Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biðröð eftir miðum á uppfærslu Helga Tómassonar á Svanavatninu Nær uppselt á fjórum tímum RIFLEGA tvö þúsund miðar á fimm sýningar San Francisco- ballettsins á Svanavatninu í Borg- arleikhúsinu í maí seldust á fjórum klukkutímum í gær og voru aðeins eitt til tvö hundruð miðar eftir þeg- ar miðasölu var lokað í gær. Miða- sala hófst klukkan 13 og hafði þá þegar myndast löng röð við Upp- lýsingamiðstöð ferðamála í Torf- unni, þar sem salan fór fram. Harpa Björnsdóttir hjá Listahá- tíð í Reykjavík, sem gengst fyrir sýningunum, er hæstánægð með viðbrögðin. „Við höfum reyndar fundið fyrir miklum áhuga að und- anförnu, allt frá því í haust, en bjuggumst ekki við að miðarnir seldust nær upp á einum degi.“ Miðasalan gekk heldur hægt fyr- ir sig og þótti vi'st sumum nóg um. Baldvin Jónsson beið í þrjá tfma. „Þetta var með ólíkindum. Það var einungis ein tölva notuð til að selja miðana og þegar mest var voru á að giska 150-200 manns í röðinni. Það segir sig sjálft að þetta nær engri átt. Ég lét mig bara hafa þetta af því ég er svo þrjóskur," segir hann. „Það hlýtur að hafa verið hægt að nota fleiri tölvur, að minnsta kosti þrjár til viðbótar, þá hefði biðin ekki tekið nema hálftíma til fjörutíu minútur. Það hefði enginn sett fyrir sig. Það er ekki eins og Islendingar séu óvanir eftirspurn. Árið 1968 seld- ust á klukkutíma tvö þúsund miðar á knattspyrnuleik Vals og Benfica, löngu fyrir daga tölvunnar.“ Harpa staðfestir að aðeins ein tölva hafi verið í notkun en fjórir starfsmenn að afgreiða. „Miðarnir voru afgreiddir eftir ákveðnu fyr- irkomulagi og stúlkurnar fjórar skiptu með sér verkum. Ein tók við pöntunum, önnur prentaði út mið- ana, sú þriðja tók sfmann og svo framvegis. Ekki er því hægt að bera þetta saman við miðasöluna í Þjóðleikhúsinu eða Borgar- leikhúsinu, svo dæmi séu tekin, því þar sinnir sami starfsmaður öllum þessum verkum. Ég efa að kerfín í leikhúsunum tveimur hefðu annað að selja þennan miðafjölda á einum eftirmiðdegi.“ Allir fengu miða Harpa segir að allir sem biðu hafi á endanum fengið miða og lítið hafi borið á kvörtunum, þótt vissu- lega hafi biðin verið nokkuð Iöng. Baldvin segir stemmninguna í' röðinni hafa verið frekar þunga, en hann sér einnig spaugilegu hliðina á „ævintýrinu“, eins og hann kallar það. „Þetta var mikil upplifun í nú- tímasamfélagi og minnti óneitan- lega á gamla ti'ma, áður en tæknin hélt innreið sína. Það er mín skoð- un að þetta hafi verið einn mesti og besti atburður Listaháti'ðar. Það er alþýðulist að búa til svona röð.“ Morgunblaðið/Ásdís Löng röð myndaðist við Upplýsingamiðstöð ferðamála. Allir fengu þó miða á endanum. Formaður Eflingar kvað lítið hægt að segja um gang kjaraviðræðna „Þetta er allt á hreyfíngu“ FULLTRÚAR Flóabandalagsins sátu í gær á fundum með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sagði Halldór Björnsson, formaður stétt- arfélagsins Eflingar, að lítið væri hægt að segja um gang viðræðna þegar í hann náðist undir lok fundar í gærkvöldi og bætti við: „Þetta er allt á hreyfingu.“ Hann sagði að það markmið að ganga frá öllum atriðum nema launa- málum fyrir gærdaginn hefði ekki náðst, en smátt og smátt væru mál að hreinsast út af borðinu. Um 15 manns sátu á rökstólum í gær. Halldór sagði að ekki væri byrj- að að fara inn á launamál frekar en á þriðjudag. í gær hefðu fræðslumál, veikindaréttur og ýmislegt annað verið til umræðu. Væntanlega verður ekki fundað í dag vegna þess að félögin sem mynda Flóabandalagið, þ.e.a.s. Efl- ing í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur, hafa boðað til sameiginlegs fé- lagsfundar annað kvöld. Formenn annarra stéttarfélaga í Verka- mannasambandinu hafa boðað til foimannafundar