Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 6

Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Julian Harston, sendiherra Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo, Jón F. Bjartmarz yfírlög- regluþjónn, Jens Börsting yfirlögregluþjónn frá Danmörku, Jón S. Ólason aðaivarðstjóri, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Jóhannes Sigfússon varðstjóri, Torsten Hessel- bjcrg, ríkislögrcglustjóri Danmerkur, Ólafur Egilsson aðalvarðstjóri og Detlef Buwitt, yfir- maður alþjóölegu lögreglusveitanna í Bosnfu við orðuveitinguna í Sarajevo í gær. Enn er merki eyðileggingarinnar víða að sjá í Sarajevo. Hér sjást rústir höfuðstöðva dag- blaðsins Oslobodenje, sem var eyðilagt í umsátrinu um borgina. Þrátt fyrir átökin gengu prentvélar blaðsins áfram og tókst blaðamönnum blaðsins að sjá til þess að ekki datt úr út- gáfudagur. Var haft eftir einum blaðamanna blaðsins þegar átökin voru í hámarki að á meðan þessi frétt væri enn tit staðar myndi blaðið koma út. Þrír íslenskir lög- reglumenn heiðraðir í Sarajevo ÞRÍR ístenskir lögreglumenn voru meðal þeirra, sem í gær var veitt orða við hátíð- lega athöfn, sem fór fram í Sarajevo að viðstöddu fjölmenni frá atþjóðastarfstiði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-Hersegóvínu. Athöfn þessi fer fram reglulega og við það tækifæri veita Sameinuðu þjóðirnar þátt- takendum á sínum vegum sérstaka þjónustuorðu sem viðurkenningu fyrir störf þeirra á vegum stofnunarinnar. Athöfnin í gær var sérstaklega haldin fyrir fslenska og danska lögreglumenn sem starfað hafa í Bosníu-Hersegóvínu á und- anförnum mánuðum. Detlef Buwitt, lög- reglustjóri alþjóðalögregluliðsins í Bosnfu- Hersegóvínu, afhenti orðuna af hálfu Sam- einuðu þjóðanna. Sérstakir gestir við athöfnina voru Julian Harston, sérlegur fulltrúi aðalframkvæmdastjóra SÞ, Harald- ur Johannessen ríkislögreglustjóri og Tor- sten Hesselbjerg, ríkislögreglustjóri dönsku lögreglunnar. íslensk lögregla fyrst í friðargæslu í Israel fyrir 50 árum í ávörpum sínum lögðu ríkislögreglu- stjórarnir áherslu á þátttöku fslensku og dönsku lögreglunnar í alþjóðlegu lög- reglustarfi og gátu þess hve samvinna landanna við þessi störf hefði tekist vel. Haraldur gat þess að íslenska lögreglan hefði fyrst tekið virkan þátt í alþjóðastarfi SÞ fyrir um 50 árum en þá voru íslenskir lögreglumenn þátttakendur í friðargæslu í ísrael. Það hefði síðan verið 1997 sem ís- lensk lögregla tók á ný þátt í slíkum verk- efnum í Bosníu-Hersegóvínu. Detlef Buwitt áréttaði mikilvægi þess al- þjóðlega uppbyggingarstarfs sem þarna væri unnið á vegum SÞ og þakkaði ís- lensku og dönsku lögreglumönnunum fyrir þeirra störf. Hann gat þess sérstaklega að það vekti eftirtekt að allir íslensku lög- reglumennirnir gegndu lykilhlutverki í starfsemi alþjóða lögregluliðsins í Bosníu- Hersegóvínu. Þeir íslensku lögreglumenn sem nú var veitt orða eru Jón S. Ólason, aðalvarðstjóri í lögreglunni í Reykjavík, Ólafur Egilsson, aðalvarðstjóri í Iögreglunni í Reykjavík, og Jóhannes Sigfússon, varðstjóri í lög- reglunni á Akureyri. Áður hafa 9 íslenskir lögreglumenn hlotið orðu fyrir störf sín á vegum SÞ í Bosníu-Hersegóvínu. Ibúðarhús í Sarajevo, sem skemmdist í sprengingum og skotbardögum og virðist enn vera eins og daginn er átökunum um borgina lauk. Þegar betur er að gáð sést að búið er í húsinu, rúður hafa verið settar í glugga og fólk og bflar standa fyrir utan. f hverfinu Dobrinja í Sarajevo má víða sjá húsveggi alsetta skotgötum og jafnvel vantar heilu húshliðarnar þannig að sést inn í herbergi og ganga húsanna. Haraldur Johannessen ríkislögreglusljóri og Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn fóru skoðunarferð um borgina. Grunnskólanem- endur kenna eldri borgurum á tölvur FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavík- ur veitti í gær 33 grunnskólanem- endum í Reykjavík viðurkenningu fyrir að taka þátt í að kenna eldri borgurum í borginni á tölvur. Guð- rún Þórsdóttir, kennsluráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sagði, þegar viðurkenningarnar voru veitt- ar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, að með tölvunámskeiði fyrir aldraða, undir einkunnarorðunum Einum kennt - öðrum bent, hafi ræst gamall draumur um að koma á tengingu milli kynslóðanna. Námskeiðin eru samstarfsverkefni Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, Námsflokka Reykjavíkur og sex grunnskóla í Reykjavík, Rimaskóla, Hagaskóla, Hólabrekkuskóla, Breiðholtsskóla, Háteigsskóla og Langholtsskóla. 33 grunnskólanemendur tóku þátt í að kenna 75 eldri borgurum helstu grunnatriði í tölvunotkun og voru námskeiðin haldin í tölvuveri skól- anna í samstarfi við kennara. I máli Guðrúnar kom fram að allir hafa skólarnir lýst sig reiðubúna til að halda námskeiðunum áfram. Pálína Jónsdóttir, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara, sagði að það S'V i Jk- /> WT-m K —' *■ H Æ ,^í ' É&i ' j fk í $ >' ;fv ** Morgunblaðið/Jim Smart 33 grunnskólanemendur voru í gær heiðraðir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir að hafa tekið þátt í að kenna eldri borgurum í Reykjavík á tölvur. hefði verið frábær hugmynd að fá grunnskólanemendur til að kenna eldri borgurum á tölvur. Þetta hefði verið liður í að tengja kynslóðirnar saman í raunhæfu verkefni og allir sem lagt hefðu verkefninu lið ættu þakkir skildar. Pálína sagði að sú skrítla væri sögð að eldri kona sem var að byrja að læra á tölvu hefði lagt músina á gólfið og ætlað að stýra henni með fætinum eins og hún var vön að stýra saumavélinni sinni. Hún sagði að það væri í góðu lagi að ungl- ingar skemmtu sér þannig á kostnað hinna eldri. „En talið ekki bara um okkur eldri borgara. Talið líka við okkur,“ sagði Pálína. Hún sagði að þetta hefði einmitt gerst í tölvu- fræðslunni og eldri borgara langi til að fræðast af þeim yngri og ná að skilja unglingamenninguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.