Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 28

Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ GÓUGLEÐI M ATUR DRYKRUR TÓNLIST 1.-7. mars um land allt Fjöldi tilboða á Góugleði! Argentína steikhús Vegamót Brasserie Askur Naustkráin Sportbarínn Ölver Lónið Hótel Loftleiðum Apótek kaffihús . Veitingahúsið Perlan Krínglukráín Gaukur á Stöng Jómfrúin Ari í Ögri Catalina Kópavogi CaféVictor Café Amsterdam Glaumbar Skólabrú Carpe Diem Potturinn og pannan Hard Rock Café Hótel Hvolsvöllur Hótel Selfoss SKG veítíngar-Hótel Ísafírðí Gamli Baukur Húsavík Hótel Egilsbúð Neskaupsstað Fiðlarinn Akureyrí Pizza 67 Akureyri Við Pollinn Akureyri Hótel Barbró Akranesí ERLENT Leitin að formannsefni Kristilegra demókrata í Þýzkalandi Stuðningur kjósenda við Merkel virðist vaxandi Berlín. AFP, AP, Reuters. MIKILL meirihluti Þjóðverja, sem tóku þátt í símakönnun sem dag- blaðið Bild birti niðurstöður úr í gær, kaus frekar að sjá Angelu Merkel, núverandi framkvæmda- stjóra Kristilega demókrataflokks- ins, CDU, taka við formennskunni í flokknum en Volker Ruhe sem var varnarmálaráðherra í síðustu ríkis- stjórn Helmuts Kohls. Um 61 af hundraði þeirra 32.746 sem hringdu og kunngerðu val sitt í könnuninni studdu Merkel, en tæp 39% Ruhe. Hinn 20. marz hyggst flokks- stjórn CDU koma sér saman um til- nefningar í æðstu embætti flokks- ins, sem skipað verður í á flokksþingi í byrjun apríl, en Wolfg- ang Scháuble lætur þá af flokksfor- mennsku. Merkel, sem er 45 ára og ein fárra í forystu CDU sem uppa- lin er í austur- þýzka alþýðu- lýðveldinu, hef- ur þótt standa sig vel í að fást við þann mikla vanda sem flokkurinn hefur átt við að etja frá því fjármála- hneykslið kom upp í nóvember sl. Hún vildi í gær ekkert fullyrða um hvort hún hygðist bjóða sig fram til formanns, og Rúhe ekki heldur, en hann er 44 ára og fór fyrir kosn- ingabaráttu CDU í landsþingskosn- ingunum í Slés- vík-Holtseta- landi um síðustu helgi. Bæði Rúhe og Merkel mátu útkomu flokksins úr þessum kosning- um varnarsigur Volker og því er hún Riihe hvorki til þess fallin að hjálpa né spilla fyrir möguleikum Rtihes. „Gamlar kempur“ enn inni í myndinni Annars vilja ófáir áhrifamenn í flokknum ekki að dæminu verði nú þegar stillt þannig upp að engir aðr- ir komi til greina til að taka við for- mennskunni en Merkel eða Rúhe. Christoph Böhr, héraðsleiðtogi CDU í Rheinland-Pfalz, var einn þeirra sem vakti máls á þessu í gær, og Erwin Teufel, forsætisráðherra Baden-Wtirttemberg, sagði að með Kurt Biedenkopf, sem er gamall innanflokksandstæðingur Kohls og forsætisráðherra Saxlands, og Bernhard Vogel, forsætisráðherra Þyringjalands, hefði flokkurinn á að skipa „sannfærandi forystumönn- um“. Yrði önnur hvor þessara „gömlu kempna“ fyrir valinu yrði sú lausn hins vegar aðeins til bráða- birgða, svo að flokksmönnum gæfíst betra ráðrúm til að skipuleggja sig upp á nýtt, segja sldlið við öll hneykslismál og velja nýja framtíðarforystusveit. Angela Merkel Björgunar beðið í Mósambík FÓRNARLÖMB flóðanna í Mósabík halda hér fast í trjágreinar á meðan þau bíða björgunar í þorpinu Chibuto, um 120 km norður af höfðuborg landsins, Mabuto, eftir að áinn Limpopo flæddi yfir bakka sína í gær í kjölfar aukinna vatnavaxta í landinu. Áætlað er að um 100.000 manns bíði enn björgunar á húsþökum og í trákrónum eftir mikil flóð í landinu und- anfarið og fæddi m.a. kona barn í gær þar sem hún beið í björgunar í tré einu. Hjálparsveitir hafa hins vegar áhyggjur af að björg- unarstörf gangi ekki nógu hratt fyrir sig og er óttast að sjúkdómar á borð við kóleru fari að breiðast út. Viðræður NATO og Ukraínu Kænugarði. AFP, Reuters. STJÓRNVÖLD í Úkraínu og full- trúar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hófu viðræður í Kænu- garði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Borís Tarasjúk, utanríkisráðherra Úkraínu, mun næstu tvo daga ræða við framkvæmdastjora og fulltrúa í fastaráði NATO um tengsl Úkraínu og bandalagsins og öryggis- og varnarsamvinnu í Evrópu. George Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði á blaðamanna- fundi í gær að öll ríki bandalagsins hefðu áhuga á að efla tengsl sín við Úkraínu. Hins vegar útilokaði Robinson að Úkraína fengi aðild að bandalaginu í nánustu framtíð. NATO opnaði nýlega skrifstofu í Kænugarði og sagði Robertson það sýna fram á að Vesturlönd væru staðráðin í að aðstoða Úkra- ínumenn við þær breytingar sem nú eiga sér stað í landinu. Hann kvatti Úkraínustjórn til að fram- kvæma umbætur á herafla sínum hið fyrsta svo landið gæti hafið þátttöku í fleiri friðargæsluverk- efnum undir stjórn NATO. Um 8.000 hermenn eru nú við friðar- gæslu á vegum Úkraínu á Balk- anskaga. VANTAR RÚM/@\ FYRIR FLEIRI RÚM! \g7 RÝMUM FYRIR NÝJUM SVEFNHERBERGISHÚSGÖGNUM | Frábær tilboð á rúmum, náttborðum, kommóðum og klæðaskápum. éJWrfWHlHflWlíWftl.ftLI wH Ll Opið: laugardag 10-17 15% afsláttur af fylgihlutum (dýnum, dýnuhlífum, koddum o.fl.) þegar keypt er rúm. skútuvogi 11 • Sími 568 5588

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.