Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 51
fl
1
genginn verðugur fulltrúi sinnar
kynslóðar í bændastétt.
Páll var fæddur í Dagverðartungu
hinn 16. maí árið 1916 og var því á 84.
aldursári er hann lést. I Tungu, eins
og bærinn er nefndur í daglegu tali,
ólst Páll upp hjá foreldrum sínum
sem þar bjuggu. Hann tók við búi af
þeim árið 1946 og var bóndi þar alla
sína starfsævi.
Páll tók fullan þátt í grósku- og
framfaratímabili eftirstríðsáranna. I
búskapartíð sinni stækkaði hann bú-
stofninn, byggði útihús á jörðinni og
ræktaði tún.
Þótt Páll byggi blönduðu búi fór
ekkert á milli mála að sauðfjárrækt
var sérstakt áhugamál hans. Hann
var góður fjármaður, glöggur og nat-
inn og fé hans skilaði ágætum afurð-
um.
Það var því ekki að undra að Páll
hlakkaði ávallt til haustsins þegar
göngur og réttir fóru í hönd. Göngur
voru heilagur atburður í huga Páls.
Gangna- og réttardagur í Tungu
verður öllum ógleymanlegur en í
minningunni ber hæst barnslega og
einlæga gleði hins aldna bónda yfir
öllu því sem dagurínn bar í skauti
sér. Þótt fætumir leyfðu ekki lengur
að hann gengi sjálfur hafði hann vak-
andi auga með því að allt gengi
snurðulaust og farið yrði vel með fé
og menn.
Páll og Hulda eiginkona hans
bjuggu ekki stóru búi og söfnuðu
þ.a.l. ekki miklum veraldlegum auði.
Þó fann ég aldrei annað en Páll væri
fullkomlega sáttur við sitt hlutskipti
enda var hann nægjusamur og eltist
ekki við veraldleg gæði.
Þrátt fyrir þetta duldist engum
sem kynntist Páli að hann átti annað
áhugamál auk búskaparins. Þetta
áhugamál var söngur og söngmennt.
Hann fór ungur að syngja og söng í
kirkjukór Möðruvallakirkju í hálfa
öld. Þá söng hann um nokkurra ára
skeið með Karlakór Akureyrar og
minnast félagar hans frá þeim tíma
þessa ágæta manns með hlýhug og
virðingu. Páll hafði djúpan og falleg-
an bassa og var eftirsóttur í kvart-
ettsöng á Akureyri og nágrenni.
Hann las nótur og lærði lítillega á
orgel.
Þrátt fyrir þessa upptalningu
hefði hann eflaust sinnt söngnum
meira en raun varð á ef aðstæður
hefðu leyft.
Páll var afar gagnrýninn á söng og
sárnaði ef illa var farið með. A sama
hátt hreifst hann innilega ef honum
líkaði söngurinn. Það var unun að
heyra hann lýsa fallegum söng og
fallegum röddum. Augun leiftruðu,
málrómurinn breyttist og bros færð-
ist yfir allt andlitið. Gleði hans var
ósvikin og þeirri gleði kom hann til
skila til þeirra sem hlýddu á frásögn-
ina.
Kynni okkar Páls hófust árið 1982.
Nokkrum árum seinna höguðu ör-
lögin því þannig að ég var vetrarpart
nokkurs konar aðstoðarmaður hans
og Snoixa sonar hans sem þá hafði
tekið við kúnum af foreldrum sínum.
Þá kynntist ég Páli vel. Sátum við oft
við eldhúsborðið eða á garðabandinu
og spjölluðum um heima og geima.
Hann var fróður og sagði vel frá.
Hann var á allan hátt heilsteyptur
maður og mér verður alltaf mjög of-
arlega í huga hve hann var algerlega
laus við allt fals, tilgerð og skrum.
