Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 50
XXTXIXX
50 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
*----------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
PALL VALBERG
ÓLAFSSON
+ Páll Valberg Ól-
afsson fæddist í
Dagverðartungu 16.
maí 1916. Hann lést á
Dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri 14. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans _ voru
Halldóra Agústa
Friðfínnsdóttir, f.
1885, og Ölafur
Tryggvason, f. 1886.
Systkini Páls voru:
Aðalheiður, Gísli og
Auður, öll látin.
Hinn 16. maí 1948
kvæntist Páll eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Huldu
Snorradóttur frá Syðri-Bægisá, f.
31.1. 1920. Börn þeirra eru: 1)
Gylfl, f. 26.3. 1949, kvæntur Rósu
Maríu Björnsdóttur. Börn þeirra
eru: Elfa Björk, Hildur Ösp og
Atli Páll. 2) Ragna, f. 4.6. 1951,
Blamabúðin
Öa^ðskom
v/ PossvogsUipkjM0<a»*ð
Simi: 554 0500
Gróörarstöðin ™
mwLfo ♦
Hús blómanna
Blómaskreytingar
við öll tækifæri. «
Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480
nrxx XIX i xx 111 imnr
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
flT III TTTTTTT Illlf
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsta.
Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Síxni 581 3300
.Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
gift Ævari Ragnars-
syni. Böm þeirra
eru: Freyr, Bergþór,
Eygló og Sunna.
Freyr á soninn Mik-
ael Mána.
3) Gísli, f. 30.6.
1952, kvæntur Stef-
aníu Þorsteinsdótt-
ur. Börn þeirra eru:
Ólafur, Hulda Þórey,
Inga Vala og Bjarki.
4) Snjólaug, f. 21.8.
1954, gift Þorsteini
Sigm’ðssyni. Dætur
þeirra eru:, Hólm-
fríður og Valgerður.
5). Snorri Þorsteinn, f. 20.11.
1959.
Páll ólst upp í Dagverðartungu
og bjó þar allan sinn starfsaldur.
Útför Páls fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Kær frændi minn, Páll Ólafsson
frá Dagverðartungu, hefur lokið
jarðvist sinni og kvatt okkur eftir
langa ævi og nokkurra ára veikindi.
Þó að ég viti það fyrir víst að hann
hafí orðið hvíldinni feginn er söknuð-
urinn mikill. Það er horflnn einn
hlekkur í tengingunni við föðurfólk
mitt og átthaga þeirra í Hörgárdal.
Palli í Tungu, eins og við kölluðum
hann ætíð, var af einhverjum ástæð-
um einn af mínum nánustu frændum.
Föðurfólkið mitt átti rætur í Hörgár-
dalnum og faðir minn, sem flutti það-
an ungur og var föðurbróðir Palla,
fór með okkur norður nánast á
hveiju ári meðan ég var að alast upp,
annars vegar vegna atvinnu sinnar
en ekki síður til að hitta frændur,
enda frændfólk þar á mörgum bæj-
um. Ekki átti ég því láni að fagna að
dvelja sumarlangt í Hörgárdal eins
og bræður mínir gerðu, heldur kom
ég ætíð sem gestur og kynntist því
fólkinu í dalnum minna en þeir. Samt
drakk ég í mig fegurðina í fjöllunum,
ánni og undirlendinu þannig að þau
áhrif lifa enn sterkt. Þegar ég man
fyrst eftir Palla bjuggu foreldrar
hans, Ólafur og Agústa, í Tungu og
voru hann og systkini hans flest enn í
föðurhúsum, en eru nú öll látin. Þau
voru Gísli, sem lést langt um aldur
fram, Aðalheiður (Alla), sem bjó
lengst af á Hallfríðarstöðum, og Auð-
ur, sem settist að á Akureyri, en
henni kynntist ég best. Alltaf var
okkur tekið opnum örmum og allir
stóðu úti við til að fagna gestum og
stóðu lengi í hlaði þegar kvatt var. Þá
fannst mér nú að vísu þessi frændi
minn, sem var talsvert eldri en ég,
vera heldur stríðinn við þessa feimnu
Reykjavíkurstelpu sem var hrædd
við allt og kunni ekkert á lífið í sveit-
inni enda skiljanlegt.