í dag. Meiri hækkun á meðalfargjöldum til Isafjarðar VERÐ á fargjöldum hækkaði um 8% hjá Flugfélagi íslands á flugleiðinni á milli Isafjarðar og Reykjavíkur á í-úmu ári eftir að íslandsflug hætti flugi þangað, en hækkunin nam 5% á fargjöldum fyrir flug á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur annars vegar og Egilsstaða og Reykjavíkur hins vegar. Þessi niðurstaða byggist á út- reikningum Samkeppnisstofnunar á verðþróun á fargjöldum Flugfélags Islands eftir að sérleyfí félagsins voru felld niður á miðju ári 1997 og frelsi komst á í innanlandsflugi. Samkvæmt þessum útreikningum lækkuðu fargjöld til Akureyrar um 20% á milli maí 1997 og maí 1998 og á sama tímabili lækkuðu fargjöld um 24% til Egilsstaða og um 10% til ísa- fjarðar. í ágúst 1999 höfðu fargjöld- in hins vegar hækkað aftur um 5% til Akureyrar og Egilsstaða og um 8% til ísafjarðar. íslandsflug hætti að fljúga til ísafjarðar í maí 1998. Sama fargjaldauppbygging á Isafirði og Akureyri Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, segir að gerðar hafi verið athugasemdir við þessa útreikninga hjá Samkeppnis- stofnun, sem byggðir séu á gögnum Flugfélagsins um svokölluð meðal- fargjöld. Þau séu reiknuð þannig út að deilt sé með farþegafjölda í inn- komu fargjaldasölunnar og að ýmsir þættir aðrir en bein hækkun geti haft áhrif á meðalfargjaldið. „Það sem gerst hefur þarna á ísa- firði er að eflaust hefur eitthvað ver- ið minna um afsláttarfargjöld í boði, minna sætaframboð af þeim. En síð- an er líka annað, að staðir eins og Akureyri, Egilsstaðir og Vest- mannaeyjar eru miklu stærri ferða- mannamarkaðir og fleiri stórir hóp- ar sem fljúga þangað og oft á lægri fargjöldum. Það eitt og sér getur haft áhrif á meðalfargjöld." Að sögn Jóns Karls er fargjaldauppbygging- in sú sama á Isafirði og annars stað- ar og engin hækkun sem slík hefur orðið á flugleiðinni eftir að sam- keppni lagðist þar af. „Þannig að fargjaldauppbygging- in á því fargjaldi sem venjulegur Is- firðingur þarf að borga fyrir flug á milli Isafjarðar og Reykjavíkur er nákvæmlega sú sama og fargjaldið á milli Reykjavíkur og Akureyrar byggist á. Það er það sem skiptir máli og það er engin breyting fyrir- huguð hjá okkur núna út af þessu máli sérstaklega. Við leggjum áherslu á að fá sem flesta farþega, og það gerum við ekki með því að hækka fargjöldin um 20%.“ Adam Bednerek Lést í bflslysi við Ólafsvík PILTURINN sem lést í bílslysi á Útnesvegi skammt vestan Ólafsvík- urennis sl. laugardag hét Adam Bednerek. Hann var pólskur og hafði búið ásamt foreldrum sínum í Ólafsvík í þijú ár. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson • • Oskufall úr Heklu UM allan Mýrdal hefur öskufall úr Heklu litað snjóinn gráan og þar sem snjór hefur safnast í lautir og lægðir er hann jafnvel svartur af ösku. Þessi mynd var tekin við bæinn Gilj- ur í Mýrdal í gær. Brekkurnar gráar og svarflekkóttar og lítur öskufallið svona út víðast hvar í Mýrdalnum. . .."V' Grunur um smygl á um 4.000 e-töflum RANNSÓKN lögreglunnar í Reykjavík á nýja e-töflumálinu, sem kom upp í lok síðasta árs er nú á lokastigi og verður það tek- ið til ákærumeðferðar að lokinni rannsókn. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins beindist rannsóknin í upphafi að innflutningi á tæp- lega 4 þúsund e-töflum, en ekki hefur enn verið látið uppi hversu margar e-töflur lögreglan lagði hald á við upphaf málsins, hinn 29. desember síðastliðinn. Fimm menn á aldrinum 17 til 25 ára sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Sérblöð í dag piffgttJtMnliÍli MSfetóJi/ b -ýiijy.i wm Davíð Viðarsson til reynslu hjá Germinal í Belgíu / B3 Hafdís Guðjónsdóttir hjá Fram handarbrotin / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.