Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Norðurpólsfararnir kvöddu landið í gær
„Klárir í slaginn
og hlökkum til“
Morgunblaðið/Golli
Verndari norðurpólsleiðangursins er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri, sem kvaddi þá Harald og Ingþór í Ráðhúsinu áður en þeir héldu
af landi brott í gær.
NORÐURPÓLSFARARNIR Har-
aldur Örn Ólafsson og Ingþór
Bjarnason kvöddu ísland í gær og
flugu til Halifax, þaðan sem þeir fara
til Iqaluit á Baffins-eyju til einnar
viku æfinga. Þaðan fljúga þeir til
Ward-Hunt eyju í Kanada og hefja
hina 800 km löngu göngu til norður-
pólsins 10. mars.
Kveðjuathöfn fór fram í Ráðhúsi
Reykjavíkur þar sem Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri og
verndari leiðangursins óskaði pólför-
unum heilla og flutti þeim ferða-
kveðju í bundnu máli eftir Unni Hall-
dórsdóttur.
„Ég held við séum klárir í slaginn
og hlökkum til að byija,“ sagði Ing-
þór í samtali við Morgunblaðið í gær.
„Síðasti sólarhringurinn hefur ein-
kennst af talsverðri streitu. Við vor-
um að ljúka við að pakka langt fram
á nótt og vöknuðum snemma í morg-
un tgærmorgun] en undirbúning-
num er nú lokið.“
Fréttir um ísbjarna-
árás breyta litlu
Aðspurður um viðbrögð sín vegna
fréttar um tvo ísbimi sem réðust á
sænsku norðurpólsfarana Göran
Kropp og Ola Skinnarmo í fyrradag,
sagði Ingþór að þær fregnir myndu
litlu breyta fyrir þá Harald. „Sænski
leiðangurinn fór frá Síberíu og vana-
lega er mun meira af ísbjörnum á því
svæði en Kanadamegin þaðan sem
við förum,“ sagði hann.
Svíamir, sem hafa verið fjóra daga
á ferðalagi, höfðu séð hóp af ísbjöm-
um úr fjarlægð daginn áður en ár-
ásin var gerð og svo virðist sem tveir
þeirra hafi elt þá uppi. Það er mjög
óvanalegt, því yfirleitt ráðast birnir
ekki til atlögu í hópum.
Þegar Svíarnir vöknuðu á þriðju-
dagsmorgun við tjaldbúðir sínar, sáu
þeir birnina nálgast á töluverðum
hraða. Þeir skutu viðvömnarskoti
með Magnum 357 skammbyssu að
þeim en dýrin létu ekki segjast og í
stað þess að leggja á flótta lögðu þau
til atlögu við pólfarana. Kropp skaut
að endingu annað dýrið á sjö metra
færi og lögðu þau á flótta. Svíamir
eltu dýrin til að sjá hvort þeir hefðu
drepið bjöminn en gáfust upp á eft-
irgrennslaninni eftir 500 metra.
Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa norður-
pólsfaranna vom þeir skelkaðir eftir
átökin og miður sín yfir að hafa þurft
að skjóta annað dýrið, en þeir ætla
ekki að hætta við ferðalagið.
Þeir hafa áhyggjur af Bettinu
Allers, danskri konu sem er líka á
leið einsömul á norðurpólinn. Hún
var í slagtogi við Svíana fyrir nokkr-
um dögum og þeir hafa áhyggjur af
að birnirnir geti ráðist á hana.
Þurfum að halda
vöku okkar
„Þetta segir manni þö það, að við
þurfum greinilega að halda vöku
okkar og vera vel á verði,“ sagði Ing-
þór. „Birnirnir skoða menn vel áður
en þeir leggja til atlögu og við eigum
að geta haft vissan íyrirvara ef svo
fer.“
Haraldur sagði að mikil óvissa
væri framundan á langri ferð og
spenningurinn væri farinn að magn-
ast. „Það er tilfinningaþningin stund
þegar við yfirgefum fósturjörðina,
en við erum fyrst og fremst spenntir
yfir því að geta loksins hafið það sem
við höfum svo lengi stefnt að, þ.e. að
hefja gönguna sjálfa eftir tíu daga.
