Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þróunarsamvinnustofnun og Rauði kross-
inn bregðast við neyðarástandi í Mósambík
Fengur sendur
á flóðasvæðin
Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson
Arni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra skoðar afla í Vestmannaeyjum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson
framkvæmdastjóri, Stefán Friðriksson vinnslustjóri, Drífa Hjartardóttir og Árni Johnsen fylgjast með.
Sjávarútvegsráðherra heimsækir
fyrirtæki í Vestmannaeyjum
RANNSÓKNASKIPIÐ Fengur
lagði í gær úr höfn í Mabuto, höfuð-
borg Mósambík, til flóðasvæðanna í
Mósambík. Áætlað var að skipið
kæmi síðla nætur á áfangastað með
vistir og hjálpargögn. Óvíst er hve
lengi skipið getur veitt aðstoð, en
það er útbúið vistum og olíu til eins
mánaðar.
Um borð í Feng er lítill bátur
sem ráðgert er að senda upp ána
Limpopo, hjá borginni Xai Xai, til
að ferja fólk og flytja hjálpargögn.
Einnig kemur til greina að nota
björgunarbáta af Feng við björgun-
arstarfið.
Þróunarsamvinnustofnun íslands
(ÞSSÍ) hefur starfað í Mósambík
undanfarin fjögur ár, einkum að
fiskirannsóknum og hefur Fengur
hefur verið í Mósambík í þrjú ár.
Einnig hefur verið unnið að félags-
legum verkefnum. Nú síðast á sviði
heilsugæslu í samvinnu við Rauða
kross félögin á Islandi og í Mósa-
mbík. Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur einnig veitt landinu aðstoð.
ÞSSÍ og Rauði kross íslands
urðu fyrst hjálparstofnana til að
bregðast við hörmungunum á flóða-
svæðunum og veittu lítilsháttar
fjárstuðning.
Rauði krossinn safnar
Rauði kross Islands hvetur al-
menning til að aðstoða íbúa á flóða-
svæðum í Mósambík með því að
styrkja hjálparstarf Rauða krossins
í landinu. Þar ríkir nú algjört neyð-
arástand og hjálparfélög eru í
kapphlaupi við tímann að bjarga
fólki úr sjálfheldu og koma vatni og
mat til þeirra sem hafa misst heim-
ili sín, segir í fréttatilkynningu.
Hægt er að gefa til hjálparstarfs-
ins með gíróseðlum sem liggja
frammi í bönkum og sparisjóðum,
leggja inn á bankareikning númer
12 hjá SPRON á Seltjarnarnesi eða
fara inn á vef Rauða kross íslands -
www.redcross.is - og láta greiðslu-
færa af korti.
Einnig getur fólk hringt í Rauða
krossinn - 570-4000 - og látið færa
framlag á greiðslukort.
Búist er við að vatnsflaumurinn
aukist enn á næstu dögum og því er
enn mest áhersla lögð á að bjarga
fólki úr sjálfheldu. Á sama tíma
þarf einnig að huga að því að koma
hreinu vatni og mat til þeirra sem
þegar hafa bjargast.
Þegar hefur orðið vart við niður-
gangspestir meðal fólks í flótta-
mannabúðum Rauða krossins en
óttast er að farsóttir eins og kólera
kunni að brjótast út ef ekki er lögð
mikil áhersla á fyrirbyggjandi að-
gerðir.
Rauði kross íslands hefur farið
fram á það við deildir sínar um allt
land, en þær eru alls 51, að þær
styðji hjálparstarfið með fjárfram-
lögum.
ÁRNIM. Mathiesen, sjávar-
útvegsráðherra, heimsótti sjávar-
útvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum
í gær og átti fundi með hagsmuna-
aðilum í sjávarútvegi. Heimsóknin
er sú sjötta í röð heimsókna ráð-
herrans í kjördæmi landsins í sum-
ar og vetur.
Árni heimsótti m.a. Vinnslustöð-
ina, ísfólag Vestmannaeyja,
Sæhamar og Eyjaís. Jafnframt átti
ráðherrann fund með Útvegs-
bændafélagi Vestmannaeyja, Sjó-
mannafélaginu Jötni, Verka-
kvennafélaginu Snót og
Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja.
Árni sagðist f samtali við Morg-
unblaðið í gær hafa átt góða fundi í
Eyjum og greinilegt að umræðan
um fiskveiðistjórnunarmál væri lif-
andi þar eins og annars staðar.
„Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í
Vestmannaeyjum hafa farið í gegn-
um talsverðar breytingar að undan-
förnu og þess má sjá dálitil merki.
