Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 8

Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Velgreiddiri Cíarri er hu’ttur að hlægja að ' múndcringunni á vatns- = greiddu drengjunum í FBA. Hann er líka hættur að kalla þetta Drengjahankann. Málið er að kunna réttu handtökin. Bréf 33 samtaka og stofnana til dómsmálaráðherra Aframhaldandi starfsemi Barnahúss verði tryggð ÞRJÁTÍU og þrenn samtök og stofn- anir hafa sent Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem kemur fram eindregin ósk um að hún tryggi áframhaldandi starfsemi Bamahúss. I bréfinu tii ráðherra er bent á að með tilkomu Bamahúss hafi orðið mikil breyting á meðferð mála sem varða kynferðisbrot við böm. „Þann- ig þarf einungis að leita með böm á einn stað til að gangast undir skýrslu- töku, læknisskoðun, greiningu og meðferð. Á stuttum starfstíma húss- ins hefur safnast saman mikil sérhæf- ing og þekking, sem miðlað hefur ver- ið m.a. til bamavemdamefnda og lögreglu víða um land við vinnslu við- kvæmra mála,“ segir meðal annars í bréfinu. Ráðherra er beðinn að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum eða að grípa til annarra viðeig- andi ráðstafana sem séu til þess falln- ar að treysta þá starfsemi sem fram fer á vettvangi Bamahúss þannig að tryggt verði að velferð bamanna sé áfram í fyrirrúmi. Undir bréfið skrifa forsvarsmenn þijátíu og þriggja stofnana og sam- taka. Þrjátíu tíma afeitrun Slökun og já- kvætt hugarfar Davíð Samúelsson LAUGARDAG hefst í gistiheimil- inu Brekkukoti á Sólheimum í Grímsnesi reykinganámskeið. Nám- skeiðið stendur í 30 klukku- stundir og leiðbeinandi er Guðjón Bergmann. Davíð Samúelsson er forstöðu- maður heUsu- og gistiheim- ilisins Brekkukots á Sól- heimum - skyldi þetta vera í fyrsta skipti sem svona reykinganámskeið er hald- ið í Brekkukoti? „Já, svona námskeið hafa verið haldin sem kvöldnámskeið í Reykjavík en með því að færa nám- skeiðið hingað á heUsu- og gistiheimilið Brekkukot er ætlunin að þjappa hópnum saman, koma fólki í meira næði svo það geti einbeitt sér að því verkefni að hætta að reykja.“ -Hvemig er svona námskeið byggtupp? „Það geta ekki fleiri en fimmtán tekið þátt í svona námskeiði í einu vegna þess að leiðbeinandinn Guð- jón Bergmann vUl hafa ráðrúm til að sinna persónulegum þörfum hvers og eins tíl þess að vinna sig út úr fíkninni. Námskeiðið er byggt upp á slökun, sem er megin- inntakið í námskeiðinu, og já- kvæðri afstöðu til þess að hætta að reykja. Guðjón Bergmann hefur meiri trú á jákvæðri afstöðu enr hræðsluáróðri. Þegar löngunin til tóbaks grípur fólk er úrslitaatriði hvemig það vinnur úr þeirri löng- un. Guðjón kennir fólíd tækni til þess að hafa stjóm á þessari löng- un. Hann hjálpar því til þess að nota slökun til að vinna gegn reyk- ingalönguninni. Þetta námskeið er þrjátíu tíma afeitrun. Á dag- skránni em fyrirlestrar, útivist og slökun eins og fyrr sagði. Nám- skeiðið hefst báða morgnana um klukkan tíu árdegis og stendur fram tU klukkan fimm síðdegis. Matur og gisting, svo og ferðir, er allt innifalið í námskeiðsgjaldinu, sem er 15.000 krónur." - Er þetta námskeið byggt upp að erlendri íyrirmynd? „Já, að hluta tU, en aUt er stað- fært. Námskeiðið hefur verið hald- ið m.a. í Heilsugarði Gauja litla, en það er ekki alveg sama námskeiðið og námskeiðið hér, aðstæður em aUt aðrar þar sem hópurinn er saman allan tímann. Megininntak- ið