Mér fannst hann alltaf leita að hinu
góða í fari allra og hann tók ávallt
svari lítilmagnans. Hann var í mín-
um huga afar hjartahlýr og alltaf
einstaklega elskulegur í minn garð.
Hlýju handtaki þessa stóra og sterka
manns mun ég aldrei gleyma og ekki
heldur fallegum óskum og bænum
mér til handa á ýmsum kveðjustund-
um.
Ég get ekki ímyndað mér að Páll
hafi átt sér óvildarmenn enda lá hon-
um aldrei illt orð til nokkurs manns í
mín eyru. Hann frábað sér allt fleip-
ur og var fljótur að kveða gróusögur
og vanhugsaða dóma um menn og
málefni í kútinn. Hann tók aldrei
þátt í slíkum umræðum enda rímaði
það við gætilega og fumlausa fram-
komu hans.
Af langri reynslu hafði Páll lært
að búa í sátt við náttúruna. Hann gat
miðlað af þeirri reynslu og gátu
margir lært af honum í þeim efnum.
Til marks um það er umsögn Sviss-
lendings nokkurs, háskólagengins
manns sem kom til íslands nokkur
sumur til rannsóknarstarfa. Hann
dvaldi m.a. í Tungu og naut samvista
við Pál. í korti sem þessi ágæti vís-
indamaður sendi Páli eitt sinn skrif-
aði hann að Páll hefði kennt sér
meira en allir prófessorar sem hann
hafði notið leiðsagnar hjá á allri sinni
skólagöngu. Þetta er góður vitnis-
burður um óbreyttan bónda sem að-
eins naut lítillar skólagöngu á ævi
sinni. Þetta sýnir að menn geta verið
hámenntaðir þótt þeir hafi aldrei á
skólabekk komið.
Fyrir sex árum fékk Páll heila-
blóðfall og náði sér aldrei að fullu eft-
ir það. Þau Hulda brugðu þá búi og
fluttu til Akureyrar. Allan þann tíma
dvaldi hann á hjúkrunarheimilum.
Hinn 14. febrúar sl. fékk hann þá
brottför úr þessum heimi sem hann
hafði kosið sér. Eftir að hafa lagst til
svefns að kvöldi vaknaði hann ekki
aftur að morgni.
Páll var gæfumaður í lífi og starfi
þrátt fyrir veikindi síðustu árin. Þau
Hulda komu upp góðum hópi barna
og þau önnuðust föður sinn eftir að
hann veiktist. Þá stóð Hulda einnig
við hlið hans alla tíð.
Þegar Páll varð áttræður orti vin-
ur hans Hörður Zóphaníasson fal-
legt kvæði um hann. Þar segir m.a.:
Tímans elfur niðar, traust er
vinarbandið,
tryggðin æ hin sama við hugsjónir
oglandið.
Við elda liðins tíma enn er gott
aðvaka,
ýmsar myndir gleðja, þá litið er
til baka.
Vinurinn minn góði, á vori
ertu fæddur,
vormaður í hugsun, ást á
búskapgæddur.
Heill í hverju verki, þú hlýddir
vorsins kalli,
horfðir björtum augum á lambær
uppi’ífjalli.
Þótt ellin þyngi sporin, eiga
vinirsaman
ótal góðar minningar, að relqa þær
er gaman.
Við látum hugann reika um lífsins
fómuvegi,
og lífið það er fagurt, þótt halla
taki degi.
Það er gott að minnast manna sem
reynast vel. Páll var einn af þeim.
Fyrir allt sem hann, Hulda og ekki
síður Snorri hafa gert fyrir mig verð
ég ævinlega þakklátur. Minningin
um Pál er því afar kær. Guð blessi
þann mann og þann góða dreng sem
gaf þær góðu minningar.
Bjarni Stefán Konráðsson.
í vitund minni eru árin komin á
fleygiferð. Með vaxandi hraða hverfa
þau í tímans haf. Aldur hækkar með
degi hverjum, afkomendum fjölgar,
- og vinir kveðja og hverfa. Svona er
gangur lífsins og enginn fær gert við
því.