En það er mikið líf í Eyjum þessa
dagana, loðnufiotinn er að veiðum
hér skammt undan og verið að
bræðajoðnu og frysta á fullu,“
sagði Árni.
Islandssimi birtir verðskrá yfír símtöl til útlanda
A
Islandspostur tvítúk 28. febrúar
Harðnandi samkeppni
í símtölum til útlanda
Sfmtöl til útlanda hjá Landssíma og Íslandssíma
Öll verð I kr. á mín. DAGTAXTI KVÖLD- OG NÆTURTAXTI
Lands- síminn íslands- síminn Verð- munur Lands- síminn íslands- síminn Verð- munur
Ástraiía 58,00 56,10 3.4 r 52,00 50,50 3,0%
Bandaríkin 35,00 29,75 17,7% 32,00 26,80 19,4%
Bretland 31,00 26,35 17,7% 28,00 23,70 18,1%
Danmörk 30,00 25,50 17,7% 27,00 22,90 17,9%
Finnland 31,00 26,35 17,7% 28,00 23,70 18,1%
Frakkland 36,00 30,60 17,7% 33,00 27,50 20,0%
Færeyjar 31,00 26,35 17,7% 28,00 23,70 18,1%
Grikkland 60,00 51,00 17,7% 54,00 45,90 17,7%
írland 36,00 30,60 17,7% 33,00 27,50 20,0%
italía 42,00 31,90 31,7% 38,00 28,70 32,4%
Lúxemburg 36,00 30,60 17,7% 33,00 27,50 20,0%
Noregur 30,00 25,50 17,7% 27,00 22,90 17,9%
Rússland 69,00 97,75 -29,4% 63,00 88,00 -28,4%
Slóvenía 66,00 56,10 17,7% 60,00 50,50 18,8%
Spánn 36,00 30,60 17,7% 33,00 27,50 20,0%
Svíþjóð 30,00 25,50 17,7% 27,00 22,90 17,9%
Tyrkland 69,00 58,65 17,7% 63,00 52,80 19,3%
Þýskaland 30,00 25,50 17,7% 27,00 22,90 17,9%
ÍSLANDSSÍMI birti í gær verðskrá
yfir símtöl til útlanda, en fyrirtækið
hóf á þriðjudag að bjóða upp á svo-
kallaðar Frímínútur, sem eru frí
símtöl til útlanda, og ódýrari út-
landasímtöl. Samkvæmt upplýsing-
um frá fyrirtækinu mun verð í gjald-
skrá Íslandssíma vera allt að 40%
lægra en í sambærilegri gjaldskrá
Landssímans.
Ólafur Stephensen, talsmaður
Landssímans, segir að munurinn á
verðskrám fyrirtækjanna sé ekki
nema um 15% þegar hringt er til
helstu viðskiptalanda Islands. Hann
segist gera fastlega ráð fyrir því að
Landssíminn muni lækka verð eftir
næstu mánaðamót.
Sigurður Ingi Jónsson, yfirmaður
viðskiptamótunar Íslandssíma, segir
að menn hafi verið mjög forsjálir
með samninga hjá Íslandssíma og
því sé hægt að bjóða upp á lægra
verð á símtölum við útlönd.
Fyrstu 15 mínúturnar fríar
Hann segir að tilboð um frí símtöl
felist í því að menn fái fyrstu 15 mín-
úturnar í útlandasímtölum fríar eftir
að þeir hafa skráð sig sem viðskipta-
vini Islandssíma. Og er þá sama
hvert hringt er. Hann segir að þann-
ig nái fólk að prófa þessa þjónustu
sér að áhættu- og kostnaðarlausu.
Fólk hefur, að sögn Sigurðar,
brugðist vel við þessum tilboðum.
Ekki geta viðskiptavinir þó farið að
nýta sér þessa þjónustu Íslandssíma
fyrr en 1. apríl nk. Ástæðan fyrir því
er að Póst- og fjarskiptastofnun á
eftir að fjalla um málið.
Ólafur Stephensen, talsmaður
Landssímans, sagði í samtali við
Morgunblaðið að það væri misskiln-
ingur að Landssíminn vildi banna
Íslandssíma að bjóða upp á símtöl til
útlanda, heldur hefðu menn talið að
tilteknir viðskiptahættir væru vill-
andi gagnvart neytendum, sem fæl-
ist í því að ekki var hægt að nálgast
verðskrá fyrir auglýsta þjónustu hjá
Íslandssíma. „í þessum auglýsingum
er ekkert sagt um verðið, nema að
það sé allt að 40% lægra en hjá
Landssímanum."
