Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ESB viðhaldi ekki ein-
angrun Austurríkis
Vín. AFP, Reutcrs.
WOLFGANG Schussel, kanzlari
Austurríkis og leiðtogi hins borgara-
lega Þjóðarflokks (OVP), og hinn
umdeildi Jörg Haider, sem á mánu-
dagskvöld sagði af sér sem leiðtogi
Frelsisflokksins (FPÖ), vöruðu í gær
Evrópusambandið (ESB) við því að
halda því til streitu að halda Austur-
ríki í pólitískri einangrun.
Gagnrýnendur sögðu afsögn
Haiders lítið annað en útspil í póli-
tískri refskák, sem myndi ekki hafa
áhrif á þær aðgerðir sem ríki heims
hefðu gripið til í því skyni að lýsa
vanþóknun sinni á ríkisstjómarþátt-
töku Frelsisflokksins, sem sakaður
hefur verið um að gera út á
útlendingaandúð og lýðskrum.
í sjónvarpsviðtali á þriðjudags-
kvöld sagði Schussel að svo gæti far-
ið að „hasgja myndi á“ ákvarðana-
töku í ESB, ef Austurríki væri ekki
haft að fullu með í ráðum. Haider
hefur einnig minnt á, að ESB þarf á
Austurríki að halda í mörgum mál-
um, þar sem samhljóða samþykki
allra aðildarríkja þarf fyrir ákvörð-
unum.
„Það er alveg ljóst að gefi ESB-
ríkin 14 okkur ekki færi á að láta
okkar rödd, hugmyndir og hagsmuni
heyrast í ákvarðanatökuferli ESB,
þá mun hægjast á ákvörðunum sem
ríkin fimmtán eiga öll að taka,“ sagði
Schussel. Hann bætti því þó við, eins
og Haider gerði einnig, að þetta
þýddi ekki að Austurríki beitti neit-
unarvaldi.
Schússel gagnrýndi það með hve
mikilli tortryggni ákvörðun Haiders
um að afsala sér flokksformennsku
hefur mætt. „[Þessi viðbrögð sýna]
að það er sama hvað Haider gerir,
það er allt talið vafasamt," sagði
kanzlarinn.
Frökkum hollast að
sýna sanngimi
Haider minnti líka í sjónvarpsvið-
tali í fyrrakvöld frönsk stjómvöld á,
að þeim væri hollast að koma af
sanngimi fram við Austurríki þegar
Frakkar gegna formennskunni í ráð-
herraráði Evrópusambandsins, en
það verður á síðari helmingi þessa
árs. „Vilji Frakkar sjá einhvem
árangur nást [í formennskutíð sinni]
þá verða þeir að koma vel fram við
Austurríki," sagði hann. Haider tók
þó fram, að Frelsisflokkurinn hefði
engin áform uppi um að beita neitun-
arvaldi gegn ákvörðunum innan
ESB.
Haider kallaði Joschka Fischer,
utanríkisráðherra Þýzkalands og
einn helzta leiðtoga þarlendra græn-
ingja, „fyrrverandi stuðningsmann
RAF,“ þ.e. hinnar vinstri öfgasinn-
uðu hryðjuverkasveitar „Rauðu her-
deildarinnar“ sem mest lét að sér
kveða á áttunda áratugnum. Sagði
Haider að Fischer og valdamenn
annarra stjómmálaflokka í Evrópu
væm hræddir um að velgengni FPÖ
í Austurríki gæti verkað sem for-
dæmi að hliðstæðum breytingum á
flokkakerfi annarra Evrópuríkja.
„ESB hefur hlaupið alvarlega á sig,“
AP
Jörg Haider, ríkisstjóri í Karnten, sinnir skyldustörfum og afiiendir foð-
ur Anton Wanner viðurkenningu Kámten daginn eftir að Haider sagði
af sér sem formaður Frelsisflokksins.
sagði Haider. En samkvæmt nýrri
skoðanakönnun, sem niðurstöður
vom birtar úr í gær, er yfirgnæfandi
meirihluti Austurríkismanna enn
hlynntur ESB, þrátt fyrir að áður
hafi komið fram að flestum þeirra
finnist aðgerðir hinna ESB-ríkjanna
ósanngjarnar og byggjast á fordóm-
um.
Austum'sk stofnun sem sinnir
rannsóknum á evrópskum stjórn-
málum lét gera könnunina, en sam-
kvæmt henni vilja 76% Austumkis-
manna að landið verði áfram í
Evrópusambandinu, sem það gekk í
árið 1995. Aðeins 17% landsmanna
vilja ganga úr sambandinu eins og
sakir standa.
Atvinnulaus-
um útvegað-
ur farsími
Sex ára drengTir f Bandarikjiiiium skaut bekkjarsystur sína
Talið að hann hafí ekki
áttað sig á afleiðingunum
Clinton hvetur til að byssur
séu með „barnalæsingum“
Flint, Mount Morris Township, Michigan. AP, AFP.
AP
Aðstandendur nemenda í Buell-grunnskólanum bíða þess að hitta börn-
in eftir skotárásina á þriðjudag.
London. Daily Tclegraph.
ATVINNULAUSU fólki í Bretlandi
verður útvegaður ókeypis farsimi og
símboði til að auðvelda því að fá
vinnu. Þá verður sumum hjálpað að
komast yfir bíl, taka ökupróf og fata
sig upp ef nauðsyn krefur.
