann
með því að fara aftur til þeirra sem
hann hafði komið að máli við. Stund-
um skrifuðu menn aftur á lista til ör-
yggis, vitandi það að farið yrði yfir
listana í lokin og allar tvíritanir
strikaðar út. Ef Umhverfisvinir vita
ekki hve margir listar hafa horfið,
hefur einhverju verið ábótavant í
þeirra söfnunarkerfi. Þeim hefði átt
að vera ljóst, að lítið mark yrði tekið
á sögum um glataða lista, jafnvel
þótt sannar væru.
Þá er það sú aðdróttun að fólk hafi
verið neytt til að skrifa undir lista
Varins lands. Þetta er gamall áróður
herstöðvaandstæðinga, sem aldrei
gátu lagt fram neins konar sönnun-
argögn í þessa átt þegar á reyndi.
Dettur annars nokkrum heilvita
manni í hug að hægt sé að fá þús-
undir íslendinga til að undirrita
skjal gegn vilja sínum? Svo má
benda á að hverjum manni var
frjálst að koma á skrifstofu Varins
lands og biðja um að undirskrift sín
yrði ógilt. Einn eða tveir notfærðu
sér þetta ef rétt er munað.
Hverjir stóðu að undir-
skriftasöfnun Varins lands?
Loks er það nýjasta söguskýring-
in, sem er á þá leið að undirskrifta-
söfnun Varins lands hafi verið „átak
lýðræðisflokkanna svokölluðu og
íyrirtækja landsins". Þetta eru ón-
eitanlega nokkrar fréttir fyrir okkur
fjórtán sem stóðum að undirskrifta-
söfnun Varins lands og þá tvö þús-
und sjálfboðaliða sem lögðu okkur
lið. í rauninni er þessi fullyrðing
móðgun við þá fjölmörgu einstakl-
inga sem lögðu þarna hönd á plóg.
Þótt margir þeirra hafi verið flokks-
bundnir í stjórnmálaflokkum, var
framtak þeirra einstaklingsbundið
en ekki flokksrekið. Vissulega var
Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur
hlynntur framtaki okkar, enda var
það í fullu samræmi við stefnu
flokksins í varnarmálunum, en
flokkurinn átti ekki hugmyndina og
rak ekki söfnunina eða skipti sér af
framkvæmd hennar. Eflaust hefur
forysta flokksins metið það svo, að
afskiptaleysi væri affarasælast í
þessu máli.
Hvað Framsóknarflokkinn snert-
ir er rétt að minna á að fram- ^
kvæmdastjórn þess flokks, næst-
stærsta flokks landsins, skoraði á
flokksmenn sína að „forðast þátt-
töku í hvers konar undirskriftum
um varnarmálin". Þessi áskorun,
sem birtist skömmu eftir að undir-
skriftasöfnunin hófst, hefur vafa-
laust haft sín áhrif, þótt fjöldi Fram-
sóknarmanna léti hana ekki aftra
sér frá því að skrifa undir og aðstoða
okkur við söfnunina. Fjölmargir
áhrifamenn í flokknum birtu síðar
stuðningsyfirlýsingu við söfnunina.
Um Alþýðuflokkinn er það að
segja, að forysta flokksins og stofn-
anir hans létu málið að mestu af-
skiptalaust, enda munu skoðanir
hafa verið nokkuð skiptar í þeim
flokki, en margir góðir Alþýðu-
flokksmenn studdu okkur í verki.
Hvernig var staðið undir
kostnaði vegna Varins lands?
Þá eru upptaldir „lýðræðisflokk-
arnir“ og þeirra átak en eftir stend-
ur spurningin um átak „fyrirtækja
landsins". Þar verðum við undirrit-
aðir að játa að við komum af fjöllum
og vitum ekki hvað við er átt. Auð-
vitað leituðum við bæði til fyrir-
tækja og einstaklinga um fjárstuð-
ning til að standa straum af kostnaði
við undirskriftasöfnunina. Mörg
fyrirtæki sýndu okkur velvild, en
um stórar fjárhæðir var ekki að
ræða enda kostnaður mjög hófsam-
legur eins og sjá má í endurskoðuð-
um reikningum sem fram voru lagð-
ir á opinberum vettvangi.
Heildarkostnaðurinn nam 1,2 millj-
ónum í þágildandi krónum (2,6 millj-
ónum í núgildandi krónum, ef
krónutalan er framreiknuð eftir
byggingarvísitölu). Af þeirri upp-
hæð nam framlag einstaklinga 872
þúsund krónum (sem myndi sam-
svara 1,9 milljónum nú), en framlag
fyrirtækja var aðeins 299 þúsund
(670 þúsund á núverandi verðlagi).
Andstæðingar Varins lands verða
að sætta sig við það, hvort sem þeim
líkar betur eða verr, að undirskrifta-
söfnunin árið 1974 var fjöldahreyf-
ing sem hvorki var rekin áfram af
stjórnmálaflokkum né fyrirtækjum.
Þess má geta að langstærsti
kostnaðarliðurinn hjá Vörðu landi
var skýrsluvélavinna vegna sann-
prófunar undirskriftanna. Sá kostn-
aður nam 500 þúsund krónum (1,1
milljón á núverandi verðlagi).
Ofangreindar kostnaðartölur geta
menn svo borið saman við kostnað
og fjármögnun söfnunar Umhverfis-
vina, ef þeirra tölur verða birtar.
Samanburður á textum
Að lokum viljum við leyfa okkur
að gera athugasemd við textann sem
Umhverfisvinir buðu mönnum að
skrifa undir.
Alþjóð veit að það er áhugamál
Umhverfisvina að koma í veg fyrir
virkjanir sem leitt gætu til óbætan-
legra landspjalla.
Um þetta sjónarmið er deilt, en
það er ekki til umræðu hér.
Gallinn er hins vegar sá að hið
raunverulega markmið Umhverfis-
vina kemur hvergi fram í því skjali
sem þeir dreifðu til undirskrifta.
Þeir féllu nefnilega í þá freistni að
orða skjalið þannig að nánast hver
sem væri gæti skrifað undir, hvort
sem hann eða hún væri með eða
móti virkjunarframkvæmdum.
Þetta voru alvarleg mistök sem
drógu mjög úr vægi undirskrifta-
söfnunarinnar.
Þess skal getið til fróðleiks, að
hliðstæð tillaga kom fram þegar
verið var að semja textann að undir-
skriftasöfnun Varins lands. Sú til-
laga var dregin til baka eftir stutta
umræðu og menn sameinuðust um
texta sem var skýr og afdráttarlaus.
Þurfti því enginn að velkjast í vafa
um það hvað undirskriftirnar
merktu, og áhrifin voru í samræmi
við það. Hætt var við uppsögn varn-
arsamningsins við Bandaríkin og
samið um áframhaldandi dvöl varn-
arliðsins.
Höfundar voru f hópi forgöngu-
manna undirakriftasöfnunar Var/ns
lands.