Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Ungmenni byrja stöðugt yngri að neyta fíkniefna Flateyri - Kiwanisklúbburinn Þor- finnui- á Flateyri hélt nýverið sinn 213. félagsfund í Vagninum á Flat- eyri. Á fundinum flutti Hlynur Snorrason, rannsóknarlögreglumað- ur hjá Lögreglunni á Isafirði, erindi og einnig voru sérstakir gestir fund- arins Sigrún Sóley Jökulsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Flateyrar, og Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðar- skólastjóri Grunnskólans á Flateyri. Hlynur hafði með sér tæki og tól sem notuð eru af fíkniefnaneytendum og kynnti þau fundargestum. Einnig kynnti hann fundargestum hin ýmsu ííkniefni sem eru í umferð á Islandi. Þau helstu eru amfetamín, hass, kókaín, LSD og e-taflan. Hann rakti fyrir fundargestum áhrif og líðan neytenda meðan á neyslu þessarra efna stæði. í framsögu Hlyns kom margt merkilegt fram, þar á meðal að neysl- an sé sífellt að færast neðar og vitað sé um að 14 ára ungmenni á Vest- fjörðum séu byrjuð að fikta við fíkni- efni. Hér væru grafalvarlegir hiutir að gerast og því væri nauðsynlegt fyr- ir foreldra að fylgjast vel með breyttu hegðunarmynstri bama sinna. Oft gæti hegðunarmynstrið gefið til kynna að vandi væri á ferð. Foreldrar þyrftu að þekkja hin breyttu viðbrögð bama sinna, sem oft einkennast af breyttu líkamsástandi, sleni, áhugaleysi gagnvart eigin útliti, lengri útivera án útskýringa, breytt- ur vinahópur og öðravísi tónlistar- hlustun. Einnig væri vert fyrir for- eldra að veita athygli ótrúlegustu hlutum sem verða allt í einu nauðsyn- legir hlutir í eigu viðkomandi. Nauð- synlegt væri að foreldrar héldu vöku sinni gagnvart óvenjulegu atferli bama sinna. Aðspurður um ásókn ungmenna í fíkniefni sagði Hlynur að megin- ástæðan væri sú að gramm af hassi, sem kostar 1.500 kr. dugar fyrir 10 ungmenni eina kvöldstund. Dýrara sé fyrir unglingana að kaupa áfengi fyrir þessa sömu kvöldstund. Teiknaði hassblóm í snjóinn Hlynur kom einnig inn á að mark- aðssetning þessarra efna væri mjög skipulögð, markaðssetningin færi fram á Netinu, í tölvuleikjum, í klæðnaði og í tónlistinni. Sem dæmi má nefna að ekki alls Morgunblaðið/Egill Egilsson Hlynur Snorrason, rannsóknar- lögreglumaður á Isafirði. fyrir stuttu urðu kennarar við ónefndan skóla varir við að 7 ára bam var að teikna „hassblóm" í snjóinn. Þegar barnið var spurt um hvar það hafði séð þetta merki kvaðst það hafa rekist á það í tölvunni. Það var auðheyrt á fundarmönnum að þessi málefni vega þungt og Hlyni bárast margar fyrirspumir. Aðspurð- ur hvemig lítil bæjarfélög eins og Flateyri gætu bragðist við fíkniefna- vánni svaraði Hlynur því til, að nauð- synlegt væri að bæjarbúar reyndu að sporna við slíkri vá með góðu sam- starfi við lögregluyfirvöld. Erfitt gæti reynst að bregðast við nema hafa nokkuð öraggar vísbendingar um fíkniefnastarfsemi. Allar vísbending- ar, hversu litlar sem þær væra, kæmu sér vel þegar menn teldu að slík starf- semi færi fram á þeirra heimaslóðum. Kosturinn við Vestfirði væri sá að samfélagið þar væri ekki eins stórt í sniðum og fyrir sunnan, þannig að auðveldara væri að kortleggja vand- ann. Þó væri ástandið á Vestfjörðum hvorki verra né betra miðað við sam- bærilega staði á landinu. Fikniefna- vandinn væri víða vaxandi vandamál. Kiwanisklúbburinn Þorfinnur á Flat- eyri vill því hvetja félagasamtök, sem og félagsmiðstöðvar, foreldra og alla þá sem hlut eiga að máli að vera vak- andi fyrir þessari vá sem steðji að litl- um samfélögum, hvar sem er á land- inu. Með samheldni og festu sé hægt að bregðast við vandanum áður en það verður um seinan. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Fuglaáhugamaður á Norður-Héraði Veiðir og merkir snjótittlinga Vaðbrekku, Jökuldal - Páll H. Benediktsson, bdndi á Hákonarstöð- um, er mikili áhugamaður um fugla. Á veturna veiðir hann snjótittlinga og merkir þá. Páll er með búr fyrir utan eldhús- gluggann hjá sór sem hann laðar fuglana inn í með fóðri og þegar nokkur fjöldi fugla er kominn í búr- ið kippir hann í spotta sem heldur Ioku sem heldur búrinu opnu og þeir fuglar sem inn í búrið eru komnir lokast inni, mest hefur hann náð um 50 í einu. Fuglamir em síðan tíndir úr búr- inu í kassa og bornir inn f bæ þar sem þeir em kyn- og aldursgreindir og siðan merktir áður en þeim er sleppt. Páll hefur merkt snjótittlinga í tíu ár en hann byrjaði að merkja árið 1990 og hefur merkt 50-500 fugla á ári síðan. Alls hefur Páll merkt tæpa 2.000 fugla á þessum tíu árum. AHnokkuð er um endurheimta fugla sem hafa verið merktir áður, til dæmis hefur Páll í vetur veitt yfir fjörutíu fugla sem hann hefur merkt áður. Elsti fugl sem hann hefur end- urheimt merkti hann sjálfur fyrir sex ámm. Páll hefur veitt tvo fugla sem vom merktir upphaflega í Skotlandi, auk þess sem hann hefur fengið nokkra merkta á Suðurlandi, en flestir em fuglarair merktir á Norðurlandi og á Kvískerjum. Dagþjónusta fyrir fatlaða Birgir Þ. Kjartansson félagsmálastjóri, Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi og fulltrúi um málefni fatlaðra og Þórhildur Kristjánsdóttir þroskaþjálfi skera hér hátíðartertu í tilefni opnunar dagþjónustunnar. Morgunblaðið/Guðlaug Albert Eymundsson skólastjóri og komandi bæjarstjóri Hornafjarðar færði dagþjónustunni Hornafjarðarmannaspil og veittu þau Tryggvína Þorvarðardóttir og Ásgeir Sigurðsson spilunum mótttöku. Höfn - Fjögur ár er nú liðin frá því að sveitarfélagið Homafjörður tók við rekstri málaflokksins um málefni fatlaðra. Frá þeim tíma hefur þjón- usta við fatlaða á Hornafirði aukist jafnt og þétt að gæðum og umfangi. Nú síðast var opnuð dagþjónusta fyrir fullorðna fatlaða einstaklinga á Höfn þar sem boðið verður upp á þjálfun og afþreyingu. Að sögn Mar- enar Óskar Sveinbjörnsdóttur, iðju- þjálfa og fulltrúa um málefni fatlaðra á Hornafirði, og Þórhildar Kristjáns- dóttur þroskaþjálfa eru það fatlaðir einstaklingar sem hlotið hafa 75% örorku eða meira og þurfa sökum fötlunar sinnar að auki frekari stuðning en almennt gerist, sem falla undir málefni fatlaðra og hafa að- gengi að þeirri þjónustu sem sá málaflokkur býður upp á. Dagþjón- ustan er sniðin að þörfum þeirra sex einstaklinga sem í dag þurfa á henni að halda en þessir einstaklingar era mjög misjafnlega fatlaðir, með ólík- an bakgrann, áhugamál og markmið sem gerir það að verkum að öll þjálf- un og afþreying er einstaklingsmið- uð. Dagþjónustan er rekin samhliða annarri liðveislu sem einstaklingam- ir fá meðal annars á heimilum sínum og við útréttingar ýmiskonar. Allir þessir einstaklingar búa sjálfstæðri búsetu í hefðbundnum íbúðum í al- mennum íbúðarblokkum. Á kvöldin og um helgar er dagþjónustan