David Blunkett, mennta- og at-
vinnumálaráðherra Bretlands, mun
tilkynna í næstu viku, að 15 héruð í
landinu verði tekin fyrir og atvinnu-
laust fólk leitað uppi. Á það sérstak-
lega við um fólk, sem orðið er 25 ára
og hefur verið án atvinnu í ár eða
lengur. Fólkið á að fá ókeypis farsíma
og símboða í hendur og það eru einka-
fyrirtæki, sem ætla að axla kostnað-
inn. Þá getur fólk fengið allt að 47.000
kr. styrk til að brúa bilið á milli þess
að vera á bótum og fá útborguð laun.
Gordon Brown, fjármálaráðherra
Bretlands, sagði í fyrradag að ríkið
hefði skyldum að gegna við þá, sem
ættu undir högg að sækja, en full-
frískt fólk hefði enga afsökun fyrir
því að vera á opinberum bótum. Eftir-
spum eftir vinnuafli hefði sjaldan
verið meiri og um eina milljón manna
vantaði til starfa.
DAUÐI sex ára
stúlku sem skot-
in var til bana í
Buell-grunnskól-
anum í bænum
Mount Morris
Township í
Bandaríkjunum
á þriðjudag hefur
vakið mikla at-
hygli. íbúar bæj-
arins reyna nú að
sætta sig við að sex ára strákur hafi
banað bekkjarsystur sinni, Kayla
Rolland, þegar hann dró upp byssu
í skólastofunni og skaut. Er málið
talið auka enn frekar á deilur um
vopnalöggjöf í Bandaríkjunum.
Ekki liggur ljóst fyrir hvernig at-
burðurinn átti sér stað. Að sögn
lögreglu hafði drengurinn byssuna
með í skólann til að sýna vinum sín-
um, en einnig hefur verið greint frá
að komið hafi til átaka milli drengs-
ins og Kayla á leikvellinum daginn
áður. Nafni drengsins, sem hefur
verið komið fyrir í umsjá barna-
verndaryfirvalda, er haldið leyndu
vegna aldurs hans. Um 500 nem-
endur sækja Buell, sem er í einu af
efnaminni hverfum bæjarins.
Að sögn Aliciu L. Judd, kennara
barnanna, voiu fáir nemendur í
stofunni þegar drengurinn dró .32
kalibera byssu úr buxnavasa sínum,
sneri sér í átt að Kayla og skaut
einu skoti. Hann hljóp þvi næst inn
á klósett og henti byssunni í ruslið.
Lög Miehiganríkis leyfa að barn
sé sótt til saka líkt um og lögráða
einstakling væri að ræða, en ólík-
legt er talið að svo verði í þessu til-
felli. „Samkvæmt lögum ber barn-
...ekki ábyrgð og getur ekki haft
uppi ásetning um að drepa. Ljóst er
að drengurinn hefur gert nokkuð
hræðilegt, en lagalega séð getur
hann ekki borið ábyrgð,“ sagði Art-
hur A. Busch, saksóknari í Genes-
ee-sýslu. „Hann gerði sér grein fyr-
ir að hann var að gera eitthvað sem
ekki mátti, en hve mikið hann skildi
er annað mál.“
Ekki einsdæmi að grunn-
skólabörn mæti með byssu
Ekki hefur verið gefið upp hvem-
ig drengurinn náði í byssuna, en
ljóst er að hún kom af heimili hans.
Að sögn Busch er þetta ekki eins-
dæmi og kvað hann önnur grunn-
skólabörn hafa orðið uppvís að því
að koma með byssu í skólann þó
ekki hafi verið hleypt af fyrr en nú.
„Það er tímanna tákn að vopnum
búið þjóðfélag gangist ekki við
þeirri ábyrgð að geyma vopn sín á
öruggum stað,“ sagði Busch.
Þó drengurinn verði e.t.v. ekki
sóttur til saka gera bandarísk lög
ráð fyrir að sá sem er fundinn sekur
um vanrækslu á geymslu skotvopna
geti verið ákærður fyrir manndráp
af gáleysi. Bill Clinton Bandaríkja-
forseti hvatti á þriðjudagskvöldið til
þess að allar byssur yrðu útbúnar
„barnalæsingu". „Þetta er enn ein
áminningin um að gera það sem við
getum til að vernda börn okkar
gegn ofbeldi," sagði Clinton
Kennsla féll niður í Buell í gær,
en skólinn var opinn þeim sem á
áfallahjálp þurftu að halda. Dreng-
urinn er til þessa yngsti þátttak-
andi í fjölda skotárasa í skólum
Bandaríkjanna sl. 3 ár.
--------------
Banvænt
„krabba-
meinslyf“
Lissabon. Reuters.
PORTÚGALSKUR maður sem
kvaðst hafa uppgötvað lækningu
gegn krabbameini og öðrum alvar-
legum sjúkdómum mætti fyrir rétt
á Azoreyjum fyrir skömmu sakað-
ur um að hafa myrt átta manns.
Að sögn saksóknara mátti rekja
dauðsföllin til þess að Manuel Din-
is Pimentel smurði líkama sjúkl-
inganna með upplausn sem m.a.
innihélt skordýraeitur.
Pimentel, sem nú á allt að 25 ára
fangelsisdóm yfir höfði sér, neitar
ásökununum og sakar sjúklingana
um að hafa látið hjá líða að til-
kynna sér um að þeir þjáðust af
öðrum sjúkdómum á borð við syk-
ursýki.
LANCÖMl^^
%
- I
I—■—
Vor - sumar 2000
Dagarnir verða bjartari með vor- og sumarlitunum fró LANCOME
Stórglæsileg taska fyrir förðunarvörur og snyrtibudda fylgja kaupunum.
Kynning í dag
og á morgun
Kynning á morgun
og laugardag
SNfRTIVÖRUVERSLUNIN . . T
GLÆSiÆ BYLGJAN
SNYR.TIVERSLUN1N
Kayla
Rolland
I
J