Þetta hlýja viðmót ábúenda í
Tungu hélst eftir að Palli tók við
búskapnum. Það var honum mikil
gæfa þegar hann giftist Huldu
Snorradóttur, bóndadóttur frá Bæg-
isá, því kátari, myndarlegri og
traustari konu gat hann ekki fengið
sér við hlið. Þegar við Stefán fórum
að fara með bömin okkar um landið
var ekki leiðinlegt fyrir okkur að
koma við í Tungu, setjast í eldhúsið
hjá Huldu og fá fréttir af fjölskyld-
unni þeirra, því fímm urðu bömin og
frá mörgu að segja, eða hlusta á Palla
taka í orgelið sem varð þó æ sjaldnar
með ámnum.
Palli frændi minn var karlmann-
legur ásýndum, hávaxinn, þrekinn og
bar sig vel. Hann var tryggur sínum
og einstaklega hlýr maður og hafði
svo góða nærveru að nánast lýsti af.
Hann bar sterkt svipmót foðurfólks
síns og þekkti ég oft kíminn svip föð-
ur míns er ég var samvistum við
Palla. Það var þetta hæga, rólega, yf-
irvegaða og virðulega fas, festa í
skoðunum og fast kveðið að orðum,
en mikil glettni. Palli hafði ríkulega
kímnigáfu sem vinir og frændur
fengu að njóta. Hann kunni mikið af
ljóðum og gat farið með heilu bálkana
okkur til skemmtunar. Hann kunni
aragrúa af sögum af ýmsum toga af
mönnum og málefnum og fengum við
að njóta frásagnargáfu hans er við
heimsóttum hann eða ef hann kom
suður sem var allt of sjaldan. Við
fengum að heyra frásögur af huldu-
fólki, álfkonum og mennskum mönn-
um, þar á meðal nokkrar af forfeðr-
um okkar. Hann hugsaði talsvert um
lífið fyrir utan þetta líf, var nokkuð
dulrænn og dreymdi drauma sem
hann mundi marga vel og réð á sinn
hátt. Auk þess var hann söngelskur
og söng í kórum í kirkjum og á
mannamótum og þegar hann var
yngri lék hann með ungmennafélag-
inu en af þessu heyrði ég bara því ég
var þá of ung til að upplifa það.
Fyrir allmörgum árum þurfti Palli
að leita sér lækninga til Reykjavíkur
og dvaldist þá á lýtalækningadeild
Landspítalans um nokkurt skeið. Á
þeim tíma var ég við störf á spítalan-
um og notaði nú tækifærið til að
kynnast honum betur. I nær dagleg-
um heimsóknum kynntist ég enn bet-
ur hversu heill hann var. Auðvitað
kveið hann aðgerðinni sem til stóð en
hafði kjark til að láta það í ljósi og
tala um sjúkdóminn af örlítilli við-
kvæmni en einurð. Hann er svo ein-
lægur, lagði allt í Guðs hendur og
trúði því staðfastlega að æðri öfl
myndu hjálpa sér, sem líka varð.
Aldrei var langt í brosið og stutt í frá-
sögn af spaugilegum atvikum sem
gerðust í hversdagsleika sjúkrastof-
unnar og ekki síst af honum sjálfum.
Á þessum stundum kenndi hann mér
mikið um iífsviðhorf og æðruleysi
sem ég vil þakka fyrir núna.
Páll bjó 1 Dagverðartungu frá fæð-
ingu og hann vann ævistarfið á þess-
ari sömu jörð. Þar hafði hann kvatt
foreldra sína og þar höfðu þau Hulda
alið upp fimm myndarleg og vel gerð
böm. Það var því mikið áfall fyrir þau
öll þegar hann veitkist fyrir sex árum
og varð að hverfa frá jörðinni og bú-
skap. Auðvitað heyrði maður og sá
hvað hann langaði í sveitina sína, sér-
staklega talaði hann um vorið, en
skynsemin og æðruleysið hjálpuðu
honum að sætta sig við orðinn hlut.
