Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 59 FRÉTTIR Þýsk-svissnesk sakamála mynd í Goethe-Zentrum GOETHE-Zentrum á Lindargötu 46 sýnir fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20.30 þýsk-svissnesku saka- málamyndina „Justiz“ frá árinu 1993. Myndin, sem tilnefnd var til Golden Globe-verðlaunanna 1993 sem besta erlenda mynd, er byggð á samnefndri sakamálasögu eftir hinn fræga svissneska rithöfund Friedrich Diirrenmatt. Meðal leik- ara er Maximilian Schell. KYNNING á vegum Alþjóðaskrif- stofu háskólastigsins verður haldin föstudaginn 25. febrúar í Lögbergi, stofu 101, frá kl. 15-17. Ava Czapalay frá menntamála- ráðuneyti Nova Scotia mun greina frá námstilboði sem stendur ís- lenskum stúdentum til boða við há- skóla í Nova Scotia. Karítas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, mun greina frá tvíhliðasamningum sem Háskóli íslands hefur gert við „Justiz" greinir frá ungum lög- manni sem falið er að verja vinsæl- an stjórnmálamann er skaut virtan prófessor til bana á fjölsóttum veitingastað. Þetta virðist við fyrstu sýn vonlaust verkefni. Hér er velt upp spurningunni um hugs- anlegan mun á niðurstöðum dóm- stóla og raunverulegu réttlæti. Myndin er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. háskóla í Kanada og þeim mögu- leikum sem stúdentum HÍ standa til boða við að taka hluta af námi sínu við háskóla í Kanada. Islenskir stúdentar, sem stundað hafa nám við háskóla í Nova Scot- ia, munu greina frá námsdvöl sinni við skólana. Kanadískur skiptistúd- ent frá Trent University Ontario mun kynna sinn heimaskóla. Fyrirspurnir og umræður verða að loknum erindunum. Allir eru velkomnir. Góugleði í Gjábakka ELDRA fólk í Kópavogi fagn- ar komu góu á árlegri góu- gleði sem haldin verður í Gjá- bakka, Fannborg 8, í dag, fimmtudaginn 24. febrúar. Dagskráin, sem hefst kl. 14, er fjölbreytt og meðal efn- is er að kór Snælandsskóla syngur nokkur lög undir stjórn Heiðrúnar Hákonar- dóttur, Guðlaug Erla Jóns- dóttir leigubílstjóri flytur það sem hún kýs að kjalla „Smælki", Guðrún Lóa Jóns- dóttir syngur nokkur lög og ef allt gengur upp mun N.N. ávarpa samkomuna, segir í fréttatilkynningu. Vöfflukaffi verður selt á 350 kr. Kl. 17 kemur Guðrún Guð- mundsdóttir með gítarinn. Þá verða Söngfuglarnir mættir til að taka lagið og ef að lík- um lætur mun söngurinn óma næstu klukkustund. Öllum er heimill aðgangur án endur- gjalds. Kynning' á háskóla- námi í Kanada Rubinstein Áhrifarík „andlitslyfting" án skurðaðgerðar UTSOLUSTADIR: Revkjavík og nágivnni: Andorra Uafnnrfiröi, Bylgjan Kópavogi, Snyrtivöruv. Glæsibæ Hygea I.augavegi, Sara Bankastra'ti, Ársól Efstalandi, Fína Mosfellsb.v, Hygea Kringlunni, Libía Mjódd, Sigurboginn I .augavegi. Landið: Bjarg Akranesi, Hilma Húsavík, Hjá Maríu-Amaró Akureyri Krisma ísafirði, Miðbær Vestmeyjum. P()LAR BkALJT'i Tilboðsdagar Vantar þig gott krem? Allar þekkjum við þá notalegu tilfinningu, sem fylgir notkun góðra krema t.d. í morgunsárið eða eftir erilsaman dag. Face Sculptor gefur loforð um árangur: Þéttari húð, skarpari útlínur, grynnri hrukkur og andlitslyfting. Besta sönnun um góðan árangur eru móttökurnar sem Face Sculptor vörurnar hafa fengið. Konur eru yfir sig hrifnar. Nú er komið næturkrem í línunni og einnig eye patch. POLAR BEAUTY Verðsprengja á miðjum vetri Taska með Face Sculptor kremi 30 ml, serumi 30 ml, augnkremi 5 ml, blýanti, augnhreinsi 50 ml, augnháralit og serumi 5 ml. Vara