Við vonumst til að næsta vika verði
okkur lærdæmsrík þar sem við get-
um æft okkur í réttum aðstæðum á
Iqaluit með réttan útbúnað. Við
þurfum stöðugt að glíma við þrýst-
ihryggi í ísnum og vakir, sem út-
heimtir heilmikla tækni.“
Haraldur sagði að fréttin um ís-
bjamaárásina hefði ekki komið á
óvart enda geta norðurpólsfarar átt
von á slíku þótt ekki sé það algengt.
„Við getum átt von á árás, en mér
þykir þó ólíklegt að við munum
mæta fleiri en einum ísbimi. Sænski
leiðangurinn lenti því í mjög sérstök-
um aðstæðum. Þeirra reynsla sýnir
þó að það er mikið líf í björnunum
þetta árið enda virðast þeir vera
mjög virkir og á mikilli hreyfingu.
Við emm ánægðir yfir því að Svíun-
um skyldi takast að vinna úr þeim
vanda sem þeir lentu í.“
Verndari leiðangursins, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri,
sagði í samtali við Morgunblaðið við
kveðjuathöfnina, að sér fyndist leið-
angur þeirra Haralds og Ingþórs
vera í hnotskurn það sem aðstan-
dendur Reykjavíkur - menningar-
borgar árið 2000 væru að segja með
þeim hugtökum sem unnið væri út
frá á menningarárinu, þ.e. menning
og náttúra.
„Menn ráðast ekki í svona leiðang-
ur með öllu því sem til þarf án þess
að hafa menningarsamfélagslegan
bakgrann. Síðan fara þeir út í víðátt-
una þar sem þeir era einir í tvo mán-
uði án allrar þeirrar menningar sem
þeir koma úr. Því er leiðangur þeirra
í hnotskurn táknmynd hugtakanna
menning og náttúra og þetta tvennt
er það sem við eram að reyna að
sameina í öllu sem við geram á þessu
ári.“
Færri flugdagar vegna
hærri öryggisstaðla
Spurði Tony
Blair um meng-
un frá Sellafield
GUÐRÚN Helga
Guðmundsdóttir,
fimmtán ára nem-
andi í Barnaskóla
Eyrarbakka og
Stokkseyrar,
spurði í fyrradag
Tony Blair, for-
sætisráðherra
Bretlands, um áhrif
þau sem hann teldi
að mengun frá
Sellafield-kjarn-
orkuvinnslustöðinni
gæti haft á íslands-
miðum. Spurningin
var borin fram á
fjarfundi sem Guð-
rún Helga og
bekkjarfélagar
hennar tóku þátt í ásamt
nokkrum öðrum skólum víða
um heim. Fjarfundurinn var
sendur út á Netinu.
Guðrún Helga sagði að
Tony Blair hefði verið á
skjánum og þetta hefði verið
eins og þau hefðu verið að
tala við hann í síma. Blair var
staddur í Downing-stræti 10,
bústað breska forsætis-
ráðherrans. „Við spurðum
Blair um mengun frá Sellafield
og hvaða áhrif hún gæti haft á
íslenskan sjávarútveg. Hann
sagði að 1998 hefðu öryggis-
reglur verið hertar og og að
stöðugt væri verið að herða
þessar reglur. Hann sagði að
Bretar vildu alls ekki að meng-
un kæmi frá Sellafield. Hann
vissi um hvað við
vorum að tala og
hefur líklega búist
við þessari spurn-
ingu,“ sagði Guð-
rún Helga.
Birgir Edwald,
aðstoðarskólastjóri
í Barnaskóla Eyr-
arbakka og
Stokkseyrar, segir
að skólinn sé einn
af þremur þróun-
arskólum í upp-
lýsingatækni á
grunnskólastigi
hér á landi. Hann
segir að fjarfundir
hafi verið haldnir
á klukkustundar-
fresti frá því snemma um
morguninn og á hverri
klukkustund voru tengdir
saman 20 skólar. Fundirnir
voru um margvísleg efni, svo
sem dýravernd og dýralíf í
Suður-Afríku, fornleifafræði
og fleira. „Svo skemmtilega
vildi til að við vorum einn af
þeim skólum sem gátu jafnt
spurt og svarað því tæknilega
var ekki hægt að hleypa nema
fjórum af 20 skólum inn á
þann hátt. Það vildi jafnframt
svo skemmtilega til að Tony
Blair kom inn á fund í 20 mín-
útur og við ásamt þremur
öðrum skólum í heiminum
fengum að leggja spurningu
fyrir forsætisráðherra Bret-
lands,“ segir Birgir.