Konan hans og bömin öll endurguldu
honum tryggðina og heimsóttu hann
daglega öll þessi ár ásamt því að taka
hann heim oft og tíðum og sýnir það
elsku þeirra. Einnig fóru þau með
hann til að sjá átthagana. Hann mat
það mikils.
Eg veit að Palli var búinn að
hlakka til að vita hvað tekur við eftir
andlátið og ég er viss um að það hefur
fríður hópur staðið brosandi í hlaði
þegar hann bar að.
Við leiðarlok vil ég þakka af alhug
fyrir margar skemmtilegar stundir
og hversu vel okkur Stefáni og böm-
unum okkar var ætíð tekið hjá Páli og
Huldu í Tungu.
Við Stefán vottum Huldu, bömum
þeirra hjóna, tengdabömum, bama-
börnum og öðmm ættingjum inni-
lega samúð og Guðs blessunar.
Hertha W. Jónsdóttir.
Árla morguns hinn 14. febr. sl.
barst mér sú fregn að Páll Ólafsson
frá Dagverðartungu hefði andast í
svefni þá um nóttina á Dvalarheimil-
inu Hlíð á Akureyri. Einhvem veginn
er það svo, að slíkar fregnir koma oft
nokkuð á óvart og svo fór mér í þetta
sinn. Mátti þó sannarlega búast við
þessum umskiptum fyrr en varð.
Pál í Tungu, en svo var hann oftast
nefndur af vinum og nágrönnum hér
um slóðir, hef ég, sem þessar línur
rita, þekkt jafn lengi og minni mitt
nær. Enginn efi er á því, að á langri
ævi urðu samskipti mín við þennan
vin og frænda meiri en við nokkum
ÚtfQrQrstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúðíeg þjónusta sem byggir á langri reynslu
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. ^
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
annan utan nánustu fjölskyldu minn-
ar. Má með sanni segja, að um ára-
tuga skeið ætti ég fast sæti við eld-
húsborðið í Dagverðartungu, svo oft
lá leið mín þangað. Því er það nú,
þegar Páll er látinn, að ég finn hjá
mér hvöt til þess að minnast hans
með nokkrum kveðjuorðum. Býður
mér þó í gmn, að sjálfur hefði hann
sagt mér að hafa ekki fyrir slíku.
Fyrsta minning mín um Pál er
nokkuð sérstök og get ég ekki stillt
mig um að nefna hana hér. Ég var, þá
fárra ára gamall, staddur í Tungu að
vori til og sauðburður ekki almennt
hafinn. Þá fór þessi frændi minn með
mig í fjárhúsin og sýndi mér nýborna
á sem hann átti og geymdi þar í
króarhorni. Var hvcirt tveggja svart,
ærin og lambið. Ymsum kann að
þykja sagan ómerkileg, en Páll vissi
að þarna gat hann glatt bamshug-
ann, enda hefur þessi litla minning
lifað af öll þessi ár, þótt margt sé nú
gleymt sem merkilegra þykir.
I æsku naut Páll ekki annarrar
kennslu en þeirrar er bamaskólinn
lét í té og var það raunar algengast að
þeirrar tíðar hætti. Síðar á ævinni
veit ég að hann hefði gjama viljað
hafa lært meira, enda á allan hátt til
þess fær, svo vel sem hann var gerð-
ur. Hann aflaði sér líka þekkingar á
ýmsan hátt, fylgdist vel með og las
góðar bækur sem hann átti mikið af.
Föður hans mun líka hafa verið mjög
umhugað um að uppfræða böm sín
svo vel sem verða mætti. Hann vann
áram saman utan heimilisins, en Páll
sagði mér það einhverju sinni, að þá
hefðu þeir feðgar skrifast á og leið-
beindi þá faðirinn syni sínum um ým-
islegt er varðaði ritleikni og meðferð
á íslensku máli. Hefur þetta eflaust
orðið Páli gott veganesti síðar, ekki
síst þegar hann fór að starfa við fé-
lagsmál. Á þeim vettvangi lágu leiðir
okkar mikið og lengi saman. Fyrst á
vegum bindindisfélagsins sem starf-
rækt var hér í sveitinni um allmörg
ár. Þó að ýmsir kæmu að starfi þess
félagsskapar og legðu honum lið er á
engan hallað þó að ég fullyrði hér, að
Páll hafi verið þar hið leiðandi afl og
lífið og sálin í félagsskapnum alla tíð.