í námskeiðinu er að breyta lífs- venjum fólksins, fá það tU að lifa heilbrigðara lífi. ísvá er þriðji aðil- inn sem stendur að þessu nám- skeiði, það fyrirtæki kemur inn í þetta samstarf með fjármálaráð- gjöf. Þegar fólk hættir að reykja eyðir það ekki lengur peningum í tóbak og ætlunin er að gefa fólki kost á að nota þá peninga sem það eUa hefði keypt tóbak fyrir til þess að byggja upp reglulegan spamað. Fyrir leikmann er um margar leið- ir að velja tU að fjárfesta, fuUtrúi frá ísvá kynnir á námskeiðinu fjár- festingarkosti." -Hver er þáttur gistiheimilis- ins? „GistiheimUið Brekkukot er með svokallaða græna ferðaþjónustu, sem þýðir að ferðaþjónustan er umhverfisvæn. í þessu tilviki þýðir þetta Uka heU- brigt fæði og slíkt fæði fá þeir sem sækja þetta námskeið. Sólheimar em þekktir fyrir heilsudaga sína og ýmiskonar heUsunámskeið, svo og phermakúltúr - en það er vist- væn menning. Þess má geta að á staðnum er sundlaug og þrátt fyrir að snjór sé yfir öllu em gönguleiðir ► Davíð Samúelsson fæddist í Neskaupstað 7. febrúar 1966. Hann lauk prófi frá Pósti og sfma sem fjarskiptafræðingur, stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ og sjöunda stigs prófi frá Söngskólanum í Reykja- vík. Hann er nú í námi í ferða- málafræði hjá Háskóla íslands. Hann hefur starfað við sölu- og markaðsmál en sfðustu fjögur ár- in í ferðaþjónustu, m.a. sem skálavörður á hálendinu. Nú er Davíð forstöðumaður gistiheim- ilisins Brekkukots á Sólheimum. hér mddar.“ - Heldur þú að það sé a uðveld- ara að hætta að reykja á Sólheim- um en t.d. íReykjavík? „Já, ég er sannfærður um það. Staðurinn öðlast táknrænan sess í hugum fólksins sem sá staður þar sem viðkomandi hætti að reykja. Auðvitað þarf sá staður ekki endi- lega að vera hér á Sólheimum. Mikilvægt er hins vegar að fólk sem ætlar að hætta að reykja fái ráðrúm og næði til þess að komast aðeins burt úr sínu venjulega um- hverfi. Markmiðið er það að þegar fólk hefur dvalið hér í afeitmn í 30 tíma, borðað heilsusamlegan mat, fengið næði til íhugunar og snýr svo heim á leið, væntanlega endur- nært, hafi það í farteskinu ein- beitta ákvörðun um að hætta end- anlega að reykja.“ Guðjón leggur á það mikla áherslu að fólk ákveði að hætta endanlega að reykja. Marg- ir em alltaf að „hætta að reykja“, en hætta því ekki. Það verður að binda enda á það ferli og nám- skeiðið á að stuðla að því.“ - En þegar fólkið kemur í sitt umhverh og það grípur það nánast óviðráðanleg löngun til að reykja - hvað erþá til ráða? „Ef slökun og önnur ráð duga ekki getur fólk gripið til þess ráðs að hafa samband við Guðjón, hann er með eins konar „neyðar“-ráð- gjöf fyrir skjólstæðinga sína; ef þeir em aðframkomnir af tóbaks- löngun en vilja alls ekki falla geta þeir haft samband við hann.“ - Getur fólk komið með vini eða ættingja á námskeiðið eða til dval- ar á gistiheimilinu - jafnvel þótt þeir reyki ekki? „Ef viðkomandi reyk- ir líka á hann erindi hingað - annars varla.“ Guðjón telur mjög æskilegt að ef fleiri en einn í sömu fjölskyldu reykja taki þeir sig sam- an um að koma á svona námskeið til þess að veita hver öðmm styrk, bæði á námskeiðinu og þegar í gamla umhverfið er komið. „Þess má geta að við ráðgeram að hafa þrjú svona námskeið í vor og þegar er eitt slíkt fullskipað.“ Markmiðið er að fólk hætti endanlega að reykja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.