Vinur minn, Páll í Dagverðar-
tungu, Páll í Tungu, kvaddi þetta
jarðlíf 14. febrúar síðastliðinn. Hann
var þá á áttugasta og fjórða aldurs-
ári og saddur lífdaga.
Hann var sáttur við guð og menn
og hlakkaði til ferðarinnar yfir
landamæri lífs og dauða. Þar myndi
hann kasta ellibelgnum, fara allra
sinna ferða frjáls og óhindraður,
fylgjast með vinum og vandamönn-
um lífs og liðnum, reika um Tungu-
túnið og Tungudalina og líta til með
búsmala og gróanda. Hann vissi að
líf er eftir þetta líf.
Páll var fæddur 16. maí. Hann var
fæddur inn í vorið, þegar grösin voru
að grænka, þegar lækirnir fossuðu
með ærslum og gleðilátum í leys-
ingu, þegar ærnar voru að bera, þeg-
ar lömb léku í haga, þegar Ytri- og
Syðri-Tunguáin bjuggust til að sýna
mátt sinn og megin í ógnandi
straumi og fossaföllum. Þá voru fugl-
ar í móa að huga að hreiðurgerð, vor
í lofti og ilmur úr jörðu. Þá var lífið
að vakna og gott að vera til.
Vormaður var hann, unni lífi og
gróðri, fólki og fénaði, fjöllum og döl-
um.
Bóndinn átti huga hans og Dag-
verðartungu geymdi hann í hjart-
anu. Öllu þessu var hann tryggur og
trúr eins og hverju því sem hann tók
að sér. Hugsun hans var hlý og hönd-
in holl. Vinfastur var hann og velvilj-
aður þeim sem í kringum hann voru.
Að kynnast honum, hugsunum hans
og hugsjónum var skóli sem sagði til
sín. Börnin og unglingarnir sem nutu
handleiðslu hans og vináttu bera
greinilega merki um það.
Þriggja ára kom ég í Dagverðar-
tungu til sumardvalar. Þar mætti ég
góðu fólki, örlátu á umhyggju,
traustu í vináttu. Þar var ég samfellt
í þrettán sumur. Óteljandi eru
stundirnar sem ég hefi átt þar, lifað
og lært í samskiptum við fólk og fén-
að. Ég hefi alla ævi notið þeirar gæfu
að vera alltaf velkominn í Dagverð-
artungu og til Tungufólksins, Þar
hef ég löngum átt skjöld og skjól.
Þar átti ég vinum að fagna og þar
fann ég mig alltaf heima.
Margt af því besta sem ég finn í
sjálfum mér varð til í Dagverðar-
tungu, í samskiptum mínum við fólk-
ið þar, ekki síst í samveru minni með
Páli, þegar ég deildi með honum geði
og hugsunum. Það fæ ég aldrei full-
þakkað.
Páll í Tungu vai- viðkvæmur mað-
ur með stórt hjarta. Hann lét sig
skipta náunga sinn, fann til með
þeim sem áttu um sárt að binda, var
alltaf tilbúinn að rétta fram hjálpar-
hönd, helst án þess að aðrir yrðu var-
ir við. Hann var bókelskur og söngv-
inn og átti milda en mikla bassarödd,
sem unun var á að hlýða. Hann var
glettinn og gamansamur og hafði
næmt auga fyrir ýmsu broslegu sem
gerðist í kringum hann. Páll hafði
dulræna hæfileika, sem hann fór vel
með. Hann var vel að manni og dug-
legur, vakinn og sofinn í búskapnum.
Hann hugsaði vel um skepnur sínar
og var vinur fugla og umhverfis. Það
leið öllum vel í návist hans, bæði
mönnum og málleysingjum.
Páll var félagslyndur hugsjóna-
maður og eignaðist marga góða vini.