Með framkvæði og dugnaði hreif
hann aðra með sér og hvatti til góðra
verka. Bindindishugsjóninni var
hann og trúr allt til æviloka. Síðar
vora honum auðvitað falin ýmis störf
á félagslegum vettvangi. Verða þau
ekki talin hér upp. Þar var einnig
gott að vinna með Páli. Hann var að
mörgu leyti félagslega sinnaður, gat
litið á hvert mál frá fleiri hliðum en
einni og lagt mat á þau samkvæmt
því. Á þessum vettvangi komu vel í
ljós skýr persónueinkenni hans.
Hann var fastheldinn á fornar dyggð-
ir og þau lífsviðhorf er hann hafði al-
ist upp við, en átti ekki ætíð auðvelt
með að laga sig að því, er nýir og
breyttir tímar buðu upp á. Fjarri fór
þó því, að hann hafnaði öllum nýjung-
um, en vildi ógjama hlaupa eftir þeim
að óathuguðu máli. Átti það raunar
jafnt við um félagsmálastörfin og
lífsstarf hans sem varð búskapurinn í
Dagverðartungu. Hann tók við búi
foreldra sinna og bjó þar síðan meðan
þrekið leyfði. Síðustu árin þó aðeins
með sauðféð og naut við það aðstoðar
fjölskyldu sinnar. Hann átti kindum-
ar sínar allt til æviloka og þó að hon-
um væri um megn að sinna þeim
sjálfur fylgdist hann ótrúlega vel með
þeim og það veitti honum gleði og
lífsfyllingu að vita þær á lífi og í góðu
standi í umsjá bama sinna. Búskap-
urinn í Dagverðartungu var aldrei
stór í sniðum eða umsvifamikill, enda
bauð jörðin lengst af ekki upp á það.
En hann var vel rekinn, skepnumar
vel með famar og gáfu góðan arð.
Páll hafði sérstakt yndi af því að eiga
sauðféð og umgangast það. Hann
þekkti hverja kind og kunni góð skil á
ætt hennar og atferli. Þarna áttum
við sameiginlegt áhugamál. Margri
stundinni höfum við eytt við það að
spjalla um féð okkar og skoða það.
Fengum líka stundum eina og eina
kind hvor hjá öðrum. Allan minn bú-
skap hef ég fengið að hafa féð mitt á
Tungudölunum yfir sumartímann og
fæ það seint fullþakkað. Marga ferð-
ina fóram við Páll saman þar upp á
dalina í göngur og samanrekstra. Þar
var hann í essinu sínu. Hann var mik-
ið hraustmenni og ég man hann vel,
háan og herðabreiðan, hlaupandi upp
um hlíðar og hnjúka, gjarna eltandi
þær ær, sem aðrir höfðu gefist upp
við að ná til byggða. Fyrir mann eins
og mig, sem slíkar minningar á, var
þeim mun hörmulegra að sjá hvernig
heilsu hans var komið síðustu árin.
Ekki verður Páls í Tungu svo
minnst að ógetið sé áhuga hans á
söng og hæfileika á því sviði. Hann
hafði djúpa og hreimmikla bassarödd
sem víða var eftir tekið. Hann byrjaði
strax ungur að syngja og hélt því
áfram fram á síðustu ár. Hann söng
lengi með Karlakór Akureyi-ar, ára-
tugum saman með kirkjukóram hér í
sveitunum og við ýmis tækifæri önn-
ur sem aldrei verða upp talin. All-
sstaðar þótti fengur að því að fá slík-
an liðsmann sem hann var. Ekki veit
ég til þess að hann fengi nokkra til-
sögn í söng, en naut sín þar eigi að
síður vegna meðfæddra hæfileika.
