Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ein glæsiiegasta bílaþvottastöð landsins opnar í dag að Bæjarlind 2 í Smáranum Kópavogi. Löður er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og býður fjölbreytta þvottaþjónustu fyrir bíleigendur. Opið allan sólarhringinn Löður Elko Hagkaup ^urtns Ve9ur Smáralind Hraðvirk bílaþvottastöð sem þvær allt að 5 bíla í einu, lítil bið og þurrkað úr hurðafölsum. Opið frá kl. 8-19. Þú þværð bílinn við bestu aðstæður með háþrýstidælu. Sápa, tjöruleysir og öll hreinsiefni á staðnum. Opið allan sólarhringinn. Uf'Ju] alar mea þu, reinsiklútun TePPahreins Sjafar Hyksiigur Þú skilur bílinn eftir og hann er þrifinn hágt og lágt. Alþrifþjónustan opnar á næstu vikum. Hraði-gæði-þjónusta Sjálfvirk þvottastöð LISTIR Morgunblaðið/Sverrir Leikstjórinn ásamt samstarfsfólki við Draum á Jónsmessunótt. 50 ára afmæli Þjóðleikhússins Draumur á Jónsmessunótt DRAUMUR á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í leikstjórn Baltasar Kormáks verður frumsýnt á 50 ára afmælisdegi Þjóðleikhúss- ins 20. apríl 2000 og er á dagskrá Menningarborgar 2000. Æfingar hófust sl. mánudag á hinum sígilda gamanleik, sem er bæði ljóðrænn og erótískur og draumur og ímynd- unarafl ráða ríkjum til jafns. Þýðandi er Helgi Hálfdanarson, danshöfundur Aletta Collins, lýs- ingu hannar Páll Ragnarsson. Sýn- ingarstjóri er Kristín Hauksdóttir, aðstoðarmaður leikstjóra Margrét Vilhjálmsdóttir. Höfundur leik- myndar er Vytautas Narbutas, og er hann einnig höfundur búninga ásamt Filippíu I. Elísdóttur. Leik- stjóri er Baltasar Kormákur. Leikendur eru: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Guðrún S. Gísladóttir, Hilmir Snær Guðnason, Atli Rafn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Bergur Þór Ingólfsson, Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason, Herdís Þorvalds- dóttir, Róbert Arnfinnsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Verkið var síðast sýnt í Þjóðleik- húsinu 1955, fyrir 45 árum. Leik- stjóri var Walter Hudd. Þá léku Bessi Bjarnason, Róbert Arnfinns- son og Herdís Þorvaldsdóttir einnig í sýningunni, Herdís lék Hermíu og Bessi og Róbert voru í hlutverkum handverksmannanna þá sem nú. Einföldu hlutirnir BÆKUR Þýddar myndabækur ÉG ELSKA ÞIG OGMAMMA eftir Lauren White. Asa M. Ólafs- dóttir íslenskaði. Mál og menn- ing, Reykjavík 1999. ÉG ELSKA þig og Mamma eru myndabækur eftir breska listamanninn Lauren White. Um er að ræða smágerðar bækur sem draga fram og dásama „ein- földu hlutina í lífinu“ með máli og myndum. Þær eru, ímynda ég mér, fyrst og fremst hugsað- ar sem tækifærisgjafir. Fyrrnefnda bókin, Ég elska þig, er eins konar ástarbréf, eða kannski heldur hugdettur að mörgum ólíkum ástarbréfum. Mynd er dregin upp af fjölmörg- um hlutum sem gera ástina eft- irsóknarverða („saman getum við siglt á skýjunum"). Þá er fjallað um hvað þarf að koma til svo tvær manneskjur geti lifað í samlyndi (umburðarlyndi, þolin- mæði o.s.frv.). Einnig eru nefnd til sögunnar dæmi um „stórkost- leg sambönd". Sum eru hefð- bundin (Rómeó og Júlía), önnur frumleg (Tommi og Jenni), sum sæt (Bogart og Bacall), enn önn- ur skondin (skyr og rjómi) og sum umdeilanleg (Samson og Delíla). Myndrænar útfærslur á ólíkum birtingarmyndum ástar- innar og hjálpartækjum róman- tíkurinnar eru stundum skemmtilegar en yfirleitt mjög bókstaflegar. Megingalli verks- ins er hins vegar hversu klisju- kennd hugmyndavinnan er - morgunverður í rúminu táknar þægindi ástarsambandsins en rómantísk kvöldstund blíðan ástríðuhita, og svo framvegis. Bókin Mamma er byggð upp á sama hátt, en hér er hið hefð- bundna móður- og eiginkonu- hlutverk hyllt með því að benda á hversu mörg ólík störf móðirin innir af hendi (kennari, þvotta- kona, sáttasemjari, ástmey) og framsetningarmátinn litríkar myndir í bland við dálítinn texta. I báðum bókunum er innihald- ið ósköp rýrt, gamansemin er ófrumleg, og einföldu hlutirnir yfirleitt afdankaðar klisjur dæg- urmenningarinnar. Því verður þó ekki neitað að bækurnar eru snotrar, enda hugsaðar sem krúttulegar gjafir. Ég get þó ekki varist þeirri hugsun að gjafabókmenntir sem þessar séu í eðli sínu hálfómerkilegar og skynsamlegra sé að gefa raun- verulegar bækur, ef ætlunin er að gleðja einhvern nákominn, heldur en svona innantómt prjál. Björn Þór Vilhjálmsson Fjárfestar athugið! Öll almenn verðbréfaviðskipti með skráð og óskráð verðbréf. ©^áVerðbréfamiðlunin Annafhf Löggilt óháð fyrirtæki í verð Verðbréf Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.