Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Unnið að flutningi
Skinnaiðnaðar
UNDIRBÚNINGUR að flutningi á
starfsemi Skinnaiðnaðar hf. úr nú-
verandi verksmiðjuhúsnæði á Gler-
áreyrum yfir í húsnæði Foldu er í
fullum gangi. Skinnaiðnaður seldi
húseign sína á Gleráreyrum, þar sem
reist verður stór og mikil verslunar-
miðstöð fyiir næstu jól en fyrirtækið
hefur tekið um 4.000 fermetra hús-
næði Foldu á leigu af Landsbanka
íslands.
Bjarni Jónasson framkvæmda-
stjóri Skinnaiðnaðar sagði að undh'-
búningur að flutningi fyrirtækisins
væri á áætlun en stefnt er að því að
starfsemin verði komin í fullan gang
í nýju húsnæði í kringum næstu
mánaðamót. Framleiðslan er enn í
fullum gangi en Bjarni sagði mikil-
vægt að sem minnst röskun yrði á
starfseminni við flutninginn. Kostn-
aður við flutninginn er um 100 millj-
ónir króna.
„Það er heilmikið mál að flytja fyr-
irtækið milli húsa en það lá alltaf fyr-
ir.
Móttaka fyrir
hrágæru í burtu
Flutningurinn á vélunum er þó
minnsta málið en það er aftur vinnan
við allar lagnir að vélunum í nýja
húsnæðinu sem er stóra málið. Við
förum að flytja á milli húsa um miðj-
an mánuðinn og ætlum að vera farin
héðan út fyrir næstu mánaðamót.
Ekki stendur til að flytja móttöku
á hrágærum yfir í Folduhúsið að
sögn Bjarna, þar sem sú starfsemi
þykir ekki lengur eiga heima á þessu
svæði, sem senn verður orðið versl-
unarsvæði. Unnið er að því að finna
hentugan stað fyrir þá starfsemi og
einn möguleikinn var að flytja starf-
semina til Sauðárkróks, þar sem
horft var til húsnæðis Loðskinns.
Bjarni sagði þó ekki líklegt að sú
starfsemi yrði flutt til Sauðárkróks
og að unnið væri að því að finna hent-
ugt húsnæði nær starfseminni á
Gleráreyrum.
Myndlistarskdlinn á Akureyri
Morgunblaðið/Kristj án
Morgunblaðið/Kristján
Gísli Kristinsson, arkitekt og einn hvatamanna þess að Akureyringar leika nú íþróttina krullu (curling), rennir
hér steininum eftir endilöngum vellinum á skautasvellinu á Akureyri.
Akureyringar æfa
krullu af kappi
Zontaklúbbarnir
á Akureyri
Fyrirlestur
um umskurð
HÆTTULEGAR hefðir; umskurður
og aðrar aðgerðir á kynfærum
stúlkubarna og kvenna, er heiti á
fyrirlestri sem Lilja Hallgrímsdóttir
stjórnmálafræðingur heldur í sal
Háskólans á Akureyri, við Þingvalla-
stræti kl. 13.30 á laugardag, 4. mars.
Umskurður á drengjum er vel
þekktur. Meiri bannhelgi hefur hvílt
á umskurði stúlkna, en slíkar að-
gerðir eiga sér þó stað daglega í Af-
ríku.Um 130 milljónir kvenna í yfir
40 löndum í Afríku hafa verið um-
skornar í nafni menningarlegra
hefða sem stjórna lífi þeirra. Þeim er
viðhaldið af vanþróun, bágum efna-
hags og félagslegum aðstæðum
kvenna og goðsögnum um konulíka-
mann. Aðgerðir sem eiga að tryggja
stúlkunum hjónaband og barneignir,
hina viðurkenndu stöðu þeirra í við-
komandi samfélagi.
Þessar aðgerðir geta valdið mikl-
um skaða andlega og óbætanlegu
líkamlegu tjóni og stundum dauða
stúlknanna. Þær hafa m.a. verið skil-
greindar sem misþyrmingar, of-
beldi, heilsufarsvandamál og brot á
mannréttindum. A alþjóðavettvangi
er tekist á um mikilvægi og hlutverk
hefðanna þ..e.a.s. menningarlegrar
afstæðishyggju og þess að vemda
réttindi einstaklingsins t.d. réttin til
lífs og heilbrigðis. Afrískar konur
áttu frumkvæði að því, að fá alþjóð-
astofnanir til að taka á þessu vanda-
máli.