að verðmæti kr. 11.000, tilboðsverð nú kr. 6.920. Einnig Polar Beauty tilboð: Taska, Power A 50 ml krem, Glycolic lotion 15 ml, hreinsir 5 ml, varalitur, Spect. farði 10 ml og húðmjólk 30 ml. Vara að verðmæti kr. 8.400, tilboðsverð nú kr. 5.400. Takmarkað magn. Námskeið í atferlis- meðferð fyrir börn r með einhverfu HALDIÐ verður í fyrsta sinn grunnnámskeið atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu dagana 2. og 3. mars. Námskeiðið er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem sjá um skipulagningu, framkvæmd og ráðgjöf vegna meðferðar og kennslu barna og ungmenna með einhverfu. Námskeiðið verður haldið í Gerðubergi frá 9-16 báða dagana og er alls 16 kennslustundir. Há- marksfjöldi miðast við 30 þátttak- endur. Gert er ráð fyrir að þátt- takendur hafi setið grunnnámskeið um einhverfu og skyldar þroska- raskanir, eða fengið sambærilega fræðslu. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir hagnýtrar at- ferlisgreiningar og hvernig þau eru felld inn í heildstæða meðferð. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum á árangri og þeim skilyrðum sem þurfa að vera til staðar til að tryggja megi há- marksárangur. Foreldrar og starfsfólk munu greina frá þátttöku sinni og reynslu af umfangsmikilli atferlis- meðferð og sýnd verða myndbönd með börnum á mismunandi stigum meðferðarinnar. Nánari upplýsingar á www.greining.is Hættu að reykja í síðasta skipti! 30 tíma afeitrun á Sólheimum 4. og 5. mars. Náðu árangri í fallegu og friðsælu umhverfi. Laugardagur 12:00 - Lagt af stað f rútu frá BSÍ. 13:00 - Komið til Sólheima. . 14:00 - Námskeið hefst með fyrirlestri um tóbak og nikótín. Þátttakendum er kennt að reykja upp á nýtt. 15:00- Hlé 15:15- Fyrirlestur heldur áfram. 16:00 - Tveggja tíma hlé þar sem fólk einbeitir sér að nýrri aðferð reykinga. 18:00 - Fyrirlestur um langanir, vilja og staðfestingar. 19:00 - Síðasta sígarettan. 20:00 - Hlé - kvöldmatur. 21:30 - Kvöldvaka - sögur, söngur, spjall og spurningar. 23:30 - Gengið til náða. Sunnudagur 8:30 - Vakning. 9:00 - Morgunmatur. 10:00 - Farið yfir námskeiðaupplýsingar, rætt um framtfðina, lfkamsæfingar, mataræði, freistingar, vana og verðlaun. 12:00 - Hádegisverðarhlé. 13:00 - Skoðunarferð um Sólheima. 14:00 - Fjárfestingarmöguleikar kynntir. 15:00- Kaffihlé. 15:30 - Umræðuhópur. 17-00 - Lagt af stað í rútu frá Sólheimum. Farið yfir helstu atriðin af námskeiðinu á leiðinni heim. 18:00 - Reyklaus og lífsglaður hópur kemur að BSÍ. Allt Innifallð: Matur, gisting og ferðir frá Reykjavík. Lelðbeinandi: Guðjón Bergmann Nánari upplýsingar í símum 561 8586 og 694 5310 og e.mail: gbergmann@simnet.is Þvottavélar fyrir vélahluti Tilboð í mars Jákó sf. sími 564 1819 V jðgebun boðið þér eitt M BA- nám a]þdó31e9'asta MBA-nám á Nörður 1 öndum. Kynningarfundur r á Islandi mánudaginn 28. febrúar kl. 18.00 á Hótel Sögu, Reykjavík, fundarherbergi A, föstudaginn 3. mars kl. 12.30 á Fosshóteli KEA, Akureyri. • Öll kennsla fer fram á ensku. • 11 mánaða almennt MBA-stjórnunarnám með áherslu á áaetlanagerð, forystu og uppbyggingu víxlstarfandi liðsheildar. • Nemendur alls staðar að, hámark 40 á námskeiði. • Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla. • „Hands on“-ráðgjafarverkefni. Nánari upplýsingar fást á veraldarvefnum: http://www.bi.no. Netfang: graduate@bi.no Sími 47 67 55 70 00 HI Norwegian School of Management BI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.