Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ein glæsiiegasta bílaþvottastöð landsins opnar í dag að Bæjarlind 2 í Smáranum Kópavogi. Löður er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og býður fjölbreytta þvottaþjónustu fyrir bíleigendur. Opið allan sólarhringinn Löður Elko Hagkaup ^urtns Ve9ur Smáralind Hraðvirk bílaþvottastöð sem þvær allt að 5 bíla í einu, lítil bið og þurrkað úr hurðafölsum. Opið frá kl. 8-19. Þú þværð bílinn við bestu aðstæður með háþrýstidælu. Sápa, tjöruleysir og öll hreinsiefni á staðnum. Opið allan sólarhringinn. Uf'Ju] alar mea þu, reinsiklútun TePPahreins Sjafar Hyksiigur Þú skilur bílinn eftir og hann er þrifinn hágt og lágt. Alþrifþjónustan opnar á næstu vikum. Hraði-gæði-þjónusta Sjálfvirk þvottastöð LISTIR Morgunblaðið/Sverrir Leikstjórinn ásamt samstarfsfólki við Draum á Jónsmessunótt. 50 ára afmæli Þjóðleikhússins Draumur á Jónsmessunótt DRAUMUR á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í leikstjórn Baltasar Kormáks verður frumsýnt á 50 ára afmælisdegi Þjóðleikhúss- ins 20. apríl 2000 og er á dagskrá Menningarborgar 2000. Æfingar hófust sl. mánudag á hinum sígilda gamanleik, sem er bæði ljóðrænn og erótískur og draumur og ímynd- unarafl ráða ríkjum til jafns. Þýðandi er Helgi Hálfdanarson, danshöfundur Aletta Collins, lýs- ingu hannar Páll Ragnarsson. Sýn- ingarstjóri er Kristín Hauksdóttir, aðstoðarmaður leikstjóra Margrét Vilhjálmsdóttir. Höfundur leik- myndar er Vytautas Narbutas, og er hann einnig höfundur búninga ásamt Filippíu I. Elísdóttur. Leik- stjóri er Baltasar Kormákur. Leikendur eru: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Guðrún S. Gísladóttir, Hilmir Snær Guðnason, Atli Rafn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Bergur Þór Ingólfsson, Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason, Herdís Þorvalds- dóttir, Róbert Arnfinnsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Verkið var síðast sýnt í Þjóðleik- húsinu 1955, fyrir 45 árum. Leik- stjóri var Walter Hudd. Þá léku Bessi Bjarnason, Róbert Arnfinns- son og Herdís Þorvaldsdóttir einnig í sýningunni, Herdís lék Hermíu og Bessi og Róbert voru í hlutverkum handverksmannanna þá sem nú. Einföldu hlutirnir BÆKUR Þýddar myndabækur ÉG ELSKA ÞIG OGMAMMA eftir Lauren White. Asa M. Ólafs- dóttir íslenskaði. Mál og menn- ing, Reykjavík 1999. ÉG ELSKA þig og Mamma eru myndabækur eftir breska listamanninn Lauren White. Um er að ræða smágerðar bækur sem draga fram og dásama „ein- földu hlutina í lífinu“ með máli og myndum. Þær eru, ímynda ég mér, fyrst og fremst hugsað- ar sem tækifærisgjafir. Fyrrnefnda bókin, Ég elska þig, er eins konar ástarbréf, eða kannski heldur hugdettur að mörgum ólíkum ástarbréfum. Mynd er dregin upp af fjölmörg- um hlutum sem gera ástina eft- irsóknarverða („saman getum við siglt á skýjunum"). Þá er fjallað um hvað þarf að koma til svo tvær manneskjur geti lifað í samlyndi (umburðarlyndi, þolin- mæði o.s.frv.). Einnig eru nefnd til sögunnar dæmi um „stórkost- leg sambönd". Sum eru hefð- bundin (Rómeó og Júlía), önnur frumleg (Tommi og Jenni), sum sæt (Bogart og Bacall), enn önn- ur skondin (skyr og rjómi) og sum umdeilanleg (Samson og Delíla). Myndrænar útfærslur á ólíkum birtingarmyndum ástar- innar og hjálpartækjum róman- tíkurinnar eru stundum skemmtilegar en yfirleitt mjög bókstaflegar. Megingalli verks- ins er hins vegar hversu klisju- kennd hugmyndavinnan er - morgunverður í rúminu táknar þægindi ástarsambandsins en rómantísk kvöldstund blíðan ástríðuhita, og svo framvegis. Bókin Mamma er byggð upp á sama hátt, en hér er hið hefð- bundna móður- og eiginkonu- hlutverk hyllt með því að benda á hversu mörg ólík störf móðirin innir af hendi (kennari, þvotta- kona, sáttasemjari, ástmey) og framsetningarmátinn litríkar myndir í bland við dálítinn texta. I báðum bókunum er innihald- ið ósköp rýrt, gamansemin er ófrumleg, og einföldu hlutirnir yfirleitt afdankaðar klisjur dæg- urmenningarinnar. Því verður þó ekki neitað að bækurnar eru snotrar, enda hugsaðar sem krúttulegar gjafir. Ég get þó ekki varist þeirri hugsun að gjafabókmenntir sem þessar séu í eðli sínu hálfómerkilegar og skynsamlegra sé að gefa raun- verulegar bækur, ef ætlunin er að gleðja einhvern nákominn, heldur en svona innantómt prjál. Björn Þór Vilhjálmsson Fjárfestar athugið! Öll almenn verðbréfaviðskipti með skráð og óskráð verðbréf. ©^áVerðbréfamiðlunin Annafhf Löggilt óháð fyrirtæki í verð Verðbréf Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.