Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 60
SO FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STANGARHYLUR - NYTT
TIL SÖLU í þessu glæsilega húsi 332 fm nýtt verslunarrými á jarðhæð,
tilbúið til innréttingar. 367 fm nýtt skrifstofuhúsnæði, tilbúið til
innréttingar. 280 fm fullbúið skrifstofuhúsnæði, kaffistofa, salerni og
sýningarsalur. Næg bílastæði og mikið auglýsingagildi. Teikningar og
allar frekari upplýsingar á skrifstofu Ásbyrgis.
if ASBYWQIif
Suðurlandsbraut 54 - Vlð Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. J
ATVINNUHUSNÆÐI
X
Knudsen
StykkisHólmi
I
: B " P#'
Fyrirtækið er rekið í nýlegu
eigin húsnæði og er á tveimur
hæðum. Um er að ræða alhliða
veitingamennsku, þ.e.a.s.
matsölu, vínveitingar og
veisluþjónustu.
Vorum að fá á söluskrá okkar gott
veitingahús sem staðsett er í Stykk-
ishólmi og hefur verið rekið með
miklum myndarbrag undanfarin ár.
Ahvílandi eru mjög hagstæð lang-
tímalán. Parna er á feröinni traust
fyrirtæki í mikilli framfarabyggð,
m.a. á sviði ferðamála. Framundan
er besti sölutíminn.
Allar nánari upDlvsingar
gefur Kristinn
Hóll fyrirtækjasala
Skíphoiti 50b
Sími 551 9400
Skipholti 50b
Vorið frá
mi)
SANDRA PABST
og
SELECTION
Laugavegur 68, sími 551 7015
ÍDAG
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til fóstudags
Könnun á
spilafíkn
VITAÐ er að þúsundir
manna hér á landi eru of-
urseldir spilafíkn. Þar er
um að ræða unga sem
aldna, öryrkja og alls
konar fólk. Ég legg til að
Rauði kross íslands láti
gera könnun á því hversu
marga hér er um að ræða
og hversu margir að-
standendur þessa fólks
hafa misst aleigu sína af
þeirra völdum, svo og
hversu margir leiti sér
aðstoðar hjá hinum ýmsu
hjálparstofnunum hér á
landi. Einnig hver greiðir
ferðir og uppihald sér-
fræðinga frá Bandaríkj-
unum sem eru hingað
komnir til að réttlæta
rekstur spilakassa til fjár-
mögnunar m.a. Rauða
kross Islands. Eru það
kannski fíklarnir sem
borga brúsann?
Eldri borgari.
Hvar eru félög
eldri borgara?
MÉR fínnst smánarlegt
að við sem erum komin
yfir sjötugt eða áttrætt
skulum vera þvinguð til
að borga svo háa eigna-
og tekjuskatta af húseign-
um okkar, að við verðum
sárnauðug að hrökklast
úr þeim. Við höfum alla
ævi borgað skatta og
skyldur af þessum eign-
um okkar, lagt metnað
okkar í þær og þær eru
hluti af lífi okkar. Hálf-
blind rötum við þar fram
og aftur og hölt og skökk
vitum við hvar hlutur er
til að styðja sig við. Við
sem vorum í barneign fyr-
ir pilluna eigum stórar
fjölskyldur, oft 30-40 af-
komendur sem við viljum
gjarnan eiga aura til að
gleðja á tyllidögum. En
nú á íbúðin okkar að vera
orðin allt of stór og við
eigum eins og stóll eða
borð að flytja úr gamla
hverfínu okkar í smáíbúð
suður í Smára. Hvar eru
félagabákn eldri borgara?
H.S.J.
Fátækt á
Islandi
ER til fátækt á íslandi?
Eftir útkomu bókar
Stefáns Ólafssonar um
Almannatryggingar og nú
síðast skýrslu frá Rauða
krossinum, verður Davíð
að viðurkenna að ekki er
hægt að stinga hausnum í
sandinn eins og strútur-
inn og halda að þar sem
hann sjái ekki sé hann
öðrum ósýnilegur.
