Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
*
<
GRETTIR
ÁSMUNDSSON
+ Grettir Ásmunds-
son var fæddur í
Stóru-Hlíð í Víðidal í
V-Húnavatnssýslu
21. apríl 1919. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavik 17. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Ás-
mundur K. Magn-
ússon bdndi í
Stóru-Hlíð, f. 10.
febr. 1887 í Halakoti í
Hraungerðishreppi í
Árnessýslu, d. 6. okt.
1960, og Jósefína
Guðrún Sveinsdóttir,
f. 10. júní 1888 að Tjörn á Vatns-
nesi í V-Hún., d. 25. des. 1921.
Systkini Grettis voru Hrólfur, f.
24. júlí 1911, verkstjóri hjá Vega-
gerð ríkisins, hans kona er
Tryggvina Steinsddttir, f. 7.4.
1922; Sesselja, f. 20. okt. 1912,
hennar maður var Valur Sólmun-
dsson trésmiður, f. 26. jan. 1909,
d. 12. júní 1981; Magnús, f. 27.
ágúst 1914, úrsmiðameistari, d.
15. okt. 1966, hans kona er Ingi-
björg Sigurðardóttir, f. 31. jan.
1916; Sigríður, f. 11. júlí 1916, d.
21. feb. 1989; og Svanlaug Ingi-
björg, f. 12. júlí 1921, d. 7. des.
1978, hennar maður var Ragnar
Ármann Magnússon
endurskoðandi.
Árið 1940 tók
Grettir minna mot-
orvélstjórapróf á
Stokkseyri og 1943
tekur hann minna
fiskimannapróf á
Siglufirði. Hann var
vélstjóri hjá Stefáni
Franklín og seinna
stýrimaður hjá Finn-
boga Guðmundssyni
og stýrimaður á
ýmsum skipum frá
Grindavík til 1964.
Þá fer hann til Ingi-
mundar Ingimundarsonar og er
lyá honum til 1976, en þá ræðst
hann til starfa til Vegagerðar rík-
isins og vann við brúarsmíði á
sumrin en var til sjós á veturna.
Árið 1981 hættir Grettir til sjós og
er eingöngu í brúarvinnu hjá
Vegagerðinni. Þar lætur hann af
störfum haustið 1988, en fór svo
tvo vetur á Svaninn.
Síðustu tíu árin hefur Grettir
búið í íbúð sinni en verið í fæði og
fengið ýmsa umönnun í Lönguhlíð
3.
títför Grettis fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag og hefst athöfn-
inklukkan 15.
Við systkinin viljum kveðja föð-
urbróður okkar, Gretti Ásmunds-
son, með fáeinum orðum. Annað
okkar er statt erlendis um þessar
mundir og á ekki kost á að vera
viðstatt útför hans sem fer fram í
dag.
Grettir var alnafni sagnahetj-
unnar Grettis Asmundssonar frá
Bjargi en hann mun hafa vitjað
nafns hjá Jósefínu móður Grettis
' þegar hún gekk með drenginn.
Grettir var alla tíð stoltur af þessu
nafni og átti ýmislegt sammerkt
með nafna sínum. Hann var kraft-
mikill dugnaðarforkur, ósérhlífinn
til allra verka og óvenju blátt
áfram í framkomu. Mörgum varð
hann eftirminnilegur strax við
fyrstu kynni.
Við sem höfum alist upp við all-
snægtir ofanverðrar 20. aldar eig-
um erfitt með gera okkur í hugar-
lund erfíða lífsbaráttu fólks eins og
frænda okkar sem ólst upp við sár-
ustu fátækt í byrjun aldarinnar.
Hann sagði sjálfur svo frá að
fyrsta æskuminning hans hefði
verið, þá tæplega fjögurra ára,
þegar faðir hans dró hann grátandi
+
Sonur okkar og bróðir,
JÓN ÞÓR BALDURSSON,
Brautarholti, Sólheimum,
Grímsnesl,
lést á Landspítalanum fðstudaginn 18. febrúar sl.
Jarðarförin verður gerð frá Mosfelli í Grímsnesi laugardaginn 26. febrúar
kl. 14.00.
Ragna Finnbogadóttir,
Baldur Baldursson
og systkini.
HULDA KRISTÍN ÞORVALDSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, __ P áður til heimilis á Laufásvegi 12, sem lést þriðjudaginn 15. febrúar, verður jarð- sungin frá Áskirkju á morgun, föstudaginn 25. febrúar, kl. 13.30. Ársæll Baldvinsson, Elín Gunnarsdóttir, Leifur Guðmundsson, Pryanganie Guðmundsson, Jenny Lind Bragadóttir, Unnar A. Guðmundsson, Eiríkur Ottó Bragason, Sóley M. Magnúsdóttir, Sigurður Þ. Bragason, Kristján Bragason, Klara Ólöf Sigurðardóttir, Hildur Þ. Bragadóttir, Einar Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Þökkum öllum þeim er sýndu okkur hlýjan hug, samúð og styrk við andlát MAGNÚSAR HJALTESTED, Vatnsenda. „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt...“ Kristrún Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
<•
frá kistunni þar sem móðir hans lá
látin en hún varð úti í ofsaveðri að-
eins 34 ára gömul.
