Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Julian Harston, sendiherra Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo, Jón F. Bjartmarz yfírlög- regluþjónn, Jens Börsting yfirlögregluþjónn frá Danmörku, Jón S. Ólason aðaivarðstjóri, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Jóhannes Sigfússon varðstjóri, Torsten Hessel- bjcrg, ríkislögrcglustjóri Danmerkur, Ólafur Egilsson aðalvarðstjóri og Detlef Buwitt, yfir- maður alþjóölegu lögreglusveitanna í Bosnfu við orðuveitinguna í Sarajevo í gær. Enn er merki eyðileggingarinnar víða að sjá í Sarajevo. Hér sjást rústir höfuðstöðva dag- blaðsins Oslobodenje, sem var eyðilagt í umsátrinu um borgina. Þrátt fyrir átökin gengu prentvélar blaðsins áfram og tókst blaðamönnum blaðsins að sjá til þess að ekki datt úr út- gáfudagur. Var haft eftir einum blaðamanna blaðsins þegar átökin voru í hámarki að á meðan þessi frétt væri enn tit staðar myndi blaðið koma út. Þrír íslenskir lög- reglumenn heiðraðir í Sarajevo ÞRÍR ístenskir lögreglumenn voru meðal þeirra, sem í gær var veitt orða við hátíð- lega athöfn, sem fór fram í Sarajevo að viðstöddu fjölmenni frá atþjóðastarfstiði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-Hersegóvínu. Athöfn þessi fer fram reglulega og við það tækifæri veita Sameinuðu þjóðirnar þátt- takendum á sínum vegum sérstaka þjónustuorðu sem viðurkenningu fyrir störf þeirra á vegum stofnunarinnar. Athöfnin í gær var sérstaklega haldin fyrir fslenska og danska lögreglumenn sem starfað hafa í Bosníu-Hersegóvínu á und- anförnum mánuðum. Detlef Buwitt, lög- reglustjóri alþjóðalögregluliðsins í Bosnfu- Hersegóvínu, afhenti orðuna af hálfu Sam- einuðu þjóðanna. Sérstakir gestir við athöfnina voru Julian Harston, sérlegur fulltrúi aðalframkvæmdastjóra SÞ, Harald- ur Johannessen ríkislögreglustjóri og Tor- sten Hesselbjerg, ríkislögreglustjóri dönsku lögreglunnar. íslensk lögregla fyrst í friðargæslu í Israel fyrir 50 árum í ávörpum sínum lögðu ríkislögreglu- stjórarnir áherslu á þátttöku fslensku og dönsku lögreglunnar í alþjóðlegu lög- reglustarfi og gátu þess hve samvinna landanna við þessi störf hefði tekist vel. Haraldur gat þess að íslenska lögreglan hefði fyrst tekið virkan þátt í alþjóðastarfi SÞ fyrir um 50 árum en þá voru íslenskir lögreglumenn þátttakendur í friðargæslu í ísrael. Það hefði síðan verið 1997 sem ís- lensk lögregla tók á ný þátt í slíkum verk- efnum í Bosníu-Hersegóvínu. Detlef Buwitt áréttaði mikilvægi þess al- þjóðlega uppbyggingarstarfs sem þarna væri unnið á vegum SÞ og þakkaði ís- lensku og dönsku lögreglumönnunum fyrir þeirra störf. Hann gat þess sérstaklega að það vekti eftirtekt að allir íslensku lög- reglumennirnir gegndu lykilhlutverki í starfsemi alþjóða lögregluliðsins í Bosníu- Hersegóvínu. Þeir íslensku lögreglumenn sem nú var veitt orða eru Jón S. Ólason, aðalvarðstjóri í lögreglunni í Reykjavík, Ólafur Egilsson, aðalvarðstjóri í Iögreglunni í Reykjavík, og Jóhannes Sigfússon, varðstjóri í lög- reglunni á Akureyri. Áður hafa 9 íslenskir lögreglumenn hlotið orðu fyrir störf sín á vegum SÞ í Bosníu-Hersegóvínu. Ibúðarhús í Sarajevo, sem skemmdist í sprengingum og skotbardögum og virðist enn vera eins og daginn er átökunum um borgina lauk. Þegar betur er að gáð sést að búið er í húsinu, rúður hafa verið settar í glugga og fólk og bflar standa fyrir utan. f hverfinu Dobrinja í Sarajevo má víða sjá húsveggi alsetta skotgötum og jafnvel vantar heilu húshliðarnar þannig að sést inn í herbergi og ganga húsanna. Haraldur Johannessen ríkislögreglusljóri og Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn fóru skoðunarferð um borgina. Grunnskólanem- endur kenna eldri borgurum á tölvur FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavík- ur veitti í gær 33 grunnskólanem- endum í Reykjavík viðurkenningu fyrir að taka þátt í að kenna eldri borgurum í borginni á tölvur. Guð- rún Þórsdóttir, kennsluráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sagði, þegar viðurkenningarnar voru veitt- ar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, að með tölvunámskeiði fyrir aldraða, undir einkunnarorðunum Einum kennt - öðrum bent, hafi ræst gamall draumur um að koma á tengingu milli kynslóðanna. Námskeiðin eru samstarfsverkefni Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, Námsflokka Reykjavíkur og sex grunnskóla í Reykjavík, Rimaskóla, Hagaskóla, Hólabrekkuskóla, Breiðholtsskóla, Háteigsskóla og Langholtsskóla. 33 grunnskólanemendur tóku þátt í að kenna 75 eldri borgurum helstu grunnatriði í tölvunotkun og voru námskeiðin haldin í tölvuveri skól- anna í samstarfi við kennara. I máli Guðrúnar kom fram að allir hafa skólarnir lýst sig reiðubúna til að halda námskeiðunum áfram. Pálína Jónsdóttir, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara, sagði að það S'V i Jk- /> WT-m K —' *■ H Æ ,^í ' É&i ' j fk í $ >' ;fv ** Morgunblaðið/Jim Smart 33 grunnskólanemendur voru í gær heiðraðir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir að hafa tekið þátt í að kenna eldri borgurum í Reykjavík á tölvur. hefði verið frábær hugmynd að fá grunnskólanemendur til að kenna eldri borgurum á tölvur. Þetta hefði verið liður í að tengja kynslóðirnar saman í raunhæfu verkefni og allir sem lagt hefðu verkefninu lið ættu þakkir skildar. Pálína sagði að sú skrítla væri sögð að eldri kona sem var að byrja að læra á tölvu hefði lagt músina á gólfið og ætlað að stýra henni með fætinum eins og hún var vön að stýra saumavélinni sinni. Hún sagði að það væri í góðu lagi að ungl- ingar skemmtu sér þannig á kostnað hinna eldri. „En talið ekki bara um okkur eldri borgara. Talið líka við okkur,“ sagði Pálína. Hún sagði að þetta hefði einmitt gerst í tölvu- fræðslunni og eldri borgara langi til að fræðast af þeim yngri og ná að skilja unglingamenninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.