Einnig las hann nótur, átti orgel og
greip oft í það sér og öðram til
ánægju. Söngurinn var Páli mikið
metnaðarmál. Hann hafði yndi af því
að hlýða á góðan söng, en var jafn-
framt gagnrýninn og stundum dóm-
harður, ef honum þótti illa að verki
staðið.
Þessi minningarorð era nú þegar
orðin mun fleiri en í upphafi var ætl-
að. Vel finn ég þó, að fjölmargs er enn
ógetið, enda hef ég að miklu leyti gert
að umtalsefni persónubundnar minn-
ingar mínar um kæran vin. Það var
heldur ekki ætlunin að segja ævi-
sögu. Ég hlýt þó að nefna hér, að Páll
varð að þola mikil og erfið veikindi, er
buguðu alltof snemma þrek hans og
þor. Á fertugsaldri veiktist hann af
Akureyrarveikinni svokölluðu, sem
lék margan manninn illa. Þótt Páll
sigraðist á þessari veiki náði hann sér
aldrei eftir það. Einkum vora það
fæturnir sem biluðu varanlega. Síðar
á ævinni varð hann svo að ganga í
gegnum erfiðar skurðaðgerðir vegna
krabbameins er greindist í andliti
hans. Á því tókst einnig að vinna bug,
en ótrúlegur fannst mér þá oft kjark-
ur Páls og það andlega þrek er hann
sýndi meðan á þessu öllu stóð. Fyrir
sex árum varð hann svo fyrir áfalli,
þá raunar þrotinn að heilsu, sem
leiddi til þess að hann lamaðist um-
talsvert og gat aldrei stigið í fæturna
eftir það. Var hann fluttur á Sjúkra-
húsið á Akureyri, og lá þar um tíma,
en dvaldi eftir það á hjúkrunarheim-
Oum, lengst á DvalarheimOinu Hlíð.
Oft sat ég hjá honum stund og stund
á þessum áram. Sjaldan heyrði ég
hann kvarta eða barma sér yfir því
hlutskipti er örlögin höfðu búið hon-
um. Þess í stað rifjuðum við oft upp
ýmislegt frá löngu liðnum tíma og
hann sagði mér ótal sögur af mönn-
um og atvikum sem gjarna vora
kryddaðar glensi og gríni, en á því
var jafnan grannt í huga hans. Vel
veit ég að Páll hefur ekki ætíð verið
ánægður með lífið þessi síðustu ár.
Naut hann þá mjög umhyggju eigin-
konu sinnar og barna, en varla mun
nokkur dagur hafa liðið svo, að ein-
hver úr fjölskyldunni heimsækti
hann ekki. Sjálfur bar Páll alla tíð
hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir
brjósti og þessi síðustu ár fann ég
ekki síst, hve umhugað honum vai-
um velferð barnabamanna og kær-
leika hans í þeirra garð. En oftast
hvarflaði hugurinn heim í Dagverð-
artungu og þar sveif hann um allt í
hugarheimi sínum, úti sem inni og
upp um fjöll og dali. Þar átti hann
heima og þar má segja að hann
þekkti hverja þúfu og hvern stein er
á vegi hans varð. Ekki síst var svo
komið hina síðustu mánuði eftir að
hugsunin varð óskýrari og raunvera-
leikinn varð að lúta í lægra haldi fyrir
því afli er sterkara var.
Langt er síðan að Páll gerði sér
grein fyrir því að um bata var ekki að
ræða hjá honum og framundan að-
eins bið eftir endalokunum. Hann
kveið ekki dauða sínum og óskaði
þess að lífsgangan tæki enda og því
fyrr því betra. Nú er sú stund upp
rannin. Óneitanlega er horft með
söknuði til liðinna samverustunda, en
að leiðarlokum fylgja honum nú
blessunaróskir og kveðjur okkar
Dóra með innilegri þökk fyrir allt það
sem var.
Amsteinn Stefánsson.
Látinn er á Akureyri Páll Ólafs-
son, fyrrverandi bóndi í Dagverðar-
tungu í Hörgárdal. Með Páli er