Það er engin afsökun
eða réttlæting að kjör
þeirra séu betri núna en á
öðrum tímum. Þegar ör-
yrki á ekki fyrir mat síð-
ari hluta mánaðarins,
þýðir ekki að segja „þú
varst svengri í síðustu
vinstristjórn, þú verður
að viðurkenna það“.
Hann étur allavega
ekki það, eða sendir barn-
ið sitt í skóia út á það, og
það breytir ekki þeirri
staðreynd að kjör öryrkja
eru ill.
Það er tími til kominn
að horfast í augu við að
fátækt er hér á landi og
fer vaxandi. Stór hópur
fólks fer á mis við það
sem hinum almenna borg-
ara finnst sjálfsagt, svo
sem tómstundir, ferðalög,
læknisþjónustu o.fl. Jafn-
vel er til fólk sem hrein-
lega á ekkert til matar
seinni part mánaðarins og
er háð ölmusu frá ætt-
ingjum og vinum. Það
þýðir ekkert fyrir stjórn-
völd að segja, það er svo
dýrt að reka almanna-
tryggingakerfi og að við
höfum ekki efni á því.
Finnar hafa alla tíð ver-
ið langt á undan okkur
hvað varðar greiðslur al-
mannatrygginga og hafa
samt á sama tíma verið að
berjast við yfír 10% at-
vinnuleysi og mikla efna-
hagskreppu, sérstaklega
eftir að verslun við Sovét-
ríkin lagðist niður að
mestu. Það kemur samt
ekki í veg fyrir að þeir sjá
vel um þá sem ekki geta
hjálpað sér sjálfir.
Það eina sem vantar er
vilji stjórnvalda þessa
lands til að rétta kjör
þeirra sem verst eru sett-
ir í þjóðfélaginu.
Nú, þegar búið er að
selja mörg ríkisfyrirtæki
og stendur til að selja
önnur, má spyrja hver
það var sem greiddi þessi
fyrirtæki með sköttum,
bæði beinum og óbeinum?
Var það ekki fólkið sem
þarf á ellilífeyri og ör-
orkulífeyri að halda í dag
og er þá ekki eðlilegt að
eitthvað af þessum pen-
ingum renni til baka til
almennings, nú þegar á
að leysa hann út úr þess-
um fyrirtækjum?
Við höfum heyrt for-
ráðamenn þessara fyi'ir-
tækja tala um að þessi
fyrirtæki séu tuga millj-
arða króna virði, en það
þarf ekki nema 3 til 4
milljarða til að leiðrétta
kjör þeirra verst settu til
muna.
Nú skora ég á öll félög
og alla einstaklinga að
láta til sín heyra og mót-
mæla kröftuglega þeirri
lítilsvirðingu sem stjórn-
völd sýna stórum hópi
þegna þessa lands með
því að gera ekkert til að
bæta kjör þeirra.
Jóhannes Þór
Guðbjartsson.
Tapad/fundió
Karlmannsúr
týndist
KARLMANNSÚR,
Maruice Lacoix, með
brúnni leðuról týndist fyr-
ir utan Veggsport eða
vínverslunina Hafrúnu
fyrir u.þ.b. 3 vikum. Finn-
andi hafí samband í síma
560-4445 eða 567-6737.
Geisladiskaveski
týndist
SVART geisladiskaveski
týndist úr bíl. Skilvís
fmnandi hafi samband í
síma 8697873.
Dýrahald
Læða fæst gefíns
ÁRSGÖMUL læða, hvít
að lit og kassavön, fæst
gefíns. Upplýsingar í síma
695-6565 og 699-5680.
Víkverji skrifar...
AVEFSÍÐUNNI Strik.is hefur
verið gerð tilraun með að
stofna til umræðu um ýmis mál, svo
sem stjómmál, íþróttir og kvik-
myndir. Fyrirkomulagið er þannig
að hver og einn getur lagt inn orð án
þess að þurfa að gefa upp nafn.