Guðrún Helga
Guðmundsdóttir
■__m_
npnBSuKia
mmaaeamm
TU&wJfcwfi taante&sa nasM«»•i
29. febrúar 2000 ekfci til
39. fefcita eKta
(nmrligur.. pKt* fcm # ísnö
taSwmgar M ptamaa tmamig 3U mn
k>HNmtag» dagsxumtgu tg ftrfH aííur a» etí
eéraakttgi iw» éa&xmngpm r. «*».
Oí ftttirh*.
Vé]úa þer roiia i as
*«*• »•• HWÍŒttBfct 35**3
TMcfmto w» éé í (toiíö sartui
Ákærður fyrir gabb
- og tratbm i/ne&elu nagna fcwftwíw ú#aW
t úaq wr tsteð fptk í Héraðttöm VMtQsft***
áLmraUBns gegn mami sera s&aíixr er un *» hafa
gtlW laj <*» 11 ooílw a.
mfcyrxtt: nwfcinnninttli hW *ro á Saémofn an
pmgtr Ugratfa og fcfcWM «aw*» * euðxm leynisl
MU. t - ZDBD Kl iX2
Fm&mffaoSBlám »tsafrer
Eítt hlaupársbarn
-rttrogmynfmlmfexáifíiimr&xrrstíM*
&tt
ó*gs*r*s- iytn í>
fK-ftrrgíirdeiöwid Á HafcAI
JÓN KARL Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags íslands,
segir að Flugfélagið fylgi háum ör-
yggisstöðlum um flug í slæmum
veðram, og fljúgi því ekki alltaf
þegar önnur flugfélög láti á það
reyna. í viðtali við Morgunblaðið í
gær benti Guðjón Hjörleifsson,
bæjarstjóri í yestmannaeyjum, á
að Flugfélag íslands sé yfirleitt
mjög fljótt að hætta við flug þegar
vindur eykst, en að íslandsflug hafi
verið mun áræðnara í að fljúga til
Vestmannaeyja þegar vindar blása.
Að sögn Jóns Karls er þetta í
sjálfu sér alveg rétt, enda fylgi fé-
lagið mjög háum öryggisstöðlum
sem að síður sé vikið frá.
„Það er í sjálfu sér alveg rétt, að
í einhveijum tilfellum höfum við
ekki verið að fljúga þegar aðrir
hafa verið að fljúga. Við höfum
margfarið í gegnum þetta og þetta
era staðlar sem við erum sáttir við
og höfum ekki hugsað okkur að
breyta.
Þetta era nú ekki margir dagar
á ári sem um er að ræða, kannski
einn dagur í mánuði yfir verstu
mánuðina og þá yfirleitt ekki heilir
dagar. Þannig að ég tel nú að þetta
eigi ekki að geta orðið til vand-
ræða.“
HEIMSÓKNIR á BB:vefinn,
fréttavef Bæjarins besta á Isafirði,
era nú orðnar yfir 100 þúsund. Kom
þetta fram á vefnum í gær. Bæjarins
besta opnaði fréttavef 8. janúar sl.,
eða fyrir sjö og hálfri viku. Á vefn-
um era birtar þrjár til átta fréttir á
dag og hefur aðstókn að honum auk-
ist jafnt og þétt, að sögn Sigurjóns
J. Sigurðssonar ritstjóra. Heim-
sóknirnar hafa þó aldrei verið flein
en í fyrradag, en þær vora þá 3.408.
Aðsóknin er mun meiri en
aðstandendur blaðsins áttu von á í
upphafi.
Auk frétta og ákveðins efnis úr
Bæjarins besta og upplýsinga um
blaðið er þar að finna ýmsa tengla,
ekki síst vestfirska. Sigurjón segir
að áhugi sé á því að þróa vefinn
áfram og gera hann að nokkurs kon-
ar upplýsingasíðu fyrir Vestfirði.
Heimilisiína Búnaöarbankans - ræktaðu garðinn þinn
Gullreikningur með hærri innlánsvöxtum • Lægri vextir á yfirdrætti
Heimilisbanki á Netinu * VISA farkort • Fjármögnunarleiðir
Greiðsluþjónusta • Ávöxtunarleiðir
® BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
HEIMILISLÍNAN
100 þúsund heim-
sóknir á BB-vefinn