lokuð en starfsmenn liðveislunnar aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa. Sumir þessara einstaklinga stunda vinnu og munu að sjálfsögðu gera það áfram og vonir standa til að fleiri geti sótt vinnu á almennum markaði í framtíðinni enda gefur það lífinu gildi að hafa að einhverju að stefna og að það sem maður gerir skipti ein- hverju máli. Þórhildur og Maren binda einnig miklar vonir við að geta fengið inn í dagvistina verkefni frá fyrirtækjum til þjálfunar. Að sögn Marenar og Þórhildar hafa alltaf einhverjir efasemdir um að það sé gott fyrir mikið fatlaða ein- staklinga að búa einir og út af fyrir sig og vildu frekar sjá þá í sambýli. Þær sögðu þó þessar raddir færri og jákvætt viðhorf gagnvart því að fatl- aðir verði sem sjálfstæðastir og fái að lifa og starfa í sem eðlilegustu um- hverfi að mörgu leyti einkenna sveit- arfélagið Hornafjörð, að minnsta kosti í samanburði við mörg önnur sveitarfélög á landinu. Segja þær já- kvætt viðhorf bæjaryfirvalda ekki síst skipta máli en þar sé skilningur fyrir því sem verið er að gera fyrir hendi og áhugi á að standa vel að þessum málaflokki. Það hafi því tví- mælalaust skilað miklu betri og markvissari þjónustu þegar sveitar- félagið yfirtók málefni fatlaðra sem áður vora á hendi ríkisins. Gæði þjónustunnar hafí orðið markvissari og nálægð yfirvalda og skilningur greiði fyrir framkvæmdum sem sniðnar era að þörfum þeirra ein- staklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. Einnig ríki þetta jákvæða við- horf í bæjarfélaginu almennt því mun auðveldar gangi að fá inngöngu fyrir fatlaða einstaklinga í Fram- haldsskóla Austur-Skaftafellssýlsu en víða þekkist og einnig hafa at- vinnurekendur á Höfn lagt sig fram við að finna störf við hæfi fatlaðra. Þetta skipti sannarlega miklu máli. Nú binda menn vonir við að næsta framkvæmd sem ráðist verður í til að auka þjónustu við fatlaða verði bygg- ing sérbýlis eins og nú er verið að reisa víða um land. Maren og Þór- hildur sjá helst fyrir sér raðhús með fjóram til fimm litlum íbúðum þar sem hver og einn annaðhvort á eða leigir íbúðina sem hann býr í. Oft er í þessum kjarna aðstaða fyrir starfs- mann sem sinnir þeim íbúum sérbýl- isins sem á aðstoð þurfa að halda. Starfsmaðurinn er þá innan seilingar en ekki inni á heimilum einstakl- inganna eins og ef um sambýli væri að ræða en í sérbýlum era einstakl- ingarnir sjálfstæðari og sjálfráða. Vinahátíð Verum vinir Grindavík - Það var mikið fjör í Grunnskóla Grindavíkur daginn fyrir vetrarfrí nemenda. Haldin var mikil vinahátíð í kjölfarið á átaki í skólanum sem snéri að líðan í skóla. Þennan skemmtidag var margt sér til gamans gert í alls sjö verk- Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson. Steinar Agnarsson setti handþrykk sitt á móti ofbeldi. stæðum, m.a. voru útbúin vina- bönd, farið var í dansleiki, sam- skiptaleikir vora í einu verkstæðinu og færibandamálun í öðru. Foreldrum var boðið upp á kaffi og ekki var hægt að sjá annað en allir foreldrar mættu til að styðja þetta vinaátak. Deginum lauk svo með tákrænu handþrykki allra nemenda skólans sem settu nafn sitt við sitt hand- þrykk og voru með því að taka af- stöðu gegn ofbeldi. Það var Rauða- krossdeildin í Grindavík sem stóð að þessu handþrykki í samvinnu við Grunnskólann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.