Hann var bindindismaður og skipaði
sér undir merki þeirra sem beittu
sér gegn áfengisvá og annarri fíkni-
efnaneyslu. Hann var trúr og traust-
ur hugsjónum sínum - og vinum sín-
um brást hann aldrei. Það var gott að
vera með honum - gott að eiga hann
að.
Páll naut þeirrar hamingju að eiga
góða fjölskyldu. Hulda Snorradóttir
frá Bægisá reyndist honum góð og
umhyggjusöm eiginkona og var sam-
hent honum að skapa myndarlegt,
gestrisið heimili umvafið ástúð og
hlýju. Börn þeirra og barnabörn eru
mannkostafólk sem veittu þeim Páli
og Huldu yl og ómælda gleði. Þar
vaxa sterkir stofnar með traustar
rætur.
Við Ásthildur og börnin okkar
sendum Huldu, börnum hennar,
barnabörnum og tengdabörnum
innilegar samúðarkveðjur ásamt
innilegri þökk fyrir samskipti öll.
Vinur minn, Páll. Leiðir skilja að
sinni. Ég óskaþér góðrar ferðar yfir
landamærin. Ég vænti þess að þú
finnir hamingjuna þar og yljir þér
við elda hugsjóna og kærleika.
Sá er ekki fátækur sem deilt hefur
geði með Páli í Tungu og safnað í
minningasjóðinn ótal góðum sam-
verustundum með honum. Minning
um góðan dreng, sannan vin, heil-
steyptan og hjartahlýjan mann, lifir
og lýsir langt fram á veginn. Guð
blessi minningu Páls í Tungu.
Hörður Zóphaniasson.
Nú er minn gamli vinur og fóstri,
Palli í Tungu, allur. Ég var ekki
nema átta ára þegar ég fór fyrst í
sveit til Palla í Tungu og var þar öll
sumur fram yfir fermingu. Hann átti
því drjúgan hlut í að móta þann
drengstaula sem hér hripar niður fá-
IIÓTÍL MH
MSIflUMNT (flfí
Upplýsingar i s: 551 1247
tækleg minningarorð um höfðingj-
ann Palla í Tungu.
Já, höfðinglundaður var Páll, góð-
ur og dugandi bóndi alla tíð. Hann
nálgaðist öll verkefni bóndans af al-
úð og nærgætni en jafnframt öryggi
og krafti svo til fyrirmyndar var.
Hann var ljúfmenni og öðlingur sem
bjó yfir ríkri kímnigáfu svo það var
unun að vera í návist hans, jafnt í leik
sem starfi.
Jafnaðarmaður var Páll alla tíð í
þess orðs bestu merkingu. Hann
hafði djúpa réttlætiskennd og kom
jafnt fram við alla, af sömu virðing-
unni, hvort heldur var um að ræða
menn eða málleysingja. Páll ræddi
iðulega um pólitík við mig á þessum
árum og sagði þá gjarnan að við vær-
um einu kratarnir í allri sveitinni.
Þetta var á árunum milli 1960 og 70
þegar Gylfi Þ. Gíslason, leiðtogi Al-
þýðuflokksins, var úthrópaður helsti
óvinur bænda. Krati var þá skamm-
aryrði í sveitinni en sagan hefur sýnt
að Gylfi hafði í flestu rétt fyrir sér á
þeim árum og hafa margir bændur
séð það síðar.
Það var mikil gæfa fyrir mig að fá
að kynnast Palla í Tungu. Fyrir utan
gott uppeldi, líflegar samræður og
heimspekilegar vangaveltur kynnt-
ist ég flestum því sem lýtur að hefð-
bundnum sveitastörfum, fornum og
nýjum.
Tæknibyltingin hafði haldið inn-
reið sína af fullum krafti í landbún-
aðinn og varla leið svo sumar að ekki
væru einhver ný tæki tekin til notk-
unar.