Afi sá sér þá ekki annarra kosta
völ en að koma sex börnum sínum í
fóstur ýmist hjá ættingjum eða
vandalausum. Það þarf ekki að ef-
ast um að þessi uppvaxtarskilyrði
hafa sett mark sitt á barnssálina.
En Grettir var harðgerður mað-
ur og mótlætið beygði hann ekki.
Þegar hann var 17 ára gamall réð
hann sig til sjós og við sjómennsku
starfaði hann mestan hluta ævinn-
ar. Hann átti um tíma hlut í bátn-
um Trausta sem hann ásamt félög-
um sínum gerði út frá Keflavík.
Arið 1951 fór Grettir í mikla ævin-
týraför þegar hann réð sig í áhöfn
strandferðaskipsins Súðarinnar
sem seld var til Asíu. Þessi ferð
tók um hálft ár og siglingaleiðin
var nær 10 þúsund sjómílur. Skipið
hafði viðdvöl á ýmsum framandi
stöðum og m.a. var komið við í
ísrael og Egyptalandi. Það er svo
til marks um dugnað Grettis og
vinnuhörku að hann fór síðast á
vertíð rúmlega sjötugur og gaf
ekkert eftir.
Þótt sjómennskan yrði hans ævi-
starf hneigðist hugur hans alla tíð
til búskapar og hann var einkar
natinn við skepnur enda dreymdi
hann alltaf um að eignast jörð og
þá helst í Skagafírði. Þegar sá
draumur hans gat orðið að veru-
leika fannst honum hann vera orð-
inn of fullorðinn til að hefja búskap
svo af því varð ekki.
Grettir gat verið hrókur alls
fagnaðar þegar svo bar við og hann
hafði mikið yndi af að spjalla við
samferðamenn sína. Minni hans
var einstakt, hann var stundum
eins og lifandi alfræðiorðabók og
gat rakið hvort sem var ættir
manna og lífshlaup þeirra eða bú-
skaparhætti og aflabrögð frá löngu
liðnum tíma. Sagt var að skipstjór-
ar spyrðu frekar Gretti heldur en
að fletta upp í gömlum aflaskýrsl-
um.
Við systkinin höfum alist upp
með Gretti sem einn úr okkar nán-
ustu fjölskyldu. Hann tók strax
mikla tryggð við heimili foreldra
okkar og var heimagangur þar alla
tíð. Frá því við munum eftir hefur
hann verið með okkur á öllum stór-
hátíðum og setið í sínu fasta sæti
við matarborðið. Honum fannst á
seinni árum umstangið vera orðið
óþarflega mikið um jólin og þegar
hann opnaði pakkann frá okkur um
síðustu jól hrópaði hann að hann
vildi ekkert fá nema vínpela til að
gefa konunum í Lönguhlíðinni þar
sem hann borðaði daglega síðustu
árin.
Grettir var fulltrúi þessara harð-
gerðu kynslóða sem lifðu tímana
tvenna - nánast alla íslandssög-
una. Hann ólst upp við mikinn
skort og upplifði síðan allsnægtir
nútímans sem okkur þykja jafn
sjálfsagðar og andrúmsloftið.
Grettir var ókvæntur og barnlaus
en fylgdist af þeim mun meiri
áhuga með ættingjum sínum. Hann
átti það líka til að gera góðlátlegt
grín að lífsháttum og lífsgæðakröf-
um unga fólksins og endalausri
skólagöngu þess fram á miðjan
aldur.
Við viljum að lokum þakka fyrir
margar ánægjulegar og ekki síður
lærdómsríkar stundir með Gretti
frænda okkar. Við eigum eftir að
sakna hans og það verður skarð
fyrir skildi þegar hans fasta sæti
við hátíðarborðið verður autt.
Blessuð sé minning hans.
Kristrún Hrdlfsdóttir
og Gestur Hrólfsson.