Víkverji skoðaði fyrir skömmu
spjallsíðu um stjórnmál og varð bæði
undrandi og hneykslaður. Ef stjórn-
málaumræða í landinu er á þessu
plani ber sannarlega að hafa áhyggj-
ur af henni. Þarna er að finna upp-
hrópanir, palladóma og hreinan og
kláran dónaskap um nafngreindar
persónur. Sérstaklega virðast kven-
stjórnmálamenn mega þola ómak-
legar árásir í þessum spjallþáttum.
Óhætt er að fullyrða að sú tilraun
íslandsnets, sem stendur fyrir
Strik.is, að standa fyrir stjómmála-
umræðu á vefsíðu sinni, hefur gjör-
samlega mistekist.
Víkverji hvetur íslandsnet til að
hætta þessari tilraun eða breyta
henni. Ef svona tilraun á að heppn-
ast þarf augljóslega að krefja þá sem
tjá sig um nafn. Eins verða starfs-
menn íslandsnets að fylgjast með
þessum spjallþáttum og eyða bulli
og meiðandi ummælum sem ekki á
erindi á heimasíður sem vilja láta
taka sig alvarlega.
YÍKVERJI rakst á dögunum á
viðtal í Morgunblaðinu við
sænska ráðgjafann Rolf Falken-
berg, sem búið hefur til leiðtogalíkan
sem hann kallar Tígulinn. Horn-
steinar Tígulsins era næmi, raunsæi,
djörfung og framsýni. Falkenberg
telur að góður leiðtogi þurfi að
þroska þessa íjóra hæfileika.
Síðan segir hann: „Dæmi um þann
sem skortir algjörlega einn þáttinn,
eins og næmi, er Adolf Hitler. Hann
hafði til að bera djörfung, raunsæi
og framsýni; hann sá til þess að næg
vinna væri fyrir hendi, sem ber vott
um raunsæi, og hann hafði stórar
sýnir um þriðja ríkið, sem sýnir
framsýni hans og djörfung, að vissu
leyti. Aftur á móti skorti hann næmi
á þarfir fólks og umhyggju fyrir
því.“
Þetta verða að teljast sérkennileg
ummæli um mann sem ber ábyrgð á
einum mestu fjöldamorðum sem
framin hafa verið.
Raunar má spyrja hvort Hitler
hafi ekki einmitt verið nokkuð næm-
ur á þýsku þjóðarsálina þegar hann
var að berjast til valda, en það er
hins vegar spurning hvort næmi sé
rétta lýsingarorðið þegar kemur að
því að lýsa viðhorfum hans til þarfa
fólksins. Það má einnig færa rök fyr-
ir því að Hitler hafi skort framsýni
og raunsæi í stríðsrekstri sínum.
Víkverji hefur lengi verið þeirrar
skoðunar að stór hluti af kenningum
um stjórnun sé óttalegt bull. Kenn-
ingar Rolf Falkenberg hafa heldur
styrkt Víkverja í þessari trú.
XXX
ISÍÐUSTU viku kvartaði Víkverji
yfir því að erfitt væri að nálgast
kjúklinga merkta ísfugli í stór-
mörkuðum á höfuðborgarsvæðinu.
Tilefnið var að ítrekað hefur verið
staðfest í rannsókn heilbrigðisyfir-
valda að ísfugl er algerlega laus við
kamphýlóbaktersýkingu.
Starfsmaður ísfugls hafði sam-
band við blaðið af þessu tilefni og
vildi koma því á framfæri að kjúkl-
ingar frá ísfugli fást í stórmarkaðn-
um Nettó í Mjódd og einnig í versl-
unum eins og Samkaupum og Spar-
kaupum. Jafnframt vildi starfs-
maðurinn árétta að ísfugl er ekki
kjúklingabú heldur sláturhús og
dreifingarfyrirtæki sem slátrar og
dreifir kjúklingum frá átta búum.
Sjálfsagt er að leiðrétta þetta. Vík-
verji vill jafnframt hvetja fleiri
verslanir til að taka ísfugl í við-
skipti þannig að neytandinn geti
valið milli framleiðenda.