Fyrirlesturinn er á vegum Zonta-
klúbbanna á Akureyri og er styrktur
af Heilbrigðisdeild Háskólans á Ak-
ureyri, hann er ókeypis og öllum op-
inn og er kynning fyrir alþjóðlega
söfnun til styrktar þessu verkefni
sem Zontahreyfingin stendur fyrir
17. og 18. mars nk.
-----♦->-♦---
Menningarsamtök
Norðlendinga og Dagur
Smásagna-
samkeppni
MENNINGARSAMTÖK Norðlend-
inga, Menor og Dagur efna til smá-
sagnasamkeppni og er skilafrestur til
1. maí næstkomandi. Öllum er heimil
þátttaka í keppninni, en þetta er í
sjötta sinn sem Menor og Dagur efna
sameiginlega til smásagnakeppni, en
frá árinu 1989 hafa þau til skiptis efnt
til smásagna- eða ljóðasamkeppni.
Smásagnasamkeppni var síðast
haldin árið 1998 og bárust þá 43
handrit en Hjalti Pálsson bar sigur
úr býtum fyrir söguna Stefnumótun.
Skila skal inn handritum til Dags
við Strandgötu 31 á Akureyri og skal
nafn höfundar og heimilisfang fylgja
með í lokuðu umslagi.
HÓPUR áhugamanna um íþróttina
krullu (eurling) kemur saman í
skautahöllinni á Akureyri á sunnu-
dögum þar sem keppt er af miklu
kappi. Þetta er fjórða árið sem þessi
íþrótt er stunduð á Akureyri en það
er eini staðurinn á landinu þar sem
farið er í þennan steinaleik á svelli.
Nafngiftin, krulla, er hugmynd Gísla
Jónssonar fyrrverandi menntaskóla-
kennara, en hann lagði til að íþróttin
hlyti þetta nafn er Morgunblaðið
leitaði til hans varðandi heppilegt
nafn á þennan leik.
Upphaf þess að farið var að leika
krullu á Akureyri er heimsókn hjón-
anna og Vestur-íslendinganna Sofie
VEÐURSPÁMENN í Veðurklúbbn-
um á Dalbæ á Dalvík eru ekki
bjartsýnir á gott veður í marsmán-
uði, eða að minnsta kosti ekki fram
til 20. mars að því er fram kemur í
spá þeirra fyrir þennan mánuð.
Þeir komu saman á hlaupársdag
og gengu frá spá sinni og var séra
Magnús Gunnarsson sóknarprest-
ur heiðursgestur fundarins.
„Veðrið verður áfram óstöðugt
og umhleypingasamt eins og það
hefur verið undanfarið og síst
betra, sffelidar breytingar og óró-
leiki í veðrinu, en samt meiri líkur
og Tom Wallace til íslands, en þau
gáfu 32 steina sem notaðir eru í þess-
um leik og var þeim skipt milli Akur-
eyringa og Reykvíkinga. Þeir síðar-
nefndu hafa ekki fengið tíma á
skautasvellinu syðra til að stunda
íþróttina þannig að steinarnir voru
sendir norður.
Síðasta vor komu svo tveir V estur-
íslendingar til Akureyrar, þeir Carl
J. Thorsteinsson og Herb Olson og
komu þeir færandi hendi, með 32
granítsteina, áhöld og annað sem til
þarf. Verðmæti gjafar þeirra er um
ein milljón króna.
Tvö lið taka þátt í þessum leik og
eru fjórir í hvoru. Liðin hafa hvort
á að hann verði meira að norðan,“
segir í marsspánni.