Grettir frændi Ásmundsson átti
sér alnafna í Islendingasögunum
sem nefndur var „sterki“ og lýsti
það orð betur en önnur mikilvæg-
asta eiginleika hetjunnar fornu
þegar hún braust gegn erfiðleikum
og lífsins þrautum. Samanburður-
inn við hetjuna fornu er manni of-
arlega í huga því á sama hátt tókst
Grettir frændi á við lífið, af mikl-
um styrk. Erfiðleikarnir mættu
honum fyrst á þriðja ári þegar
móðir hans Jósefína Guðrún
Sveinsdóttir varð úti á jólanótt árið
1921. Móðurmissirinn var honum
ætíð hugstæður enda enginn at-
burður fyrr né síðar er markaði
jafn djúp áhrif á líf hans og örlög
fjölskyldunnar. Þegar Grettir var á
fimmta ári brá faðir hans Ásmund-
ur Magnússon búi og sinnti bú-
störfum með elsta syninum Hrólfi
en hin börnin, fimm talsins, voru
send í fóstur víða um sveitir lands-
ins. Grettir var í misgóðri vist frá
fimm ára aldri fram til sextán ára
aldurs en árin þrjú í Galtarnesi
voru þau bestu og bast hann fólk-
inu þar vináttu- og kærleiksbönd-
um er héldu alla tíð. Grettir hafði
lokið farskóla í Víðidal og prófum
frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1937.
Þá, sextán ára gamall, réð hann sig
í vist hjá Einari á Bessastöðum og
samhliða vélstjóranámi vinnur
hann sjómannsstörf á veturna og
við vegagerð á sumrin. Þar með
hafði Grettir fundið sinn farveg í
lífinu. Hann helgaði sig sjómanns-
störfum frá því að hann lauk vél-
stjóraprófi 1940 og var til sjós
fram til ársins 1976 en vann eftir
það á sumrum við brúarsmíði og
vegagerð hjá Vegagerð ríkisins.
Frá og með árinu 1981 er hann
nær eingöngu í brúarsmíði og við-
haldsvinnu hjá VR til ársins 1988
og lýkur svo ævistarfmu rúmlega
sjötugur að aldri við vertíðarstörf
á Svaninum RE árin 1989 og 1990.
Það fór afskaplega gott orð af
Gretti og varð mönnum tíðrætt um
fölskvalausa vinnugleði og takm-
arkalausa ósérhlífni. Þessi ein-
kunnarorð koma mér ekki á óvart
eftir að hafa alist upp í nálægð Sig-
ríðar, móðurömmu minnar, og
systur Grettis. Sigga amma og
Grettir eignuðust ekki lífsföruna-
uta og skáru sig þannig úr systk-
inahópnum. Þau voru mjög náin.
Grettir heimsótti hana oft og þar
sem amma bjó með okkur bar
fundum okkar oft saman. Hann
gerði sjaldan boð á undan sér og í
minningunni eru þessar heimsókn-
ir undantekningalaust eldsnemma
á sunnudagsmorgnum. Fjölskyldan
var þá í fastasvefni en ég heyri í
svefnrofunum hátt stemmda rödd-
ina hrópa hvellum rómi: „Hvað er
þetta, allir sofandi? Og það er
komið langt fram yfir bjargræði!“
Síðan er öll fjöskyldan komin á
stjá með kaffi við eldhúsborðið og
hlustar á Gretti býsnast yfir
fréttatengdum viðburðum, spá í
aflabrögð eða hvaðeina sem hann
hafði eldheitan og ástríðufullan
áhuga á. Stundum var umræðuefn-
ið bílar sem hann hafði nýverið
keypt sér. Þá var manni skipað að
fara í úlpu og skó og „taka í bíl-
inn“. Nema hvað að skilningur
hans á því að „taka í bílinn“ var sá
að hann ók bílnum og ég sat í far-
þegasætinu. Fyrst urðu það dálítil
vonbrigði en svo tók ég gleði mína
þegar ég áttaði mig á því að ég sat
í bíl með einstökum manni við
sérkennilegar aðstæður. Allar göt-
ur auðar á sunnudagsmorgni, mið-
stöðvarhiti, höfnin og fréttir af
aflabrögðum einhvers staðar úti á
miðum.
Eftir andlát Siggu ömmu, árið
1989, fækkaði heldur fundum okk-
ar Grettis en móðir mín hélt reglu-
legu sambandi við hann. Grettir
bjó lungann af ævi sinni og öll ful-
lorðinsár í Hlíðunum og sótti síð-
ustu árin ýmsa þjónustu fyrir aldr-
aða í Lönguhlíð. Þar ku hann hafa
átt marga góða vini. Óhætt er að
segja að nánasti vinur Grettis hafi
alla tíð verið elsti bróðir hans
Hrólfur og heimili hans og konu
hans Tryggvinu Steinsdóttur hafi
verið hans annað heimili. Það var
aðstandendum hans og samferða-
fólki mikið áfall að frétta af bráðu
andláti Grettis sem var fram á
hinsta dag við nokkuð góða heilsu.
Grettir ók síðasta sumar norður í
land. Ferðaðist hann einsamall að
nóttu til „því þá voru færri bílar á
ferli,“ sagði hann til útskýringar.