Landssíminn mun lækka verð
Hann sagði að samburður á verð-
skrám leiddi í ijós að Islandssími
byði upp á meira en 30% ódýrari
símtöl til 85 landa, en benti jafnframt
á, að á síðasta ári hefði umferðin til
þessara landa verið u.þ.b. 1% af
heildarsímtölum til útlanda.
„Til 47 landa er boðið 19-30%
lægra verð en hjá okkur og umferðin
til þessara landa var um 2% af heild-
arumferðinni á síðasta ári. Til ann-
arra landa er yfirleitt um 15% lægra
verð hjá Íslandssíma heldur en hjá
Símanum, en það eru lönd sem mest
er hringt til og er umferðin til þeirra
yfir 95% af heildarumferðinni.“
Þá segir Ólafur að ekki sé tekið til-
lit til þess að þúsundir viðskiptavina
Landssímans, sem hringja mikið til
útlanda, eigi kost á ýmsum sparnað-
arleiðum. Sé það tekið með reikning-
inn sé munurinn um 6% á þeim lönd-
um sem 95% af símtölum fara til.
„Svo er líka verið að bera saman
gjaldskrá Landssímans í dag og verð
Islandssíma eftir mánuð. Það er
hörð samkeppni á þessum markaði
og við gerum alveg fastlega ráð fyrir
því að eftir mánuð eða svo verðum
við búnir að lækka okkar verð enn
frekar."
Hlaiipársdag1 vant-
aði í tölvukerfíð
HLAUPÁRSDAG, 29.,febrúar sl.,
vantaði í tölvukerfi íslandspósts.
Þetta kom þó starfsmönnum ekki á
óvart, þegar hlaupársdagur rann
upp. Fyrirmæli höfðu verið send
daginn áður til pósthúsa um hvernig
bregðast skyldi við þessum tölvu-
vanda.
Isfirska blaðið Bæjarins besta
varð fyrst til að flytja frétt af hlaup-
ársvanda íslandspósts. Þar kemur
fram að í að minnsta kosti einu póst-
húsi á norðanverðum Vestfjörðum
hafi póstur verið handstimplaður
upp á gamla mátann á hlaupársdag.
Olli engum skakkaf ollum
Að sögn Ólafs Þorsteinssonar, for-
stöðumanns tölvudeildar Islands-
pósts, gleymdist hreinlega að gera
ráð fyrir þessum hlaupársdegi þegar
tölvukerfið var uppfært vegna 2000-
vandans. Hann sagði að kerfisvillan
hafi ekki valdið neinum teljandi
vandræðum. Starfsmenn hafi ein-
faldlega fært inn nýja dagsetningu
að morgni hlaupársdags. Þann dag
hafi tölvurnar sýnt dagsetninguna 1.
mars, en í staðinn hafi verið unnið á
28. febrúar tvo daga í röð. Það eigi
ekki að breyta neinu gagnvart öðr-
um stofnunum, t.d. varðandi greiðsl-
ur. Innlánsstofnanir miði við daginn
sem greiðsla berst þeim.
Síðastliðinn hlaupársdagur var
óvenju sjaldgæfur vegna þess að ár-
talið endar á 00. í þeim tilvikum er
hlaupár aðeins á 400 ára fresti. „Við
verðum reiðubúin að mæta þessum
vanda eftir 400 ár, sagði Ólafur.
Enginn viðurkennt
rán í söluturni
ENGINN hefur enn gengist við því
að hafa framið rán í söluturni í Vest-
urbergi á mánudagskvöld. Þar ógn-
aði ungur maður afgreiðslustúlku
með hamri og sló mann í höfuðið fyr-
ir utan sölutuminn. Hann hvarf á
brott með nokkra tugi þúsunda sem
hann rændi úr söluturninum.
Lögreglan vinnur að rannsókn
málsins og handtók mann í fyrradag
en sleppti honum að loknum yfir-
heyrslum.
Var klæddur í
hettupeysu
Ungi maðurinn sem framdi ránið
var klæddur í hettuíþróttapeysu eins
og þá sem sjá má á myndinni, en á
henni er m.a.
áletrunin „Pure Jamaican“. Hann
er sagður hafa verið um 170-175 cm
á hæð, nálægt tvítugu og klæddur í
svartar buxur auk peysunnar. Þeir
sem geta gefið upplýsingar um eig-
anda slíkrar peysu sem lýsingin gæti
Ræninginn var klæddur í sams-
konar peysu og sést á myndinni.
hugsanlega átt við eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við lög-
regluna í Reykjavík.