Menn eru sérlega svartsýnir
verði veðrið slæmt á bolludaginn,
6. mars, þegar nýtt tungl kviknar í
aust-norð-austri og á öskudag, 8.
mars, en þá er stórstreymt. Gangi
það eftir að veður verði slæmt
þessa daga telja klúbbfélagar að
norðlægar áttir með snjókomu
verði viðloðandi og lægðirnar
muni ganga hver eftir aðra. Sumir
spámanna töldu að veðrið yrði með
þessum hætti hvernig svo sem það
yrði þessa umræddu daga.
um sig 8 granítsteina sem eru um 10
kíló að þyngd, en á þeim eru sérstök
handföng. Steinunum er rennt eftir
ákveðinni braut á ísnum að marki
fyrir enda hennar, en liðsmenn þess
er rennir steininum sópa brautina.
Ætla að efla íþróttina
Marjo Kristinsson hjá Skautafé-
lagi Akureyrar sagði að um 25-30
manna hópur Akureyringa stundi
íþróttina um þessar mundir, en til
stendur að kynna þessa íþrótt og
freista þess að fá fleiri til liðs við fé-
lagið. „Við viljum efla þessa íþrótt
sem mest og viljum sjá sem flesta,“
sagðiMarjo.
Telja klúbbfélagar að veðrið
muni breytast kringum 20. mars
en sú breyting standa stutt yfir og
áfram verði óstöðugt veður.
Flestir félaganna voru sammála
um að Hekla væri ekki hætt og að
meira mundi gerast á þessu sviði,
sennilega færi að gjósa á öðrum
stað og höfðu menn á tilfinning-
unni að það yrði meira þá en nú í
Heklu.
Veðurklúbbsmenn bentu í lokin
á að verði votviðrasamt á riddara-
daginn, 9. mars, verði sumarið
gott, en hart ef frost er þann dag.
Nemend-
ur sýna
í Ketil-
húsi
NEMENDUR Myndlistarskólans á
Akureyri sýna um þessar mundir
þrivíð verk sem þeir hafa unnið
undir handleiðslu Stefáns Jóns-
sonar myndlistamanns en verkin
sýna þeir í Ketilhúsinu í Grófar-
gili. Sýningunni lýkur á morgun,
föstudaginn 3. mars, en opið er
frá kl. 12 til 18 á daginn.
Þeir sem eiga verk á sýning-
unni eru Anna Katrine, Arnfríður
Arnardóttir, Birgir Rafn Friðriks-
son, Halldóra Helgadóttir, Ingunn
St. Svavarsdóttir (Yst), Jóhanna
Björk Benediktsdóttir, Sunna
Björg Sigfríðardóttir, Tinna Ingv-
arsdóttir og Þrándur Þórarins-
son.
Á myndinni er Sunna Björg við
eitt verkanna en það heitir Til-
gangur lífsins. Annars kennir
margra grasa á sýningunni og
fjalla nemarnir um allt milli him-
ins og jarðar í verkum sínum, eða
allt frá 1.000 ára kristnitökuaf-
mæli til umræðna um Eyjabakka
og umræðu um virkjunar-
framkvæmdir.
Atvinnumálanefnd
Ólafsfjarðar
Borgara-
fundur um
atvinnu- og
byggðamál
ALMENNUR borgarafundur
um atvinnu- og byggðamál
verður haldinn í Tjarnarborg í
Ólafsfirði á laugardag, 4. mars,
frá kl. 14 til 17. Atvinnumálan-
efnd Ólafsfjarðar efnir til fund-
arins.
Ásgeir Logi Ásgeirsson bæj-
arstjóri setur fundinn, ávörp
flytja Anna María Elíasdóttir,
forseti bæjarstjórnai', og
SnjólaugÁsta Sigurfinnsdótth',
formaður bæjarráðs. Frum-
mælendur á fundinum verða
Björn Snæbjömsson, formaður
Einingar Iðju, Guðmundur
Guðmundsson, Byggðastofnun,
Sigurgeir Sigurðsson, bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi, og Val-
týr Sigurbjarnarson, atvinnu-
ráðgjafi hjá Nýsi. Þingmenn
Norðurlandskjördæmis eystra
flytja ávörp og að lokum verða
fyrirspurnir og pallborðsum-
ræður.
Veðurklúbburinn á Dalvík
s
Ostöðugt og umhleypinga-
samt veður í mars