Ferðinni var heitið í Drangey þar
sem hann reisti skjöld til minning-
ar um nafna sinn „sterka" í Grett-
iskofa. Grunar mig að með þessari
ferð hafi Grettir viljað gjalda nafna
sínum kjarkinn og æðruleysið sem
skilaði nær munaðarlausum ein-
stæðingnum gegnum lífið, gegnum
óblíð náttúruöflin sem hrelldu
hann með móðurmissinum, sjávar-
háskanum og glímu örlaganna. Þau
hin sömu náttúruöfl hafa nú vagg-
að honum í eilífðarinnar svefn.
Guð blessi minningu frænda
míns sterka, Grettis Ásmundsson-
ar.
Sæmundur Norðfjörð.
Nú þegar vetur konungur blæs
hvað harðast kvaddi Grettir vinur
minn þennan heim og sigldi á önn-
ur mið, en hann var sjómaður af
lífi og sál.
Ungur lendir hann í því að missa
móður sína. Þá fljótlega brá faðir
hans búi og fór í vinnumennsku. í
byrjun hafði hann Gretti hjá sér
eða til fimm ára aldurs. Eftir það
fer hann í fóstur á ýmsa bæi í Víði-
dal og nágrenni.
Saknaði hann þess alla tíð að
vera móðurlaus.Við fjölskyldan
kynntumst Gretti við smíði Borg-
arfjarðarbrúar 1976 og upp frá því
hófst okkar vinátta. Við vorum síð-
an saman í brúarvinnuflokki
Hauks Karlssonar og fórum víða
um land, þó einna mest um Borg-
arfjörð, Dali og Vestfirði. Eftir að
hann hætti í brúarvinnu fór hann
tvær vertíðar á sjóinn og þá aftur á
Svaninn sem var honum mjög kær
og þótti honum afar vænt um alla
strákana þar, enda reyndust þeir
honum afar vel og hafa haldið sam-
bandi við hann fram á síðasta dag.
Mér er minnisstætt eitt skiptið
sem hann var að koma í land, það
var rétt fyrir jólin 1988. Þá hringir
hann í mig og biður mig um að fara
upp í Toyota-umboð og ná þar í bíl
sem hann var búinn að festa kaup
á. Þegar Svanurinn lagðist að
bryggju var ég komin með bílinn á
kajann. Mikið var það glaður mað-
ur sem tók við lyklunum og bauð
svo uppá bíltúr um hafnarsvæðið.
Síðan varð það fastur liður hjá
okkur að fara í júní á hverju sumri
í ferðalag á þessum bíl. Það var
alltaf sama rútan með ýmsum
breytingum þó. Fyrst var farið að
Víðidalstungu, að leiði móður hans,
en hann lét smíða fyrir sig kross
og setja á leiðið og bar hann mikla
umhyggju fyrir því. Síðan lá leiðin
inn í Litlu-Hlíð en nær hans fæð-
ingarstað var ekki hægt að komast
á bíl. Svo var tekinn nýr og nýr
krókur á hverju ári, mislangir, og
alltaf var endað hjá vinafólki hans
á Reykjarhóli í Varmahlíð, þeim
Markúsi og Immu. Þar gisti hann
einhverjar nætur og svo var haldið
heim aftur.
Grettir hafði ótrúlegt minni, og
þá séstaklega á allar tölur. Hann
var barngóður og vildi aldrei nein-
um illt, hann var vinur vina sinna
og ljúfur í umgengni.
Minning um mætan mann mun
lifa.
Vér köllumst brott. Hið hvíta lín
oss klæðir, fyrr en veit.
Og jörðin býr um börnin sín
og blómgar hinsta reit,
En drottinn vakir, - vonin sú
er viti á hverri gröf.
Og engilhendur byggja brú
á brimuð dauðahöf.
(Friðrik Hansen)
María Gunnarsdóttir.
Það er ekki sjálfgefið í þessum
heimi að kynnast heiðursmanni,
einstöku ljúfmenni og eða alvöru
sjómanni. En sumir eru heppnari
en aðrir og það vorum við undirrit-
aðir í þessu tilfelli. Grettir var sjó-
maður í húð og hár og var hann
kóngurinn hvort sem var á dekki
við skyldustörf eða í borðsalnum
þar sem setið var við spil eða rædd
þjóðfélagsmál.
Sveitin var Gretti alltaf hugstæð
og mátti sjá í svip hans virðingar-
blæ ef umræðan sneri að bændum
og eða sveitum landsins.
Nú hefur Grettir snúið til móður
sinnar sem honum varð tíðrætt
um, en hana missti hann ungur.
Eftir stöndum við betri menn með
umhugsunina og lærdóminn sem
Grettir Ásmundsson eftirlét okkur.
Blessuð sé minning hans.
Gunnar Gunnarsson,
Birgir Henningsson,
Svaninum RE 45.