Ekki var þó gamli tíminnn með
öllu horfinn. Fyrstu árin lærði mað-
ur á hestarakstrarvélina, að hreykja
taði og ýmislegt sem vart þekkist
orðið í nútíma landbúnaði.
Veðurglöggur þótt Páll með ein-
dæmum og tóku margir meira mark
á spám Páls en veðurstofunnar. Þá
voru heldur ekki komnar langtíma
tölvuspár fyrir verðrið en Páll
reyndist óhemju sannspár um verð-
urlag til lengri og skemmri tíma. Þá
var Páll ekki síður fjái’glöggur. Ég
gat aldrei skilið og skil ekki enn
hvernig að hann fór að því að þekkja
ærnar lengst uppi í fjalli með því^
einu virða þær fyrir sér í kíkinum.
Hann virtist þekkja allar sínar ær úr
mikilli fjarlægð. Ékki nóg með það
heldur vissi hann yfirleitt frá hvaða
bæ aðkomukindur voru. Hann
þekkti þær á ættarsvipnum og
hvemig þær báru sig að.
En toppurinn á tilvenmni var þeg-
ar Palli fór með okkur krakkana í
útilegumannaleik. Þá var nú líf í
tuskunum. Systkini mín sem komu
endrum og sinnum í heimsókn í
Tungu, og fengu þá gjarnan að kynn-
ast því að fara í útilegumannaleik y
með Palla, öfunduð mig öðru fremur
af því að eiga þess kost að geta
brugðið á leik með Páli hvenær sem
færi gafst. Ég efa ekki að útilegu-
mannaleikirnir með Páli muni ávallt
sitja ofarlega í minningu þeirra um
Pálekki síðui' en minni.
Ég veit að það reyndist Páli þung-
bært þegar hann vegna sjúkleika
seinustu árin gat ekki stundað bú-
skapinn lengur. Búskaparstörfin
voru hans líf og yndi. En hvenær
sem ég hitti hann seinustu árin var
hann alltaf jafn áhugasamur um
hvemig gamla ráðsmanninum liði og
hvemig gengi í pólitíkinni suður í
Hafnarfirði. En þrátt fyrir alla sjúk-
dóma var alltaf stutt í kímnina hjá
Páli. Hann var höfðingi af guðs náð
og vil ég þakka allar þær góðu stund-
ir sem ég átti með Páli.
Ég færi fóstm minni Huldu í
Tungu og börnum þeirra hjóna, sem
vom mér nánast sem systkin í upp-
vextinum, og afkomendum þeirra
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi minningin um Pál ylja okkur
um hjartarætumar um mörg ókomin
ár.
Tryggvi Harðarson.
t
Utför
GRETTIS ÁSMUNDSSONAR
vélstjóra,
Barmahlíð 35,
er lést fimmtudaginn 17. febrúar sl., fer fram
frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. febrúar
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélag (slands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Tryggvina Steinsdóttir,
María Gunnarsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARÍA SOFFÍA KRISTINSDÓTTIR
Ijósmóðir,
Leirubakka 8,
Reykjavík,
lést laugardaginn 19. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Breiðholtskirkju
í Mjódd föstudaginn 25. febrúar kl. 13.30.
Páll Jóhannesson,
Jóhannes Pálsson, Elísabet Benediktsdóttir,
Pór Pálsson, Vilborg Sverrisdóttir,
Kristinn Pálsson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir min, tengdamóðir, amma og
langamma,
HREFNA SIGURÐARDÓTTIR,
Laugarnesvegi 37,
áður Höfðavegi 32,
Vestmannaeyjum,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu-
daginn 20. febrúar sl„ verður jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00.
Óskar Einarsson, Katla Magnúsdóttir,
Inga Óskarsdóttir, Pétur Lúisson,
Hrefna Óskarsdóttir, Páll Arnar Erlingsson,
Ásta Jóna Óskarsdóttir, Manzo Nunes
og barnabarnabörn.